Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 60

Morgunblaðið - 31.03.1992, Side 60
 ROYAL CROWN’COLA ■ MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK Sim 601100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYIll: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Umhverfisráðuneyti: Sækir um aðild að Bernar-samþykkt- inni á næstu vikum Umhverfisráðuneytið stefnir að því að ganga frá aðild Islands að Bernar-samþykktinni um verndun villtra plöntu- og dýrategunda ásamt kjörlendum þeirra á næstu vikum. Jón Gunnar Ottósson í umhverfis- ráðuneytinu sagði að aðild íslands að Washington-samþykktinni um al- þjóðlega verslun á dýra- og plöntu- tegundum sem teljast vera í útrým- ingarhættu væri í athugun. Einnig aðild Islands að Bonn-samþykktinni um vemdun villtra dýrategunda sem eru sjaldgæfar eða í útrýmingar- hættu og ferðast á einhvern máta milli ríkja. Radarvarinn fór of geyst Á FJÓRÐA tug ökumanna var stöðvaður um helgina, vegna of hraðs aksturs. Sumir þeirra vildu kenna öðrum um en sjálfum sér og einn steytti skapi sínum á radarvara, sem hann var með í bílnum. Ökumennirnir óku margir á rúmlega 100 km hraða á klukkustund. Að sögn lögreglu voru fjórir þeirra með radar- vara í bílnum, sem ekki virtist þó vara þá við hraðamælingum lögreglu. Ökumaður nokkur, sem var stöðvaður á tæplega 120 km hraða, varð ævareið- ur, greip radarvarann sinn, bölvaði honum í sand og ösku og grýtti honum í gólfið. Fannst lögreglu sem þar væri verið að hengja bakara fyrir smið. Hann sagði að umhverfisráðuneyt- ið væri ungt ráðuneyti og það tæki sinn tíma að gerast aðilar að slíkum alþjóðlegum samþykktum. „Það eru inni ákvæði sem íslendingar verða að skoða mjög vandlega, eins og í sambandi við Bonn-samþykktina sem tekur til fartegunda og þar með hvala,“ sagði Jón Gunnar. Gagnrýnt hefur verið að Islending- ar séu einungis þátttakendur í einni alþjóðlegri samþykkt um náttúru- vernd, Ramsar-samþykktinni,sem- fjallar um verndun votlendissvæða og þá sérstaklega kjörlendi votlendis- fugla. Jón Gunnar sagði rétt að af 95 Ramsar-svæðum á Norðurlöndum væru aðeins tvö á íslandi, þ.e. á Mývatni og í Þjórsárveri. Þessi svæði væru hins vegar mjög stór. Það væri hægt að skipta þessum svæðum niður í minni einingar, einstaka árósa eða eitthvað slíkt. Fjöldi slíkra svæða segði því ekki alla söguna. Sömuleið- is kæmu önnur svæði til greina, en það væri á hendi Náttúruverndarráðs að koma beiðnum um það á framfæri. Annar áfangi Suðuræðar lagður Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur við annan áfanga svokallaðrar Suðuræðar til Hafnarfjarðar eru hafnar. Þessum áfanga á að ljúka í sumar. Lögð verður æð frá geymunum á Reynisvatnsheiði og að Breiðholtsbraut og Reykjanesbraut fyrir neðan Breiðholt. í fyrra var fyrsti áfangi æðarinnar lagð- ur, milii Vífilsstaða og Hafnarfjarðar. Lokaáfanginn verður svo frá Reykjanesbraut yfir í Vífilsstaði, fyr- ir ofan Breiðholt. Einhver bið verður á framkvæmd- um við lokaáfanga, þar sem endanlegt skipulag fyr- ir svæðið liggur ekki fyrir. A myndinni sést einn starfsmanna við lagningu æðarinnar, Jón Þór Sig- urðsson, munda slípirokkinn. Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna: Fallið frá að lán endurgreið- ist á fjórföldum námstíma Boslon. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Á FUNDI sem Ólafur Arnarson, aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, hélt með námsmönnum í Boston á sunnudag kom fram að menntamálanefnd Alþingis hefði svo gott sem lokið umfjöllun um frumvarp ríkissljórnarinnar um Lánasjóð íslenskra námsmanna og það færi brátt til annarrar umræðu á Alþingi. Af orðum ÓI- afs mátti ráða að ýmsar breyting- ar hefðu verið gerðar á frumvarp- inu, þótt það stæði í meginatrið- um. Felld hafa verið niður ákvæði um að endurgreiðsla námslána skuli fara fram á fjórföldum námstima og að námsmenn þurfi að hafa náð 20 ára aldri til að eiga rétt á láni. Ólafur sagði að í umfjöllun nefnd- arinnar hefði komið í ljós að endur- Hugmyndir að nýjum kjarasamningi þegar slitnaði upp úr viðræðum: Kaupmáttur félaga í ASÍ hefði haldist óbreyttur á samningstíma ASMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands kynnti hug- myndir að kjarasamningi á fundi samninganefndar Alþýðusambands Islands á laugardagskvöld scm endurspegluðu mat hans á því sem hann taldi unnt að fá vinnuveitendur til þess að samþykkja. Vinnuveit- endur höfðu ekki samþykkt þessar hugmyndir og óeining var um þær innan raða Alþýðusambandsins, einkum innan raða Verkamannasam- bandsins. Þar þótti mönnum ekki gengið nógu langt til móts við sjónar- mið verkalýðshreyfingarinnar. Slitnaði upp úr viðræðunum í fram- haidi af því aðfararnótt sunnudagsins. Samkvæmt hugmyndunum hefðu laun hækkað um 1% við undirritun samninga og 0,5% í september. Des- emberuppbót hefði hækkað úr 10 þúsund krónum í 12 þúsund og or- lofsuppbót 7.500 krónum í 8 þúsund eða um það bil sem næmi hækkun verðlags frá því á síðasta ári. Lág- launabætur á laun undir 80 þúsund- um kæmu tvisvar á samningstíman- um 1. júní og 1. desember. Það er metið á 0,2% í kaupi í hvort sinn fyrir heildina en 0,8% fyrir þá sem eru undir viðmiðunarmörkum. Launabætumar eru hærri eftir því sem launin eru lægri og koma þann- ig út að sá sem er með 50 þúsund krónur að meðaltali í iaun á mánuði' færtvisvar sinnum 15 þúsund krónur á samningstímanum, sá sem er með 60 þúsund fær tvisvar- sinnum 10 þúsund og sá sem er með 70 þúsund að meðaltali á mánuði fær tvisvar sinnum 5 þúsund krónur. Miðað við þessar launahækkanir var gert ráð fyrir að verðbólga á samningstíman- um yrði rétt innan við 2%. Þá var sá möguleiki einnig fyrir hendi sam- kvæmt hugmyndunum að félög gætu framlengt samninga í mars 1993 til haustsins og þá hefði orðið 1,25% hækkun 1. apríl og láglaunabætur komið í júní. Kaupmáttur á samningstímanum miðað við 100 í janúar 1992 hefði haldist að meðaltali fyrir ASÍ félaga og einnig orðið heldur hærri að með- altali fyrir þá sem ertu með 80 þús- und krónur í laun. Kaupmáttur lægri launa hefði hins vegar hækkað meira og verið með þeim hætti að 1. febr- úar 1993 væri kaupmáttur þess sem hefur 50 þúsund í tekjur um 5% hærri en í janúar 1992 og um 3% hærri að meðaltali á samningstíman- um. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, segir að það séu vonbrigði að það skuli dragast að samningar náist og það dýpki og lengi kreppuna sem við sé að glíma. Vinnuveitendur séu ekki undir neinum kringumstæðum tilbúnir til að gera samninga sem verða til þess að það þurfi að fella gengið, verðbólga aukist og við sökkvum dýpra í skuldafenið. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir að hann hefði dregið fram á fundi samninganefndarinnar hvað hann teldi atvinnurekendur tilbúna til þess að ganga langt og það hefði fljótlega komið í ljós í hópnum að það hefði ekki getað orðið samstaða um það sem forsendu áframhaldandi samningaviðræðna. Davíð Oddsson, foi'sætisráðherra, sagðist í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær ekki líta svo á að slitn- að hefði upp úr samningaviðræðum heldur hefðu aðilar tekið sér nokkuit hlé. Forystumenn notuðu tímann til að tala við sitt fólk og aðilar myndu hittast á ný. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands, sagði að næstu skref væru að fara yfir málið og endurmeta stöðuna. Hún teldi aðgerðir ekki líklegar á næstu vikum og að fljótlega yrði haldið áfram þar sem frá var horfið. Sjá fréttir á bls. 31 og 36. greiðsla á fjórföldum námstíma legði' of þungar byrðar á lánþega og væri því ekki raunhæft markmið. Áður en frumvarpið var lagt fyrir menntamálanefnd var gert ráð fyrir því að endurgreiðslur hæfust einu ári eftir að námi lyki, næmu fjórum prósentum af útsvarstekjum fyrstu fimm árin og átta prósentum eftir það. Eftir breytingarnar mun endur- greiðslum þannig háttað að þær hefjast tveimur árum eftir námslok, nema fimm prósentum af útsvars- tekjum fyrstu fimm árin og sjö pró- sentum þar á eftir. Árlegar greiðslur munu þó aldrei verða lægri en 48 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess að nú hefjast endurgreiðslur þremur árum eftir námslok og nema 3,75 prósentum af útsvarstekjum. Greiðslulágmark er 28 þúsund krón- ur á ári. Ólafur sagði að það væri sigur fyrir námsmenn að útlán lánasjóðs- ins myndu ekki einskorðast við námsmenn yfir tuttugu ára aldri eins og fyrri útgáfa frumvarpsins gerði ráð fyrir. Afnám aldurstakmarks myndi auðvelda verknám. Frumvarpið kveður eftir sem áður á um að vextir verði lagðir á náms- lán sem tekin verða frá og með næsta hausti. Hámarksvextir verða þijú prósent, en Ólafur sagði að þeir yrðu ákveðnir hveiju sinni og yrðu tæpast svo háir. Einnig er mælt svo fyrir í frum- varpinu að námsmönnum verði ekki veitt lán fyrr en þeir hafi sýnt fram á námsárangur hveiju sinni. Þetta skilyrði á eins og stendur við um fyrsta misseri í námi, en nái frum- varpið fram að ganga mun það eiga við um allan námstímann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.