Morgunblaðið - 01.04.1992, Side 20

Morgunblaðið - 01.04.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1992 Morgunblaðið/Sverrir Frá kynning^u vinnuverndarársins. Frá vinstri Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra og Hólmfríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins. Vinnuverndarár að hefjast: Aðbúnaður bættur og komið í veg- fyrir slys og atvinnusjúkdóma Vinnuverndarár verður haldið frá marsmánuði þessa árs til mars- mánaðar ársins 1993 í löndum EFTA, en Evrópubandalagið hef- ur fyrir nokkru ákveðið sams kon- ar átak í löndum sínum á sama tíma. Sérstök áhersla verður lögð á að bæði stjórnendur og launþeg- ar geri sér grein fyrir gildi vinnu- verndar. Þá hefur verið ákveðið að hér á landi verði sérstakt átak gert til að auka vinnuvernd. Enn- fremur verður styrkur veittur til átaka á þessu sviði, svo sem ráð- stefnur, kannanir, myndbanda- gerð og þess háttar og rennur frestur til að skila umsóknum um styrkina út 1. maí næstkomandi. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra er áhersla lögð á að þeir aðilar, sem að þessum málum vinna hér á landi, taki þátt í vinnuverndarárinu og Vinnueftirlit ríkisins hefur fyrir hönd ráðuneytis- ins forystu í þessum máluni. Mark- mið vinnuverndarársins er að alls staðar bæði í stórum sem smáum fyrirtækjum sé hugað að því að að- búnaður sé góður, komið sé í veg fyrir vinnuslys og atvinnusjúkdóma og að stuðlað sé að vellíðan starfs- fólks. Markmið ársins eru að hreint loft sé á vinnustaðum, öryggi og vellíðan á vinnustað og að vamir séu gegn hávaða og titringi á vinnustað. Hér á landi verður áhersla lögð á að iiinra starf fyrirtækja verði eflt og að miðað verði að því að þar sem 10 starfsmenn eða fleiri eru verði skipaður öryggisvörður og öryggis- trúnaðarmaður, en öryggisnefndir þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri. Tilkynningum um vinnuslys til Vinnueftirlits ríkisins hefur fjöígað á síðustu árum en samkvæmt athugun, sem gerð var á Slysadeild Borgar- spítalans, eru slysin mun fleiri en tilkynningamar gefa' til kynna og ætla má að um 12 þúsund vinnuslys verði hér á hveiju ári. Árið 1990 barst 761 tilkynning um vinnuslys til Vinnueftirlitsins og á árabilinu 1986-1990 létust 18 einstaklingar af völdum vinnuslysa. Flestar tilkynningar um atvinnu- sjúkdóma til Vinnueftirlitsins eru vegna heyrnartaps af völdum há- vaða. Miðað við niðurstöður greinar- gerðar sem Alþjóðavinnumálastofn- unin í Genf lét gera, er kostnaður Fjórir sýslu- menn skipaðir í GÆR skipaði forseti íslands Jón Skaftason yfirborgarfógeta sýslu- mann í Reykjavík. Forsetinn skipaði einnig Guðmund Sophusson, aðal- fulltrúa við embætti bæjarfógetans í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjamamesi og sýslumannsins í Kjósarsýslu, sýslumann í Hafnar- firði, Þorleif Pálsson, skrifstofu- stjóra í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, sýslumann í Kópavogi og Ólaf K. Ólafsson, bæjarfógeta í Nes- kaupstað, sýslumann í Stykkishólmi. Þeir eru skipaðir frá 1. júlí 1992. vegna vinnuslysa og atvinnusjúk- dóma hérlendis á bilinu 3,8 til 11,4 milljarðar króna. Landsnefnd vinnuverndarársins er skipuð Eyjólfi Sæmundssyni, for- stjóra Vinnueftirlits ríkisins, en hann er formaður nefndarinnar, Ágústu Guðmundsdóttur, frá BSRB, Jóni Rúnari Sveinssyni, frá VSÍ, Erling Aspelund, frá VMS, og Grétari Þor- leifssyni, frá ASÍ. Verkefnisstjóri er Hólmfríður Gunnarsdóttir, hjúkmn- arfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkis- ins. * Oskarsverðlaunin: Val akademíunnar kom mjög á óvart Frá Árna Þórarinssyni í Los Angeles ENN einu sinni kom Bandaríska kvikmyndaakademían mönnum í opna skjöldu við afhendingu Óskarsverðlaunanna hér í fyrrakvöld og gilti það um fleiri flokka en bestu erlendu myndina. En valið á þeirri mynd kom verulega á óvart. ítalska myndin Mediterraneo í leikstjórn Gabríele Salvatores hreppti þessi eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í heiminn en í bollaleggingum og spádómum sérfróðra hér þótti hún eiga langminnsta möguleika; efstar og jafnar í þeirri röð voru, eins og fram hefur komið hér í blaðinu, íslenska myndin Börn náttúrunn- ar og Rauða luktin frá Hong Kong. Sigurvegarinn er gamanmynd sem gerist á stríðsárunum. Þótt óneitanlega hafi niðurstað- an valdið vonbrigðum hér meðal íslendinganna eru allir sammála um að Friðrik Þór Friðriksson og Börn náttúrunnar hafi ekki aðeins flutt íslenska kvikmyndagerð lang- an veg, heldur ísland og íslenska menningu. Myndin hefur hlotið geysigóða kynningu og áætlað er að um milljarður manna í 49 lönd- um hafi fylgst með beinni útsend- ingu frá verðlaunaafhendingunni. Friðrik Þór Friðrikson sagði í samtali'við Morgunblaðið; „Þetta er búið að vera mjög gaman, þó skemmtilegra hefði verið að enda með fullnaðarsigri. Þetta val kom mjög á óvart. Ég hefði orðið ánægðari ef kínverski leikstjórinn Zhang Yimou hefði fengið verð- launin. Hann var sá okkar sem átti þau mest skilið og er lang merkasti kvikmyndagerðarmaður- inn.“ Hann sagði að þessi niðurstaða þýddi að Böm náttúrunnar fengi mun takmarkaðri dreifingu í Bandaríkjunum en hún hefði feng- ið ef verðlaunin hefði fallið henni í skaut. „En við erum búnir að tryggja okkur heimsdreifingu með útnefningunni, þannig að við get- um verið mjög ánægðir með árangurinn." Þegar Friðrik Þór var spurður um hvað tæki nú við svaraði hann: „Nú set ég allt trukk í næstu mynd, Cold Fever, sem við stöndum að saman, ég og bandarískur fram- leiðandi minn, Jim Stark. Við mun- um nú kýla á að ljúka handriti og fjármögnun með það fyrir augum að taka myndina í sumar á íslandi og í Japan. Við höfum þegar fund- ið dijúgan áhuga á þessu verk- efni, þar á meðal frá ýmsum all- þekktum leikurum.“ Jim Stark sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi niður- staða akademíunnar væri stór- furðuleg að sínu mati: hann hefði verið í fagnaðarsamkvæmi ítal- anna og þeir hefðu varla skilið sig- urinn sjálfir. „En ég hlakka mjög til að hefjast nú handa með Frið- riki Þór við gerð Cold Fever,“ sagði hann. En hvað gerðist? Friðrik Þór sagði í samtali við blaðið að það vekti sérstaka athygli að myndir á vegum dreifingarfyrirtækisins Mir- amax sigruðu í keppninni um bestu erlendu myndina fjögur ár í röð. „Þeir kunna þetta. Eg veit ekki alveg hvað það er sem þeir kunna. En ég hef rökstuddan grun um að tilgangurinn helgi meðalið." Siguijón Sighvatsson kvikmynd- aframleiðandi í Hollywood sagði að það hefði nú gerst annað árið í röð að mynd sem enginn hefði haft trú á sigraði og í fjögur ár hefðu myndir sama dreifingarfyrir- tækisins borið sigur úr býtum. Áfangaskýrsla GATT-nefndar landbúnaðarráðherra: Raunverð búvöru lækkar ár- lega um 1% á aðlögunartíma RAUNVERÐ Á búvöru til neytenda er talið lækka að jafnaði um 1% á ári á aðlögunartíma nýs GATT-samkomulags sem byggt væri á fyrirliggjandi samningsdrögum. Markaðshlutdeild erlendra búvara í neyslu Iandbúnaðarvar hér á landi er talin verða 3-4% á fyrri hluta aðlögunartíma samkomulagsins, en hækka svo smám saman í 5-6% undir lok hans. Landbúnaðarafurða er neytt hér á landi fyr- ir um 24 milljarða króna á ári, og því' svarar markaðshlutdeild erlendra búvara til 700-1000 milljóna króna framan af aðlögunartím- anum og 1200-1440 milljóna króna undir lok hans. Þetta er meðal niðurstaðna í áfangaskýrslu nefndar sem Halldór Blöndal, landbún- aðarráðherra, skipaði í desember síðastliðnum til að gera úttekt á stöðu íslensks Iandbúnaðar í Ijósi harðnandi samkeppni í kjölfar samninga um evrópskt efnahagssvæði og innan GATT. í niðurstöðum nefndarinnar, sem skipuð er þeim Þórði Friðjónssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, Katli A. Hannessyni, búnaðarhagfræði- ráðunaut Búnaðarfélags Islands og Magnúsi B. Jónssyni, forstöðu- manni Hagþjónustu landbúnaðar- ins, segir að ekki fari á milli mála á nýtt GATT-samkomulag í anda fyrirliggjandi draga geti haft veru- leg áhrif á íslenskan landbúnað og þjóðarbú. Að svo stöddu sé hins vegar ákaflega erfitt að meta hver áhrifin muni verða því að mörg álitamál séu enn óútkljáð um túlkun samningsdraganna. Við bætist að ekki liggi fyrir hvaða stefnu innlend stjórnvöld muni fylgja innan ramma hugsanlegs samkomulags ef af því verður, en svo virðis sem svigrúm stjórnvalda til að veija landbúnað- inn fyrir erlendri samkeppni verði áfram verulegt. Á aðlögunartíma GATT-sam- komulagsins er kveðið á um að toll- ar á innfluttar búvörur lækki um 36% að meðaltali en 15% að lág- marki innan hvers vöruflokks sam- kvæmt nánari skilgreiningum. í niðurstöðum nefndarinnar segir að svo virðist sem ,ákveða megi þessar tollalækkanir þannig að virk lækk- un verði einungis 15% á öllum mikil- vægustu samkeppnisvörum inn- lendra framleiðenda. Sé gengið út frá því að áform um raunlækkun verðs á innlendum landbúnaðaraf- urðum samkvæmt búvörusamn- ingnum standist í aðalatriðum, þá verði ekki séð að samkeppnisstaða innlendra framleiðenda veikist að marki á aðlögunartíma GATT-sam- komulagsins umfram lágmarksinn- flutning. Einnig sé á það að líta að innflutningur á hráum kjötvörum og eggjum verður bannaður, að minnsta kosti fyrst um sinn. Raunverð á búvöru til neytenda er talið lækka að jafnaði um 1% á ári á aðlögunartímanum, og er sú lækkun innan við markmið búvöru- samningsins um lækkun raunverðs á landbúnaðarvörum á samnings- tímanum. Verð mun líklega lækka mest á þeim vörutegundum sem leyft verður að flytja inn, en þeim mun minna sem vörutegundirnar eru betur varðar fyrir samkeppni við erlenbdar búvörur. í skýrslunni segir að í þessu efni skipti þó miklu máli hvaða árangri framleiðendur einstakra búvara ná í í viðleitni sinni til að auka framleiðni. Náist mark- mið búvörusamningsins að fullu um lækkun raunverðs gætu innlendar búvörur lækkað meira en innflutt- ar, en í því fælist að markaðshlut- deild innfluttra búvara yrði minni en gert er ráð fyrir í niðurstöðum nefndarinnar. Búist er við að verð til framleið- enda lækki um 7% á öllum aðlögun- artímanum, og er þá gert ráð fyrir að vinnslustöðvar auki framleiðni sína ekki minna en bændur. Ef ekki komi til útflutnings búvara sé óhjákvæmilegt að störfum í land- búnaði fækki ef til vill um 2% á ári. Sé gengið út frá því að mark- mið búvörusamningsins um lækkun raunverðs á sauðfjárafurðum náist, og svipuð markmið varðandi aðrar búvörur, telur nefndin að GATT- samningsdögin feli ekki í sér veru- lega röskun í landbúnaði umfram það sem ella hefði orðið á næstu árum. Þetta stafi af því að stefnt sé að meiri raunlækkun á verði búvara í búvörusamningnum en GATT-drögin leiði af sér. Hins veg- ar sé ljóst að ýmis atriði búvöru- samningsins þurfi að endurskoða og samræma við hugsanlegt GATT- samkomulag. Telur nefndin að ef GATT-samningsdrögin verði sam- þykkt virðist mögulegt að útfæra landbúnaðarstefnuna innan þeirra, bæði landbúnaði og neytendum til hagsbóta. Þetta sé hins vegar vandasamt verk, sem geri miklar kröfur til stjórnvalda, hagsmunaað- ila og annarra sem ieggja muni hönd á plóginn við mótun stefnunn- ar í landbúnaðarmálum. Kömiun á lífríki Bláa lónsins NEFND á veguni heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, forsætis- ráðuneytis og samgönguráðuneytis, sem hefur það hlutverk að kanna og gera tillögur um fjölþætta nýtingu Bláa lónsins, vinnur um þessar mundir að könnun á lífríki lónsins. Að sögn Ingimars Sigurðssonar, formanns nefndarinnar, fékk nefndin 7 milljónir króna á fjárlög- um á yfirstandandi ári og eru fyrstu verkefni hennar að standa fyrir könnun á lífríki Bláa lónsins. Könnunin fer fram á vegum Iðn- tæknistofnunar og hófst hún þann 1. mars síðastliðinn og stendur til 15. maí næstkomandi. Ingimar segir að framkvæmdir á vegum Hitaveitu Suðurnesja séu þegar hafnar í samvinnu við nefnd- ina. „Verið er að útbúa sérstakt lón þar sem ætlunin er að fram- kvæma læknisfræðilega könnun á völdum hópi sjúklinga næstkom- andi haust. Hitaveita Suðurncsja leggur til fjármuni til þess að mæta kostnaði við aðstöðuna," segir Ingimar. Hann segir góða samvinnu hafa náðst við heimamenn og aðra tehgda aðila svo sem Islenska heilsufélagið hf. Þá segir hann möguleika á því að útlendingar komi hingað til lands til að taka þátt í rannsókninni, en líkur eru á því að hingað komi hópur Þjóð- veija í þessu skyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.