Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.03.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 RÝMINGARSALA VEGNA FIUTNINGS! BLÚSSUR 4.600, 990,- BUXUR 5.900, 990,- PEYSUR 6.800,2.500,- KJÓLAR 12.900, 3.9 0 0,- ULLARJAKKAR 12.908, 3.900,- RYKFRAKKAR 21.900,5.900,- TWEEDKÁPUR 21.000,6.990,- HETTUKÁPUR 11.111,- KÁPUSALAN BORGARTÚNI 22, SÍMI 624362. TOSHIBA örbylgjuofnar 15gerðir íslenskar leiðbeiningar. Kvöldnámskeið i matreiðslu án endurgjalds hjá Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkenn- ara, sérmenntaðri ímatreiðslu í örbylgjuofnum. Gott verð - greiðslukjör \\ Ekuur Farestvett &Co.hf. Borgartúni 28, si'mi 622901. LalA4stoppar vWdymar t:/:t:t:/:/:/:í 0 BOSCH Vélaleigur Verktakar lönaðarmenn Brotvél 1100 W 1370 slög á mín. Þyngd 10,8 kg. QK Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt Heimildarmaður á vakt Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Villi Knudsen’s Iceland. Heim- ildarmynd eftir Vilhjálm Knud- sen í enskri útgáfu. Sýnd í Nor- ræna húsinu. Framleiðsla, stjórn og kvikmyndataka: Vilhjálmur Knudsen. Tónlist: Magnús Blönd- al Jóhannsson. Klipping: Guð- mundur Bjartmarsson. Hljóð- vinnsla: Sigfús Guðmundsson. Klukkustundar löng ensk útgáfa nýrrar heimildarmyndar eftir kvik- myndagerðarmanninn Vilhjálm Knudsen var frumsýnd í Norræna húsinu sl. þriðjudag. Hún ber heit- ið „Villi Knudsen’s Iceland" og er einskonar dagbókarbrot Vilhjálms frá níunda áratugnum og fram til 1991, fest á filmu. Þetta er einkar persónuleg mynd af heimildarmanni á stöðugri vakt við eldfjallasvæði landsins. Vil- hjálmur er sjálfur sögumaður myndarinnar og talar í 1. persónu og lýsir ferðum sínum með flugvél- um og bílum um öræfin hvar sem jarðhræringar gera vart við sig. Hann fylgist með hreyfingum jarð- skorpunnar við Mývatn 1988, jökulhlaupi úr Grímsvötnum og Græna lóni árið 1986 og svo mætti lengi telja þar til kemur að há- punktinum, Heklugosinu í janúar 1991. Heimildarmyndin er fyrst og fremst lýsing Vilhjálms á íslandi sem virku eldfjallalandi þar sem stöðugar hræringar eiga sér stað undir jarðskorpunni, sem brotist geta upp í eldgosum næstum hve- nær sem er og hvar sem er. Inn í frásögnina klippir hann hálendisferðir sínar og myndir frá Skaftafelli og víðar, t.d Grænlandi. Tilgangurinn með myndinni er að fræða útlendinga sem hingað koma um landið og Vilhjálmur bætir í myndina frásögnum af nokkrum merkisviðburðum síðasta áratugar eins og leiðtogafundinum, heim- sókn páfans og 200 ára afmæli Reykjavíkur. Stökkin í frásögninni geta verið ansi stór: Eina stundina Vilhjámur Knudsen er Vilhjálmur við Grímsvötn, þá næstu á Grænlandi og þaðan horf: inn í kökuskurðinn mikla á Lækjat- orgi. Það gerir líka myndina sundur- lausa að farið er látlaust fram og aftur í tíma svo áhorfandinn á fullt í fangi með að setja sig inn í tíma- röðina. Vilhjálmur klippir saman við merka filmubúta úr heimildar- myndum föður síns, Osvaldar, af Heklugosum, fæðingu Surtseyjar og gosinu í Heimaey. Hvar sem hann fer er myndavélin með í farangrinum, túristar eru teknir tali, Bláa lónið skoðað, jeppaferð endar í þoku svo snúa verður við, hann verður strandaglópur á öræf- um og fær far með rútubílum. Þannig minnir myndin á persónu- legt dagbókarbrot þar sem farið er úr einu í annað án mikilla teng- inga. Vilhjálmur er glettinn sögumað- ur sem tekur sig mátulega alvar- lega en er kíminn vel. Myndin er öðrum þræði um hann sjálfan, starf hans . sem höfundar heimildar- mynda og ferðalangs með mynda- vél um Island. Hún er lýsing á manni sem hefur ómælda ánægju af ferðum sínum um landið og ást á hlutverki sínu og ekki síst við- fangsefni. Myndinni verður dreift erlendis til safna, einstaklinga og sjónvarps- stöðva en hérlendis verður hún sýnd á kvikmyndasýningum fyrir erlenda ferðamenn á vinnustofu Vilhjálms. Hlíðarnar mínar fríðu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Kastali móður minnar - „Le Chateau de ma mére“ Leikstjóri Yves Robert. Handrit Robert og Jéróme Tonnerre, byggt á minningum Marcel Pagnol. Aðalleikendur Philippe Caubére, Nathalie Roussel, Didi- er Pain, Therese Liotard, Julien Ciamaca, Victorian Delamare, Jean Rochford. Frakkland. Gaumont 1990. í upphafi síðari myndarinnar sem byggð er á endurminningum franska skáldsins Marcels Pagnol, nýtur Marcel (Ciamaca) mikillar velgengi í skóla, en hugurinn vill reika til hlíðanna hans fögru í Pro- vence og sumrinu sem var að líða. En það birtir yfir tilverunni þegar fjölskyldan ákveður að bregða sér í sveitina yfir jólin. Og þegar Aug- ustine (Roussel) sér hvað drengirnir hennar braggast og una sér vel úti í náttúrinni, fær hún með klókind- um sínum því komið svo fyrir að Joseph (Cauberé) maður hennar lætur til leiðast að dvelja þar helgar og sumur. Renna nú upp fimm, ljúf ár þar sem fjölskyldan dvelur öllum sínum frístundum í fögrum hlíðum fjall- anna. Drengirnir dafna og þrosk- ast, Marcel kynnist ástinni í fyrsta sinn en að lokum er fríinu skyndi- lega lokið er mamma fellur frá. Hér er talað sama, alþjóðlega tungumálið og í Heiðri föður míns, væntumþykjan og virðingin fyrir landinu sínu og fjölskyldunni, árs- tíðunum, vináttunni allsráðandi. í baksýn jafnan hin fínlega og brot- hætta Augustine, mamman, sem þó er gædd meiri ráðkænsku og útsjónarsemi en aðrir fjölskyldu- meðlimir. Þá er hliðarsaga af sam- skiptum borgarbúanna við gamlan nemanda Josephs og litríka ná- granna þeirra bráðfyndin og rauna- leg í senn. Það hvíla einstakir töfrar yfir báðum þessum hlýju og manneskju- legu myndum sem láta engan , Wmm mÍÆL'Wi I 1 |B |i “1 Mamma, Iitla systir, pabbi, sögumaðurinn Marcel ásamt ábúðarmikl- um nágranna þeirra í hinni undurfögru Kastali móður minnar. ósnortinn og sá sem þetta skrifar saknar þess að fá ekki að fylgjast meira með hinu athyglisverða lífs- hlaupi skáldsins, náttúruunnendans og mannvinsins Marcels Pagnol, í listilegri umfjöllun Roberts. Sú að- ferð að láta sögumanninn Marcel á eldri árum, fylgjast með Marcel æskuáranna, gengur dæmalaust vel upp. Og allur leikhópurinn glæðir óaðfinnanlega hinar vönduðu og kímnu persónur lífi. Hér blandast saman gleði og sorg, óður til lands og lýðs í minnisstæðri kvikmynd. Hrösun á háum hælum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Háir hælar - „Tacones Lejanos“ Leikstjóri og handritshöfundur Pedro Almodóvar. Aðalleikend- ur Victoria Abril, Marisa Pare- des, Miguel Bose. Spánn 1991. Það er mikið um að vera í ásta- lífi persónanna í myndinni Háir hælar og telst það engin nýlunda í myndum spánveijans Almodó- vars. Hér segir af þeim mæðgum Abril og Paredes. Sú síðamefnda, fyrrum kunn poppsöngkona, er komin til baka til Madrid eftir fimmtán ára fjarvis.tir. I millitíð- inni hefur samband þeirra Abril dóttur hennar rofnað og er stúlkan nú í sambúð með fyrrum ástmanni móður sinnar. Sá er ekki við eina fjölina felldur í ástamálum og tek- ur nú að beita þær mæðgur báðar amorsbrögðum, auk viðhaldsins, sem vinnur við hlið Abril í sjón- varpsþularstarfi. Þegar karl finnst myrtur em konurnar þrjár grunaðar um verknaðinn en Abril játar að lok- um, á afar dramatískan hátt - í beinni útsendingu. Til sögunnar kemur Bose, dómari með meiru, og ekki allur þar sem hann er séður. Myndir Almodóvars hafa ein- Góðar fréttir fyrir fólk sem þarf kalk BIOMEGA KALSÍUM + D 24Töflumar innihalda mikið kalsíum : 250 mg af kalsíumjóninni í töflu*. Auk þess innihalda þær D-vítamín sem er nauðsynlegt fyrir upptöku kalks (kalsíums) í líkamann. * Ráðlagður dagskammtur Manneldisráðs er 800-1000 mg Bragðgóðar kalktöflur. Hagkvæm kaup OMEGA FARMA HF BIOMEGA vítamín fást í apótekinu. kennst af kaldhæðni, ástríðum og kvennaraunum öðru fremur. Hér fer reyndar lítið fyrir erótíkinni en hinsvegar yfrið nóg af blóðhit- anum. Annars er stefnan ekki skýr, heldur latínsk blanda af gamni og alvöru. Reyndar er morðdramað hvorki nógu alvarlegt né fyndið til það hafi umtalsverð áhrif á áhorfandann. Myndin líður framhjá í afskaplegum orðaflaumi og skilur heldur lítið eftir sig. Hún á bráðskemmtilega spretti, einsog útsendingaratriðið er Abril játar morðið á elskhuganum, með keppi- naut sinn við hliðina að útskýra játninguna á táknmáli! Kvenfólkið er tekið mun fastari tökum hér en karlpeningurinn og Paredes fer aldeilis á kostum í hlutverki hinnar sjálfselsku móður sem tekur hugarfarsbreytingu undir lokin. Abril stendur sig einn- ig með prýði. Þau hlutverk sem Bose fer með eru vægast sagt ótrúverðug og einkar fráhrind- andi. Myndin svífur einhvers staðar í lausu lofti, gjörsamlega jarðsambandslaus og nær því sjaldan til áhorfandans. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.