Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
23
NautagúHas, kg
Kindabjúgu, kg
Lambaskinka, kg
Heilhveitiformbrauð,
Perur, ferskar, kg
KAUPSTAÐUR /hikug4rdur
ÍMJÓDD ALLAR BÚÐIR
Breska konungsfjölskyldan:
Lögfræðingar Söru
fara fram á skilnað
Steve Wyatt neitar að hafa staðið í
ástarsambandi við hertogaynjuna
London. Reuter.
TALSMAÐUR Elísabetar Englandsdrottningar tilkynnti í gær að
Iögfræðingar Söru Ferguson, hertogaynju af Jórvík, hefðu farið
formlega fram á að gengið yrði frá skilnaði hennar og Andrésar
Bretaprins. I gær voru liðin nákvæmlega sex ár frá því þau opin-
beruðu trúlofun sína.
Steve Wyatt, auðugur bandarísk-
ur olíujöfur, neitaði því í gær að
hann ætti í ástarsambandi við Söru
og sagðist taka fréttir um yfirvof-
andi skilnað hertogahjónanna nærri
sér. „Það hefur aldrei verið nein
ást eða rómantík í spilinu. Við Sara
erum vinir og sú vinátta byggist
ekki á holdlegri fýsn. Við hertoginn
erum einnig góðir vinir,“ sagði
Wyatt í viðtali við breska blaðið
Daily Express en ljósmyndir af
Wyatt og Söru Ferguson, sem tekn-
ar voru á sundlaugarbarmi við Mið-
jarðarhaf 1990 og komu fram í
dagsljósið fyrir tveimur mánuðum,
eru sagðar hafa valdið óyfirstígan-
legum erfiðleikum í hjónabandi
Andrésar og Söru. Hann var við
skyldustörf í flotanum þegar mynd-
irnar af frúnni og Wyatt voru tekn-
ar, en samkvæmt fréttum eru þær
nokkuð „innilegar".
Þrátt fyrir alla umjjöllunina hef-
ur Elísabet Englandsdrottning ekk-
ert látið frá sér fara, en í fyrradag
sagði eitt Lundúnablaðanna að von
væri á tilkynningu frá henni um
skilnað sonar síns og Söru fyrir
helgi.
Mörgum Bretanum finnst sem
vandamálin í konungsfjölskyldunni
séu ekki minni en hjá sauðsvörtum
almúganum en skilji þau Andrés
og Sara eins og flest bendir til verð-
ur þó aðeins um að ræða þriðja
skilnaðinn í sögu breska kónga-
fólksins frá því á 16. öld. Þá skildi
Hinrik VIII., sem var alls sexkvænt-
ur, við tvær eiginkvenna sinna og
tvær lét hann hálshöggva. Margrét
prinsessa, systir Elísabetar drottn-
ingar, skildi við mann sinn, Snow-
don lávarð, árið 1978 og Anna
prinsessa, einkadóttir drottningar,
skildi við sinn mann, Mark Phillips,
að borði og sæng 1989 en þau hafa
ekki sótt um lögskilnað.
Búist er við, að Sara fái börnin,
Beatrice, sem er þriggja ára, og
Eugenie, sem er að verða tveggja
ára, og ríflegan lífeyri gegn því að
segja ekki frá hjúskaparmálum
þeirra Andrésar í smáatriðum.
Reuter
Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík, ásamt dóttur sinni, Beatrice.
I gær var tilkynnt, að skilnaður þeirra Andrésar væri fyrir dyrum.
Þetta mál er að sjálfsögðu það,
sem allt snýst um í Bretlandi og
jafnvel víðar, og fréttaskýrendur
segja það mikið áfall fyrir bresku
konungsfjölskylduna. Frá því á
Viktoríutímanum hefur verið horft
til hennar sem fyrirmyndar en El-
ísabet drottning hefur fengið að
kynnast mótlætinu í þessum efnum
í þau 46 ár, sem hún hefur setið á
stóli. Það bætir svo ekki úr, að
fjölmiðlar fullyrða, að kalt sé á
milli þeirra hjóna, Karls prins og
ríkisarfa og Díönu prinsessu.
„Sambúðin stirð uns
Rússar viðurkenna
sjálfstæði Úkraínu“
Leiðtogar samveldisríkjanna koma
saman til fundar í Kíev í dag
ANDREJ Fialko, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Úkraínu, sagði
í gær í samtali við Morgunblaðið að sambúð Rússlands og Úkra-
ínu yrði stirð þangað til rússneskir ráðamenn tækju að líta á
Úkraínu sem sjálfstætt ríki. í dag hefst í Kiev fundur leiðtoga
Samveldis sjálfstæðra ríkja.
í fyrradag sagði ráðgjafí Leon-
íds Kravtsjúks Úkraínuforseta í
samtali við Reuters-fréttastofuna
að Úkraínumönnum gæti stafað
hernaðarleg ógn af Rússum og
það væri full ástæða til að tor-
tryggja leiðtoga þeirra. Morgun-
blaðið ræddi við fréttastjóra út-
varpsstöðvar í Kiev og tvo starfs-
menn utanríkisráðuneytis lands-
ins en þeim var ekki kunnugt um
þessa yfírlýsingar. Þeir gátu held-
ur ekki staðfest að Úkraínustjórn
hefði ákveðið að halda áfram að
senda skammdrægar kjarnaflaug-
ar til Rússlands. Fialko, aðstoðar-
maður utanrikisráðherrans Zlenk-
os, sagði að Úkraínumenn hefðu
ákveðið að stöðva flutning flaug-
anna uns tryggingar hefðu feng-
ist fyrir því að þeim yrði eytt.
Mikið hefði verið gert undanfarna
daga til að útskýra afstöðu Úkra-
ínumanna fyrir vestrænum stór-
veldum og mætti hún nú skilningi
þar.
Hins vegar tóku viðmælendur
Morgunblaðsins undir það að
ýmislegt mætti betur fara í sam-
skiptum Rússlands og Úkraínu
en í dag gæfíst kostur á að útkljá
deilumál ríkjanna. „Þetta eru tvö
stór ríki sem ekki geta verið hvort
án annars,“ sagði Fialko, aðstoð-
armaður utanríkisráðherrans
Zlenkos, var beðinn um að lýsa
sambúð Rússlands og Úkraínu.
„Sambúðin er. erfið í efnahags-
málum, pólitískt séð og í varnar-
málum. Sársaukafullar breytingar
ganga nú yfir þjóðfélög okkar og
þessir sambúðarerfiðleikar gera
illt verra. Við Úkraínumenn viljum
leysa ágreininginn á friðsamlegan
hátt. Það er mín persónulega
skoðun að um leið og ráðamenn
í Rússlandi líta á Úkraínu sem
sjálfstætt ríki þá leysist þessi
vandamál af sjálfu sér.“ Fialko
sagði að í verkum sumra úr hópi
rússneskra valdhafa fælist yfir-
gangur gagnvart Úkraínu. „Þeir
eru ekki eins vinveittir og þeir
ættu að vera en þeir eru þó í jafn-
vægi.“ Fialko vildi ekki nafn-
greina þá rússnesku ráðamenn
sem hann hefði í huga en sagði
að þegar erlendar sendinefndir
kæmu frá Moskvu til Kiev þá
flyttu þær alltaf sömu fregnirnar,
vissir aðilar í ríkisstjórn Rússlands
væru fjandsamlegir í garð Úkra-
ínumanna.
Fialko sagði að á leiðtogafund-
inum í Kiev í dag ætti að ræða
sex málaflokka samkvæmt dag-
skrá gestgjafanna. I fyrsta lagi
skiptingu eigna Sovétríkjanna er-
lendis og skuldbindnga auk for-
ræðis yfír skjalasöfnum. I öðru
lagi samtarf við varnir landa-
mæra. í þriðja lagi samstarf að
varnarmálum almennt. í fjórða
lagi réttindi minnihlutahópa. I
fimmta lagi pólitískt samstarf
samveldisríkjanna. Og í sjötta lagi
deilan um Nagorno-Karabak.