Morgunblaðið - 31.03.1992, Page 28

Morgunblaðið - 31.03.1992, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 Waldheim með Kolil Gagnrýni gyðinga vísað á bug OPINBERRI heimsókn Kurts Waldheims, forseta Austurrík- is, til Þýskalands hefur verið tekið illa af gyðingum, jafnt á Vesturlöndum sem í Israel. Hefur Heinz Galinski, formaður í samtökum þýskra gyðinga, gagnrýnt Helmut Kohl kansl- ara harðlega en Johannes Gerster, formaður þýsk-ísrael- skrar vináttunefndar þýska þingsins, hefur vísað gagnrýn- inni á bug. Sagði hann, að Galinski hefði að þessu sinni átt að bregða út af vananum og þegja. Waldheim hefur ekki gert víðreist í embætti vegná ásakana um, að hann hafi reynt að fela nasíska fortíð sína en Kohl leggur áherslu á, að það sé hans að ákveða hvort hann vill finna að máli leiðtoga grannlandanna. Þá hefur hann einnig sakað heimsráð gyðinga um að hafa verið andvígt sam- einingu þýsku ríkjanna. Styður EB- aðild Pólverja RICHARD von Weizácker, for- seti Þýskalands, styður heils- hugar umsókn Pólveija um að- ild að Evrópubandalaginu, EB. Kom þetta fram í viðræðum hans við Lech Walesa, forseta Póllands, sem kom um helgina í opinbera heimsókn, fyrstu heimsókn pólsks forseta til Þýskalands frá 1918. Þjóðvetj- ar leggja mikla áherslu á, að vægi EB í Austur-Evrópu verði aukið og vilja, að Pólveijar, Tékkóslóvakar og Ungverjar verði orðnir aðiiar fyrir lok ára- tugarins. Með heimsókninni vonast Walesa til að geta aukið fjárfestingu þýskra fyrirtækja í Póllandi en talsmenn þeirra segja, að fyrst verði að koma reiðu á efnahagsmálin í land- inu. Winnie fékk fé frá Gaddafi MUAMMAR Gaddafi Líbýu- leiðtogi greiddi kostnaðinn við vörnina í málinu gegn Winnie Mandela, eiginkonu suður- afríska blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, en hún var sökuð um mannrán og líkamsá- rás. Er þetta haft eftir söku- naut hennar, Xoliswa Falati, en hún segir, að Gaddafi hafi látið af hendi í þessu skyni rúmlega 19 miiljónir ISK. Líbý- ustjórn hefur lengi stutt Af- ríska þjóðarráðið, ein helstu samtök blökkumanna í Suður- Afríku, og þau Mandela-hjónin hafa oft tekið svari Líbýustjórn- ar í deilum hennar við Vestur- lönd. Rúmenía: Roman í forystu Búkarest PETRE Roman, fyrrum for- sætisráðherra Rúmeníu, stóð af sér atlögu frá vinstrimönnum og hélt velli sem leiðtogi Endur- reisnarráðsins á flokksþingi þess sem lauk á sunnudag. Flokksþingið samþykkti tillögur Romans um stefnu í efnahagsmál- um með miklum meirihluta. Verða þær uppistaðan í stefnuskrá sam- takanna fyrir þing- og forseta- kosningar sem búist er við að boð- aðar verði síðar á árinu. Roman boðar róttækar og skjót- ar efnahagsumbætur en vinstri- menn, sem styðja Ion Iliescu for- seta, vilja að hægt verði á breyting- um sem miða að því að koma á markaðsbúskap í landinu. Tillögur Romans voru samþykktar með 64% atkvæða og gengu andstæðingar hans af fundi þegar úrslitin lágu fyrir. Við það tækifæri hrópuðu stuðningsmenn flokksleiðtogans „burt með kommana“. Jafnframt var lögum flokksins breytt á þann veg að héðan í frá verður forsetaefni hans að vera yfirlýstur stuðningsmaður stefnu flokksins. Það þykir boða illt fyrir Iliescu sem viljað hefur fara aðrar leiðir en Roman í efnahags- og félagsmálum. Reuter Stuðningsmenn Petre Romans fagna á þingi Endurreisnarráðsins eftir að stefna forsætisráðherrans fyrrverandi hafði orðið ofan á. Israel: Deila Shamirs og Levys eykur vonir Yerkamannaflokksins Jerúsalem. Reuter. ISRAELSKI Verkamannaflokkurinn fer hugsanlega með sigur af hólmi í þingkosningunum í júní vegna klofnings innan stjórnarflokks- ins, Likudflokksins. Stendur hann á milli þeirra Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra og Davids Levys utanríkisráðherra en Levy lýsti yfir á sunnudag, að hann ætlaði að segja af sér embætti. Afsögn Levys tekur ekki gildi fyrr en eftir sjö daga en stjórnmála- skýrendur segja, að jafnvel þótt þeir Shamir komist að einhveiju samkomulagi sé ágreiningurinn milli þeirra svo mikill, að hann geti ekki annað en skaðað Likudflokk- inn. Levy bauð sig fram gegn Shamir í formannskosningum í flokknum nýlega og tapaði með Albanía: Kommiuustar gjörsigraðir Tirana. Reuter. miklum mun og honum tókst ekki að koma sínum stuðningsmönnum á framboðslista flokksins í síðasta mánuði. Hann krefst þess einnig að fá að ráða eða skipa sínum mönnum í þriðjung ráðherraemb- ætta myndi Likudflokkurinn aftur stjórn en á það vill Shamir ekki hlusta. Samt telja flestir, að án stuðnings hans geti Shamir ekki unnið kosningaslaginn við Yitzhak Rabin, nýkjörinn formann Verka- mannaflokksins. David Levy hefur mestan stuðn- ing með gyðinga, sem eiga rætur að rekja til Norður-Afríku og ann- arra arabaríkja, en þeim hefur lengi fundist sem þeir væru annars flokks borgarar miðað við evrópsku gyð- David Levy, utanríkisráðherra- Israels. ingana. Hafa sumir þeirra hvatt Levy, sem er fæddur í Marokkó, til að segja skilið við Likudflokkinn og stofna nýjan, sem sérstaklega gætti hagsmuna þessa hóps. Hefur hann lengi verið í meirihluta meðal landsmanna en aðstreymi gyðinga frá Sovétríkjunum fyrrverandi kann að breyta einhveiju um það. I skoðanakönnunum að undan- förnu hefur Likudflokkurinn haft örlítið meira fylgi en Verkamanna- flokkurinn en þessi deila getur hæglega snúið hlutföllunum við. Levy er nokkru sveigjanlegri en Shamir í afstöðunni til hernumdu svæðanna en stjórnmálaskýrendur segja, að átökin milli þeirra snúist um völd en ekki pólitík. Segja þeir, að Levy vilji verða forsætisráðherra en hafi hins vegar ekki trú á, að Likudflokkurinn sigri í kosningun- um í sumar. Því telji hann það sterk- ast fyrir sig að vera utan ríkisstjórn- ar en innan flokksins. SÍÐARI umferð albönsku þing- kosninganna fór fram á sunnu- -w- • * 0 "■ p • ssiKsríis; Leita nvrra upplysinefa um Lýðræðisflokknum. •/ JL 1. (/ ^ t Alls hefur því Lýðræðisflokkur- inn nú 92 þingsæti af 140 og skort- ir því aðeins eitt sæti til að vera með tvo þingmenn af hveijum þremur. Fylgi flokksins í kosning- unum um síðustu helgi var 62% samkvæmt lokatölum en kommún- istar, sem farið hafa með vöid í 48 ár, fengu einungis 25%. í síð- ari umferð kosninganna var kosið í ýmsum héruðum eða kjördæmum þar sem fylgi kommúnista var mikið í síðustu kosningum en að þessu sinni töpuðu þeir alls staðar stórt. Fyrsti fundur albansks þings, þar sem sósíalistar verða ekki í meirihluta, verður haldinn á laug- ardaginn. John Demjanjuk í Jerusalem. Reuter. ÍSRAELSKIR embættismenn eru á förum til Úkraínu þar sem þeir munu freista þess að hafa tal af fólki sem hefur borið, að John Demjanjuk sé ekki sá „ívan grimmi“, sem stjórnaði aftökum í Treblinka, útrýmingarbúðum nasista í PóIIandi. Demjanjuk var framseldur frá Bandaríkjunum árið 1986 og dæmduý tveimur. árum síðar til dauða í ísrael fyrir að hafa stjórn- að aftökum á 900.000 Gyðingum í Treblinka-búðunum. Málinu var skotið til hæstaréttar og var búist við að því lyki eftir um mánuð. Verjandi Demjanjuks hefur frá upphafi haldið því fram að verið væri að fara mannavillt. John Demjanjuk, sem fæddist í Ukraínu og var skírður Ivan, sé saklaus. Nýlega kom svo í Ijós vitnis- burður 23 Úkraínumanna sem störfuðu í Treblinka og staðfestu að í hlutverki „Ivans grimpa“ hefði verið maður að nafni ívan Martsjenkó, fjögurra barna faðir sem var níu árum eldri en Demj- anjuk, sem var einhleypur. Þessi vitnéskja hefur valdið uppnámi í Ukraínu ísraelska dómsmálaráðuneytinu. Veijandi Demjanjuks ítrekaði um helgina kröfuna um að hann yrði látinn laus þegar í stað og sakaði saksóknara um að reyna draga málið á langinn með því að senda fulltrúa sína til Rússlands. „Þeir ákærðu manninn fyrir að hafa myrt 900.000 Gyðinga á stað sem hann hefur aldrei stigið fæti á. Og þrátt fyrir að hafa verið gripnir með allt niðr um sig þver- skallast þeir við og reyna að þæfa málið,“ sagði verjandinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.