Morgunblaðið - 31.03.1992, Síða 26

Morgunblaðið - 31.03.1992, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 Á milli 7 og 8 þúsund manns komu á Opið hús í Þjóðarbókhlöðunni sl. sunnudag. * Opið hús Háskóla Islands: Um átta þúsund sóttu kynningima Á MILLI sjö og átta þúsund manns komu á Opið hús Háskóla íslands sem haldið var í Þjóðarbókhlöðunni í fyrradag. Þetta er í fimmta sinn sem opna húsið er haldið og tókst vel til, að sögn Ástu Ragnarsdóttur forstööumanns Námsráðgjafar H.í. og eins af framkvæmdaaðilum opna hússins. 62 aðilar kynntu starfsemi sína í Þjóðarbókhlöðunni, meðal annars deildir og margar stofnanir Háskólans, sérskólar, stúdentasam- tök, Fullbright-stofnunin og samtök á vinnumarkaðinum. Ásta segir að í ár hafi meiri áhersla verið lögð á tengingu við atvinnulífið en gert hafi verið undan- farin ár og kynntu ASÍ, BSRB, VSÍ og BHMR starfsemi sína. „M.F.A. með tilliti til fullorðins- fræðslu var einnig með kynningu og við erum að hugsa um að leggja meiri áherslu á þann þátt í framtíð- inni þar sem þetta er auðvitað blönd- uð kynning fyrir almenning," segir Ásta. Hún segir auk þess að í ár hafí mun breiðari hópur komið á kynning- una en undanfarin ár. „Skipting eft- ir aldri var mun jafnari nú en áður og unga fólkið skilaði sér mjög vel. Þar að auki tókum við eftir því að síðast þegar við héldum kynningu í Þjóðarbókhlöðunni kom fólk mikið til þess að skoða bygginguna en núna virtist það vera kynningin sjálf sem laðaði að í meira mæli. Það kom hins vegar greinilega í ljós að Þjóðar- bókhlaðan er farin að skipa sess hjá fólki og það er orðið óþreyjufullt að sjá hana sem fullrnótaða menningar- miðstöð," segir Ásta. Skógræktarstarf í Hafnarfírði í 45 ár AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Hafnarfjarðar verður hald- inn næstkomandi föstudag, 3. apríl, i Sverrissal í Hafnarborg. Er dagskráin fjölbreytt að vanda og meðal annars verður sýnd mynd um skógræktarstarf í Hafnarfirði í 45 ár. Dagskrá fundarins er sú, að fyrst verða teknar fyrir lagabreytingar en síðan gengið til venjulegra aðal- fundarstarfa. Þriðji liðurinn er „Oi- ur: Nýr landnemi í skógræktar- starfseminni?" en þá mun Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA, halda myndskreyttan fyrirlestur um til- raunir með elri. Fjórði og síðasti liðurinn er svo mynd, sem Halldór Árni Sveinsson hefur gert og tekið saman um skógræktarstarfsemi í Hafnarfirði í 45 ár. Er ekki að efa, að þar komi margt fram fróðlegt fram enda eru þeir ófáir, sem hafa lagt hönd á plóginn í þessu mikla hugsjónastarfi. Eru félagar í Skóg- ræktarfélaginu og allt áhugafólk um skógrækt og landgræðslu hvatt til að fjölmenna. (Fréttatilkynning) ISLANDSMOTIÐ í vélsleða- akstri fór fram í blíðskapar- veðri á sunnudaginn og hátt í hundrað keppendur tóku þátt í þremur greinum, fjallaralli, spyrnu og brautarkeppni. Norðanmenn urðu sem fyrr sig- ursælir en keppt var í mörgum flokkum. Tveir keppendur náðu tvennum gullverðlaunun- um, Benedikt Valtýsson og Hólmgeir Þorsteinsson, en Arn- ar Valsteinsson náði frábærum aksturstima í fjallaralli og auk þess verðlaunasæti í spyrnu. Besta tíma í brautarkeppni náði Heimir Ásgeirsson, sem vann opinn flokk stærri sleða. Keppnin sem var haldin af Pol- aris-klúbbnunt og Olíufélaginu Skeljungi var önnur tveggja til íslandsmeistara. Benedikt Valtýsson setti braut- armet í spyrnu, þegar hann náði besta tíma á sérsmíðuðum 200 hestafla Polaris-spyrnusleða, ók 200 metrana á 6,90 sekúndum. „Brautin var mjög erfið og ég þurfti að slá af í lokin til að stýra sleðanum milli stanganna sem afmarka brautina, slíkt var aflið þegar nítróið kom inn á vélina“. sagði Benedikt, „Aflið kom á óvart því við vorum í raun að til- keyra vélina í keppninni og hann pijónaði í hvert skipti sem fullt afl kom inn. Það var í raun vanda- mál hvað skíðin voru lítið niðri og sleðinn sveif bara á beltinu," sagði Benedikt. Islandsmeistarinn í flokki sex vann sinn flokk á öflugasta fjöldaframleidda sleða keppninnar, ók fjögurra stokka Yamaha V MAX og varð einnig í öðru sæti í brautarkeppni stærstu sleðanna, þá náði hann öðrum besta aksturstíma i fjall- aralli, þó hann kútveltist af sleð- anum eftir varasama beygju. „Ég man lítið hvað gerðist nema hvað sleðinn endastakkst og ég hentist framyfir sleðann og stóð upp mjög ringlaður. Ég sá ekkert nema snjó og ætlaði aldrei að finna sleð- ann og loks þegar ég fann hann var ég ekki yiss í hvaða átt ég átti að fara. Ég komst þó að leið- arenda að lokum. I spyrnunni var Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Islandsmeistarinn Finnur Aðalbjörnsson vann öflugasta flokk fjöldaframleiddra sleða á Yamaha V Max og náði einnig í silfur í brautarkeppninni á sama sleða. Þá náði hann öðrum besta tíma í fjallarallinu, erfiðasta hluta mótsins. V MAX-sleðinn geysilega öflugur, en ég tapaði fyrir sveitunga mín- um, Jóhannesi Reykjalín, í braut- arkeppninni. Hann var vel að sigr- inum kominn, hefur alltaf verið í öðru sæti síðustu ár,“ sagði Finn- ur. Sveit Polaris vann fjallarallið, en Arnar Valsteinsson náði lang- besta tímanum. í brautarkeppninni vann Hólm- geir Þorsteinsson á Poiaris XCR flokk 4-5, Arnþór Pálsson á Pol- aris XCR 440 flokk 6, flokk 7 vann Jóhannes Reykjalín á Artic Cat 7, opinn flokk minni sleða Þór Daníelsson á Polaris 500, en flokk stærri sleða Heimir Ásgeirs- son á Polaris 650. í spyrnunni vann Þórir Ófeigsson flokk B á SKi-doo Plus X, Ingólfur Sigurðs- son á Artic Cat 650 flokk A, Finn- ur Aðalbjörnsson flokk AA og í flokki minni sleða í opnum flokki vann Benedikt Valtýsson og að sama skapi þann stærri. Samanlögð stig úr braut og spyrnu ráða úrslitum um hveijir verða meistarar í einstökum flokkum, en keppni á Ólafsfirði í maí ræður úrslitum um það, ef snjóalög leyfa að keppni verði haldin. Yiðræður um sameiningu björgunarsveita hafnar á ný Aðeins spurning um tíma hvenær björgunarsveitir sameinast segir Árni Gunnarsson FORYSTUMENN Slysavarnafé- lags íslands og Landsbjargar hafa hist á einum fundi til að ræða möguleikana á að sameina þessi tvö samtök björgunars- Frumvarp til breytinga á áfengislögum: Áfengi leyft 1 innan- landsflugi og ferjum FRUMVARP til breytinga á áfengislögum verður lagt fyrir Alþingi í vikunni. Að sögn Ara Edvald, aðstoðarmanns Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, felur það í sér að nýrri grein verði bætt við áfengislögin sem heimili dómsmálaráðherra að veita Ieyfi til áfengi- sveitinga um borð í loftförum og farþegaskipum í ferðum innanlands. Gert er ráð fyrir að leyfisveitingin verði á landsvísu og að dómsmála- ráðherra leiti umsagnar hjá Flug- málastjórn vegna loftfara og hjá Siglingamálastofnun vegna skipa Að sögn Ara getur ákvæðið með- al annars átt við Akraborgina, Her- jólf og Fokker-vélar í innanlands- flugi. veitanna í landinu. Árni Gunn- arsson framkvæmdastjóri hjá Slysavarnafélagi Islands kom inn á þessi mál í umræðum á ráðstefnunni Björgun ’92, sem Landsbjörg og Rauði kross ís- Iands héldu um helgina. Árni sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi það aðeins spurn- ingu um tíma hvenær þetta mikla afl, björgunarsveitirnar í landinu, sameinuðust í eitt sam- band. Árni sagði í gær að á síðasta ári hefði verið gerð mjög góð til- raun til að sameina allar björgun- arsveitir í landinu undir eitt merki. Sú tilraun hefði stöðvast á loka- stigum. „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji það bara spurn- ingu um tíma hvenær þetta mikla afl, björgunarsveitirnar í landinu, verður sameinað í eitt samband. Ég tel að það sé mjög skynsam- legt að gera það vegna kostnaðar, fjárfestinga í tækjum og hverskon- ar búnaði. Það eru til dæmi um að starfandi séu á sömu stöðum sveitir frá báðum félögum. Svo væri mikill sparnaður fólginn í því að sameina yfirstjórnina. Ég held að það myndi einfalda allt skipulag björgunarmála í landinu," sagði Arni. Hann sagði að forystumenn Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands hefðu hist á einum fundi til að ræða þessi mál. Þar hefði verið ákveðið að halda viðræðun- um áfram, meðal annars í þeim tilgangi að eyða ágreiningsefnum og fá niðurstöðu í mál sem hefðu flækst fyrir. „Ég er sannfærður um að fjárveitingavaldið, sem látið hefur okkur í té talsverða fjár- muni á hveiju ári, mun ekki líða það mjög lengi að þessi tvö félög starfí með þeim hætti sem þau gera í dag. Hef heyrt ávæning af því að þau telji þetta óheppilegt fyrirkomulag og er sammála því,“ sagði Árni Árni sagði _ um umræður á Björgun ’92: „Ég lét lika í ljós þá skoðun mína að það væri talsvert verk að vinna í sambandi við nýja löggjöf um björgunarmál, um rétt- indi, skyldur og ábyrgð björgunar- manna. Einnig að ég teldi það sameiginlegt áhugamál allra þess- ara aðila að ná fram skýrri og afmarkaðri afstöðu stjórnvalda til þessa málaflokks. Björgunarsveit- ir og slysavarnadeildir landsins spara ríkinu óhemju fjárhæðir á hveiju ári með starfi sínu. Ég vil að á móti komi fram skilningur stjórnvalda á að þessi félög þurfa fjármagn til að reka starfsemi sína. Til þess þarf hún að fá viður- kenningu á einhveijum afmörkuð- um tekjuliðum. Ekki endilega vegna íjármuna úr ríkissjóði held- ur möguleika á að afla tekna með fijálsum hætti, tekjustofna sem við getum búið einir að,“ sagði Árni Gunnarsson. íslandsmótið í vélsleðaakstri: Tveir keppenda nældu í tvenn gullverðlaun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.