Morgunblaðið - 31.03.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.03.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 Rökín fyrir aðild íslands að Evrópubandalaginu eftir Gunnar Helga Kristinsson Fyrir stuttu síðan skrifaði Uffe Ellemann-Jensen gagnmerka grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að vegna aukinnar alþjóð- legrar samvinnu væri orðið fullveldi ekki sömu merkingar og áður. „Merkingin í orðinu fullveldi" skrif- ar Ellemann-Jensen „er ekki lengur einhvers konar vörn gegn því sem útlent er, heldur sú að geta haft áhrif á þær aðstæður erlendis, sem ráða miklu um aðstæður í okkar eigin landi.“ Utanríkisráðherrann danski hitti naglann á höfuðið. Aukin alþjóðleg samskipti og nútímatækni hafa á margan hátt grafið undan hinni gömlu fullveldishugmynd, frá því að hún hlaut eldskírn sína í hernað- arsamkeppni ríkja í Evrópu fyrir fáeinum árhundruðum. Nú, þegar friðvænlegar horfir í Evrópu og samfélagið er í vaxandi mæli alþjóð- legt er hin gamla fullveldishugmynd augljóslega ófullnægjandi. Aðeins á alþjóðlegum vettvangi er hægt að koma í veg fyrir viðskiptahindranir, samræma löggjöf, tryggja frelsi .til búsetu, leysa umhverfisvandamál, stuðla að friði og öryggi og beijast gegn hryðjuverkastarfsemi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Samvinna Evrópuríkjanna hefur tekið mið af þessum breyttu aðstæðum. Hún er vísir þess sem koma skal, einnig annars staðar í heiminum. Hugmyndin um það að íslending- ar eigi að halda svo fast um full- veldi sitt - í merkingunni „vörn gegn því sem útlent er“ - að þeir taki jafnvel áhættuna að einangra samfélag sitt frá nágrönnum sínum er augljós tímaskekkja. Slíkar hug- myndir eru alls staðar á undanhaidi meðal þróaðra samfélaga. Bara þar sem samfélögum hefur verið haldið í einangrun, eins og þar sem komm- únistar réðu ríkjum, hafa hugmynd- ir þjóðernisstefnunnar verið í sókn. Þróun Evrópubandalagsins og endalok kommúnismans skapa nýj- ar aðstæður í alþjóðakerfinu, sem íslendingar þurfa að bregðast við. Að einangra sig frá þróuninni í Evrópu kemur með engu móti til greina. Slíkt væri í hróplegri mót- sögn við óskir flestra íslendinga um að viðhalda hér nútímalegu samfé- lagi, svipað því sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Að þessu gefnu geta íslendingar í grófum dráttum valið um tvennt: fulla aðild að Evrópubandalaginu eða náin tengsl án fullrar aðildar. Langtíma- og skamm- tímasjónarmið Allar aðrar þjóðir í Vestur-Evr- ópu hafa þegar valið leið fullrar aðildar, eða 'munu fyrirsjáanlega gera það í nánustu framtíð. Einung- is hér á landi hefur engin alvöru umræða farið fram um kosti og galla fullrar aðildar. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að hér ríki samstaða um að það sé ekki á dag- skrá að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu. Þetta er skammsýni. Þegar til lengdar lætur mun það hafa alvarlegar afieiðingar fyrir íslendinga að vera utan Evrópu- bandalagsins. Afstaðan til aðildar að EB verður ekki mótuð á grundvelli skamm- tímasjónarmiða. Ef einungis er litið til næstu .mánaða eða ára, þá er engin knýjandi ástæða til þess að íslendingar gerist aðilar að banda- laginu. Þegar til lengri tíma er litið verður niðurstaðan hins vegar alit önnur. Það eru þrenns konar langtíma- sjónarmið sem einkum gera það nauðsynlegt fyrir íslendinga að huga vel að ókostum þess að standa utan EB. Hið fyrsta snertir spurninguna um það á hveiju hagvöxtur hér á landþeigi í framtíðinni að grundvall- ast. íslendingar geta ekki treyst á það að sjávarútvegur verði grund- völlur hagvaxtar hér í framtíðinni með sama hætti og hingað til. Fiski- stofnar í kringum landið eru meira eða minna fullnýttir eða ofnýttir. Hagræðing í greininni gæti skapað vissan hagvöxt, en hún hefur aug- ljósar takmarkanir. Ef sjávarútveg- ur verður ekki grundvöllur hagvaxt- ar í framtíðinni vaknar spurningin: á hveiju á þá hagvöxtur að grund- vallast hér? Svarið hlýtur að liggja í þróun iðnaðar og þjónustu. Iðnaður og þjónusta verða ekki útflutningsgreinar nema með greið- um aðgangi að mörkuðum og í sam- vinnu við erlend fyrirtæki. í því efni verður íslenskt atvinnulíf að sitja við sama borð og atvinnulíf annars staðar í Evrópu. íslenskt atvinnulíf mun hins vegar ekki — frekar en atvinnulíf annarra EFTA- landa — sitja við sama borð og fyrir- tæki innan EB nema með fullri aðijd að bandalaginu. í öðru lagi snýst spurningin um það í hvaða aðstöðu íslendingar lenda með tímanum ef þeir taka þátt í samlöguninni í Evrópu án fullrar aðildar að EB. Hugsum okk- ur að ísland væri árið 2010 orðið aukaaðili að EB (eins og stefnt er að með EES), aukaaðili að varnar- bandalagi EB-ríkjanna, Vestur Evr- ópusambandinu (eins og stjórnvöld hafa lýst áhuga á) og krónan væri fasttengd Evrópumyntinni eru (eins og stefnt er að). Meginákvarðanir sem vörðuðu efnahags- og utanrík- ismál íslendinga væru þar m_eð teknar á evrópskum vettvangi. ís- land væri að því leyti í sömu að- stöðu og lönd Evrópubandalagsins. Sama myndi raunar einnig gilda í vaxandi mæli um umhverfismál, félagsmál, mennta- og menningar- mál, að stefnumótun fyrir álfuna í heild færi fram á vettvangi EB, og lönd utan þess yrðu að fylgja for- dæminu þaðan. Munurinn á stöðu Islands og EB-landanna væri hins vegar sá að Island væri ekki full- gildur aðili að samstarfinu, hefði þar lítil sem engin áhrif og engin sérstök ástæða væri fyrir hinar Evrópuþjóðirnar að taka tillit til Islands. Þannig væri staða Islands á margan hátt lík aðstöðu nýlendu, sem yrði að hlíta ákvörðunum sem teknar væru annars staðar, án þess að fá að hafa á þær áhrif. ísland yrði með tímanum annars flokks ríki í Evrópu, sem væri forleikurinn á því að íslenskt samfélag yrði ann- ars flokks samfélag. í þriðja lagi snýst spurningin um aðild Islands að Evrópubandalaginu um valddreifingu og fijálsræði í íslensku samfélagi. Óhætt er að fullyrða að íslendingar hafa mátt búa við meiri miðstýringu og ríkis- afskipti heldur en nær allar aðrar vestrænar þjóðir. Að sumu leyti hefur þetta stafað af smæð samfé- lagsins, en að sumu leyti af pólitísk- um valdahlutföllum. Miðstýringin hefur verið á undanhaldi á síðasta áratug, en með, aðild að EB stað- festa Islendingar að þeit' vilji þróa samfélag sitt áfram á sömu braut, til samræmis við það sem tíðkast í nálægum löndum. Það er engin til- viljun að hörðust andstaðan gegn EB-aðild kemur einmitt frá þeim öflum í samfélaginu sem einnig hafa spyrnt við fótum gegn fijáls- ræðisþróun undanfarinna ára. Hvað þá um sjávarútveg? Einu alvarlegu röksemdirnar sem settar hafa verið fram gegn aðild að Evrópubandalaginu eru að það væri skaðlegt fyrir íslenskan sjávar- útveg að tengjast sjávarútvegs- stefnu EB. Hafandi í huga, að rösk- lega helmingur af gjaldeyristekjum Islendinga kemur úr sjávarútvegi, þá er augljóslega nauðsynlegt að taka þessa röksemd alvarlega. Rökin gegn aðild að sjávarút- vegsstefnunni ganga ekki út á að erlend skip myndu fá veiðíheimildir í nytjastofnum íslendinga. Það myndu þau að öllum líkindum ekki gera, ef miðað er við núgildandi fiskveiðistjórn innan EB. Rökin ganga hinsvegar út á að með aðild flytjist yfirstjórn sjávarútvegsmála til Brussel, að útlendingar gætu hafið atvinnurekstur í íslenskum sjávarútvegi með tilstyrk ríkis- styrkja og stundað kvótahopp, og að breytingar á sjávarútvegsstefn- unni gætu gert það að verkum að óhagstæðara kerfi en það sem nú er við lýði verði tekið upp. Hvernig geta íslendingar tekið á þessu máli? Það er grundvallaratriði Gunnar Helgi Kristinsson „Það er blindur maður sem ekki sér að hér verða að fara fram al- vöru umræður um aðild að Evrópubandalaginu. Sennilega er líka óhjá- kvæmilegt að láta reyna á samningsvilja bandalagsins í samn- ingum um aðild. Það kann vel að vera að ekki takist að semja um ásættanlega skilmála. En það verður að láta á það reyna.“ að átta sig á því að hér er um póli- tíska spurningu að ræða en ekki lagalega í þröngum skilningi þess orðs. Ef bæði íslendingar og Evr- ópubandalagið vilja semja um ásættanlega lausn í sjávarútvegs- málum þá er það mögulegt, en ef slíkur vilji er ekki fyrir hendi, þá verður ekki samið. Meginatriðið hér er hversu vel Islendingar undirbúa sinn málflutning og hvernig þeim gengur að koma honum á framfæri í samningaviðræðum við bandalag- ið. Aðildarsamningar nýrra ríkja að EB eru jafngildir Rómarsáttmálun- um, sem þýðir að þeim verður ekki breytt nema með samþykki allra ríkja bandalagsins og að í þeim er formlega séð hægt að veita allar þær undanþágur frá ákvæðum Rómarsáttmálanna sem óskað er. Spurningin er þá sú með hvaða hætti íslendingar myndu reyna að tryggja sjávai'útvegshagsmuni sína í viðræðum um aðild að Evrópu- bandalaginu. Sennilegt er að íslensk stjórnvöld myndu kanna þrenns konar lausnir: í fyrsta lagi kynnu íslendingar að reyna að fá undanþágu frá sjáv- arútvegsstefnu Evrópubandalags- ins í heild sinni, og fá þá undan- þágu staðfesta í aðildarsamningi Islands. Slík undanþága yrði vænt- anlega rökstudd að hluta með tilvís- un til þess fordæmis sem undanþág-. ur Breta í gjaldmiðilssamstarfinu í Maastrict-samningunum skapa, og að hluta með tilvísun til lægsta- stigsreglunnar (subsidiarity principle). Samkvæmt lægstastigs- reglunni skal aldrei framselja vald til æðra stjórnvalds ef lægra stjórn- vald getur leyst úr viðkomandi verkefni á fullnægjandi hátt. Senni- lega yrðu íslendingar ekki í vand- ræðum með að rökstyðja að þeir væru sjálfir hæfari til að stjórna fiskveiðum hér við land heldur en framkvæmdastjórnin í Brussel. I öðru lagi kynnu Islendingar að vilja gangast undir sjávarútvegs- stefnuna með það fyrir augum að hafa áhrif á þróun hennar, en tryggja sér aðlögunartíma varðandi vissa þætti hennar. Engar þjóðir Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. Reykjavík, árið 1992, verður haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 1. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa áárinu 1992. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7,1. hæð (útibúi), Reykjavík, 31. mars og 1. apríl. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, er hluthöfum til sýnis á sama stað. © Reykjavík, 16. mars 1992. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Ibnabarbankinn hf. eiga meira undir því en íslendingar að heilbrigðir viðskiptahættir kom- ist á í sjávarútvegi og að sjávarút- vegsstefna bandalagsins þi'óist ekki andstætt íslenskum hagsmunum. Það gildir, hvort sem við erum inn- an bandalagsins eða utan. Við get- um hins vegar einungis haft áhrif í þessa veru með þátttöku í sjávar- útvegsstefnu bandalagsins. Allar þjóðir sem ganga í EB fá aðlögunar- tíma til að auðvelda inngöngu þeirra í bandalagið. A meðan á slíkum aðlögunartíma stæði má gera ráð fyrit' að styrkir til sjávarútvegs inn- an bandalagsins minnki, og sama tíma myndu Islendingar nota til að búa eigin sjávarútveg undir harðari og fjölbreyttari samkeppni. í þriðja lagi mætti hugsa sér fulla þátttöku Islendinga í sjávarút- vegsstefnunni frá upphafi, sem þeir myndu nota sér til að færa út kvíarnar, fjárfesta í sjávarútvegi erlendis og vinna aukna hlutdeild í afla og mörkuðum EB-þjóðanna. Enginn efast um að íslendingar kunna mikið fyrir sér í sjávarút- vegi, og það er möguleiki sem vert er að huga að hvort tækifærin við þátttöku íslands í sjávarútvegs- stefnu EB séu e.t.v. ekki fleiri en hætturnar. Undirritaður treystir sér ekki að svo komnu máli til að gera upp á milli þessara ólíku hugmynda eða meta hvernig mætti samtvinna þær. Hitt hlýtur öllum að vera ljóst að endanlega verður aldrei út' því skorið hvort hægt er að sjá hags- munum sjávarútvegs borgið sam- fara aðild að Evrópubandalaginu nema í samningaviðræðum um að- ild. Það er meginatriðið. Hvað liggur á? í sjálfu sér verður að teljast sennilegt að með tímanum geri ís- lendingar sér ljósa grein fyrir því að hagsmunum íslands sé best borgið innan Evrópubandalagsins frekar en utan þess. Hafandi í huga að það eru einkum langtímahags- munir frekar en skammtímahags- múnir sem knýja á um aðild að bandalaginu væri e.t.v. eðlilegt að álykta sem svo að ekki lægi á, og rétt væri að fara að öllu með gát. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Að fara sér hægt í þessum efnum — eins og enginn efast um að ís- lendingar hafi gert — er engin sér- stök dyggð nema tíminn sé jafn- framt notaður til að undirbúa þau átök sem framundan eru. Það hefur ekki verið gert. Þvert á móti virðist spurningin um aðild vera svo mikið feimnis- og viðkvæmnismál að til undantekninga heyrir að nokkur þori að ræða um kosti aðildar á opinberum vettvangi. Slíkt er afar óheppilegt, því það eykur líkurnar á því að skyndiákvarðanir og óvönd- uð stefnumótun ráði ferðinni. Það ætti því að verða meginverkefni íslenska stjórnkerfisins næstu mán- uðina að kanna hvort, og með hvaða hætti, aðild að Evrópubandalaginu gæti samrýmst hagsmunum íslend- inga. Annað sem rekur á eftir því að íslendingar hugsi sér til hreyfings í þessum efnum á næstu vikum og mánuðum er að ekki er víst að póli- tískar aðstæður verði jafn hagstæð- ar síðar, ef Island verður af Norður- landalestinni inn í bandalagið. Reynsla Islendinga af samningum við Evrópubandalagið er að það hefur ævinlega styrkt stöðu þeirra að vera í samfloti með hinum Norð- urlandajijóðunum. Miklu erfiðara kann að reynast síðar meir að semja við bandalagið um leið og t.a.m. þjóðir Auslur-Evrópu. Raunar benda skoðanakannanir eindregið til að íslendingar hafi engan hug á að verða eina Norðurlandaþjóðin utan við EB. Það er blindur maður sem ekki sér að hér verða að fara fram al- vöru umræður um aðild að Evrópu- bandalaginu. Sennilega er líka óhjá- kvæmilegt að láta reyna á samn- ingsvilja bandalagsins í samningum um aðild. Það kann vel að vera að ekki takisl að semja um ásættan- lega skilmála. En það verður að láta á það reyna. Höfuniliir er dósent í stjórnmálnfræði viV) IIAskólii íslnnds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.