Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 20. MARZ 1992 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN Morten Stig „njósnaði" ÆT Eg þekki marga leikmenn ís- lenska liðsins. Þeir geta leikið betur en þetta, sagði Mort- en Stig Christensen, fyrrum fyr- irliði danska landsliðsins, sem var hér í Linz í gær sem sendi- maður Anders-Dahl Nielsen, landsliðsþjálfara Dana. Morten Stig var að kortleggja leik Norð- manna og íslendinga, sem mæta Dönum í milliriðli í Innsbruck í næstu viku. ■ HOLLENSKA landsliðið hitaði upp fyrir leikinn gegn Islandi með því að leika gegn félagsliðinu Linz á miðvikudagskvöldið. Hollending- ar unnu stórt, SigmundurÓ. 29:14. Steinarsson ■ BELGIU- skrifarfrá MENN voru í æf- Austumk, ingabúðum í Tékkó- slóvakíu í viku áður en þeir komu hingað til Linz. Þeir segja að þeir eigi erfiða keppni fyrir höndum — þar sem þeir eru í sterkasta riðlinum hér í Austurríki, ásamt Hollend- ingum, Islendingum og Norð- mönnum. M SIMEN Muffetangen, leik- stjómandi norska liðsins, sem meiddist á dögunum, er búinn að ^ná sér og lék í gærkvöldi. ■ ÁÆTLAÐ er að yfir 300 norsk- ir áhorfendur komi hingað til Linz um helgina, til að sjá leiki Norð- manna gegn Islendingum og Hol- lendingum. ■ GUNNAR K. Gunnarsson, varaformaður HSÍ, var á ferðinni í gær. Hann fór í gærmorgun til Miinchen til að ná í Júlíus Jónas- son, sem kom frá Spáni, flaug frá Bilbao, þaðan til Barcelona og loks til Munchen. Gunnar fór síðan til Salzburg til að taka leiki upp á myndband í B-riðli. Gunnar ók hátt í 900 km — Linz, Múnchen, Linz, Salzburg, Linz. ■ SIGMAR Þröstur Óskarsson, markvörður, fór með Gunnari til Salzburg. ■ MIKLAR umræður urðu um auglýsinguna sem er á miðju gólf- inu í íþróttahöllinni í Linz, á frétta- mannafundi í gær. Forráðamenn IHF vissu greinilega ekki um reglur sjónvarpsstöðva í Evrópu, sem bönnuðu auglýsingar á gólfum íþróttahalla. ■ ÍSLENSKA sjónvarpið sjón- varpar beint frá öllum leikjum ís- lenska liðsins hér í Austurríki, en norska sjónvarpið heftur aðeins ákveðið að sjónvarpa beint frá ein- um leik — það er leik Norðmanna gegn Islendingum á sunnudaginn. - Jgíðan verður ákveðið hvort að sjón- varpað verður beint frá fleiri leikj- um. ■ GEIR Sveinsson er sjötti fyrir- liði íslands í B-keppni. Jón H. Karlsson var fyrirliði 1977, Árni Indríðason 1979, Ólafur H. Jóns- son 1981, Þorbjörn Jensson 1983 og Þorgils Ottar Mathiesen 1989. G!eir er fjórði Valsmaðurinn sem hefur verið fyrirliði. Gjekstad var með 13 mörk Norðmaðurinn Ole Gustav Gjek- stad skoraði þrettán mörk þegar Norðmenn unnu Belga, 24:19 í Linz í gærkvöldi. Sando skoraði 6 mörk, Kjendalen 4 og Rune Erland eitt. Norðmenn átti í mesta basli með Belgíumenn í byijun, 4:4, en náðu öruggu forskoti fyrir leikhlé, 15:7. Sigurður jafnaði og setti nýtt met MP v jwirW i. jþ' Sigurður Sveinsson leikur í sinni fjórðu B-keppni og jafnaði met Bjarna Guðmundssonar. Þá setti hann nýtt leikjamet í gærkveldi, lék sinn nítjánda leik í B-keppni. Leikmaður 1977 1979 1981 1983 1989 1992 Fjöldi leikja Sigurður Sveinsson / V' / V 19 Bjarni Guðmundsson / V^ V V' 18 Einar Þorvarðarson V V' V' 18 Guðmundur Guðmundsson Y V V 17 Kristján Arason V V V 15 Steindór Gunnarsson V' V * 15 Ólafur H. Jónsson / V V 14 Axel Axelsson V V' V 13 Þorbergur Aðalsteinsson v' V V 13 Þorbjörn Guðmundsson / V 13 Alfreð Gíslason V V" 9 ■ 14 Sigurður Sveinsson hóf að leika með landsliðinu 1976 og leikur nú í Qórðu B-keppni sinni. í gærkvöldi jafnaði hann met Bjarna Guðmundsson- ar, sem einnig tók fjórum sinnum þátt í B-keppni. Þá setti Sigurður leikja- met í gærkvöldi — var með í 19. leiknum í B-keppni. Sigurður hefur skorað 52 mörk í leikjum í B-keppninni, þannig að þriðja mark hans í gær var það 50. sem hann gerir í B-keppni. Og 50. markið var dæmigert — þrumuskot utan af velli. Hann skoraði 14 mörk í B-keppninni 1981, 13 mörk 1983 og 20 mörk 1989. Sigurður Sveinsson hefur tekið þátt í fleiri landsleikjum í B-keppninni en nokkur annar íslendingur. Gullbolti HSÍ seldur um helgina Gullbolti HSÍ, sem er til styrktar íslenskum handknattleik, verður boðinn til sölu um helgina á 400 kr. Söluaðilar bjóða gullboltann við dýr landsmanna og á mannamótum víðast hvar um landið. HSÍ væntir þess, að landsmenn sameinist í stuðningi sínum við áfram- haldandi uppbyggingu handknattleiksins í landinu, með því að taka vel á móti sölufólki og kaupi gullboltann. Bidasoa vildi fá Júlíus fljótt aftur „Égferekki fyrr en eftir leikina ímilliriðli,“ sagði JúlíusJónas- son, sem átti að vera kominn til Irun 26. mars „ÞAÐ kom aðeins tvennt til greina — að Júlíus Jónasson léki leikina alla f milliriðlinum, eða að Alfreð Gíslason kæmi hingað með fyrstu flugvél,11 sagði Þórður Sigurðsson, ritari HSí, eftir að hann hafði átt fund með Júlfusi eftir komu hans til Linz í gær, en Bidasoa vildi fá hann aftur til Spánar 26. mars, eða tveimur dögum fyrir leik í 1. deild gegn Mepamsa í Irun 28. mars. Þórður og Júlíus voru í stöðugu símasambandi við forráða- menn Bidasoa í gær, en þeir hafa verið HSí erfiðir. „Júlíus varð að taka ákvörðun sjálfur. Við urðum að fá hjálp hjá honum í baráttunni við Bidasoa. Það var ekki hægt að láta þetta ganga svona lengur — að landsliðsþjálfarinn og leikmenn væru í óvissu um hvort það væri Júlíus eða Alfreð sem bættist í hóp- inn. Ef Júlíus hefði farið aftur 26. mars hefði hann misst af síðasta leik okkar í milliriðlinum,“ sagði Þórður. Ég er ánægður að vera kominn hingað í hóp strákaena — hér ætla ég mér að vera þar til öruggt er að við náum einu af fjórum efstu sætunum. Þá get ég farið með góðri samvisku,“ sagði Júlíus, en hann hefur hug á að fara aftur til Irun að kveldi 27. mars, eða strax um morguninn laugardaginn 28. mars, en þá um kvöldið leikur Bidasoa. Það hefur áður gerst í B-keppn- inni að leikmenn hafi farið fyrir síðasta leik, sem var um sæti. Axel Axelsson og ólafur H. Jónsson fóru til að leika með Dankersen bæði 1977 í Austurríki og 1979 á Spáni. Hollendingar eru ekki með nertt blómalið - sagði Sigurður Sveinsson, sem var búinn að spá léttum sigri Þetta var öruggur sigur hjá okk- ur og við eigum ekki að þurfa að tapa fyrir þjóð í þessum styrk- leikaflokki. Hollendingar eru ekki með neitt blómalið, þó að þeir komi frá blómalandinu mikla. Þegar við vorum búnir að ná tökum á þeim var eftirleikurinn auðveldur. Við urðum kærulausir þegar við vorum búnir að ná tólf marka mun og þá skorti einbeitingu,“ sagði Sigurður Sveinsson, sem var búinn að spá öruggum sigri gegn Hollendingum fyrir leikinn. „Stressaðir í byrjun11 Valdimar Grímsson sagðist hafa reiknað með Hollendingum grimm- ari en þeir voru. „Það tók okkur smá tíma að hitna vel, við vorum stressaðir í byrjun, enda voru marg- ir búnir að vara okkur við fyrir leik- inn: Hollendingar geta leikið betur en þeir gerðu. Þeir eru með margar góðar skyttur, en eru eins og íslend- ingar fyrir nokkrum árum; með mikið að skyttum, en tæknina ekki nægilega góða. Eftir að við þéttum vömina fórum við að loka á þá og vinna boltann til að bruna fram í hraðaupphlaup, en það er auðveld- asta leiðin til að ná tökum á leik,“ sagði Valdimar, sem sagði að Hol- lendingar ættu eftir að sýna meira en þeir gerðu. „Sætur stórsigur11 „Þetta var sætur stórsigur og vonandi fara Hollendingar með okk- ur í milliriðil því að tíu marka mun- ur getur þýtt eitt aukastig lyrir okkur,“ sagði Kristján Arason. „Við áttum í erfiðleikum í byijun, sem oft vill vera þegar er leikið gegn landsliðum sem hefur allt að vinna en engu að tapa þegar þau leika gegn sér sterkari liðum. Þetta var auðveldari leikur en ég átti von á. Þegar við fórum að ganga út á móti langskyttum Hollendinga stöðvuðum við allt spil hjá þeim.“ „Eins og skólastrákar11 „Ég get ekki annað en verið svekktur. Ég hef ekki séð mína menn leika svona illa í meira en ár, en aftur á móti léku íslendingar vel. Við vorum eins og skólastrákar í kennslustund," sagði Guus Cantel- berg, þjálfari Hollendinga. ■ HEÐINN Gilsson er annar tveggja leikmanna í A-riðlinum hér í Linz, sem er yfir tveir metrar. Héðinn er 2,02 m á hæð en Ro- bert Fiege frá Hollandi er hærri — 2,06 m. ■ ÞRIR leikmenn í A-riðlinum eiga meira en 200 landsleiki að baki. Kristján Arason, Geir Sveinsson og Hollendingurinn Lambert Schuurs. Kristján lék sinn 232. a-landsleik í gærkvöldi og Geir 208. Schuurs lék sinn 240 leik. Leikjahæsti Belgíumaðurinn er með 122 leik, en Roger Kjenda- len hefur leikið flesta leiki Norð- manna, eða 169 leiki. ■ FJORIR úr íslenska hópnum hvíldu í gærkvöldi, Sigmar Þröstur Óskarsson, Gunnar Andrésson, Einar Gunnar Sigurðsson og Júl- íus Jónasson léku ekki. ■ FORRÁÐEMENN Norður- landaþjóðanna, íslands, Noregs og Danmerkur lýstu óánægju sinni í gær, hvað mikill mundur væri á lið- um í riðlum og hvað starkar þjóðir léku í A- og B-riðlij sem léku síðan saman í'milliriðli. I þessum riðlum leika fimm sterkustu þjóðirnar hér í Austurríki — ísland, Noregur, Danmörk, Pólland og Holland. I ÞORBERGUR Aðalsteinsson sagði á fréttamannafundi í gær, að íslendingar myndu ekki óttast Austurríkismenn, ef þjóðirnar myndu mætast í leik um sæti. „Austurríkismenn eiga ekki mögu- íeika gegn okkur, frekar en í Vín á dögunum,“ sagði Þorbergur. „Við erum með sterkara lið nú en þá.“ ísland vann Austurríki þá 23:14. ■ TVEIR íslendingar hafa skorað tíu mörk eða meira í landsleik gegn Norðmönnum. Sigurður Gunnars- son 11 mörk 1985 og Páll Ólafs- son 10 sama_ ár. ■ PÁLL Ólafsson skoraði 10 mörk gegn Hollendingum í leik 1985 og sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk gegn Belgíu- mönnum er Geir Hallsteinsson. Hann skoraði 12 mörk gegn þeim 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.