Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 Anna S. Daníels- dóttir - Minning Fædd 5. júlí 1927 Dáin 8. mars 1992 Elskuleg og kær frænka er látin. Aðeins sex mánuðir eru liðnir síðan við fylgdum móður hennar til graf- ar. Móðir hennar var Martha Þor- kelsson, þýskrar ættar, en giftist ung móðurbróður mínum, Daníel Þorkelssyni, málarameistara og söngvara. Svanhildur fæddist á bernsku- heimili föður síns, Akri við Bræðra- borgarstíg, en þar hófu foreldrar hennar búskap. Frá fyrstu stund varð hún hvers manns hugljúfi, er henni kynntust. Hún var ekki aðeins sérlega fallegt barn, heldur einstak- lega ljúf og góð í lund og hélst það alla tíð. Þegar aldur leyfði, settist hún í Kvennaskólann í Reykjavík, eftir barnaskólanám við Austurbæjar- skólann. Þaðan lauk hún brottfarar- prófi eftir fjögur ár. Skólaárin eru yfirleitt mjög skemmtilegur tími, ekki síst félagslega. Hún eignaðist einstaklega góðar vinkonur á þeim árum. Stofnuðu þær saumaklúbb, sem mér vitanlega er virkur enn í dag. Miklar kröfur voru gerðar „til munns og handa“ í þeim skóla. Svan- hildur var sérstaklega fær í handa- vinnu og kom það vel fram í þeirri vinnu er hún skilaði. Allt listavel unnið. A tímabili fékkst hún einnig við málun á postulíni og náði þar mjög góðum árangri. Eftir hana liggja þó nokkrir listafagrir hlutir. Svanhildur eignaðist þijá bræður. Þeir eru Hákon Sveinn, Ernst Pefer, búsettur í Bandaríkjunum, en yngst- ur er Helgi. Þau systkin ólust upp við mikið ástríki, en aga. Ohætt er að segja að bemskuheimili þeirra systkina var með fallegri heimilum á þeim tíma. Áberandi falleg handa- vinna, blóm og málverk settu svip sinn á það, enda báðir foreldrarnir mjög listfengir. Öll hafa þau systkin fengið þann arf frá foreldrunum, ásamt stakri snyrtimennsku og vandvirkni. Á árunum eftir framhaldsskóla fóru margar stúlkur í húsmæðra- skóla, til að undirbúa sig betur fyrir lífsstarfíð. Sorö, húsmæðraskóli í Danmörku, varð fyrir valinu þegar Svanhildur fór til frekara náms. Árið 1951 giftist Svanhildur Jör- undi Þorsteinssyni, veslunarmanni og knattspyrnudómara. Synimir eru þrír, Daníel Magnús, Gunnar Hákon og Pétur Filipp. Allir hafa kvænst og eiga börn. En leiðir Svanhildar og Jörundar skildu. Oft talaði Svan- hildur um tengdadætur sínar, hvað synirnir væru gæfusamir og hún gæti ekki hugsað sér betri tengda- dætur en þær, er hún átti. Og barna- börnin áttu sannarlega hug hennar og hjarta. Margar minningar sækja á, þegar komið er að kveðjustund. Við áttum alla tíð heima í nágrenni hvor við aðra, þar að auki gengum við í sömu skóla. Við vorum ekki bara frænk- ur, einnig vinkonur og leikfélagar. Spennandi var að gista hvor hjá annarri, teikna, hekla eða skrifa saman og leika leikrit. Og stundum gerðum við ýmiskonar prakkara- strik. Þannig liðu ár bernsku og æsku. Við tóku fullorðinsárin. Þá skildu leiðir um stund. Samheldin voru systkinin frá Akri og góð tengsl hafa ætíð verið meðal systkinabarnanna. Við frænkur höf- um haft frænkufundi til að styrkja fjölskyldutengslin, en sl. haust höfð- um við frændsystkinafund, þeirra er á íslandi búa. Var einstaklega skemmtilegt að rifja upp eitt og annað frá fyrri árum, sameiginlegar minningar voru margar — og að ræða daginn í dag. Og nú er fyrsta frænkan farin frá okkur, en áður hafa verið kallaðir héðan Hörður Magnússon og Þorkell Pálsson, frændur okkar. Það er sárt að horfa á eftir fólki á „besta aldri“, sem mannlega séð virðist eiga svo mikið eftir. En hjart- að, þessi dularfulli vöðvi, gafst upp í svefni, eftir stutt veikindi. Guð blessi minningu Svanhildar og styrki fjölskyldu hennar í sorginni. Jesús, frelsari okkar, sagði: „Eg lifí og þér munuð lifa.“ , Elín Ellertsdóttir. Anna Svanhildur er gengin. Þessi fallega hlýja kona er horfín okkur hérna megin. Við slík tíma- mót hrannast minningarnar upp. Ég man hana fyrst litla telpu á Leifsgötunni. Hún var svo falleg, eins og postulínsbrúða með þessi stóru bláu augu og þetta ljósa liðaða hár og fötin hennar! Þau voru allt öðruvísi en annarra, öll útsaumuð og einhvern veginn framandi. Það kom líka á daginn að þetta fallega viðkvæma blóm átti ekki uppruna sinn á okkar kalda klaka nema að hálfu leyti. Hinn helmingurinn kom að sunnan þar sem hlýrri vindar blása, nánar tiltekið frá Þýskalandi. Móðir hennar Martha fædd Kámt- fert giftist ung hingað norður Daní- el Þorkelssyni málarameistara og söngvara, kunnum félaga úr karla- kórnum Fóstbræðrum. Svanhildur var frumburður þeirra, fædd 5. júlí 1927, um hásumar, hvað annað? Svo viðkvæmur gróður hlaut að koma í heiminn á þeim árstíma. Seinna átti ég eftir að kynnast þessari telpu, sem reyndist jafnaldra mín, nánar. Við urðum bekkjarsyst- ur 13 ára gamlar, fyrst í Austurbæj- arskólanum og síðan í Kvennaskól- anum í Reykjavík. Ég varð heimagangur á hinu fall- ega og sérkennilega heimili foreldra hennar sem bar listfengi þeirra fag- urt_ vitni. Ég mun ávallt minnast þeirra hjóna með virðingu og þökk fyrir hversu vel þau tóku mér og þegar ég rifja upp samskipti okkar Svan- hildar, fyrst sem unglinga og síðar ungra mæðra, fínn ég enn fyrir birt- unni og ylnum sem einkenndu persónuleika hennar en þar var einn- ig að finna ákveðni og staðfestu. Á Kvennaskólaárunum tengdist glaðvær hópur stúlkna, sem innihélt m.a. þijár Önnur (Svanhildur hét líka Anna), traustum böndum sem enst hafa lengi þó að nokkuð hafí slaknað á við hjónabönd og barn- eignir. Svanhildur giftist ung Jörundi Þorsteinssyni. Leiðir þeirra skildu en afrakstur þess hjónabands til næstu kynslóðar eru synirnir Daní- el, Gunnar Hákon og Pétur. Þeir sjá nú á bak ástríkri móður sem átti ekki alltaf auðvelt í hret- viðrum lífsins. Fyrir hönd okkar vin- kvenna hennar úr „Kvennó“ vil ég votta sonum hennar, bræðrum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Kristbjörg Sigvaldadóttir. Komið er að kveðjustund. Hún amma er dáin. Þegar við heyrðum þessi orð vorum við sem slegin og máttum vart mæla. Á þessari sorg- arstundu mpnum við blessunarlega eftir öllum þeim yndislegum stund- um sem við áttum með henni ömmu og þær voru svo sannarlega margar. Álveg frá því við vorum smá- krakkar munum við ekki eftir henni elsku ömmu okkar öðruvísi en í góðu skapi, hvort sem var í starfi eða leik. Þegar hún hló sáum við svo mikla gleði í augum hennar og þá fannst okkur hún ekki geta dáið, og hún yrði alltaf hjá okkur. En nú er hún farin. Aldrei aftur munum við sitja inni í eldhúsinu hennar, að drekka gos, borða smákökur og tala um daginn og veginn. Hún amma var engum lík. Við hana gátum við talað um allt milli himins og jarðar. Ófá voru trúnaðarmálin sem við gátum trúað henni einni fyrir. Minnisstæðar eru næUimar sem við gistum hjá henni og fiorfðum á sjónvarpið eða bara töluðum saman fram á rauða nótt. Ógleymanlegar eru stundirnar sem við áttum á Mallorca, í Munaðarnesi og Sunnu- bóli og í öllum veiðiferðunum. En minnisstæðust og ógleymanlegust er hún elsku amma okkar. Nú er hún hjá Guði og við vitum að henni líður vel. Nú kveðjum við hana með söknuði. Siggi Þór og Anna Svanhildur. Ástkær móðir okkar er látin. í dag kveðjum við hana í hinsta sinn með meiri söknuði en orð fá lýst. Móðir okkar, Anna Svanhildur Daníelsdóttir, fæddist á Bræðra- borgarstíg 25. Hún var fyrsta barn afa og ömmu, þeirra Daníels Þor- kelssonar, málarameistara frá Akri við Bræðraborgarstíg, f. 21. ágúst 1903, d. 28. ágúst 1989, og konu hans Mörthu Þorkelsson frá Buxte- hude í Þýskalandi, f. 10. desember 1905, d. 4. september 1991. Mamma átti þijá bræður sem allir lifa systur sína. Þeir heita Hákon Sveinn, Érnst Peter og Helgi. Á öðru ári fluttist hún ásamt for- eldrum sínum á Nýlendugötu 15b. Þar bjuggu þau fram til ársins 1934, en það ár fluttust þau að Leifsgötu 30, þar sem afi og amma höfðu byggt sér hús. Eftir grunnskólann fór hún í Kvennaskólann og útskrifaðist það- an vorið 1945. Ári síðar fór hún á Húsmæðraskóla í Danmörku, en ásamt því námi fór hún á námskeið í postulínsmálun. Mamma var gædd listrænum hæfíleikum sem komu berlega fram á fögru heimili hennar alla tíð. Hún giftist Jörundi Þorsteinssyni 20. október 1951 og stofnuðu þau heimili sitt á neðri hæð æskuheimil- is hennar. Eignuðust þau þijá syni, okkur bræðurna, Daníel, Gunnar og Pétur Filipp, og ólumst við þar 'upp. Þau slitu samvistir árið 1971. Margar eru minningarnar af Leifsgötunni, en þó eru einna minn- isstæðastar stundirnar í sumarbú- stað afa og ömmu, á Sunnubóli við Álftavatn, þar sem hún og við und- um okkur svo vel á fögrum sumar- dögum í æsku okkar. Ekki voru þær ófáar tjaldferðirnar með mömmu og pabba, en hún hafði unun af ferða- lögum. Þá fundum við svo vel fyrir umhyggju og fyrirhyggju hennar því aldrei vantaði nokkurn hlut. Það var alveg sama hvað við báðum um, það hafði hún meðferðis. Og því fylgdi henni alltaf mikill farangur. Sú ástúð og umhyggja hennar sem við bræð- urnir urðum aðnjótandi hafa fjöl- skyldur okkar einnig fengið að njóta í ríkum mæli. Mamma eignaðist sex barnabörn og voru þau hennar augasteinar. Kveðja þau nú sína ástkæru ömmu sem alltaf var þeim svo góð með miklum söknuði og þakklæti. Við þökkum öll okkar elsku móður og tengdamóður fyrir allt og allt, og biðjum algóðan Guð að geyma hana um alla eilífð. BÍessuð sé minn- ing hennar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson). Synir og fjölskyldur. Ástkær tengdamóðir mín er fallin frá. Engin orð fá lýst þeim gífurlega harmi sem ég finn fyrir á þessari sorgarstundu. Þvílíka blíðu og ást hef ég sjaldan fundið hjá nokkurri annarri manneskju en henni tengda- mömmu og söknuðurinn og tómleik- inn sem ég fínn fyrir í hjarta mínu er óbærilegur. Okkar samverustundir á þessari jörð verða ekki fleiri og það er erf- itt að sætta sig við. Alltaf var hún svo góð við mig og þegar ég kom fyrst inn í hennar fjölskyldu fann ég strax að í bijósti hennar sló hjarta úr gulli. Nú er það hjarta hætt að slá og lífsþrótturinn og gleðin sem henni fylgdi uppurinn. En í hjarta mínu og huga mínum mun ég bera minningu hennar að eilífu. Þó get ég huggað mig við það að nú er hún hjá Guði og ég veit að henni líður vel. Sú huggun getur ekki sefað sársaukann til fullnustu en sennilega getur ekkert gert það því lífið verður ekki samt nú þegar hún hefur kvatt það. Og nú kveð ég hana elsku tengdamömmu mína og bið Guð að geyma hana. Þórunn Olafsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði wINNAæ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AGNES JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR, andaðist þann 18. mars sl. Haukur Guðjónsson, Guðrún Helga Pálsdóttir, Árni B. Hauksson, Guðjón Hauksson, Þórný Harðardóttir, Pétur R. Hauksson, Dóróthea Jónsdóttir, Bryndís Hauksdóttir, Skúli E. Harðarsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN VALDIMARSSON frá Göngustöðum, sem lést þann 14. mars í Dalbæ, Dalvík, verður jarðsunginn frá Urðakirkju laugardaginn 21. mars kl. 13.30. Zophonfas Antonsson, Halla Árnadóttir, Valur Þórarinsson, Anna Þorvarðardóttir, Hrafnhildur I. Þórarinsdóttir og barnabörn. t Minningarathöfn um elskulegan eiginmann minn og föður okkar, BIRNI BJARNASON héraðsdýralækni, Höfn, Hornafirði, fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. mars kl. 15.00. Edda Flygenring, Sigrún Birna Birnisdóttir, Garðar Ágúst Birnisson, Hildur Björg Birnisdóttir. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, HELGA KRISTÍN MÖLLER kennari og bæjarfulltrúi, Hlfðarbyggð 44, Garðabæ, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. mars kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Karl Harrý Sigurðsson, Helena Þuríður Karlsdóttir, Hanna Lillý Karlsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vin- semd við andlát og útför GUÐLAUGS GÍSLASONAR fv. alþingismanns og bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Sigurlaug Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, SVERRIS JÓNSSONAR járnsmiðs, Faxatúni 18, Garðabæ. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans fyrir kærleika og hlýju. Guðrún Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.