Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992
Gísli Friðbjarnar-
son — Minning
Fæddur 19. júní 1914
Dáinn 23. mars 1992
Kveðja frá SÍBS
Það hefur löngnrn verið lán Ís-
lendinga að í hópi þeirra hafa á
hveijum tíma fundist menn með
fijóa hugsun og áræði til fram-
kvæmda, menn sem láta ekki að-
stöðuleysi og erfiðleika á sig fá held-
ur hefjast handa eins og hugur
þeirra býður þeim. Einn slíkur frum-
kvöðull og framtaksmaður var Gísli
Friðbjamarson sem nú er látinn.
Á starfsferli sínum lagði Gísli
gjörva hönd á margar framkvæmd-
ir og átti þátt í ýmsum fyrirtækjum.
Ekki verður sú umsvifasaga rakin
hér, enda býr sá er þessar línur
ritar ekki yfir nægri vitneskju þar
að lútandi nema að því leyti sem
við kemur Sambandi íslenskra
berkla- og bijóstholssjúklinga og
fyrirtækjum þess. Samskipti Gísla
og fyrirtækja SÍBS fyrr á árum
voru meiri en svo að talist geti til
tilviljana. Ekki þarf að fara í graf-
~ götur með að þar réði miklu sú stað-
reynd að Gísli tók heils hugar und-
ir upphafleg markmið SIBS sem
enn eru í fullu gildi og felast í eink-
unnarorðum sambandsins: „Styðj-
um sjúka til sjálfsbjargar."
Á árunum fyrir og eftir síðari
heimsstyijöld fór plast að ryðja sér
til rúms í heiminum við framleiðslu
ýmiss vamings. Þetta gerviefni til
framleiðslu, plastið, gert úr risasam-
eindum sem innihalda kolefni auk
annarra frumefna og efnasam-
banda, hélt einnig innreið sína hér
á landi á þessum árum. Jón Þórðar-
son, síðar framleiðslustjóri á
Reykjalundi um fjögurra áratuga
skeið, stofnaði fyrirtækið Plastik hf.
árið 1947. Gísli gekk síðar inn í það
fyrirtæki og hafði með sér í fartesk-
inu annað fyrirtæki, Plastvörur hf.
Starfsemin á Reykjalundi hófst
árið 1945 og á næstu ámm var
komið þar á fót ýmsum framleiðslu-
greinum. Þegar komið var fram á
áfið 1952 töldu menn nauðsynlegt
að færa út kvíamar og fjölga starfs-
greinum vistmanna. Eftir rækilega
könnun á framleiðslunýjungum sem
hentuðu vistmönnum á Reykjalundi
var ákveðið að koma þar upp plast-
iðju. Skipuðust mál svo að í byijun
■ árs 1953 vom gerðir samningar við
þá Gísla og Jón um kaup á áður-
nefndum fyrirtækjum. Þetta var
upphafið að plastframleiðslu
Reykjalundar. Ekki áskotnaðist
Reykjalundi einungis tæki og vélar
í þessum kaupum, heldur einnig
hugvit og kunnátta því að bæði Jón
og Gísli fylgdu með í kaupunum
ef svo má að orði komast. Jón varð
framleiðslustjóri eins og áður segir
Fædd 11. september 1918
Dáin 29. febrúar 1992
Nú sámar það, vinur, hve veik eru hljóð
og vanmáttug orðin á tungu,
en flestum er ofætlun, íslenska þjóð,
að eiga að kveða þeim skilnaðarljóð
sem lengi og svo Ijómandi sungu.
Þó vita það færri hve vont er að sjá
" af vini svo tryggum og góðum.
Ef satt væri talað um tryggðina þá,
þeir teldu það vísast, sem hlustuðu á,
að þar væri logið í Ijóðum.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Mig langar að minnast elskulegrar
ömmu minnar, Elínborgar Þórðardótt-
ur, frá Gufuskálum, dóttur hjónanna
'*Ásthildar Sæmundsdóttur frá Gufu-
skálum og Þórðar J. Sveinssonar frá
Skáleyjum, sem kvaddi þennan heim
að kvöldi hlaupársdags.
en Gísli var um nokkurra ára skeið
sölustóri alls varnings sem fram-
leiddur var á Reykjalundi. Gísli
hófst síðar handa ásamt öðrum við
rekstur plastmóta- og stansaverk-
stæðis. Sagan endurtók sig: Árið
1958 var það verkstæði Reykja-
lundi falt til kaups og naut Reykja-
lundur þannig á nýjan leik for-
göngustarfs Gísla.
Um svipað leyti hafði Gísli byggt
iðnaðarhúsnæði við Ármúlann í
Reykjavík og búið það vélum til
sambræðslu plastefna, framleiðslu
regnfata, sjófatnaðar og annars
varnings úr plasti. Á þeim tíma var
forráðamönnum SÍBS orðið ljóst að
sú atvinnulega endurhæfing og fyr-
irgreiðsla sem veitt var Reykjalundi
nægði ekki skjólstæðingum SÍBS
eftir útskrift og öðrum öryrkjum.
Það var því ákveðið að koma upp
vinnustað fyrir öryrkja í Reykjavík.
Enn skipuðust mál svo að SÍBS
keypti húsnæðið í Ármúla af Gísla
og fylgdu eins og áður með í kaup-
unum vélar og búnaður og auk
þess hugvit Gísla og þekking hans
og kunnátta á þessum framleiðslu-
sviðum. Þetta var upphafið að starf-
semi Múlalundar, Vinnustofu SÍBS
Gísli var ráðinn framkvæmdastjóri
fyrirtækisins og gegndi því starfi
til ársloka 1960. Strax var ákveðið
að stækka verulega húsnæðið í
Ármúlanum og hófust framkvæmd-
ir undir stjóm Gísla í desembermán-
uði 1959. Á næsta ári var lokið við
stækkunarframkvæmdirnar og við
það jókst starfsemin til muna.
Starfandi öryrkjum þar fjölgaði á
milli ára úr 20 í 50. Starfsemi
Múlalundar var í Ármúla 34 allt til
ársins 1982 að hún fluttist í ný-
byggt hús við Hátún 10. í húsinu
við Ármúla er nú rekin Dagvist
fyrir aldraða og öryrkja á vegum
SÍBS, Samtaka aldraðra og Reykja-
víkurdeildar Rauða kross Islands.
Þegar Múlalundur hóf starfsemi
sína undir stjórn Gísla var fengist
þar við ýmsar nýjungar á sviði
plastframleiðslu. Þrátt fyrir byij-
unarörðugleika tókst brátt að ná
góðum tökum á framleiðslunni.
Varningur þaðan varð fljótt fjöl-
breyttur og stóðst vel samkeppni á
markaðnum og gerir enn.
Gísli var meðlimur í SÍBS-deild-
inni í Reykjavík og var þar óspar
á liðveislu. Með þeim hætti hélt
hann áfram að styðja viðfangsefni
SÍBS með sömu einkunnarorð í
huga og áður, að styðja sjúka til
sjálfsbjargar.
Þetta stutta yfirlit um hlutdeild
Gísla fyrr á árum í uppbyggingu
fyrirtækja SÍBS sýnir að hún var
umtalsverð, öryrkjum og öðrum
fötluðum landsmönnum til blessun-
ar og hagsbóta. Við leiðarlok eru
Hún var fædd „undir jökli“, á
Gufuskálum á Snæfellsnesi og dvaldi
þar langdvölum undir handleiðslu
ömmu sinnar og nöfnu Þorbjarnar-
dóttur. Til Gufuskála lágu rætur
hennar og voru böndin sterk sem
tengdu ömmu þessari sveit, sem hún
unni svo heitt.
Amma var glæsileg kona og ein-
kenndu hana öðru fremur þraut-
seigja, örlæti, miidi og hlýja. Hún
var listræn kona, og sérlega hand-
lagin, var þá sama hvort hún fékkst
við fínlegan útsaum, málaði íbúðina
eða flísalagði baðherbergið. 011 báru
verk hennar vitni glæsilegu hand-
bragði og listrænu auga.
Amma giftist afa mínum, Sigurði
Friðrikssyni frá Eyrarbakka, og
eignaðist eina dóttur, Mjöll. Heimili
afa og ömmu var ævintýraheimur
okkar systkinanna, en amma var
sérstök barnagæla og hafði einstakt
Gísla færðar þakkir fyrir framlag
hans á þessum vettvangi.
SÍBS flytur eiginkonu Gísla,
Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, dætrum
þeirra, tengdasonum og öðrum
vandamönnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Haukur Þórðarson.
Björgunarbúnaður sjómanna og
tæki til veiða og fiskvinnslu hafa
verið ofarlega í huga margra íslend-
inga, og nokkrir hafa lagt sitt af
mörkum við slíka hönnun og fram-
leiðslu. Einn þeirra var Gísli H.
Friðbjarnarson.
íslendingar hafa stundað sjósókn
frá upphafi byggðar og mátt búa
við sjóslys og mannskaða, sem sjó-
sókn fylgir. 7. apríl 1906 fórst skút-
an Ingvar við Viðey og höfuðborg-
arbúar gátu í sjónaukum horft á
20 manna áhöfn klifra upp í möstr-
in og síðan falla í sjóinn einn af
öðrum. Þann sama dag fórust 2
önnur skip á Faxaflóa og með þeim
48 menn. Auk þess tók þar tvo
stýrimenn út af skipum. Þennan
eina dag fórust þar því 70 sjómenn.
Átakanlegir atburðir. Engin úrræði.
Faðir minn var á skútu á Halan-
um í Halaveðrinu mikla 7. til 8.
febrúar 1925, þegar tveir togarar
fórust þar með alls 67 manns. Hann
talaði stundum um Halaveðrið, Ing-
varsslysið og úrræðaleysið, tig ekki
að ástæðulausu. Enn voru engin
björgunartæki til, sem duga við
slíkar aðstæður. Tveir björgunar-
bátar úr tré í hveijum togara komu
að engu gagni.
Það vekur furðu, að enn skuli
jafnvei úr bæjardyrunum mega
horfa á menn í sjávarháska eða
farast, án þess að hjálp verði við
komið. Mannslífin eru það dýrmæt-
asta sem við eigum, en samt getum
við ekki tryggt öryggi og björgun.
Ægir konungur hefur yfirhöndina,
þegar hann vill, og slær til fyrir-
varalaust. Þetta er sjóslysasagan.
Samhliða henni á sér stað þróun
björgunartækni um borð í skipum,
gúmbjörgunarbátar, Sigmundar-
lag á að umgangast börn. Þau voru
ekki ófá kvöldin og næturnar sem
við fengum að dvelja hjá ömmu og
teiguðum af gnægtarbrunni fróð-
leiks og ánægju. Hún tók þátt í öll-
um okkar draumur og þrám. Ekki
var hún síðri vinur og félagi eftir
að við uxum úr grasi og komumst
til vits og ára. Barnabörnin voru nú
tekin við af okkur systkinum og
gáfu lífi hennar fyllingu, fylgdist hún
með vexti þeirra og þroska af alúð
og áhuga. Hún er nú horfin sjónum
mínum og haldin til fundar við
horfna ástvini og æðri máttarvöld.
Þó að kallið væri hvorki óvænt né
skyndilegt er söknuðurinn sár og ég
kveð hana elsku ömmu mína með
trega. Ég er rík að hafa átt ömmu
að og notið handleiðslu hennar. Ég
finn fyrir nálægð hennar og mun
ætíð geyma ljúfar minningar af sam-
vistum okkar um ókomin ár. Hafi
hún þökk fyrir allt.
Þó nú hafi skuggamir skeiðið þitt stytt,
þá skína þó Ijóðin í heiði.
Þau breiða’ yfir næturnar norðurljós sitt
á nafnið þitt kæra og á ættlandið þitt
og verða þér ljómi yfír leiði.
(Þorst. Erlingsson, Þyrnar.)
Ellý.
gálgi, Markúsarnet, Björgvinsbelti,
flotbúningar og flotvinnugallar. Allt
eru þetta spor í rétta átt. Eitt björg-
unar- og öryggistækið var hannað
og fullgert, en komst þó aldrei í
framleiðslu. Það ar björgunarstakk-
ur Gísla.
Gísli var frá Vestmannaeyjum
og er athyglisvert, hve Vestmanna-
eyingar hafa staðið framarlega í
björgunar-, veiði- og fiskvinnslu-
tækni. Framlag þeirra er svo langt
umfram aðra, að það krefst skýr-
ingar. Þar var stofnað fyrsta björg-
unarfélagið á landinu 1918, 10
árum á undan Slysavarnafélaginu,
og Vestmannaeyingar voru fyrstir
að tileinka sér gúmbjörgunarbáta.
Þaðan er gálginn og þaðan er belt-
ið og allmargar fiskvinnsluvélar.
Árið 1960 hannaði og prófaði
Gísli fyrsta „flotvinnugallann" hér
á landi. Þá voru sjómenn við vinnu
sína klæddir sjóstakk og klofháum
vaðstígvélum og með sjóhatt á
höfði. Sá búningur hefur nú nýlega
kvatt að fullu og vikið fyrir flotgall-
anum. Ber að fagna því öryggi.
Gísli lét gera könnun á björgun-
arbeltum, -vestum og -búningum,
og kom þá í ljós, að til var fjöldinn
allur af uppblásanlegum beltum og
búningum, en enginn þeirra var
nothæfur við vinnu. „Maður fyrir
borð“ gerir ekki boð á undan sér.
Þá er heldur ekki tími né aðstæður
til eins eða neins og alls ekki til
að skipta um föt og fara í björgun-
arbúning. Þessu vildi Gísli breyta.
Hann var maður hraðans, og allt
varð að gera í einum grænum hvelli.
Maður hraðans gat skilið, hvað
gera þurfti. Það varð að gera sjó-
stakkinn að flotgalla. Gísli hannaði
uppblásanlegan hring innan á sjó-
stakkinn utan um bijóstið og tengdi
hann við lítinn loftkút með neyðar-
spotta í handarkrikanum. Þegar
kippt var í spottann, fylltist hring-
urinn af lofti úr kútnum og lokaði
um leið bilinu milli manns og
stakks. Þar með lokaðist fyrir að-
streymi hins kalda sjávar, og stakk-
urinn var í einni svipan orðinn að
eins konar tjaldi utan um bijóst-
kassa mannsins. Lofthringurinn
hélt manninum lóðréttum á floti.
Maðurinn var orðinn að eins konar
bauju með endurskinsmerki. Til-
gangurinn var að veija manninn
fyrir kulda, sem var algengasta dán-
arorsökin, og halda honum á floti.
Hugmyndin var góð og búnaðurinn
virkur, en þá vantaði sem oftar það
afl, sem knýr áfram allar fram-
kvæmdir. Það afl átti enginn á lausu.
Grundvallarhugmynd Gísla var
að byggja öryggið inn í vinnuföt
sjómannsins. Sú hugmynd vann sig-
ur núna, 30 árum síðar, þótt ekki
væri þar notaður loftkútur og flot-
hringur, heldur ný flotefni. Gísli var
því á réttri leið á sínum tíma. Mörg-
um hefði björgunarstakkurinn get-
að bjargað, þegar Ægir sló til þeirra
fyrirvaralaust.
Skip farast enn á Halanum og
heima við bæjardyr, en það farast
færri skip og bjargast fleiri menn.
Þetta er árangur af björgunartækni
og slysavarnastarfi. Það eru góðu
fréttirnar.
Á þessum tíma var Gísli eigandi
Stálvinnslunnar hf. ásamt Haraldi
Haraldssyni rennismið frá Vest-
mannaeyjum, sem nú er látinn. Árin
1961-1962 var mikil síld kring um
landið, sú mesta frá 1944, landburð-
ur við Faxaflóa, síldinni mokað upp,
hún ísuð og send óflokkuð í heilum
skipsföiTnum til Þýskalands. Ársafli
frá október 1961 var 3,5 millj. mál
og tunnur. Allar þrær voru fullar,
gijótnámið milli Sjómannaskólans
og Tónabíós fullt af síld og síldinni
ekið út í hraun til geymslu.
Ingólfur Theódórsson netagerð-
armeistari í Vestmannaeyjum hafði
þá hannað og framleitt sérstaka
síldarnót, svokallaða „botnnót", þar
sem neðsti hluti netsins var fyrir
neðan blýteininn og lagðist lárétt
undir torfuna og lokaði botni nótar-
innar, áður en netið nálgaðist torf-
una. Á þessum tíma hafði íslending-
um fyrir tilstilli Kelvinstýrisins og
Haraldar Ágústssonar skipstjóra
fyrstum tekist að beita kraftblökk-
inni við síldveiðar, nótin dregin
beint upp í veiðiskipið, og nótabátar
fengu hvíld. Þetta var byltingin í
síldveiðum, enda metafli og mikils-
vert að nýta hann vel.
Elínborg Þórðar-
* dóttir — Minning
Síldin var seld óflokkuð úr landi,
því að enginn flokkun var til, en
Þjóðveijar buðu þrefalt verð fyrir
stærðarflokkaða síld. Jón Ármann
Héðinsson útgerðarmaður mun
hafa lýst fyrir Gísla mikilyægi þess
að flokka síldina. Gísli sá, að þessu
varð að breyta í hvelli, því hér var
um gífurlegar íjárhæðir að ræða
fyrir þjóðarbúið. Gísli leitaði til
Eggerts G. Þorsteinssonar sjávarút-
vegsráðherra, sem veitti Gísla
fjárstuðning til að láta hanna og
framleiða flokkunarvél. Með slíkan
listasmið sem Harald innanborðs
voru hæg heimatökin hjá Gísla. En
verkefnið var stórt og þurfti að
leysa skjótt. Þeir Haraldur leituðu
til Ásgeirs Long vélstjóra, sem hafði
hannað og smíðað vélar fyrir útgerð
og fískvinnslu. Ásgeir átti þá nýtt
verkstæði, og þar lokuðu vélsmiðimir
tveir sig af í eina viku og hönnuðu
vélina og smíðuðu jafnóðum. Stál-
vinnslan tók síðan að sér smíðina,
framleiddi og seldi, og síðan möluðu
vélarnar gull fyrir þjóðarbúið.
Alls hafa verið framleiddar um
400 flokkunarvélar fyrir allar
stærðir af fiski og seldar út um
allan heim. Síðar hóf BAADER
framleiðslu á vélum á sama grunni.
Mað tilkomu flokkunarvélarinnar
var farið að flokka alla síld til sölt-
unar og útflutnings með tilheyrandi
verðmætaaukningu. Aldrei hef ég
séð á blaði þakklæti til allra þeirra,
sem hér stóðu að verki, fyrir að
leysa þennan vanda síldveiðanna,
-söltunarinnar og -útflutningsins.
Síldarflokkunarvélin byggist á
tveim láréttum, næstum samhliða
reimum eiða færiböndum, sem fær-
ast í sömu átt og í lóðréttu sniði
mynda sín á milli 30 gráða horn
mjókkandi niðui'. Milli reimanna er
bil eða rauf, sem víkkar í færslu-
stefnuna. Reimarnar færa síldarnar
eftir raufinni þannig að minnstu
síldarnar falla fyrst niður um rauf-
ina, en þær stærstu síðast. Þannig
flokkast síldin.
Einkaleyfi fékkst ekki, því skil-
greining uppfínningarinnar mistókst
og stóðst ekki gagnvart eplaflokkun-
artæki, sem fól í sér víkkandi, fasta
rauf á hallandi sléttum fleti. Slíkt
tæki getur aðeins flokkað hluti, sem
velta á hallandi fleti, en það gerir
fískur ekki. Tækið getur því ekki
flokkað sfld. Þess vegna hefði vélin
átt að fá viðurkenningu með einka-
leyfi til framleiðslu sem íslensk upp-
fínning. Slíkt einkaleyfí er verðmæt
söluvara, ef rétt er á haldið.
Ef vel er að verki staðið, eins og
gert var við hönnun vélarinnar, eru
vandamálin skammlíf sem slík.
Menn lifa við þau og vita jafnvel
ekki af þeim, þar til einhver upp-
götvar þau sem vandamál og tekið
er á þeim og þau leyst. Síðan gleym-
ast þau aftur. Uppgötvun og skil-
greining vandamáls er fyrsta skref-
ið til þess, sem vi_ð í daglegu tali
köllum framfarir. Urtölur eru besta
ráðið til að vega að þeim og við-
halda stöðnun. Þeim ráðum er óspart
beitt. Urtölumúrinn umlykur hugvit-
ið. Kjörorð framfaranna gæti verið:
„Gegnum úrtölumúrinn". Þá leið
hefði Gísli þurft að komast oftar.
1968-69 átti Gísli frumkvæðið
ad því, að Haraldur hannaði og
smíðaði hausunarvél fyrir þorsk til
söltunar, þar sem hnakkafiskurinn
var rifinn frá hausnum og nýtingin
óx um 2-3%. Unnu þeir að þessu
máli í Danmörku, og voru þar smíð-
aðar 3 vélar og sendar heim og út
aftur vegna fjárskorts. Þá hugðist
Gísli láta hanna og smíða beitingar-
vél, en sú áætlun strandaði sem
fyrr á skorti á afli framkvæmd-
anna. Eftir þetta hætti Gísli rekstri
og snéri sér að öðrum verkefnum.
Almennt séð tilheyrir það víst
svokallaðri fijálsri samkeppni að
bera sjálfur tjón af þróunartilraun-
um og taprekstri og leysa annarra
vandamál ókeypis. Eggert er ekki
alltaf til staðar sem ráðherra til að
koma góðu til leiðar. Samtímis því
er talið sjálfsagt að þjóðnýta hugvit-
ið, þegar árangur næst. Hugvit ein-
staklingsins verður eign almennings,
en þessir endar ná oft ekki saman.
Með þessum dæmum um hugvit
og framtakssemi vil ég minnast
Gísla H. Friðbjarnarsonar. Hann
var einn af þeim, sem þarna stóðu
vel að verki. ^
Jón Brynjólfsson.