Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 48

Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 48
MORGUNBLADID, ApALSTRÆTl 6, 101 KEYKJAVÍK SÍMl 691100. SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðiö/Sverrir DITTAÐ AÐ TRILLUNNI ÁKVEÐIÐ hefur verið að ekki sé lengur þörf fyrir bandarísku AWACs-ratsjárflugvélarnar hér á landi frá og með komandi sumri vegna breyttra aðstæðna í öryggismálum á alþjóðavettvangi. íslending- ar munu þó ekki missa atvinnu vegna þessa. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra sagði við umræður á Alþingi um skýrslu um utanríkismál í gær, að Islendmgar þyrftu að undirbúa sig undir að vægi og umsvif varnarliðsins á Islandi minnkuðu á næstu árum. Greindi utanríkisráðherra frá því að áform væru af hálfu ríkisstjórnarinnar um að skipa sérstaka nefnd á næstu dögum eða vikum til að ræða við bandarísk stjórnvöld um tilhögun og umfang varnarsamstarfsins á komandi árum. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að AWACs-flugvélarnar séu notaðar til að fylgjast með ferðum herflugvéla, sem koma inn á íslenskt loftvarnarsvæði án flugáætlunar. Nýju ratsjárstöðvarnar í hveijum landsfjórðungi geti sinnt reglu- bundnu eftirliti með aðstoð F-15 flugvéla, sem séu á Keflavíkurflug- velli. Þá segir að flugvélarnar geti kom- ið aftur til landsins með stuttum fyr- iivara ef öryggi og varnir landsins Forsætisráðherra við umræður um skýrslu um utanríkismál: An efa að aðíld að EB er ekki krefjist þess á hættutímum. Til að tryggja það verður áfram starfslið á Keflavíkurflugvelli sem sér um að halda við ýmsum búnaði fyrir AWACs-vélarnar auk þess sem reglubundnar æfingar vélanna verða áfram hér á iandi. Þrátt fyrir að einhvetjir varnarliðs- menn verði kallaðir heim vegna þessa þýðir þetta ekki atvinnumissi fyrir Islendinga þar sem þeir hafa ekki unnið störf tengd AWACs-ratsjár- flugvélunum. Ratsjárvélar hafa verið staðsettar hér á landi frá árinu 1961 og AWACs-vélar hafa verið hér frá ár- inu 1978, að sögn Friðþórs Eydal, blaðafulltrúa varnarliðsins. Allt þar til Persaflóastríðið hófst haustið 1990 voru tvær bandarískar vélar hér, en þá var þeim fækkað í eina og frá því í ársbyrjun 1991 hefur AWACs-vél frá NATO séð um eftir- Bandarísku AWACs- ratsjárflugvélarnar hverfa héðan í sumar litið. a dagskrá ríkisslj omannnar Utanríkisráðherra ósammála skoðun Karls Steinars Guðnasonar um aðildarumsókn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við umræður um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í gær að enginn vafi léki á því að aðild að Evrópubandalaginu væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki ástæða fyrir Islendinga að leggja inn aðildarumsókn núna til að sjá hvernig tekið verður í okkar sérkröfur. Það verður ekki gert vegna þess eins að önnur EFTA-ríki og Norðurlönd eru á leið í aðildarsamninga," sagði Davíð. „Úttekt á því hvað EB-aðild hefði í för með sér er og hefur verið óhjákvæmilegur hluti af því að meta stöðu þjóðarinnar við gjörbreyttar aðstæður. Það hefur mikil úttekt átt sér stað nú þegar í tengslum við EES-samningana,“ sagði Davíð ennfremur. Forsætisráðherra sagðist líta svo á að umræða um evrópskt efna- hagssvæði og umræða um aðild að EB væri frekar innanríkispólitískt mál en utanríkispólitískt mál. „Þeg- ar meginafstaðan hefur vei'ið tekin um að ganga til slíkra viðræðna má segja að málið breytist í utan- ríkismál," sagði hann. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði að EES-samn- ingarnir væru forgangsmál ríkis- stjórnarinnar en þeir væri þrátt fyrir það í verulegri óvissu. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri óbreytt. í máli hans kom fram að verði EES-samningarnir ekki að veruleika yrðu Islendingar að láta reyna á það hvaða kostir aðrir stæðu til boða. „Eg tel það nánast skylduverk íslenska stjórnkerfisins að láta fara fram ítarlega skoðun á nokkrum þáttum þessa máls,“ sagði hann. Olafur Ragnar Grímsson spurði utanríkiráðherra hvort hann væri sammála þeim ummælum Karls Steinars Guðnasonar í fjölmiðlum í gær að íslendingar ættu að sækja um aðild að EB fyrir áramót. Utan- rikisráðherra benti á að þessi um- mæli Karls Steinars væru ekki ný af nálinni heldur hefðu verið sett fram við umræður á alþingi árið 1990. Sagðist ráðherra vera ósam- mála því að taka ætti afstöðu til umsóknar að EB fyrir áramót að óathuguðu máli og hann væri jafn ósammála þeirri skoðun nú og hann hefði verið þegar Karl Steinar lét hana fyrst í ljós. I ræðu Davíðs kom fram að staða íslands í alþjóðamálum væri á dag- skrá, sérstaklega vegna þróunar mála í Evrópu. „Auðvitað hafa menn úr öllum flokkum verið að skoða kosti og galla aðildar að EB. Slíkt er forsenda þess að menn hafa treyst sér til að taka afstöðu í öllum meginatriðum til þess hvort aðild fyrir Islendinga sé æskileg eða óæskileg. Menn hafa verið að skoða slíka kosti og það hlýtur auðvitað að vera gert áfram,“ sagði Davíð. Sagði hann að áframhaldandi um- ræðu og mati á stöðu þjóðarinnar yrði ekki nú beint í einn farveg öðrum fremur. Forsætisráðherra sagðist ekki vera sáttur við þá setningu sem fram kæmi í skýrslu utanríkisráð- herra að pólitískar forsendur sem hafi leitt til EES-samninganna ættu ekki við lengur. „Ég tel að þarna sé of fast að orði kveðið,“ sagði Davíð en kvaðst hins vegar taka undir þau ummæli utanríkisráð- herra að því fari fjarri að samning- urinn um EES hafi verið til einskis og að ekkert geti komið í stað EES fyrir EFTA-ríkin til skamms tíma litið. Forsætisráðherra hafnaði þeirri gagnrýni stjórnarandstæðinga að hægt væri að túlka skýrslu utanrík- isráðherra sem stefnubreytingu í utanríkismálum. Sjá einnig á þingsíðu. ♦ ♦ » Mögulegur þorskafli 285.0001. MÖGULEGUR þorskaHi á yfir- standandi fiskveiðiári er nálægt 285.000 tonnum, óslægðum, sem er um 20.000 tonnum rneira en úthlutað var. Úthlutað aflamark þetta tímabil er 250.000 tonn. Við það bætast 16.000 tonn er voru flutt af fyrra ári yfir á yfirstandandi ár og áætlað- ur hálfur línuafli tímabilið nóvember til til febrúar, um 15.000 tonn auk 5.256 tonna sem verður úthlutað úr Hagræðingarsjóði. Sjá Bl. Kaupþing óskar eftir viðræðum um kaup á Fj árfestingarfélaginu Aðilar innan Landsbankans sýna félag-inu einnig áhuga en unnið er að uppkasti að samningi við Skandia KAUPÞING hf. óskaði í gær formlega eftir viðræðum við forráða- menn Fjárfestingarfélags Islands rneð það fyrir augum að kanna kaup á félaginu og dótturfélögum þess. Hér er um ítrekun að ræða af hálfu Kaupþings sem fyrst sýndi áhuga á kaupum á félaginu á síðasta ári. Þá hafa aðilar innan Landsbankans viðrað hugmyndir um kaup Lands- bankans á Fjárfestingarfélaginu, en áður hafði norræna tryggingafé- lagið Skandia lýst áhuga á kaupum á Verðbréfamarkaði Fjárfestinga- félagsins og eru nú hafnar viðræður milli fulltrúa Skandia og forsvars- manna Fjárfestingarfélagsins. Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að stjórn fyrirtækisins hefði samþykkt að láta kanna mögu- leika á því að kaupa hlutabréf í Fjár- festingarfélaginu og dótturfélögum þess. „Okkur er ljóst að viðræður eru að fara í gang við erlenda aðila og teljum eðlilegt að við fáum að kanna málið ásamt þeim. Það hlýtur að fara saman við hagsmuni hlut- hafa í félaginu að fleiri en ein leið sé könnuð við sölu. Að öðrum kosti er ekki unnt að ganga úr skugga um að besta mögulega verð fáist fyrir bréfin.“ Guðmundur kvað ljóst að ef sam- komulag næðist um sameiginlegan rekstur eða santruna Kaupþings og Fjárfestingarfélagsins mætti ná fram verulegri hagræðingu. „Það er ljóst að fyrirtækin eru bæði með áþekkan rekstur og þetta mundi geta Ieitt til aukins umfangs við- skiptanna án þess að til þyrfti að koma samsvarandi fjölgun starfs- manna. Þannig mætti auka veltu á hvern starfsmann og með því móti ná fram hagræðingu sem full þörf er á. Auk þess er rétt að benda á að við teljum að það séu margir góðir starfsmenn hjá Fjárfestingar- félaginu sem hvetju verðbréfafyrir- tæki væri akkur í að hafa.“ Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins munu aðilar innan Lands- bankans einnig hafa viðrað hug- myndir um kaup á Fjárfestingarfé- laginu. Munu þau svör hafa fengist að ekki væri viðurkvæmilegt að hefja slíkar viðræður meðan ólokið væri viðræðum við Skandia. Þær viðræð- ur eru nú. kornnar á það stig áð verið er að vinna að uppkasti að samningi milli eigenda Fjárfesting- arfélagsins og Skandia en fyrir ligg- ur að eigendurnir vilja fá um 200 milljónir króna fyrir Verðbréfamark- að Fjárfestingarfélagsins sem ann- ast rekstur á firnrn verðbréfasjóðum og F’tjálsa lífeyrissjóðnutn auk verð- bréfamiðlunar. Aðaleigendur Fjár- festingarfélags Islands eru Islands- banki, Eimskip og Lífeyrissjóður verslunarntanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.