Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992
Krístín Þóraríns-
dóttír - Minning
Fædd 4. apríl 1927
Dáin 13. mars 1992
Stína mágkona min er dáin.
Ég vissi að hveiju stefndi, en
samt sækir að mér sársauki og
tómarúm. Upp í huga mér koma
myndir af fólki sem var mér svo
kært, en er nú farið á sama hátt.
Foreldrar, bróðir, systir og núna
Stína. Þetta skarð er stórt í ekki
stærri fjölskyldu en okkar og sárs-
aukafullt. En svona er lífíð, það
gefur og það tekur. Við skulum
öll hugsa um það og lifa eftir því.
Upp í huga mér kemur mynd
þar sem við erum öll að dansa í
kringum jólatré, afí, amma, böm,
tengdaböm og bamaböm. Allir
héldust í hendur og sungu „Heims
úm ból“ með hátíðasvip. Síðan
færðist galsi í leikinn og allir tóku
þátt í bamadönsum. Þessi mynd
er mér svo dýrmæt.
Kynni okkar Stínu hófust þegar
hún kom til Reykjavíkur rúmlega
tvítug og bjó hjá foreldmm sínum
á Guðrúnargötu 1. Við vomm sam-
an í herbergi og urðum að láta
okkur lynda saman. Það gekk mjög
vel, og átti Stína sinn stóra þátt í
því. Hún var lagleg, vel gefín og
umfram allt vel gerð. Hún hafði
sérstakt lag á því að jafna allan
ágreining, vildi að fólk sýndi blíðu
og sorg á sama hátt og því fyndist
sjálfsagt að sýna reiði. Hún var
glaðvær með góða kímnigáfu og
hlátur sem smitaði frá sér, jafnlynd
en gat verið föst á sínum skoðun-
um. Gjafmild og sem meira var,
hún kunni að þiggja af einlægni.
Engan hef ég þekkt sem eins gam-
an var að gefa gjöf, sama hvað
var, það var eins og maður hefði
fært henni dýrgrip.
Stína og elsti bróðir minn, Jón
J. Jakobsson, húsasmíðameistari,
felldu hugi saman og hófu sam-
búð. Fyrst leigðu þau íbúð í Skipa-
sundi, en ekki leið á löngu þar til
þau byggðu sér fallega íbúð í Dala-
landi, og þaðan lá leiðin í stórt og
glæsilegt raðhús við Fljótasel. Þeg-
ar heilsan fór að gefa sig, fluttu
þau í Krummahóla þar sem íbúðin
var á einni hæð og auðveldara fyr-
ir Stínu að athafna sig. En það
var sama hvar þau bjuggu, alltaf
var hlýlegt og fallegt hjá þeim.
Matarboðin höfðingleg.
Síðustu árin sem foreldrar mínir
lifðu, fóru þau ásamt Stínu og
Dadda til Kanaríeyja um vetrar-
mánuðina. Hafði mamma oft orð
á því hve góð og umhyggjusöm
þau hefðu verið, og í síðustu ferð-
inni, þegar mamma var orðin veik,
hjúkraði Stína henni eins og besta
dóttir. En þau litu alltaf á hana
sem slíka.
Stína og Daddi eignuðust 2 syni,
Þórarinn og Jakob, myndardrengij
sem voru stolt móður þeirra. I
haust sem leið sat ég hjá henni
og barst þá talið að börnum okk-
ar. Þá sagði Stína með stolti í svip:
Það er ég viss um að betri drengi
getur enginn hugsað sér, það hefír
best komið í ljós í veikindum mín-
um hvem mann þeir hafa að
geyma.
Stína fæddist að Djúpalæk við
Bakkafjörð. Þar vSTdýrðlegt veður
og góður andi, sagði hún mér. Á
heimilinu var mikið lagt upp úr
heiðarleika, samheldni og að tala
fallega og góða íslensku. Stína er
fyrsta systkinið sem fellur frá, en
eftir lifa: Svanhildur, Þórdís, Ari
og Þorsteinn. Á milli þeirra ríkti
sterk samheldni og tryggð, sem
sýndi sig best eftir að Stína veikt-
ist að það féll enginn dagur úr hjá
fjölskyldunum hennar báðum að
heimsækja hana.
Ég sendi ykkur öllum samúðar-
kveðjur og megi minning um góða
eiginkonu, móður og systur lifa
með ykkur.
Ég kveð Stínu með trega sem
góðan trúnaðarvin og mágkonu.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Þóra.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hennar Stínu, konu föður-
bróður míns.
Mér þótti alltaf vænt um hana
og þó að ég muni ekki eftir því
þá höfðu hún og Daddi mig í
nokkra mánuði þegar ég var lítil.
Þó man ég að ég fékk að flauta
og stýra (í plati) bflnum hans
Dadda. Stína talaði oft um þessa
tíma við mig og sagði að hún hefði
verið miður sín yfír því þegar ég
fór frá þeim, en skömmu síðar
eignaðist hún sinn fyrsta son, Þór-
arinn, og síðar Jakob.
Guð styrki ykkur því ég veit vel
hversu góð móðir hún var ykkur,
og hversu mikið þið dáðuð hana.
Stína var afskaplega hlý kona
og trygglynd og umfram allt mjög
heiðarleg og í alla staði mjög vönd-
uð og vel af Guði gerð. Mér fannst
alltaf skemmtilegt að koma í heim-
sókn og sátum við í eldhúskróknum
og töluðum um lífið og tilveruna.
Stína var ekki. sú manngerð sem
tranaði sér fram og hreykti sér en
hjá henni leyndist þessi líka kímni-
gáfa og oft fékk hún mig til þess
að veltast um af hlátri. I síðasta
skipti sem við hittumst á spítalan-
um fórum við í smá ferðalag með
rúmið hennar um spítalann og
gekk mér svona og svona með
rúmið. Þá gat hún hlegið og sýndi
hún mér þá hvflík hetja hún var
eftir öll þau erfíðu veikindi sem á
haná voru lögð í gegnum lífið; að
þrátt fyrir það gat hún gert að
gamni sínu og hlegið.
Ég bið góðan Guð að styrkja
Dadda í hans miklu sorg. Daddi
stóð við hlið konu sinnar eins og
klettur í gegnum lífíð, og er sómi
að því hversu vel hann hlúði að
henni alla tíð og veit ég, Daddi
minn, að þú hefur gert allt sem í
þínu valdi stóð til að létta henni
lífið.
Stína þarf ekki að kveljast leng-
ur. Hún er komin í örugga höfn.
Ég veit að í dag erum við sem
eftir lifum og syrgjum snauðari en
himinninn er ríkari.
María Haralds.
Tíminn er undarlegt fyrirbæri.
Það eru í sjálfu sér ekki liðin mörg
ár síðan ung stúlka frá Djúpalæk
í Skeggjastaðahreppi lagði upp í
langa ferð, alla leið til Reykjavíkur
til þess að freista gæfunnar í
höfuðborginni. Nú er þessi sama
stúlka lögð upp í aðra ferð og
lengri, yfír móðuna miklu.
Tíminn milli þessara tveggja
ferða er heil mannsævi, ævi
Kristínar Þórarinsdóttur. Ævi
Kristínar var vel varið og hún skil-
aði merkilegra ævistarfi en margir
þeir sem auðugri eru af vegtyllum
og veraldlegu ríkidæmi. Hún bjó
fjölskyldu sinni fagurt heimili og
ól upp tvo syni sem ætíð munu
verða móður sinni til sóma og bera
fagurt vitni því handbragði sem
góður og réttsýnn uppalandi skilar
af sér. Kristín varði lífi sínu til að
hjálpa öðrum og því virtist það
vera vel við hæfi að síðasta bókin
sem hún las um ævina skyldi vera
Veldi kærleikans eftir japanska
rithöfundinn Ayako Miura. Sú bók
ijallar einmitt um manneskju sem
átti til að bera nægan kærleika til
að fóma sér fyrir aðra og nægt
hugrekki til að sigrast á ótta sín-
um. Það var einmitt.það sem hún
Stína gerði með svo ótrúlegum
hætti síðustu æviárin, hún sigrað-
ist á ótta sínum við dauðann, og
þegar hann barði að dyrum, hleypti
hún honum inn og mætti Skapara
sínum æðrulaus og með gleði í
hjarta.
Minningamar sem tengjast
Stínu era allar skemmtilegar,
meira að segja síðustu árin meðan
hún var hvað veikust. Það era
ekki mörg ár síðan jólaundirbún-
ingur hvers árs hófst með því að
Stína kom heim til mömmu að
baka, og var þá oft glatt á hjalla
í eldhúsinu heima og hlátur þeirra
bergmálaði um íbúðina þegar þær
höfðu gleymt að blanda einhveiju
mikilvægu í deigið því þær höfðu
haft um svo margt að masa annað
en kökuuppskriftir og kard-
imommudropa.
Þau voru sjö systkinin frá
Djúpalæk og fimm sem komust á
legg. Þau vora alveg sérstaklega
samrýnd, og þá náttúralega eink-
um systumar þijár sem era ein-
hveijir bestu vinir sem ég hef vitað
um meðal systkina. Þeirra sorg er
mikil við fráfall góðrar vinkonu og
systur og ég veit að söknuður
þeirra er meiri en hægt er að
ímynda sér. Eiginmenn þeirra, fað-
ir minn og frændi, sem heimsóttu
Stínu á hveijum degi síðan hún
veiktist veit ég að sakna hennar
einnig mjög því þeir horfa á eftir
góðum vini þar sem Stína er geng-
in. Mjög kært var milli Stínu og
Ara bróður hennar enda á líkum
aldri. Þeir laérleikar jukust eftir
því sem áranum fjölgaði. Mikil er
sorg hans. Mest er þó sorg sona
hennar og eiginmanns og er það
von mín að góður Guð megi styrkja
þá á þessari sorgarstundu.
Tæpri viku áður en Stína andað-
ist, fóram við hjónaleysin að heim-
sækja hana á Landspítalann. Mikið
fannst okkur hún hress og voram
sannfærð um það að hún myndi
lifa það að sjá litla erfingjann okk-
ar sem von er á í júní. Sú ósk
okkar rættist ekki því nokkrum
dögum eftir hina skemmtilegu
heimsókn til Stínu var hún öll. Þó
svo að litla krílið fái ekki að sjá
hana Stínu frænku sína, vitum við
og trúum að hún fylgist með okkur
frá sínum nýja samastað og fær
að sjá barnið sem hún hlakkaði svo
til að sjá.
Við biðjum góðan Guð að blessa
Stínu frænku við upphaf hinnar
miklu langferðar hennar og jafn-
framt að hann veiti öllum þeim sem
þekktu hana og þótti vænt um
hana styrk til að sigrast á sorginni
og gleðjast í minningunni um góða
konu og góðan vin.
Markús og Sigga.
Elskuleg systir okkar, Kristín
Þórarinsdóttir, andaðist á
Landspítalanum 13.. dag þessa
mánaðar eftir erfið veikindi.
Kristín var fædd á Djúpalæk í
Skeggjastaðahreppi og var næst-
elst sjö systkina, bama hjónanna
Jóhönnu Jónasdóttur og Þórarins
Einarssonar. Um tvítugsaldur
fluttist hún til Reykjavíkur þar sem
hún kynntist eftirlifandi ^igin-
manni sínum, Jóni J. Jakobssyni.
Saman eignuðust þau þijú böm,
en tvö þeirra lifa móður sína.
Hversu vel sem við erum undir-
búin kemur dauðinn alltaf á óvart.
Nú er hún elsku systir okkar horf-
in héðan, laus úr sínum líkams-
fjötrum og er það huggun harmi
gegn að hún hefur loksins fundið
hvíldina. Hún var yndisleg systir
og við söknum hennar sárt, en
mestur er þó missir eiginmanns
hennar og sonanna tveggja sem
sjá nú á eftir yndislegri eiginkonu
og móður.
Hún Stína var blíð og góð kona
en þó svo ótrúlega hörð af sér. í
hinum miklu veikindum hennar
fannst okkur stórkostlegt hversu
kát hún var og hvað við gátum
spjallað og hlegið eins og ekkert
væri að.
Við trúum því að ástvinir látnir
taki vel á móti henni og það er
okkar huggun. Fari elsku Stína í
friði. Friður Guðs blessi hana.
Nú iegg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vðm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, seo ég sofi rótt.
(Foersom - S. Egilsson.
Svana og Dísa.
Við ritum þessi fáu orð til þess
að kveðja móður okkar, Kristínu
Þórarinsdóttur, sem nú er fallin frá
eftir baráttu við langvinn veikindi.
Þessi barátta var af hennar hálfu
háð af þvílíkri hugdirfsku að oft
kom það fyrir að við bræðumir
ræddum okkar á milli hve mikill
lífsvilji væri þar að baki. Móðir
okkar kenndi okkur það að góð
heilsa og virðing fyrir lífínu væri
hið verðmætasta af öllu. Það er
vissulega mikil huggun að því að
vita að þegar dró að leikslokum
var hún orðin sátt við það sem
koma vildi.
Við vitum að nú líður henni vel
í faðmi þeirra ættingja og vina sem
þegar era komnir yfír móðuna
miklu. •
Að lokum viljum við þakka öllum
þeim sem lögðu móður okkar lið í
baráttu sinni. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk Reykjalundar og deildar
11E á Landspítalanum.
Þórarinn Jóhann Jónsson,
Jakob Jörundur Jónsson.
Rauði 0% miðinn á KÓPAL málningu er trygging
fyrir því að i málningunni séu engin líffæn leysiefni.
Málningin er nær lyktarlaus og gæði hennar
og verð eru fyllilega sambærileg við aðra málningu.
Sýndu lit og málaðu með umhverfisvænni málningu
þvi að umhverfisvernd
/ er mál málaranna.
málninghlf
-það segir sig sjdlft -