Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Ámiog Broddi í 2. umférð ÁRNI Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson eru komn- ir í 2. umferð á opna f ranska meistaramótinu íbadminton sem nú stendur yfir í París. Arni Þór sigraði Femando Silva frá Portúgal í 1. umferð, 2:15, 15:9 og 15:12 í gær. Broddi átti að leika gegn Robert Neumann frá Þýskalandi í 1. umferð, en Þjóðveij- inn mætti ekki til leiks. Þeir leika í 2. umferð í dag. Óli B. Zimsen sigraði þijá and- stæðinga sína í undarásum á mið- vikudag og komst í aðaikeppnina en tapaði þar fyrir Fred D’Amour frá Kanda, 9:15 og 7:15. Jón P. Zimsen fékk fyrsta leikinn gefinn í undanrásum og vann síðan McAdams frá Bandaríkjunum en tapaði fyrir Ástralíumanni og er úr leik. Frímann Ferdinandsson tapaði fyrsta leik sínum gegn Bouwel frá Belgíu, 2:15 og 3:15. Asa Pálsdóttir sigraði þijá and- stæðinga sína í undankeppninni og lék gegn Monique Hoogland frá Hollandi í 1. umferð í gær og tap- aði, 0:11 og 6:11. Bima Petersen vann Szynal frá Frakklandi, 11:6 og 11:6 í fyrstu umferð undankeppninnar en tapaði næsta leik gegn Berg frá Dan- mörku, 3:11 og 3:11. Meiriháttar! Það er alveg meiriháttar að vinna svona leiki,“ sagði Frirðik Rúnarsson, hinn 23 ára gamli þjálf- ari Njarðvíkinga, eftir sigurinn. „Þetta kemur manni á bragðið og nú er bara að klára íslandsmótið líka. Það er of mikið að fá á sig 47 stig í einum hálfleik og því skipt- um við yfir í vörn sem við höfum ekki leikið fyrr í síðari hálfleik og það virtist koma þeim á óvart. Við höfðum tekið ótímabær skot í fyrri hálfleik og ákváðum að gefa okkur meiri tíma í sókninni enda lá okkur ekker á,“ sagði Friðrik. „Það var vörnin sem gerði útslag- ið. Ég réði illa við Rhodes í fyrri hálfleik en þetta gekk allt betur eftir að Friðrik lét okkur breyta um vöm. Það er mjög notaleg tilfinning að verða bikarmeistari,“ sagði Rondey Robinson, sem valinn var besti maður leiksins. „Þetta datt niður hjá okkur um miðjan síðari hálfleikinn og það var sama hvað við reyndum og hvernig vörn við lékum. Vörnin hjá þeim gekk upp á sama tíma og hittnin hjá okkur var léleg og við vorum allt of staðir,“ sagði Ólafur Rafns- son þjálfari Hauka. „Það er í rauninni ekki hægt að kenna neinu um að við töpuðum, en vömin hjá þeim í síðari hálfleik sló okkur út af laginu. Þeir voru einfaldlega þrepi fyrir ofan okkur og betri. Þeir verðskulduðu að vinna og ég óska þeim hjartanlega til hamingju," sagði Henning Henn- ingsson fyrirliði Hauka. Uppskárum eins og við sáðum sagði Sólveig Pálsdóttir, fyrirliði Hauka, eftiröruggan sigurá ÍBK Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar „VIÐ uppskárum eins og við sáðum. Það var allt að vinna hjá okkur og við lékum mjög yfirvegað," sagði Sólveig Páls- dóttir, fyrirliði Hauka, eftir frækilegan sigurá ÍBK íbikar- úrslitum kvenna í Laugardals- höll í gærkvöldi. Haukar höfðu frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu verðskuldað, 70:54, eftir að staðan f hálfleik hafði verið 35:27. Leikurinn fór rólega af stað og bæðilið þreífuðu fyrir sér. Leikmenn virkuðu taugaóstyrkir enda mikið í húfi. Haukastúlkur náðu fljótlega 10 stiga forystu og kom góð- ur leikur þein-a IBK í opna skjöldu. Það var aðeins Anna María Sveinsdóttir sem sýndi sínar réttu hliðar og gerði hún fyrstu 10 stig ÍBK í leiknum. Haukar höfðu 8 stiga forskot í leikhléi, -35:27. í seinni hálfleik byijuðu bæði lið- in af miklum krafti og um tíma var útlit fyrir að ÍBK ætlaði að jafna, en allt kom fyrir ekki. Haukar bættu við þrátt fyrri mikla pressu og eftir því sem á leikinn leið juku Haukastúlkur forskotið. ÍBK-stúlk- ur áttu ekkert svar og má segja að þær hafi mætt ofjörlum sínum í þessum leik. Sigur Hauka var mjög verðskuld- aður. Hafnarfjarðarstúlkurnar léku allar mjög vel í vörn og sókn og var það fyrst og fremst liðsheildin sem skóp sigurinn. Hittnin var góð og þær börðust eins og ljón í vörn- inni. Einnig var vítahittni þeirra einstök, 34 vítaskot rötuðu rétta leið en aðeins 4 nýttust ekki. Lið ÍBK náði sér aldrei á strik í leiknum og sýndi aldrei sitt rétta andlit. Það var aðeins Anna María Sveinsdóttir sem sýndi góðan leik. Æðislegt „Þetta var æðislegt," sagði Ing- var S.jónsson, þjálfari Hauka, sem var í skýjunum eftir sigur liðs síns. „Stelpurnar sýndu algjöran toppleik og okkur tókst það sem við ætluðum Morgunblaðiö/Einar Falur Haukastúlkur hampa hér bikarnum eftir sigurinn á ÍBK í bikarúrslitaleiknum í gær. Frá vinstri: Þorbjörg Guðmunds- dóttir, Hildur Þorsteinsdóttir, Hafdís Hafberg, Guðbjörg Norðfjörð og Hanna Kjartansdóttir. okkur. Við lékum góða vörn og átt- um einnig góðan sóknarleik. Að gera 70 stig gegn IBK í úrslitaleik segir allt um það. Vítahittnin var frábær og hún skipti miklu máli í þessum leik. Stelpurnar eiga þetta númer eitt tvö og þrjú og ég er mjög ánægður.“ „Það var kominn tími til að við myndum vinna. Við höfum verið að tapa fyrir Keflavík undanfarin ár en nú ætluðum við okkur sigur. Fjölmiðlar voru búnir að ákveða fyrirfram að við myndum tapa.svo við höfðum allt að vinna. Ég bjóst við jafnari leik gegn ÍBK en það var frábært að vinna,“ sagði Haf- dís Hafberg, sem átti stórleik og var útnefnd maður leiksins. „Það var mikil pressa á steipurn- ar fyrir leikinn því allir reiknuðu með öruggum sigri IBK,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari ÍBK. „Þær þoldu ekki pressuna, gerðu klaufaleg mistök og náðu í raun aldrei að komast inn í leikinn. Ekki má gleyma því að Haukar spiluðu vel og vítanýtingin hjá þeim var ótrúlega góð. Haukastúlkur eru vel að sigrinum kornnar." „Við áttum greinilega ekki að vinna þennan leik. Ekkert gekk upp hjá okkur og hittnin var mjög lé- leg,“ sagði Anna María Sveinsdótt- ir, fyrirliði ÍBK. „Mikil taugaspenna einkenndi leik okkar, allir reiknuðu með að við myndum vinna og press- an var of mikil. Við erum með betra lið en þetta var ekki okkar dagur. Við náðum rétt að klóra í bakkann í lokin en það var of seint. Haukarn- ir áttu góðan leik og ég óska þeim innilega til hamingju.“ Haukar- IBK 70:54 Laugardalshöll, bikarúrslitaleikur kvenna, fimmtudaginn 19. mars 1992. Gangnr leiksins: 2:0, 6:4, 12:10, 21:10, 29:21, 35:27 40:36, 49:39, 65:41, 70:54. Stig Hauka: Hanna Kjartansdóttir 22, Hafdís Hafberg 15, Eva Havlekova 11, Ásta Óskarsdóttir 10, Guðbjörg Norðfjörð 9, Sólveig Pálsdóttir 3. Stig ÍBK: Anna Maria Sveinsdóttir 24, Olga Færseth 13, Björg Hafsteinsdóttir 8, Guðlaug Sveinsdóttir 2, Svandís Gylfadóttir 2, Elínborg Herbertsdóttir 4, Katrín Eiríks- dóttir 1. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson. Mogunblaðið/Einar Falur Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari UMFN, sem er aðeins 23 ára, hefur náð frábærum árangri með Njarðvíkurliðið. Í gær sýndi hann mikla kænsku er hann beið með að skipta um vamaraðferð þar til eftir leikhlé. Hér hampar hann bikarnum eftirsótta í leikslok. ÚRSLIT Skíði Heimsbikarinn: Crans Montana, Sviss Risasvig kvenna: 1. Carole Merle (Frakklandi).....1:30.17 2. Merete Fjeldavli (Noregi)....1:30.97 3. Zoe Haas (Sviss)..............1:31.30 4. Eva Twardokens (Bandar.).....1:31.48 5. Sylvia Eder (Austurríki).....1:31.49 6. Traudl HaecherGavet (Þýskai.). 1:31.56 7. Katja Seizinger (Þýskai.)....1:31.59 8. Diann Roffe (Bandar.).........1:31.62 9. Stefanie Schuster(Austurríki)... 1:31.72 10. ReginaHaeusl (Þýskal.).......1:31.82 19. Petra Kronberger (Austurríki) 1:32.17 20. Julie Parisien (Bandar.) 1:32.20 Knattspyrna UEFA-keppnin, 8-liða úrslit Tórínó, ÍLaliu: -Tórínó - BK 1903 (Danmörku)...1:0 ■Tórínó vann samanlagt 3:0 og heldur áfram undanúrslit keppninnar. Frakkland PSG-Caen.......................3:1 (Ricardo, Ginola 2) - (Dumas). FELAGSLIF Herrakvöld UBK Herrakvöld knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið í Félags- heimili Kópavogs föstudaginn 20. mars. Húsið opnar kl. 19. og verður Össur Skarphéðinsson aðalræðu- maður kvöldsins. FRJALSAR Vídavangshlaup Kópavogs Víðavangshlaup Kópavogs verður haldið á laugardaginn, 21. mars, og hefst kl. 14 við Vallargerðisvöll. Skráning hefst kl. 13.15 á staðnum. Fullorðnir hlaupa 6 km, drengir og meyjar 3 km. Tkvöid Fimleikar Islandsmótið í fimleikum hefst í Laug- ardalshöll í kvöld kl. 20. Mótinu verð- ur síðan framhaldið á morgun og sunnudag. Handknattleik 2. deild karla: Akureyri: Þór-ÍR..........kl. 20.30 Blak 1. deild karla: KA-húsið: KA-HK..............kl. 20 KORFUKNATTLEIKUR / BIKARURSLIT BADMINTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.