Morgunblaðið - 31.03.1992, Page 37

Morgunblaðið - 31.03.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPnfflVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 37 n/larkaðsmál BIRTINGAKERFI — Frá undirritun samnings Hvíta húss- ins og Gallup á íslandi. F.v. eru Ragnar H. Blöndal, framleiðslustjóri hjá Hvíta húsinu, Ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri Gallup á íslandi, Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og Dr. Guðmundur Rúnar Árnason, starfsmaður hjá Gallup. Nýr hugbúnaður fyrir auglýsendur Tryggingar Námsmannatryggingar í boði hjá Sjóvá-Almennum SJÖVÁ-Almennar tryggingar hf. bjóða nú í fyrsta sinn trygging- ar sem sérstaklega eru ætlaðar námsmönmun. Um er að ræða víðtæka innbústryggingu og slysatryggingu með mun einfaldari skihnálum en í hefðbundnum tryggingum af þessu tagi. Skilmál- arnir voru ákveðnir í samráði við formenn þriggja deilda í Há- skóla íslands, þ.e. viðskipta- og hagfræðideildar, lagadeildar og verkfræðideildar. Samkvæmt skilmálum náms- mannatrygginganna eru í boði nokkrir möguleikar á vá- tryggingarvernd. Þannig er unnt að velja á milli þess að tryggja innbú fyrir eina eða tvær milljón- ir króna en tryggingin bætir tjón af völdum bruna innbrots og vatns. Auk þess inniheldur hún ábyrgðar- ög farangurstrygg- ingu. Fyrir lægri vátryggingarfl- árhæðina eru iðgjöld að meðtöldu stimpilgjaldi kr. 2.795 á ári en fyrir þá hærri eru iðgjöldin kr. 5.590. í slysatryggingu er sömu- leiðis unnt að velja á milli tveggja vátryggingarl'járhæða. Þannig geta örorkubætur numið tveimur eða fjórum milljónum og dánar- bætur 200 eða 400 þúsund kr. Valmöguleiki er á sjúkrakostnað- artryggingu fyrir námsmenn er- lendis. Iðgjöldin eru kr. 2.413 og kr. 4.826. Sjóvá-Almennar hafa ákveðið að veita árlega tveimur trygging- artökum námsstyrk. Sérstök sjóðsnefnd mun yfirfara umsókn- ir, meta þær og úthluta styrkjum námsmannatryggingarinnar. AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið er nú að taka í notkun fyrsta birtingakerfið frá Gallup á íslandi og Pulse Train Technology (PTT) í London. Með hugbúnaðinum er unnt, á skönimuin tíma að gera nákvæmar birtingaráætlanir fyrir auglýsingar og meta mismunandi fjölda og röð birtinga í mismun- Gagnasafnskerfi Kynning á Informix kerfum VERKFRÆÐISTOFAN Strengur og Informix Scandinavia bjóða til kynningar á Informix gagnasafns- og þróunarumhverfinu fimmtu- daginn 2. apríl nk. Kynningin verður haldin í A sal á Hótel Sögu og hefst kl. 13.00. Aðalfyrirlesarar verða Magnus Svensson, Arne Wallmon og Jan- Olav Sjölund frá Informix Scandina- via, en þeir eru nú staddir hér á landi ásamt stórum hópi starfsmanna In- formix Scandinavia til skrafs og ráðagerða um stefnu fyrirtækisins í markaðs- og þjónustumálum á kom- andi mánuðum. Informix er gagnasafns- og þró- unarumhverfi sem byggir á SQL fyr- irspurnarmálinu og biðla/miðla hög- uninni. Þróunartækin (biðlarnir) eru m.a. Informix-4ql fjórðukynslóðar- málið og Winqz töflureiknirinn. Eftir kynninguna verður haldin stutt sýning á nýjum búnaði frá In- formix. Þátttöku þarf að tilkynna til Strengs. Góðum við- skiptavinum umbunað SAS-flugfélagið hefuri fengið leyfi til að umbuna sérstaklega þeim dönskum viðskiptavinum sínuin, sem ferðast mikið með flugvélum fyrirtækisins. í Dan- mörku er annars bannað að veita afslátt eða umbun af þessu tagi en þingið samþykkti einróma að veita SAS undanþáguna. Frá og með 1. apríl næstkomandi má SAS bjóða viðskiptavinum sín- um ókeypis ferð eða hóteldvöl hafi þeir lagt að baki ákveðinn kíló- metrafjölda með félaginu en þessi háttur er hafður á víða um lönd, til dæmis í Svíþjóð. Átti það mikinn þátt í að snúa danska þinginu. andi fjölmiðlum. Þannig getur hver auglýsandi kosið þá mark- hópa sem hann sækist eftir að ná til og kannað hvaða auglýsingaá- ætlun sé líklegust til að ná sem bestum árangri, segir í frétt frá Gallup á Islandi. Hinn nýji hugbúnaður er ætlaður fyrir einmenningstölvur og verða all- ar skipanir á íslensku en þær eru nú bæði á ensku og dönsku. Með notkun þessa kerfis eru upplýsingar úr fjölmiðlakönnunum Gallup á Is- landi taldar nýtast betur. Þessar kannanir eru nú gerðar fyrir auglýs- ingastofur SÍA, Samstarf auglýs- enda, flesta ljósvakamiðla, Morgun- blaðið, DV og Pressuna. Munu nokkrir þessára aðila itafa hugbún- aðinn til skoðunar. Framleiðandi kerfisins, PTT, gaf því í upphafi nafnið Odin þ.e. Oðinn og segir í frétt Gallup að kerfið hafi öðlast vinsældir á Norðurlöndum. Bæði Gallup í Danmörku og Gallup í Noregi selja þessi kerfi í tengslum við fjölmiðlakannanir sínar og er Gallup á íslandi í nánu samstarfi við þessi systurfyrirtæki sín. Morgunverðarfundur fimmtudag 2. apríi rtk. kl. 8.00 á Holiday Inn, Hvammi STAÐfl VIÐSKIPTAFRÆÐINGA 0G HAGFRÆÐINGA Á ATVINNUMARKAÐINUM, HVER VERÐUR HÚN ÁRIÐ 2000? Framsögumen veröa: Hjálmar Kjartansson, nemi í viðskipta- og hagfræðidejld H.í. Þórir Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild H.í. Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri Hagvangs hf. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐIIMGA OG HAGFRÆÐINGA 'v HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . 5 I . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki f Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á sveifarás sem dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.