Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 20. MARZ 1992 35 Kolbrún S. Anders dóttir - Minning Fædd 15. maí 1955 Dáin 11. mars 1992 Ég ætla að minnast í örfáum orð- um mágkonu minnar, Kolbrúnar Svölu Andersdóttur, sem verður jarðsungin í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag kl. 14. Kolbrún lést 11. þessa mánaðar, eftir fremur stutta legu. Kolbrún Svala eða Kolla eins og hún var kölluð, var fædd í Reykjavík 15. maí 1955 og hefði því orðið 37 ára gömul á þessu ári. Kolla var dóttir hjónanna Guðrúnar S. Þóroddsdótt- ur frá Reykjavík og Anders Guðmundssonar frá Kleifum við Steingrímsfjörð. Kolla fluttist flög- urra ára gömul til Hólmavíkur með foreldrum sínum en þá hafði hún eignast fleiri systkini, þau Báru og Odd Sævar, en á Hólmavík fæddust Anna Guðrún og Guðmundur. Fyrir átti hún sammæðra bróðurinn Sig- urð sem fórst með mb. Heiðrúnu II. frá Bolungarvík árið 1968, þá sextán ára gamall, og samfeðra systurina Hólmfríði. Kolla ólst upp á Hólma- vík til tíu ára aldurs en tiþfimmtán ára aldurs á Bolungarvík. Árið 1970 fluttist Ijölskyldan til Keflavíkur þar sem foreldrar hennar búa enn í dag. Frá því að ég kynntist Kollu talaði hún mjög oft um árin sem þau bjuggu á Hólmavík og Bolungarvík, en hún minntist þeirra með mikilli gleði. Kolla vann við ýmis störf eins og gengur og gerist, en hún var starfsstúlka á barnaheimilunum Tjarnarseli og Heiðarseli í Keflavík frá árinu 1981. Fyrir fimm árum veiktist Kolla skyndilega og hafði ekki fulla starfs- orku eftir það. Árið 1988 kynntist hún eftirlifandi sambýlismanni sín- um, Sverri Guðlaugssyni, og fljót- lega eignuðust þau hús að Borgar- vegi 44 í Ytri-Njarðvík. Mín kynni af Kollu og Sverri hófust fyrir um það bil þremur árum er ég kynntist Ónnu Guðrúnu systur hennar. Mér er mjög minnisstæð ferð sem við fórum austur í Landbrot í veiði sum- arið 1990 með Kollu, Sverri og for- eldrum hennar, fyrir þær sakir hve Sverrir gaf sér góðan tíma til að sinna Kollu. Vegna veikinda sinna var hún ekki fær um að gera alla hluti sem heilbrigðu fólki þykja sjálf- sagðir. Það var einnig mjög gaman að fá jólakort frá henni, en þau hafði hún ætíð gert sjálf, en Kolla hafði mikla listræna hæfileika sem nutu sín við þetta eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Ég hafði stundum leitt hugann að því að heilsufar Kollu gæti hugsanlega breyst til hins verra, og hvernig henni myndi ganga að ná heilsu aft- ur, en það að hún myndi ekki eiga afturkvæmt af spítalanum grunaði mig síst af öllu. Eftir því sem tíminn leið án þess að það yrðu meiri fram- farir en raun varð á, gerði maður sér þó betur grein fyrir því að horf- urnar á að Kolla fengi fulla heilsu voru ekki góðar. Ég vil nota tæki- færið til að þakka læknum og hjúkr- unarfólki á deild A-6 á Borgarspíta- Ianum fyrir góða umönnun, einnig vota ég Sverri, foreldrum, systkinum og öllum sem þekktu Kollu mína dýpstu samúð vegna fráfalls hennar og vona að fólk gleymi ekki þeim góðu minningum sem tengjast henni. Elfar J. Eiríksson. - Það skilur enginn augnablikið, fyrr en það er farið. - Það skilur enginn nýja sköpun, íyrr en henni er lokið. - Og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en hún er liðin. (Höf. ókunn) I dag kveð ég góða vinkonu mína, hana Kollu. Eða getur maður nokk- um tímann kvatt þann sem er manni svo kær. Góðar minningar hjálpa þó til að gera kveðjustundina bærilegri og munu ylja manni um ókomna tíð. Persónuleiki Kollu var mjög hríf- andi. Hún var glaðleg, einlæg og bjartsýn á lífið og tilveruna. Það var ekki í hennar anda að bera tilfinning- ar sínar á torg, en þó duldist engum sem hana þekktu, að hún hugsaði oft meira, en sagði minna. Ég var svo lánsöm að fá að nálg- ast hana og kynnast því hvern mann hún hafði að geyma. Þegar hún veiktist fyrst fyrir 5 árum og háði baráttu fyrir því að komast á fætur aftur, sýndi -hún ótrúlegan kjark og dug. Ekkert var henni um megn. Hún meira að segja dreif sig fljót- lega í að fá sér bíl og lét fötlunina ekkert aftra sér í að keyra hvert á land sem var. Kynni okkar Kollu hófust þegar við fómm að vinna á sama vinnu- stað, leikskólanum Tjarnarseli, en urðu að enn nánari vináttu hin síð- ari ár og ekki skemmdi það fyrir að við vissum að við vorum frænkur. Minningarnar birtast mér ein af annarri, þó eru sumar sem standa ofar öðmm. Hún kenndi mér svo margt, t.d. það hvað hægt er að gleðjast yfir litlu. Gleymi ég því aldr- ei hversu ánægð hún var yfir íþrótta- gallanum fína sem ég útvegaði henni þegar hún var eitt sinn í helgarfríi frá endurþjálfuninni, enda var Kollu alltaf svo umhugað um útlit sitt. Við skemmtum okkur konunglega og létum mynda okkur í bak og fyr- ir í fínu göllunum, en myndinni stillti hún upp í forstofunni hjá sér og gerðum við oft góðlátlegt grín að pjattinu í okkur. Þó er minningin um kvöldið sem við áttum saman aðeins tveimur dögum áður en hún veiktist nú, mér hvað dýrmætust og þannig vil ég minnast hennar. Þetta kvöld kom hún sem oftar í heimsókn til okkar Ketils og áttum við saman góða stund yfir kaffibolla og kertaljósi og ræddum lífið og tilveruna. Leið okk- ar lá síðan til vinkonu minnar, sem hafði nýlega eignast bam, sem stóð til að skíra þá um helgina. Kolla var svo glöð, svo hamingjusöm, enda hafði ósk hennar ræst, hún og Sverr- ir áttu von á barni. Tilhlökkun Kollu var mikil, henni fannst svo gaman að dást af barnafötunum og breiða yfir litlu stúlkuna og hugsa um hana á meðan við vinkonurnar sátum við að brjóta servíettur. Hún hló og gerði grín að okkur fyrir dúlluverk- ið, þó að við vissum að það var sann- arlega í hennar anda að nostra við hlutina og bar heimili hennar vott um það. Þetta kvöld átti barnið hins vegar hug hennar allan, enda virtust þær skilja hvor aðra svo vel. Og var það ekki að undra, því Kolla hafði einstaklega gott lag á börnum og fengu börnin mín sannarlega að njóta þess. Kvöldið leið hratt og þegar við fórum var klukkan orðin margt og hafði hún þá nokkrar áhyggjur af því að hafa gleymt að láta Sverri mann sinn vita að hún yrði*seint á ferð, því hún vissi sem var að hann sofnaði ekki rólegur, fyrr en hún væri komin heim. Lýsir það vel umhyggjunni sem þau báru hvort fyrir öðru og var það þeirra stóra gæfa að eignast hvort annað. Sverrir minn, þú hefur misst mik- ið, en það er von mín að minningin um góða konu auðveldi þér að tak- ast á við lífið áfram. Ég og fjöl- skylda mín vottum þér, foreldrum Kollu, systkinum og öðrum ástvin- um, innilegustu samúð. Vinkonu minni þakka ég sam- fylgdina og bið góðan Guð að blessa hana og leiða. Kaja. Hinn 11. mars síðastliðinn, and- aðist á Borgarspítalanum, Kolbrún Svala Andersdóttir. Kolbrún var fædd 15. maí 1955. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Þóroddsdóttir og Anders Guðmundsson. Okkur fyrr- um samstarfsstúlkum Kollu á leik- skólanum Tjarnarseli í Keflavík er bæði ljúft og skylt að minnast henn- ar nokkrum orðum. Það er fátt meira virði á lífsleið- inni en að eignast góða vini og sam- starfsfélaga, en Kolla, eins og hún var kölluð, var góður félagi í leik og starfí. Starf á leikskóla getur verið erfitt og krefjandi en þar var Kolla á réttum stað. Hún var sam- viskusamur starfskraftur sem gekk að öllum verkum með skörungsskap og dugnaði. Börnunum var Kolla einstaklega hlý og umhyggjusöm og hændust börnin mjög að henni. Kolla hafði sterkan persónuleika, hún var létt og hress í viðmóti en með sinn ákveðna vilja og skoðanir. Starfsstúlkur á Tjarnarseli minnast sumarbústaðaferðanna á vorin þeg- ar slegið var á létta strengi, sungið, trallað og leikið sér. Allar urðum við eins og táningar aftur og ekki lét Kolla sitt eftir liggja í prakkarastrik- unum og glensinu. Kolla var náttúrubarn í eðli sínu og hafði gam- an af að ferðast um landið sitt, ekki síst fótgangandi, hún var hrifnæm á allt sem var fallegt og heillandi. Ennfremur minnumst við Kollu á sólríkum sumardögum á leikvellin- um, hressa og káta umkringda börn- um þegar allir undu glaðir við sitt. FVrir rúmum fimm árum veiktist Kolla alvarlega í vinnunni, var það henni og okkur öllum mikið áfall. En með þrautsegju og dugnaði tókst Kollu að komast aftur í vinnu á leik- skólann, þó svo að hún hefði ekki náð fullri starfsorku. Kolla flutti sig um set á leikskólann Heiðarsel og undi þar vel hag sínum. Kolla og sambýlismaður hennar Sverrir Gunnlaugsson höfðu búið sér gott heimili að Borgarvegi 44 í Njarðvík og horfðu björtum augum til framtíðarinnar, en eigi má sköp- um renna, Kolla veiktist aftur og lést aðeins 36 ára. Við á Tjarnar- seli, sem unnum með Kollu, geymum í sjóði minninganna myndir af henni með bjarta brosið sitt og glettnisblik í augum. Við þökkum henni sam- fylgdina og biðjum henni Guðs bless- - unar á nýjum leiðum. Sverri, foreldrum Kollu og öðrum ættingjum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Starfsstúlkur á leikskólanum Tjarnarseli. Kveðja Enn hefur maðurinn með ljáinn knúið dyra og höggvið skarð í vina- hóp. Hún Kolla er dáin! Hver er tilgangurinn? Það er svo stutt síðan hún var hér ánægð og bjartsýn á framtíðina. Þessum línum er ekki ætlað að rekja lífsferil Kollu. Við viljum einungis þakka henni sam- starfið hér á Heiðarseli, sem því miður varð ekki lengra. Við sendum Sverri, foreldrum og öllum öðrum aðstandendum samúð- arkveðju. Megi minning Kollu lifa með okkur öllum. Starfsfólk Heiðarsels. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR frá Steinum, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsett frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 21. mars kl. 15.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30 sama dag. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Guðbrandur Guðbrandsson, Björg Jóhannsdóttir, Jón Oddsson, Guðmunda Jóhannsdóttir, Sigurður Gunnsteinsson, Jóna Jóhannsdóttir, Ólafur Haraldsson, Anna Jóhannsdóttir og fjölskyldur. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN JÓNSSON, Ártúni 7, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 21. mars kl. 15.00. Jarðsett verður að Skarði í Landsveit sama dag. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hins látna, eru beðnir að láta Hjartavernd njóta þess. Gerður Guðjónsdóttir, Jónína Sigurjónsdóttir, Óli Þ. Óskarsson, Jón Garðar Sigurjónsson, Ólöf Tryggvadóttir, Ævar Smári Sigurjónsson, Kristín Bjarnadóttir, , Sigurður Ellert Sigurjónsson, Steindóra K. Þorleifsdóttir og barnabörn. .. J + SIGURÐUR ÓLI ÓLAFSSON fyrrverandi alþingismaður, Fossheiði 34, Selfossi, sem lést 15. mars sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 21. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Selfosskirkju, Sjúkrahús Suðurlands og Ljósheima, hjúkrunardeild aldraðra. Kristín Guðmundsdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Kolbeinn Ingi Kristinsson, Sigriður Ragna Sigurðardóttir, Hákon Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS B. GÍSLASONAR, Syðstu-Fossum, Andakíl, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 2. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún Guðjónsdóttir, Lars Erik Larsson, Sigríður Guöjónsdóttir, Snorri Hjálmarsson, Þóra Guðjónsdóttir, Sveinn Gestsson, og barnabörn + Ástkær móðir okkar, tengamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLVEIG S. MAGNÚSDÓTTIR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, sem andaðist 12. mars sl., verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugar- daginn 21. mars kl. 15.00. Magnúsína G. Sveinsdóttir, Tómas Ó. Ingimundarson, Sigríður J. Sveinsdóttir, Páll Jónsson, Hrefna Sveinsdóttir, Þórður J. Sveinsson, Áslaug H. Vilhjálmsdóttir, og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir þá samúð, hlýhug og vináttu, sem okkur var sýnd, við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu AÐALBJARGAR GUÐNÝJAR BJÖRNSDÓTTUR, Uppsalavegi 11, Húsavík. Karl Jakobsson, Haukur Logason, Kolbrún Ragnarsdóttir, Birna Sigurbjörnsdóttir, Kristbjörn Arnason, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Pótur Pétursson, Árni Logi Sigurbjörnsson, Sigrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR TORFADÓTTUR, Hnifsdal. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Fjórðungs- sjúkrahússins á (safirði fyrir alla þeirra umönnun. Guðrún Ingólfsdóttir, Torfi Ingólfsson, Sigríður Grfmsdóttir, Guðmundur H. Ingólfsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Jóna Ingólfsdóttir, Ólafur Þórðarson, Anna Ingólfsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.