Morgunblaðið - 31.03.1992, Page 16

Morgunblaðið - 31.03.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 „ Við reynum ekki að blekkja okkar fólk“ eftir Guðmund Oddsson Allt gott frá mér — hið slæma frá hinum Eins og flestir vita var kosið til sveitarstjórna hér á landi vorið 1990. Þá gerðist það í Kópavogi, eins og raunar í fleiri sveitarfélög- um, að skipt var um meirihluta í stjórn bæjarins. Sá meirihluti sem myndaður var í Kópavogi eftir kosn- ingarnar samanstendur af fimm sjálfstæðismönnum og einum fram- sóknarmanni. Þessi meirihluti tók við í bytjun júní 1990 og hans fyrsta verk var að láta endurskoðendur gera úttekt á fjármálum bæjarins. Þær niðurstöður ligga allar fyrir og geta menn auðveldlega skoðað þær. Því er þetta nefnt hér, að Gunn- ar Birgisson eyðir miklu bleki í að segja lesendum hve staðan hafi verið slæm þegar hann tók við, og eins hve hann hafi náð glæsilegum árangri. Rauði þráðurinn í viðtalinu við Gunnar Birgisson er að á árinu 1990 hafi rekstur fyrrverandi meiri- hluta farið út og suður. Byrjuðum að stjórna í ársbyrjun 1991 Ég satt best að segja nenni ekki að pexa við Gunnar Birgisson um það hvenær hann telur sig hafa tekið við stjórnartaumunum, því mér sýnist slík dagsetning litlu skipta. Fyrir Kópavogsbúa er það vissulega umhugsunarefni, þegar það er upplýst af formanni bæjar- ráðs, að bærinn hafi verið stjórnlaus fyrstu 7 mánuðina sem núverandi meirihluti var við völd. Samkvæmt þeirri endurskoðun sem Gunnar Birgisson lét gera í upphafi síns stjórnarferils, þá var rekstur ársins 1990 að mestu innan fjárhagsáætlunar fram til þess tíma að núverandi meirihluti tók við stjórninni. Þó lá fyrir að áætlanir varðandi einstakar framkvæmdir þyrfti að skoða, en umfram allt þurfa stjórnendur sveitarfélags alla tíð að fylgjast vel með hlutunum. Það gerði hins vegar ekki hinn nýi meirihluti í Kópavogi, því hann lét bæði rekstur og framkvæmdir vaða á súðum það sem eftir lifði ársins 1990. Á þessum tíma mynduðust þær skuldir sem Gunnar segist ekk- ert hafa vitað um að upphæð 350 milljónir króna. Hverjir falsa fjárhagsáætlun? Gunnar Birgisson segir að „vinstri flokkarnir hafi falsað fjár- hagsáætlunina 1990 verulega*1. Svona fullyrðing er Gunnari til skammar. Hvorki vinstri né hægri flokkar falsa fjárhagsáætlanir, sveitarstjórnarmenn vinna einfald- lega ekki þannig. Allar áætlanir byggjast á ákveðnum forsendum, þær geta hins vegar verið mismun- andi traustar, en allir reyna sem þeir geta, að hafa þær sem traust- astar. Gunnar nefnir sérstaklega sundlaugina, að við hefðum áætlað að taka hana í notkun fyrir 60 milljónir, en kostnaðurinn hafi reynst vera 140-150 milljónir. Áætlanir okkar byggðust á tillögum verkfræðistofu og ekki finnst mér líklegt að hún hafi verið að „falsa“ einhveijar tölur fyrir okkur. Núverandi meirihluti lét endur- skoða fjárhagsáætlun ársins 1991 eftir 9 mánuði. Þessi endurskoðun lá fyrir seinnipartinn í nóvember. Þó stutt væri til áramóta tókst Gunnari Birgissyni að fara 120-130 milljónir fram úr hinni endurskoðuðu áætlun í rekstrinum á þesum þrem mánuðum, og heild- arskuldir bæjarins jukust um 275 milljónir frá áætlaðri niðurstöðu til raunveruleikans. Er þetta fölsun? Auðvitað ekki, heldur hafa for- sendur áætlunarinnar breyst og m.a. meira verið framkvæmt en áætlað var. Skammtímaskuldir - langtímaskuldir „Við höfum verið að vinna að því að frá því að við tókum við að breyta skuldum bæjarins úr skammtíma- skuldum í langtímaskuldir á hag- stæðum vöxtum,“ segir Gunnar. Mínúta tíl stefiiu! Minolta til taks! Innbyggt minni sparar bæði tíma og fyrirhöfn. Með því að geyma allt að 10 algengar skipanir er Ijósritunarvélin alltaf tilbúin. Það tekur tæpa mínútu að sannfærast um yfirburði Minolta! Minolta er harðsnúið lið Ijósritunarvéla og í þeim hópi finnur þú örugglega eina tegund sem þér hentar. Hraði, hleðsla, heftun og flokkun - allt eftir þínu höfði. Ljósritunarvélarnar eru jafn fljótar með einföld tveggja og þriggja lita afrit og einlit. Einföld. Klár.- Einfaldlcga klár! 23cpjn 40cpm I 'W^fumtoc MINOLTA KJARAN Skrífstofubúnabur SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 81,3022 Guðmundur Oddsson „Það breytir hins vegar aldrei þeirri staðreynd, að á meðan skuldir Kópavogsbæjar aukast um 2,2, milljónir hvern einasta dag sem Gunn- ar Birgisson og félagar stjórna bænum, þá hafa þeir fráleitt dregið úr skuldum bæjarins, hvað þá komið fjármálum Kópavogs í lag.“ Mikið rétt og þetta hefur verið meginstefna’n, að ýta vandanum burt frá sér og umfram allt svo langt, að meginhluti hinna nýju lána kemur ekki til greiðslu fyrr en eftir þetta kjöriímabil. Þetta er sú fjár- málapólitík sem meirihlutinn í Kópavogi rekur, að ýta vandanum burt í stað þess að leysa hann. Út af fyrir sig getur vérið hag- kvæmt að lengja lánstímann, en það er ekki mjög stórmannlegt að láta aðra um að greiða öll lán sem mað- ur tekur. Þannig tók bæjarsjóður Kópavogs lán upp á rúman milljarð árinu 1991. Þessi lán koma til greiðslu á næstu 3-10 árum. Það merkilega við þessar snjöllu fjármálakúnstir sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi er að þeim hefur næstum tekist að tvö- falda skuldir bæjarins á þeim 20 mánuðum sem þeir hafa stjórnað. Skyldi það vera eitthvert lögmál, að skuldir tvöfaldist við að vera breytt úr skammtímaskuldum í langtímaskuldir? Það gerðist a.m.k. í Kópavogi. Hvað eru 150 milljónir milli vina? Gunnar Birgisson segir það vill- andi að tala um heildarskuldir sveit- arfélaga, nær væri að tala um íiettóskuldir. Vissulega má það til sanns vegar færa, en það er rangt að tala um heildarskuldir upp á 2.500 milljónir, eins og hann gerir, þegar þær eru 2.650 milljónir um síðustu áramót. Hvað eru 150 millj- ónir á milli vina? Þegar Gunnar Birgisson og félagar tóku við stjórn Kópavogs námu heildarskuldir bæjarins 1.403 milljónum skv. þeirra eigin úttekt, og höfðu þá tæplega tvöfaldast á valdatíma þeirra. Nú er það villandi að tala um heildarskuldir, segir Gunnar, en hvað með nettóskuldir? Nettóskuldir Kópavogsbæjar voru 31. desember 1990 kr. 786 milljónir, en samkvæmt áætlun meirihlutans verða þær í árslok 1992 kr. 1.646 milljónir. Gunnar Birgisson og félagar gera því ráð fyrir að nettóskuldir bæjarins auk- ist um 860 milljónir króna á tveim- ur árum eða um 110%. Svo segir Gunnar Birgisson í viðtalinu í Morgunblaðinu að „allur áróður vinstri manna um aukna skulda- söfnun er úr lausu lofti gripinn". Dæmi hver fyrir sig. „Við reynum ekki að blckkja okkar fólk,“ segir Gunnar „Við réynum ekki að blekkja fólkið okkar með einhveijum bók- haldskúnstum," segir Gunnar. Þetta er auðvitað grín, því hvernig sem litið er á ljárhagsáætlunina þá er öllum Ijóst að hún stenst aldrei. Það er alveg sama hvort litið er á reksturinn eða framkvæmdir. Það má fullyrða, að vöntun er upp á 200-300 milljónir króna einungis í rekstrinum. Við sjáum hvað setur. Núverandi meirihluti lofaði að lækka fasteignagjöldin, en nú hefur komið í ljós, að þau eru orðin rúm- lega 58% hærri en í Reykjavík, og að Kópavogur er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hækkar gjöldin. Að vísu segir Gunnar að þau 11% sem þau hækka um milli ára sé ekki hækkun, heldur kallar hann þessa hækkun „tilfærslu milli einstakra gjaldaliða", hvernig sem það er nú hægt. „Við reynum ekki að blekkja okkar fólk,“ segir Gunn- ar. í málefnasamningi meirihlutans segir, „að endurbyggingu gamalla gatna skuli lokið á 4-6 árum“. Þegar kjörtímabilið er hálfnað, þá hafa Gunnar og félagar lokið við minnstu götu bæjarins auk þess sem þeir hafa lokið þeim götum er voru í fullri vinnslu er þeir tóku við. Þetta átti að vera forgangs- verkefni, en engar líkur eru á að þeir geti staðið við þessi loforð frek- ar en önnur. „Við reynum ekki að blekkja okkar fólk,“ segir Gunnar. Þegar stórir menn verða litlir Það er sannarlega dapurlegt til þess að vita, að stjórnendur sveit- arfélags sem hafa svikið flest af því sem þeir lofuðu fyrir kosningar, skuli sjá það eitt sér til varnár að kenna alltaf einhveijum öðrum um en sjálfum sér. Slíkt sæmir ekki stjórnendum Kópavogs, en gæti verið háttur kotungsins. Vitaskuld má Gunnar Birgisson halda sig við þá iðju, þau tvö ár sem hann á eftir að stjórna hér í Kópavogi, ef hann vill. Það breytir hins vegar aldrei þeirri staðreynd, að á meðan skuldir Kópavogsbæjar aukast um 2,2, milljónir hvern ein- asta dag sem Gunnar Birgisson og félagar stjórna bænum, þá hafa þeir fráleitt dregið úr skuldum bæjarins, hvað þá komið fjármálum Kópavogs í lag. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi. Reykjavíkurfélag Samstöðu stofnað REYKJAVÍKURFÉLAG Sam- stöðu um óháð ísland var stofn- að 26. mars 1992. í stjórn félags- ins voru kosin Anna Kristins- dóttir, Ari Trausti Guðmunds- son, Bjarni Einarsson, Hólm- fríður R. Árnadóttir, Kristín Jónsdóttir og Þórir Karl Jónas- son. Með stofnun félagsins í Reykjavík hafa verið stofnuð félög Samstöðu í öllum kjör- dæmum landsins. I frétt frá félaginu segir: „Framundan er mikil barátta til að mæta þeirri stefnu stjórnvalda sem nú er ljós orðin, að helja und- irbúning að inngöngu Islands í Evrópubandalagið í beinu fram- haldi af samningum um Evrópskt efnahagssvæði ef af þeim samn- ingi verður. Samstaða hefur ítrek- að bent á að EES-samningur er frá hálfu þeirra sem að honum standa ekkert annað en stökkpail- ur inn í sjálft Evrópubandalagið." I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.