Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992
Borgarráð:
Breyttur Austurvöllur og
173 bílastæði neðanjarðar
TILLAGA borgarskipulags um breytingar á Austurvelli og aðlægum
götum hefur verið lögð fram í borgarráði Reykjavíkur. Þar er gert
ráð fyrir að stækka Austurvöll og að stytta Jóns Sigurðssonar for-
seta, verði færð til móts við inngang Alþingishússins, gönguleiðum
verði fjölgað inn á völlinn og myndum af landvættum landsins verði
komið fyrir í stéttina í hornum vallarins. Þá var lögð fram tillaga
frá Stefáni Hermannssyni aðstoðarborgarverkfræðingi, um bíla-
stæðahús eða kjailara fyrir 173 bíla undir Austurvelli og er kostnað-
ur lauslega áætlaður 477 milljónir króna. Afgreiðslu tillagnanna
var frestað.
í greinargerð með tillögu að
breytingum á Austurvelli segir að
möguleikar á nýtingu vallarins,
Vallarstrætis og Thorvaldsens-
strætis aukist og tengi svæðið og
miðbæinn. Gert er ráð fyrir hellu-
lögðum göngugötum með mögu-
leika á gleryfirbyggingum við Vall-
arstræti frá Pósthússtræti að Ing-
ólfstorgi.
Fram kemur að Austurvöllur
stækkar og að miðja vallarins verð-
ur færð til móts við mitt Alþingis-
hús og tengd með breiðum stíg að
dyrum þess. Lagður verði hring-
laga gangstígur er tengir alla
göngustíga vallarins saman. í hom
Austurvallar verða myndir af land-
vættum landsins lagðar í stéttina.
Gert er ráð fyrir að akrein Kirk-
justrætis framan við Alþingishúsið
og Dómkirkju verði aðgreind með
kantsteini. Við Pósthússtræti og
Thorvaldsensstræti verða gróður-
sett tré og tijágróður verður um-
hverfis styttu Jóns Sigurðssonar.
Skipulagsnefnd samþykkti til-
löguna samhljóða en hún gerir ráð
fyrir tæplega 400 fermetra stækk-
un Austurvallar og að Thorvald-
sensstræti og Vallarstræti verði
göngusvæði. Fram kemur að skipu-
lagsnefnd taki ekki afstöðu til hug-
myndar um staðsetningu og út-
færslu landvætta og er málinu vís-
að til umhverfísráðs.
Guðrún Jónsdóttir fulltrúi Nýs
vettvangs í skipulagsstjórn lagði
fram bókun þar sem hún lýsir sig
samþykka tillögunni að frátöldu
glerhúsunum. Þau skerði Austur-
völl og auki fjarlægð milli húsa og
vallar, falli illa að umhverfinu og
séu dýr. Þá finnst henni ósmekk-
legt að ganga á landvættunum.
í tillögu aðstoðarborgarverk-
fræðings að bílastæðum undir
Austurvelli sem unnin er að tilhlut-
an borgarstjóra vegna fyrirhugaðra
Tillaga Borgarskipulags að breyttum Austurvelli.
endurnýjunar gatna og gangstíga
kemur fram, að koma má fyrir 173
bílastæðum á einni hæð undir vell-
inum. Er þá miðað við að útlínur
bílageymslunnar verði 9 metrum
frá húsum sunnan Austurvallar en
7 metrum frá öðrum nærliggjandi
húsum. Kostnaður er lauslega
áætlaður 477 milljónir króna eða
2,76 milljónir fyrir hvert stæði. Ef
samþykkt yrði að hækka Austur-
völl um 0,5 metra yfir húsinu
mætti lækka þennan kostnað í
rúmlega 400 milljónir. Þá segir að
tæknilega sé mögulegt að byggja
tvær hæðir undir Austurvelli og er
kostnaður sagður álíka á hvert
stæði, en byggingartími myndi
lengjast og rask aukast. Verktími
fyrir eina hæð er lauslega áætlaður
9 til 12 mánuðir.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 1. APRIL
YFIRLIT: Á Grænlandssundi er dálítið lægðardrag, sem hreyfist norð-
austur, en yfir landinu er kyrrstæður hæðarhryggur.
SPÁ: Hæg breytileg eða suðvestlæg átt. Smá él norðvestanlands en
annars þurrt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg vestlæg átt og fremur
svalt, smáél á stöku stað um vestanvert landið en annars þurrt.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt
/ / /
f f
f f f
Rigning
Léttskýjað
* / *
* /
f * f
Slydda
Hálfskýjað
* * *
sjc *
* * *
Snjókoma
Skýjað
Alskýjað
Skúrír Slydduél
Sunnan, 4 vindstig.
Vindórin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
y súid
= Þoka
5tig>
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti 1 4 veður skýjað skýjað
Bergen 4 skýjað
Helsinki 1 úrkoma
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Narssarssuaq 3 skýjaO
Nuuk h-8 léttskýjað
Ósló 3 úrkoma
Stokkhólmur 3 skýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Algarve 14 háifskýjað
Amsterdam 10 alskýjað
Barcelona 12 hálfskýjað
Berlín 12 hálfskýjað
Chicago vantar
Feneyjar 10 rigning
Frankfurt 13 skýjað
Glasgow 4 rigning
Hamborg 11 skýjað
London 8 skúr
Los Angeles 12 skýjað
Lúxemborg 6 skýjað
Madríd 7 alskýjað
Malaga 16 hálfskýjað
Mallorca 13 skýjað
Montreal 1 alskýjað
New York vantar
Orlando vantar
París 8 skýjað
Madeira 18 skýjað
Róm 16 þokumóða
Vín 16 skýjað
Washlngton vantar
Winnipeg +3 alskýjað
IDAGkl. 12.00
HeimikJ: Veöur$tofa í$land$
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 » gær)
Kent Kirk sjávarútvegsráðherra Dana:
EB aðild þýðir ekki
óheftan aðgang að
íslenskum miðum
KENT Kirk sjávarútvegsráðherra Dana segir að aðild íslands að EB
feli ekki í sér að önnur ríki bandalagsins fengju sjálfkrafa óheftan
aðgang að íslenskum fiskimiðum. Ráðherrann telur að misskilnings
um þetta hafi gætt meðal íslcnskra stjórnmálamanna í umræðum um
fiskveiðistefnu EB.
Kent Kirk lét þessi orð falla í við-
tali í sjónvarpsfréttum á múnudags-
kvöldið. Hann sagði að það væri
ekki á rökum reist að sjávarútvegs-
stefna EB þýði að togarar bandalags-
þjóðanna fengju sjálfkrafa verulegar
veiðiheimildir við Island. „Ég skil vel
að íslendingar líti þannig á málið en
sú skoðun byggir ekki á stefnu EB
í raun,“ sagði Kirk. „Eitt grundvall-
aratriði fiskveiðistefnu EB er svo-
nefndur innbyrðis stöðugleiki. Þegar
Portúgalir og Spánveijar gengu í
EB fengu þeir ekki sjálfkrafa veiði-
heimildir í Norðursjó. Þeir fengu
ákveðna kvóta við Jótland og Eerma-
sund en þeim leyfðist ekki að spilla
þar innbyrðis stöðugleika."
Aðspurður. um hvort ísland gæti
gerst aðili að Evrópubandalaginu án
þess að eiga aðild að fiskveiðistefnu
þess, líkt og Bretland stendur utan
við hina félagslegu vídd EB taldi
Kirk svo ekki vera. „Ég tel ekki að
EB muni þróast þannig að aðildar-
löndin geti valið um það hveiju þau
vilja taka þátt í og hveiju ekki,“
sagði hann.
Reykjavíkurhöfn 75 ára:
Tillaga um stofn-
un sjóminjasafns
TILLAGA um stofnun og rekstur sjóminjasafns í tilefni 75 ára afmæl-
is Reykjavíkurhafnar, hefur verið lögð fram í borgarráði. Var Mark-
úsi Erni Antonssyni borgarsljóra falið að kanna möguleika á stofnun
safnsins.
Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
hafnarstjórn, en hann lagði tillöguna
fram þar, er hugsanlegt, að sam-
vinna verði um stofnun og rekstur
safnsins milli Reykjavíkurhafnar,
borgarssjóðs og annarra áhugaaðila,
fyrirtækja og einkaaðila. „Það er
kominn tími til að höfuðborgin sem
mikið hefur byggt á sjósókn og góðri
hafnaraðstöðu, komi sér upp sjóminj-
asafni eins og mörg minni sveitarfé-
lög hafa þegar gert með eftirtektar-
verðum hætti,“ sagði hann.
„Það eru að fara forgörðum ýmsir
menningarsögulegir munir tengdir
sjósókn. Við viljum gjarnan að
áhugasamir aðilar standi að þessu
með okkur en ég legg áherslu á að
safnið þarf helst að vera á hafnar-
svæðinu eða í næsta nágrenni og
tengjast miðborginni. Fyrst og
fremst er verið að tala um safn
muna sem tengjast útgerð, sjósókn
og fiskvinnslu en einnig að koma upp
vísi að sjávardýrasafni lifandi fiska.“
Sagði hann að hugsanlega mætti
nýta hús sem eru til staðar á hafnar-
svæði gömlu hafnarinnar og nefndi
Faxaskála að hluta, jarðhæð Toll-
hússins eða vöruskemmu Skipa-
útgerðar ríkisins.
-----» ♦ ♦-----
Borgarráð:
15 milljónir kr.
til níu safnaða
STJÓRN Kirkjubyggingasjóðs
Reylyayíkur hefur skipt 15 miHj-
óna króna framlagi Reykjavíkur-
borgar á milli níu safnaða í borg-
inni og koma 6 milljónir í hlut
Grafarvogssóknar.
Framlag til Áskirkju er 700 þús.,
til Bústaðakirkju 700 þús., til Breið-
holtskirkju 1,5 millj., til Dómkirkju
1,5 millj., til Fríkirkju 1 millj., tii
Langhollskirkju 700 þús., til Laugar-
neskirkju 1,1 millj. og til Seljakirkju
1,8 millj.