Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. MARZ 1992
Eyðimerkurdýrkun o g
svört náttúruvernd
Börn úr vinnuskólanum í Mývatnssveit við Landgræðslustörf í
Dimmuborgum.
eftir Hörð
Sigurbjarnarson
Er ekki tímabært að huga alvar-
lega að hvað felst í þeirri há-
stemmdu eyðimerkurdýrkun sem á
stundum virðist vera megin inntak
þeirrar náttúruverndar sem ákveðn-
ir hópar í þjóðfélaginu hafa iðkað
á undanförnum árum?
Mér er málið jafnan ofarlega í
huga e.t.v. vegna þess að ég hef
undanfarin 20 ár búið á jaðri eyði-
merkur sem ber hið ógnþrungna
nafn Ódáðahraun. Auðnir Ódáða-
hrauns eru svo sannarlega í fram-
sókn rétt eins og ótölulegur fjöldi
bræðra þess og systra allt í kring
um hnöttinn. Þessi 20 ár hefur
mitt helsta áhugamál verið að ferð-
ast um landið, jafnt hálendi og lág-
lendi, sumar sem vetur á jörðu niðri
og í lofti. Slíkt lætur engan ósnort-
inn.
í gegn um tíðina hef ég gjarnan
lesið blaðagreinar flokksbróður
míns, Hjörleifs Guttormssonar,
náttúrufræðings og fyn-verandi iðn-
aðarráðherra, og þá helst þegar
hann hefur varpað ljósi sínu yfir
villugjarnar og lítt skilgreindar göt-
ur náttúruverndar. Því miður verður
að segjast eins og er að oftar en
ekki hafa þau skrif vakið með mér
fleiri spurningar en þau hafa svar-
að.
8. janúar sl. birtist í DV rétt ein
hugvekjan og nú get ég ekki orða
bundist lengur.
Hjörleifur hefur mál sitt með
eftirfarandi orðum. „Umhverfis-
vernd og náttúruvernd hafa átt
mjög undir högg að sækja hérlend-
is.“
Þessari fullyrðingu er ég sam-
mála og koma mér þá fyrst í huga
ummæli nóbelsskáldsins á þjóðhá-
tíðinni á Þingvöllum 1974. Þá
minnti Halldór þjóð sína á að nátt-
úruspjöll af manna völdum hefðu
orðið hér meiri en í nokkru öðru
landi í Evrópu. Enda er varla um
það deilt lengur að af þeim 65%
landsins sem ætla má að hafi verið
þakin gróðri við landnám standi nú
aðeins 25% eftir og af þeim 25—40%
sem voru skógi vaxin hjari nú að-
eins 1%.
Ekki veit ég hvort það var ná-
kvæmlega þetta sem H.G. hafði í
huga en ég óttast að svo hafi ekki
verið.
Mig langar að taka aðra fullyrð-
ingu H.G., sem ég er hjartanlega
sammála, en aftur er ég haldinn
efa um að við leggjum í sama skiln-
ing. „Eitt stærsta verkefni í nátt-
úruvernd hérlendis er að tryggja
verndun og skynsamlega nýtingu
hálendissvæða landsins. Þar hefur
margt farið úrskeiðis síðustu ára-
tugi og enn meiri vá steðjar að ef
ekki verður hart og skipulega
brugðist við.“ Það sem slær mig
við þessa tilvitnun er að ég hef aft-
ur og aftur undanfarna tvo áratugi
velt því fyrir mér hvernig i ósköpun-
um það gat gerst að tekin var um
það ákvörðun að fórna Eyjabökkum
við Snæfell, einstæðri gróðui’vin
öræfanna, á altari álversdraumsins.
Mér þykir það með ólíkindum
hvernig svo stór ákvörðun rann nær
átakalaust um allar stofnanir
stjómkerfisins, að því best verður
séð. Frá haustinu 1978 til hausts
1979 sat náttúrufræðingurinn H.G.
í stól iðnaðarráðherra, það ár var
unnið að undii-búningi Fljótsdals-
virkjunar.
í nefndri DV-grein er krafist við-
bragða við því skipulagsleysi sem
ríki á hálendinu og marka þarf
stefnu segir H.G. „Á meðan ekki
hefur verið mörkuð slík stefna og
hún felld í heilstætt skipulag á það
að vera leiðarljós að framkvæma
ekkert sem varanlega breytir svip-
móti landsins.“
Árin 1980-1983 var H.G. aftur
við stýrið í iðnaðarráðuneytinu.
1981 var samþykktur á Alþingi
mikill lagabálkur sem heimilaði rík-
isstjórn að semja við Landsvirkjun
m.a. um að virkja Blöndu og á
Fljótsdal. Þegar ákvörðun um virkj-
un Blöndu verður fullnægt munu
liggja undir vatni 5.600 ha af öflug-
asta gróðurlendinu sem enn tórir á
afrétti Austur-Húnvetninga.
Og þótt verið sé að græða upp
land til mótvægis við það sem tap-
ast, hefur mönnum orðið ljóst í
þeirri viðleitni, hversu gífurleg
verðmæti eru í heilgrónu landi, og
margfalt dýrara er að endurheimta
land til nytja með hefðbundnum
aðferðum en áður var talið. Sama
gildir um Blöndu og Fljótsdalsvirkj-
un, hún mætti ekki teljandi and-
stöðu náttúruverndarmanna. Varla
tekur því að nefna að miðlunarlón
Blöndu breyti svipmóti landsins, eða
hvað? Og skítt með þessa 5.600
grænu hektara.
Svo gerðist það sl. sumar að
mælingarmenn óku út fyrir_ slóðir
í kolsvörtu og gróðui’vana Ódáða-
hrauninu til að rannsaka fyrirhugað
línusvæði sem Náttúruverndarráð
hafði meira að segja gefið leyfi fyr-
ir. Nú brá svo við að landverðir
Náttúruverndarráðs gerðu verkfall
og úr varð töluverður hvellur. Nátt-
úruverndarráð skipti um skoðun og
margir urðu til að mótmæla knúnir
af heitum tilfinningum til „fóstur-
hraunanna“.
Mér er spurn, er ekki eitthvað
bogið við þá svörtu náttúruvernd
sem hér er höfð í fyrirrúmi hjá
þeim sem helst láta til sín taka
þegar rætt er um náttúruvernd?
Hefðu þau ramakvein sem kváðu
við orðið jafn hávær ef rætt hefði
verið um línulögn á sömu slóðum
og þær verið algrónar eins og þær
voru fyrr meir?
Hörður Sigurbjarnarson
„Mig langar að bera
fram þá frómu ósk að
náttúruvernd framtíð-
arinnar á Islandi byggi
á þeim skilningi að við
þörfnumst öðru fremur
græns og lifandi um-
hverfis til að geta lifað
í sátt við landið um
ókomna tíð.“
í þessu sambandi er rétt að riíja
upp að sífellt er skotið fleiri stoðum
undir þá kenningu að áður fyrr var
Ódáðahraun gróið. Nýjastar og
e.t.v; merkilegastar eru rannsóknir
dr. Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings
á jarðvegsleifum víðsvegar um hið
mikla flæmi sem Hraunið er.
Þeir sem gluggað hafa í gulnuð
blöð sögunnar eru margir hveijir
ekki í vafa um að svo hafi verið. í
máldaga frá 14. öld má lesa að þá
var skógeyðing svo langt komin á
Möðrudalsöræfum að bændur þar
þurftu að leita út á Sauðanes á
Langanesi til að höggva við til kola-
gerðai*. Möðrudalur er í 500 m.
h.y.s. en 500 m. hæðarlínan í
Ódáðahrauni liggur rétt norðan
Dyngjufjalla beint vestur af Herðu-
breið.
Bærinn Helgastaðir stóð við
Skjálfandafljót þar sem heitir á
Krókdal rösklega 30 km. framan
við fremstu bæi sem nú eru í byggð
í Bárðardal. Þar er enn til örnefnið
Smiðjuskógur í u.þ.b. 600 m h.y.s.
pg þar hafa fundist kolagrafir, í
íslendingasögunum má lesa um við-
arhögg framan við Kiðagil á
Sprengisandi.
Þeir sem til þekkja vita að á
þessum stöðum er fátt sem minnir
á skóga, því bæði Möðrudalur og
Sprengisandur eru hluti af þeim
miklu auðnum sem við erum svo
stolt af í bæklingum fyrir erlenda
ferðamenn og köllum hina ósnortu
náttúru íslands.
Eg sagði að eyðimörkin Ódáða-
hraun væri að stækka. Meðal marg-
víslegra afleiðinga sem það hefur,
er að óhemju magn af sandi berst
sunnan af auðnum þess í Kraká sem
flytur sandinn í Laxá í Aðaldal.
Mér hafa sagt bændur sem búa á
bökkum árinnar og veiðimenn sem
hafa veitt í henni um áratuga skeið
að áin sé vartrþekkjanleg, svo sand-
orpinn sé farvegurinn orðinn. Fyrir
þá sem ekki vita, þurfa bæði lax
og silungur grófan og malborinn
botn til hrygningar og seiðin þurfa
skjól i uppvextinum. Það er athygl-
isvert að meðan áralangar rann-
sóknir sérfræðinganefndar um áhrif
starfsemi Kísiliðjunnar á lífríki
Mývatns sýndu ekki fram á sam-
band milli sveiflna í lífríki vatnsins
og starfsemi verksmiðjunnar er því
furðu lítill gaumur gefinn hversu
stórkostleg þau hljóta að vera áhrif-
in sem linnulaus sandburður hefur
á lífríki Mývatns og Laxár.
Mér virðist H.G. vera trúr hug-
sjón boða og banna aðferða en
klæða þær í búning verndunar.
Hann segir og er að fjalla um há-
lendið: „Þar á að mínu mati vernd-
unarsjónarmið að skipa öndvegi,
Til hamingju!
ÚRSLIT í SPRELLLIFANDI
MINNINGUM1992
Nú liggja fyrir úrslit í Sprelllifandi minningum. Mörg hundruð
þátttakendur sendu minningarbrot í formi Ijósmynda, teikninga,
Ijóða, myndbanda, frásagna og laga. Sérstök dómnefnd valdi 7
bestu sendingarnar og fá höfundar þeirra ferð fyrir sig og sína
með Samvinnuferðum - Landsýn. Einnig voru dregin út 6
verðlaun úr öllu innsendu efni; 3 ferðavinningar og að auki 3
Hitachi vinningar frá Johan Rönning hf.
VERÐLAUNAHOPURINN 1992
Verðlaun frá Hitachi umboðinu, Johan Rönning hf:
Ragnar Aðalsteinn Guðjónsson, Reykjavík - Ijósmynd og saga.
Sædís Guðmundsdóttir, Vogum - Ijósmynd.
Þorvaldur og Þórður Ólafssynir, Reykjavík - teikningar. ,
Verðlaun frá Samvinnuferðum - Landsýn:
Ásdís B. Rögnvaldsdóttir, Garðabæ - ferðaþula.
Dagný Tryggvadóttir, Reykjavík - ferðasaga.
Gunnar Kr. Arnason, Kópavogi - myndband.
Jarþrúður Þórhallsdóttir, Reykjavík - Ijósmyndir.
Jón Vigfússon, Hafnarfirði - Ijósmyndir.
Jón G. Sigurjónsson, Reykjavík - myndband.
Jóna Hallgrímsdóttir, Stöðvarfirði - Ijósmyndir og bréf.
Þórunn Sigurðardóttir, Keflavík - vísur.
Tveir vinningshafar óskuðu eftir því af persónulegum ástæðum að nöfn
þeirra yrðu ekki birt.
<
Verðlaunin frá Samvinnuferðum - Landsýn er ferð I leiguflugi á einn af
s dvalarstöðum SL í sumar. Vinningurinn gildir fyrir viðkomandi, maka og
'i börn. Ef um barn er að ræða gildír vinningurinn einnig fyrir, foreldra
| þess og systkini.
~ iMiiáHibBa ve/&ýl-
Samviniuilepúip-Lanúsýn
Reykja»ik: Austurstræ!i12 • S. 91 - 69 1010 • Innantandsterðir S. 91 - 6910 70 • Simbrét 91 - 2 77 96 /69 10 95 • Telex 2241
Hótel Sógu víð Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87-
taka þarf frá stór svæði þar sem
hvers kyns mannvirkjagerð og um-
ferð vélknúinna ökutækja verður
útilokuð." Enn spyr ég, hvaða til-
gangi þjónar að banna umferð á
snjó sem ekki skilur eftir sig nema
tímabundnar slóðir?
Getur það verið að í augum ein-
hverra „aristókratanna“ hafi orðið
verðfall á hinum fáförnu öræfum
og jöklum landsins við það að alþýð-
an birtist svo ,óvænt í þeirra ríki,
akandi á vélsleðum og jeppum að
vetrarlagi? Og íburðarmiklu, mynd-
skreyttu ferðalýsingarnar af fræki-
legri gönguferð í Lesbók Morgun-
blaðsins hafi tapað athygli?
Að mínu mati munu óþarfa höft
og bönn og of mikil miðstýring í
málefnum náttúruverndar eins og
svo mörgum öðrum vísa veginn
beina leið til glötunar. Landnám
almennings á hálendinu er af hinu
góða, hvort sem farið er gangandi,
ríðandi eða akandi á vélsleðum og
jeppum. Það er í þágu náttúru-
verndar ef rétt er á málum haldið.
Til að koma í veg fyrir náttúru-
spjöll eru aðferðir uppeldis, áróðurs
og fræðslu -happadrýgri en boð og
bönn.
Náttúruverndarráð í núverandi
mynd er gengið sér til húðar. Það
skortir tengsl við það líf sem lifað
er á landinu. T.d. eru 6 af 7 aðal-
mönnum í ráðinu búsettir á Reykja-
víkursvæðinu. Það er ámælisvert
að ráðið hafi með höndum fram-
kvæmdavald og stefnumótun eins
og til þess er stofnað. Ábyrgð þess
er ekki í samræmi við valdið sem
það hefur. En verst er að hjá því
hefur svört náttúruvernd skipað
öndvegi.
Umhverfisráðuneyti hefur verið
sett á laggirnar, þaðan á að stjórna
þessum málaflokki, í tengslum við
Stjórnkerfi sveitarfélaganna. Nátt-
úruverndarráð á annað hvort að
leggja niður, eða laga það að að-
stæðum sem eru mikið brejhtar síð-
an því var komið á fót.
Mér sýnist að með afstöðu sinni
til Kísiliðjunnar hafi Náttúruvernd-
arráð undirstrikað fjarlægð sína við
fólkið í landinu og jafnvel rekið síð-
asta naglann í sína eigin kistu þar
sem títtnefnd skýrsla sérfræðinga-
nefndar um Mývatnsrannsóknir gaf
hreint ekki tilefni til að stefna að
lokun verksmiðjunnar í bráð.
Mig langar að bera fram þá
frómu ðsk að náttúruvernd framtíð-
arinnar á íslandi byggi á þeim skiln-
ingi að við þörfnumst öðru fremur
græns og lifandi umhverfis til að
geta lifað í sátt við landið um
ókomna tíð.
Ég er þess fullviss að margir
munu fylgjast vel með viðbrögðum
þingmanna landsbyggðarinnar þeg-
ar iðnaðarráðherra endurskoðar
skilmála námaleyfisins. Þau verða
prófsteinn á viðhorf til atvinnumála
hinnu dreifðu byggða og náttúru-
verndar.
í einni af árbókum Landgræðsl-
unnar ritar frú Vigdís Finnboga-
dóttir aðfaraorð og segir m.a. eftir-
farandi: „Á stórum svæðum höfum
við horft á hinn græna möttul þynn-
ast og rakna og slitna og víkja fyr-
ir auðninni grárri og brúnni. Og
þótt við höfum fyrir löngu lært að
skilja fegurð og og búsæld, lært
að meta fegurð nakinna fjalla og
úfins hrauns. Þá er það eitthvað í
okkur sem andmælir því að kalla
þær auðnir fagrar sem mannfólkið
skapar sjálft með umstangi sínu,
það er eitthvað ónotalegt við það
landslag, eitthvað sem er blátt
áfram siðferðilega rangt.“
Á stórum svæðum er íslensk
náttúra ekki í jafnvægi. Þar grass-
erar voðaleg jarðvegseyðing, jafn-
vel á svæðum sem eru hvað mest
upphafin fyrir náttúrufegurð og eru
orðin að söluvöru sem slík. Heyrst
hafa kröfur um að þau beri núver-
andi svipmót til framtíðar.
Varnarorð forsetans snerta
kjarna málsins, fremur á að byggja
náttúruvernd á siðferðilegu mati en
persónulegum smekk. Látum því
íiggja milli hluta hvort fegurra er
blátt blóm eða gult, hvort betur
fari í íslensku landslagi greni eða
birki.
Ilöfundur er vélfræðingur í
Mývatnssveit.