Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992
Borgarráð:
Kostnaður vegna
ráðhússins 35%
fram úr áætlun
í MINNISBLAÐI Stefáns Hermannssonar aðstoðarborgarverkfræð-
ings, um framkvæmdir við ráðhús Reykjavíkur, kemur fram að kostn-
aður á árinu verður hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Hann
er nú 260 milljónir króna og er bókfærður kostnaður vegna kaupa
á búnaði nú 70 milljónir króna. Framreiknaður heildarkostnaður er
3.030 milljónir og stefnir í um 3.170 milljónir sem er 35% hærra en
áætlun frá janúar 1989 gerði ráð fyrir.
í minnisblaði sem birt var í lok legra erfíðleika. Frá áramótum hef-
janúar síðastliðnum var gert ráð
fyrir að kostnaður yrði tæplega
3.087 milljónir eða 32% umfram
kostnaðaráætlun og í september síð-
astliðnum gerðu áætlanir ráð fyrir
að kostnaður yrði 2.950 milljónir
eða 27,6% umfram kostnaðaráætl-
un.
í minnisblaðinu, sem lagt var
fram í borgarráði í gær, segir að
kostnaður sé fyrst og fremst hærri
vegna þess að magntölur lágu ekki
fyrir þegar áætlun var gerð í nóv-
ember og desember á síðasta ári.
Auk þess hafi ekki öll atriði varð-
andi lokafrágang hússins verið kom-
in fram en tímaáætlun hönnuða á
liðnu ári stóðst ekki fyllilega. Þá
segir: „Aukakostnaður vegna hraða
verksins er óverulegur, hins vegar
reynast eins og algengt er mörg
handtök við að ljúka verkinu og
verða ekki öll séð fyrir. Má í þessu
sambandi minna á að á sínum tíma
var ákveðið að húsið skyldi vandað
að allri gerð og að verðlaunatillagan
var erfið í útfærslu og höfundar
hennar hafa sett markið hátt varð-
andi form hússins og gerð alla.“
Miðað við tímaáætlun verksins
hefur seinkun unnist upp í skrif-
stofubyggingu og að miklu leyti í
borgarstjórnarbyggingu. Telja
stjórnendur verksins að því muni
ljúka á tilsettum tíma án tiltakan-
Samg’önguráðherra:
Nýr loftferða-
samningur
gerður við Dani
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra hefur óskað eftir því að
utanríkisráðuneytið hefji viðræð-
ur við dönsk stjórnvöld um gerð
nýs loftferðasamnings milli Is-
lands og Danmerkur.
„Það er ekkert leyndarmál að loft-
ferðasamningurinn við Dani hefur
veikt samkeppnisstöðu Flugleiða
gagnvart SAS, vegna þess að stjórn-
völd þar líta svo á að þeim beri að
gæta viðskiptahagsmuna SAS,“
sagði Halldór í samtali við Morgun-
blaðið.
ur verið unnið annan hvern laugar-
dag, en með þeim mikla Qölda sem
við verkið starfa víxlast yfirvinna
mjög. „Þannig er gjarna unnið að
sérhæfðum verkefnum á kvöldin og
jafnvel fram á nótt s.s. við raf-
magnstöflur og hússtjórnarkerfi.
Af því má ekki álykta að yfirvinna
sé óhófleg þó t.d. 5 menn af 167
vinni frameftir, því þessi verkefni
eru þess eðlis sum hver að þau verða
ekki leyst á sama tíma og aðrir eru
við störf í húsinu."
Úkranskar flugvélar á ferðinni
Morgunbladid/PhVJ
Fyrir fall Sovétríkjanna var aðeins eitt flugfélag til
þar í landi, Aeroflot, sem var stærsta flugfélag í
heimi. Sundrung sovéska ríkjasambandsins hefur
leitt til þess að risinn Aeroflot hefur sjálfur liðast í
sundur og er nú skuggi af sjálfum sér. Eitt margra
nýrra flugfélaga sem hafa sprottið upp þar eystra
er Air Ukraine, en eins og nafnið gefur til kynna
er það staðsett í Úkraínu. Tvær flugvélar merktar
þessu úkraínska flugfélagi höfðu viðkomu í Reykja-
vík sl. sunnudag og er það í fyrsta sinn sem flugvél-
ar frá því landi koma hingað. Þær voru báðar flutn-
ingaflugvélar af gerðinni Anatonov AN-32 og voru
á leiðinni til Perú. Samtímis komu þessara tveggja
véla var stödd á Reykjavíkurflugvelli flugvél af gerð-
inni Anatonov AN-26 frá Cubana, eftir að hafa verið
í stórskoðun hjá flugvélaverksmiðjum Anatonov í
Kænugarði.
Tillögur um úrbætur í loðdýrarækt:
Felldar verði niður 6
milli. af skuld greinarinnar
NEFND sem Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra skipaði síðastliðið
haust til að kanna stöðu loðdýraræktar og setja fram tillögur til
úrbóta í greininni leggur til að Ríkisábyrgðasjóður aflétti veðtrygg-
ingum vegna tæplega 300 milijóna króna skuldbreytingalána loðdýra-
bænda og ríkissjóður taki jafnframt að sér að greiða vexti og afborg-
anir af lánunum. Þá afskrifi stofnlánadeild landbúnaðarins að minnsta
kosti jafnháa upphæð, og leitað verði eftir því að aðrir lánardrottnar
gefi eftir lán með samsvarandi hætti. Samtals yrði þama um að
ræða niðurfellingu á 600-900 milljónum króna af 3,5 milljarða heildar-
skuldum loðdýraræktarinnar. Landbúnaðarráðherra kynnti tillögur
nefndarinnar á ríkisstjórnarfundi í gær, og var ákveðið að fulltrúar
stjórnarflokkanna ásamt fulltrúum fjármála- og landbúnaðarráðun-
eyta fari yfir þær.
I skýrslu nefndarinnar segir að
ljóst sé að loðdýraræktin sé gífur-
lega skuldsett, og eigi það jafnt við
um fóðurstöðvar, starfandi bændur
og þá sem þegar hafa hætt loðdýra-
búskap. Það sé mat nefndarinnar
að fjárhagsvanda þessara aðila
verði að leysa ef ekki eigi að koma
til skipbrots þeirra mörgu einstak-
linga sem á sínum tíma réðust í
framkvæmdir fyrir hvatningu
stjórnvalda og forystumanna í land-
búnaði. Bendir nefndin á að á sínum
tíma hafi margir þeirra selt fram-
leiðslurétt í hefðbundnum búgi'ein-
um og aukið þar með svigrúm ann-
arra bænda. Lítur nefndin þannig
á að verði farið að tillögum hennar
eigi rekstrarstaða framleiðenda að
jafnaði að vera á þann veg að grein-
in eigi að geta staðið undir áhvíl-
andi skuldbindingum, en flest bendi
til að skinnaverð fari hækkandi
hægt og sígandi á komandi árum,
þannig að greinin komi til með að
eiga rekstrarlega framtíð fyrir sér.
Skuldbreyting með ríkisábyrgð
var á sínum tíma veitt til 15 ára,
hún er verðtryggð og ber 5% vexti.
Nefndin leggur til að stjórnvöld
veiti nauðsynlegar lagaheimildir til
þess að ríkissjóður leggi fram fjár-
magn til greiðslu vaxta og afborg-
ana af þessum skuldum og aflétti
veðtryggingum vegna þessa. í
skýrslu nefndarinnar er bent á
að þinglýstar kvaðir séu á loð-
dýrabúum um að ekki megi nýta
loðdýrahús fyrir aðra starfsemi
en loðdýrarækt í 10 ár eftir bygg-
ingu þeirra, en af þessu leiðir að
mörg þeirra standa nú auð og
ónotuð. Leggur nefndin til að rík-
issjóður heimili að ónotuð loð-
dýrahús verði seld og/eða nýtt
til annarrar starfsemi án þess að
endurgreiða þurfí af þeim sölu-
skatt samkvæmt þinglýstri kvöð,
en henni beri að aflétta enda sé hún
ekki í samræmi við núgildandi
skattakerfi.
í tillögum nefndarinnar sem lúta
að því að treysta stöðu greinarinnar
er kveðið á um jöfnunargjald á loð-
dýrafóður verði greitt áfram á þessu
ári og því næsta með sama hætti
og árið 1990, en þá greiddu ríkis-
sjóður og Framleiðnisjóður samtals
75 milljónir króna í jöfnunargjald.
Þá verði samsvarandi fjármagni og
Framleiðnisjóður hefur veitt til
greiðslu afurðalánavaxta varið frá
sjóðnum til að auka fóðurniður-
greiðslu enn frekar og til ráðgjafar
við fóðurgerð. Þá verði afurðalán
til loðdýrabænda hækkuð þannig
að þau nemi 75% af söluverðmæti
skinna hvers undanfarins árs, og
hafi fóðurstöðvar forgangsrétt til
afurðalána til að standa undir fóð-
urúttekt hvers og eins loðdýra-
bónda.
Sænski handritshöfundurinn Reidar Jönson:
*
Ahugi á að endurgera
kvikmyndina Magnús
fyrir Bandarikjamarkað
Betri nýting á afla frystiskipa:
Útflutningsverðmætí gætí
aukist um 1,7 milljarða
NÆRTÆKAST er að auka aflaverðmæti frystiskipa með aukinni
vinnslunýtingu, svo og auknum gæðum og afköstum en stækkun minni
skipanna er forsenda þess að koma megi fullkomnari vinnslulínu fyr-
ir. Ef togbátar eru undanskildir er heildarfjárfesting við þær breyting-
ar 2,7 milljarðar, sem skilar 315 milljóna hagnaði á ári með 20,2%
innri vöxtum.
Þetta kemur fram í nýútkominni
skýrslu Rannsóknastofnunnar fisk-
iðnaðarins um mat stofnunarinnar
á arðsemi þess að fullnýta sjávár-
afla um borð í vinnsluskipum en
tilefni þessarar vinnu er frumvarp
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra um fullvinnslu afla um
borð í veiðiskipum.
í skýrslunni kemur einnig fram
að með því að nýta einnig úrgang
frá skipunum í aukaafurðir og
meltu, þar sem úrvinnsla færi fram
í landi, eykst hagnaður um 185
milljónir á ári og innri vextir auk-
ast um 2,2%. Heildarfjárfestingin
yrði þá 3,4 milljarðar, sem myndi
borga sig upp á tæpum 3 árum
með 22,4% innri vöxtum miðað við
10% ávöxtunarkröfu. Hagnaður
útgerða yrði 350 milljónir en úr-
vinnslu í landi 150 milljónir.
Þessar aðgerðir myndu einnig
skila 1,7 milljarða króna aukningu
útflutningsverðmæta á ári miðað
við að hirða allan úrgang hjá frysti-
skipum að undanskildum togbátum
(26 skipum). Heildartekjur frysti-
togaranna aukast meira en sem
nemur aukningu útflutningsverð-
mæta heildarinnar, þar sem um
kvótatilfærslur yrði að ræða. Full-
nýting um borð í togbátum er óhag-
kvæm en afli þeirra svarar til 11%
af heildarafla frystiskipanna. Nið-
urstaðan er hins vegar sú að full-
nýting sjávarfangs um borð í
vinnsluskipum er þjóðhagslega
hagkvæm. og myndi skila arði til
útgerðar og vinnslu í landi, þó gera
þurfi miklar breytingar á meiri-
hluta flotans.
SÆNSKI handritshöfundurinn
Reidar Jönson, sem meðal ann-
ars gerði handrit að Óskars-
verðlaunamyndinni Mitt liv som
hund, hefur áhuga á að endur-
gera kvikmyndina Magnús fyrir
Bandaríkjamarkað. Þráinn
Bertelsson, leiksljóri Magnúsar,
segir að hann hafi kynnst Reidar
í fyrra er Reidar aðstoðaði hann
við að kynna Magnús í Banda-
ríkjunuin. Reidar hafi orðið hrif-
inn af myndinni og hann hafi
nú réttinn til að endurgera hana
fyrir þennan markað.
Rpidar Jönson býr nú í Los
Angeles og rekur þar fyrirtækið
Sirius Productions auk þess sem
hann er félagi í bandarísku kvik-
myndaakademíunni. Þráinn segir
að hann hafi síðast heyrt í Reidar
fyrir um mánuði en þá var Reidar
að segja frá ýmsum aðilum sem
hann hafði rætt við um þetta verk-
efni svo og þeim tæknilegu atriðum
sem þyrfti að breyta ef af endur-
gerðinni yrði.
„Mér fínnst það skondin hug-
mynd að hann vilji endurgera
Magnús fyrir Bandaríkjamarkað
en það mál er í raun enn á umræðu-
stiginu og lítið annað um það að
segja,“ segir Þráinn.
----♦------
Náttúruverndarráð:
Æskilegt að
undirrita
samþykktir
ÞÓRODDUR Þóroddsson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndar-
ráðs, segir að ráðið hafi unnið að
því að fá yfirvöld til að undirrita
Bernar- og Bonn-samþykktina um
verndun dýra- og plöntutegunda
í útrýmingarhættu.
Þóroddur sagði að ráðuneytin
hefðu ekki gefið sér tíma til að skoða
þessi mál til hlítar, sérstaklega hvað
skuldbindingar af þessu tagi hafi í
för með sér. í Bernar-samþykktinni
væri m.a. kveðið á um verndun villtra
dýra- og plöntutegunda í útrýming-
arhættu og til að mynda væri lundi
ekki í útrýmingarhættu hérlendis en
friðaður á hinum Norðurlöndunum.