Morgunblaðið - 31.03.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.03.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 Breyttu pallbflnum í leröabfl á hálftfma Eigum til afgreiðslu strax pallbílahús fyrir alla ameríska I og japanska Pick up bíla, þ.á m. Double Cap bíla. Hús-1 in eru fellihús, þ.e. lág á keyslu en há í notkun. Glæsileg innrétting fyrir 4-5 með rúmum, borðum, skápum, bekkjum, sjálfvirkum hitastilli, fullbúnu eld-1 húsi, þrefaldri eldavél, raf-vatnsdælu, vatnstanki, vaski, [ ísskáp, o.fl. Ódýr lausn á ferðalögum á íslandi og erlendis. Tækjamiðlun íslands hf.f Ríldshöfða 8, sími 674727. ALLT SEM HUGURINN GIRNIST HÖNNUN TÓNLIST LEIKIR Átt þú erfitt með að trúa því að fullkomnar einkatölvur geti verið á viðráðanlegu verði ? Eða því, að þær séu svo einfaldar í notkun að þær gagnist fjölskytdunni við að sinna hugðarefnum, námi, leik og sínum séróskum ? Vertu því viðbúinn að ATARl 1040 STE tölvan komi RITUN VIÐSKIPTI IDLIST þér á óvart næst þegar þú lítur við í nýju verslun okkar að Suðurlandsbraut 50 við Fákafen. MEÐ ATARI INN í FRAMTÍÐINA A ATARI ATARI UMBODIÐ HP, SUÐURLANDSBRAUT 50 VIÐ FÁKAFEN , SÍMI 682770 EES — Illt upp- haf, verri endir eftir Jóhannes R. Snorrason Ríkisstjórn íslands hefir sam- þykkt að veita Evrópubandalaginu veiðiheimildir á íslandsmiðum, þrátt fyrir að sjávarútvegsráðherrann hafi á sl. ári sagt, að slíkt kæmi ekki tii greina. Þetta eru ill tíðindi og benda til þess að ráðherrann hafi látið undan þungum þrýstingi frá þeim, sem semja vilja um EES, hvað sem það kostar. Það er umhugsunarefni öllum þeim, sem bera ábyrgð á til- veru þessarar ríkisstjórnar, hve evr- ópsk samtrygging um veldi og hug- sjón „eurokratismans", hefir beygt hina ágætustu menn á íslandi til samábyrgðar. Fyrir hálfum öðrum áratug voru allir íslendingar einliuga um að aldrei skyldu fiskimið okkar opnuð á nýjan leik fyrir erlenda út- gerð og ásælni. Samningurinn um 3.000 tonna afla til EB-skipa, í tengslum við EES, er því miður að- eins upphaf á mun verri endi. Evr- ópubandaiagið ætlar sér miklu meira, enda á að endurskoða samninginn á tveggja ára fresti. Tilgangurinn er augljós. Telji út- gerðir EB-skipanna að veiði sé ekki hagkvæm á úthlutuðum veiðislóðum krefjast þeir að mega færa skip sín á fengsælli mið. Fóturinn er kominn milli stafs og hurðar og eftirleikurinn auðveldur, enda fyrirstaða lítii. Þá hefir ríkisstjórnin fallist á þá kröfu EB, að veiðiskip þeirra njóti sama , réttar í íslenskum höfnum og skip heimamanna. Þar með geta þessir útgerðaraðilar látið skip sín landa afla í hvaða íslenskri höfn sem hent- ar hveiju sinni, sett fiskinn i gáma til tafarlauss útflutnings, og farið um hæl aftur á miðin. Með þessu eru þau mun betur sett heldur en fyrir þorskastríð. Fáir munu trúa því að þetta ákvæði leiði til aukinnar atvinnu á íslandi. Mikið fyrir ekkert Þjóðinni er sagt, að íslendingar fái, í skiptum fyrir 3.000 tonn af karfa, að veiða loðnu við Austur- Græniand, þar sem enga loðnu er að finna. Veiðiheimildir þar, keypti Evrópubandalagið af Grænlending- um. en hefir ekki gefáð nýtt, fremur en Grænlendingar sjálfir, sem er skiljanlegt. Við Austur-Grænland eru uppeldisstöðvar loðnunnar, og þar hefír hún ekki sést í veiðanlegu ástandi um langt árabil. Á þetta hefir Hafrannsóknastofnun bent og þá ekki síst, að Islendingar hafi ávallt getað nýtt þennan loðnustofn eftir að hann er kominn í lögsögu crkkar í veiðanlegu ástandi. Evrópu- bandalagið hefir því fengið „mikið fyrir ekkert“. Ólýðræðisleg stofnun Þeim íslendingum fer ört fjölg- andi, sem bera ugg í bijósti vegna hins skipulagða ríkisrekna áróðurs fyrir því, að Island ánetjist Evrópu- bandalaginu og gerist nokkurs konar aukaaðili með samningi um EES. íslendingar gengu til samninga við EB um opnun fiskveiðilögsögunnar, þrátt fyrir að sjávarafurðir væru utan kerfis fjórfrelsisins eins og landbúnaðarvörur, en um viðskipti með sjávarafurðir vildu samninga- menn EB ekki ræða fyrr en í loka- þættinum um EES, en þeir höfðu um það fyrirmæli um mitt ár 1991, að samþykkja ekki fijálsan aðgang að fiskmörkuðum EB-ríkjanna, nema að EB fengi í staðinn aðgang að fiskimiðum EFTA-ríkjanna. Með þessu ætti öllum að vera ljóst, að verið er að semja um veiðiheimildir í skiptum fyrir lækkun innflutning- stolla til EB-ríkja, ekki gagnkvæmar veiðiheimildir. Sú hætta blasir nú við okkur ís- lendingmm, að í byijun komandi ald- ar muni fiskveiðistefna Evrópuband- alagsins verða að fullu komin til framkvæmda í efnahagslögsögu okkar, þ.e. að allt hafsvæðið utan 12 mílna verði EB-lögsaga og að öll fiskveiðistjórnun verði í höndum skrifstofubáknsins í Brússel, þ.e.a.s. taki þjóðin ekki í taumana og stöðvi hina ráðstefnuglöðu stjórnmála- menn, áður en allt það sem áunnist hefur á liðnum árum, áratugum og öldum, verður að engu gert. Evrópubandalagið, sem er afar ólýðræðisleg stofnun, með svo til valdalaust þing, en valdamikla emb- ættismenn í höndum auðhringa og stórfyrirtækja, er ekki vettvangur fyrir litla og auðlindaríka eyþjóð. Við myndum verða auvirðilegt peð á skákborði voldugra hagsmunaafla, sem fyrst og fremst litu til nýtingar auðlinda íslands, að ógleyindu hern- aðarlegu mikilvægi. Sá þáttur ætti að vera íslendingum ærið um- hugsunarefni. Aðild að EES er í raun óbein, dulbúin innganga í EB, þótt látið sé í veðri vaka að full aðild sé ekki fyrirhuguð í bili, en lesa má víða milli lína, að sú sé samt ætlunin. Varla verður auðvelt að snúa til baka eftir að landhelgin hefir verið opnuð, löggjafarvaldið að stórum hluta flutt til Brússel og dómsvaldið einnig, erlendir auðmenn og stórfyr- irtæki mikils eða allsráðandi í öðru hveiju fyrirtæki, ekki síst í sjávarút- vegi og orkumálum, og vinnumark- aðurinn yfirfullur af „ódýru vinnu- afli“, eins og á meginlandinu. Sé það vilji og ásetningur einhverra stjórn- málamanna að tryggja framtíð sína í veislu- og ráðstefnusölum Evrópu- bandalagsins, þá væri sá munaður ærið dýrkeyptur með samningi um EES. I þessu samhengi er rétt að benda á baráttu íslendinga í byijun þessarar aldar, baráttuna fyrir frelsi og fullveldi íslensku þjóðarinnar. í fylkingarbrjósti var Hannes Haf- stein. Nítján ára gamall sór hann ættjörð sinni trúnað: « „Af alhug sver ég við sjálfan mig, að sýsla af almegni fyrir þig.“ Ofbeldi á fiskimiðum Evrópuþjóðirnar hafa beitt ofbeldi á fiskimiðunum við írland. Irskir sjómenn líkja þeim við hryðjuverka- menn, þeir reyni að sigla niður írska fiskibáta og fari ekki að lögum. Kanadamenn hafa átt í verulegum erfiðleikum með að hemja rányrkju EB-skipa á miðum við landgrunns- svæði þar. EB-þjóðirnar eru þekktar fyrir að fara sínu fram á annarra fiskimiðum, telja sig trúlega hafa rétt, í skjóli þess sterka. Togvíra- klippur Islendinga færðu okkur sigur í þorskastríðunum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru þjóðhetj- ur í augum landsmanna. Nú biðja Kanadamenn um klippurnar og sér- fræðinga okkar í „halastýfíngum“, til þess að skera aftan úr EB-skip- um. Sjálfsagt er að fara að óskum Kanadamanna og miðla þeim af reynslu okkar. En þjóðirnar, sem Kanadamenn eiga í útistöðum við, eru einmitt þær sömu, sem íslend- ingar áttu í útistöðum við á sínum Vegna fjölda fyrirspurna um miða á tónleikana í Skálholtsdóm- kirkju er vert að taka það fram að þeim hefur öllum verið ráðstafað. Ekki verða seldir miðar við inn- ganginn. Miðasala á tónleikana sem verða mánudaginn 13. apríl kl. 20 í Hall- grímskirkju stendur yfir og hægt er að nálgast þá í Hallgrímskirkju, Bókabúð Lárusar Blöndal og Kirkjuhúsinu. Einsöngvarar með kórnum á þessum tónleikum eru þau Karl- Jóhannes R. Snorrason tíma, og hafa nú heimilað veiðar á íslandsmiðum. Hvað um fullveldið? Öll hljótum við að vilja lúta ís- lenskum lögum, íslenskum dómsúr- skurði og hafa fullan eignar og umráðarétt yfir gögnum og gæðum landsins, ekki síst fiskveiðilögsögu og orkulindum. Við hljótum því að hafna erlendum fiskveiðiflota á Is- landsmiðum og þeim möguleika, að erlendir auðmenn og stórfyrirtæki geti komst til áhrifa, jafnvel eignar- halds, fyrirtækja í grundvallarat- vinnuvegum landsmanna. Margir lögfróðir menn hafa haldið því fram, að afsal hluta fullveldis þjóðarinnar * sé augljóst með EES-aðild. Norð- menn gerast ekki aðilar nema þrír fjórðu þingmanna á Stórþinginu séu samþykkir. Tveir þriðju hlutar þing- manna í Finnlandi, o.s.frv. Við get- um ekki sætt okkur við að einfaldur meirihluti á Alþingi íslendinga koll- varpi þjóðfélagi okkar og færi er- lendum stofnunum nær allar ákvarðanatökur í lífshagsmunamál- um þjóðarinnar auk nýtingar fiskimiðanna og möguleika til fjár- festingar á öllum sviðum þjóðlífsins. Ekki bolabrögð Alþingismenn okkar eru kosnir til aðeins íjögurra ára í senn. Hafi þeir í huga að kollvarpa þeiin grundvall- arstoðum sem samfélag okkar, efna- ( hagur og velferð byggist og stendur á, þá hlýtur sú krafa að vera bæði sjálfsögð og sanngjörn, að þjóðin fái að segja álit sitt á því með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Bolabrögð stjórn- málamanna í þessu örlagamáli ís- lensku þjóðarinnar, sem aðild að EES vissulega er, væru óþolandi. Séu þeir, seny vilja flytja sjálfsá- kvörðunarrétt íslendinga til Brússel og opna landið til umsýslu og afnota fyrir nánast alla Evrópubúa sann- færðir um að það sé vilji þjóðarinn- ar, þá hljóta þeir að fallast á að það verði staðfest með þjóðaratkvæði. Séu þeir hinsvegar hræddir um að þjóðin sé þeim andsnúin, þá eru til- burðir þeirra til þess að hindra að ’ vilji hennar komi í Ijós afar ólýð- ræðislegir og ámælisverðir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Höfundur er fyrrvcrandi yfirnugstjóri hjá Flugfclngi Islands og Flugleióum. Heinz Brandt tenór frá Þýskalandi, Njál Sparbo bassi frá Noregi, Mar- grét Bóasdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson alt, Gunnar Guðbjörns- son tenór, Bergþór Pálsson bassi og Tómas Tómasson bassi. Á tón- leikunum leikur Baehsveitin í Skál- holti á upprunaleg hljóðfæri en hún fær til stuðnings við sig átta hljóð- færaleikara erlendis frá, einn sem leikur á óbó og sjö sem leika á strengjahljóðfæri, en lítið er til af þeim hljóðfærum hér á landi. (Frétlatilkynninp) í Skál- holti og Hallgrímskirkju MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju mun ásamt Bachsveitinni í Skál- holti og sjö einsöngvurum flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach núna fyrir páskana. Stjórnandi er Hörður Áskels- son. Fyrri tónleikarnir verða í Skálholtsdómkirkju Iaugardaginn 11. apríl og hefjast þeir kl. 16 en ekki 17 eins og fram hefur komið á veggspjöldum. Síðari tónleikarnir verða svo í Hallgrímskirkju mánu- daginn 13. apríl og hefjast þeir kl. 20. Jóhannesarpassían

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.