Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 36

Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 t Mágkona mín, ANNA FRÍEDA KUMMER frá Leipzig, lést í Borgarspítalanum 28. mars. Oddgeir Hjartarson. t Elskulegi sonur okkar og faðir, JÓN BALDVINSSON, Tunguseli 9, er látinn. LínaJónsson, Baldvin Jónsson og börn hins látna. t Elskulegur bróðir okkar, INGVAR ELLERT ÓSKARSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 10.30. Finnlaug Guðbjörg Óskarsdóttir, Ingibjörg Auður Óskarsdóttir, Halldóra Björk Óskarsdóttir, Einar Gunnar Óskarsson, Svavar Tryggvi Óskarsson, Guðmundur Vignir Óskarsson. t Elskulegur bróðir okkar, ÞÓRHALLUR BJARNASON frá Suðureyri við Súgandafjörð, til heimilis á Öldugötu 35, Hafnarfirði, lést þann 30. mars. Ása Bjarnadóttir, Andrés Bjarnason, Páll Bjarnason, Arnbjörg Bjarnadóttir, Hermann Bjarnason. Eyjólfur Bjarnason, Anna Bjarnadóttir, Karl Bjarnason, Borghildur Bjarnadóttir, t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURLIUA ÞORGEIRSDÓTTIR, Miðleiti 7, andaðist í Landakotsspítala 30. mars. Sigurjón Sigurðsson, Guðleif Sigurjónsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Helga J. Gfsladóttir og barnabörn. t Móðurbróðir minn, HÁKON BENEDIKTSSON frá Efra-Haganesi, Fljótum, Miðvangi 110, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu 24. mars sl. verður jarðsunginn frá Víði- staðakirkju, Hafnarfirði, fimmtudaginn 2. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Una Björk Harðardóttir. t Eiginkona mín, ÞÓRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Vogatungu 33a, Kópavogi, lést að morgni 30. mars. Hagalín Guðmundsson frá Hjarðardal í Önundarfirði. t Útför STEFÁNS RAFNS SVEINSSONAR frœðimanns, sem andaðist á langlegudeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hinn 25. mars sl., verður gerð frá nýju kapellunni við Fossvogs- kirkju nk. fimmtudag kl. 10.30 fyrir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Benediktsson. Minning': Adolf Tómasson véltæknifræðingur Fæddur 24. september 1938 Dáinn 24. mars. 1992 Tveggja ára baráttu Adolfs Tómassonar við erfiðan sjúkdóm er nú lokið. Kveðjustundin er þrungin sorg og trega þegar svo góður drengur er kallaður brott í blóma lífsins. Adolf háði baráttu sína af þraut- seigju og viljastyrk en sjúkdómur- inn herjaði af krafti, sérstaklega siðustu vikurnar. Eins og komið var getum við með skynsemi sætt okk- ur við að dauðinn var honum líkn hversu óréttlátt sem það var. Adolf var dulur að eðlisfari og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Það var dýrmæt reynsla fyrir okkur sem fylgdumst með horium þessi tvö ár að sjá hvernig hann tókst á við örlög sín. Hann talaði ekki mikið um það sem hann var að ganga í gegnum, en sýndi í verki hvernig hann leit á málið. Hollar lífsvenjur og reglusemi voru alla tíð hans aðalsmerki. Síðustu tvö árin bætt- ust langhlaup við og síðastliðið sumar hljóp hann Neshringinn á mettíma fyrir sinn aldursflokk. Adolf var fæddur í Reykjavík 24. september 1938. Hann var elsti sonur hjónanna Tómasar Guðjóns- sonar, sem nú er látinn, og Sigríðar Pálsdóttur er lifir son sinn. Náið samband var á milli Adólfs og móð- ur hans. Hún var honum mikill ■ styrkur í veikindum hans og miðl- aði kjarki og krafti til okkar allra. Adólf var góður sonur og hélt órofa tryggð við upprunaheimili sitt. Hann var félagi og fyrirmynd í systkinahópnum enda stóðu þau og makar þeirra þétt við hlið hans á sjúkrabeði. Hann var systkinabörn- um sínum góður og hjálplegur frændi, sporléttur ef á þurfti að halda. Snemma hneigðist hugur Adolfs inn á verk- og tæknibraut. í fyrstu nam hann vélsmíði í Vélsmiðjunni Héðni. Síðar lauk hann vélstjóra- prófi frá Vélskóla íslands. Stundaði síðan nám í véltæknifræði við tækn- iskólann í Óðinsvéum og lauk þaðan véltæknifræðiprófi 1967. Menntun- arleið hans ber vott um það að hann vildi byggja á traustum grunni. Hann fór ekki alltaf stystu leið að settu marki, en var sérstak- lega nákvæmur og vandvirkur. Þetta kom og vel fram í störfum hans, þau voru þannig unnin að ekki þurfti um að bæta. Adolf stofnaði tiltölulega seint eigin fjölskyldu. En vandlega var að því staðið eins og öðru. Eftirlif- andi eiginkona hans er Sigrún L. Baldvinsdóttir. Það var við þessi þáttaskil sem við kynntumst Adolf fyrst. Sigrún var gætin í þessum málum og því var eftirvænting bundin því að hitta mannsefnið. Ekki þurfti að þekkja Adolf lengi til að skilja að hans hægláti og ljúfi máti, auk festu og hreinskilni, pass- aði vel við þá stórbrotnu konu sem hann hafði valið sér. Þau Sigrún voru bæði þroskuð og ákveðin þeg- ar þau völdu sér leið saman. Sam- band þeirra einkenndist af hrein- skilni, tryggð og gagnkvæmri virð- ingu. Það gerði þeim kleift að vinna að persónulegri þróun hvors um sig, auk undraverðrar samheldni við börn og bú. í veikindum Adolfs ríkti sami aridinn. Þau studdu hvort annað hlið við hlið. Adolf og Sigrún eignuðust tvö böni, Þorsteinu og Tómas, Við minnumst Adolfs þegar hann til- kynnti okkur fæðingu þeirra alsæll og glaður. Þetta voru honum mikil- vægir áfangar og hann var stoltur faðir tveggja mannvænlegra barna, sem nú syrgja föður sinn. Þau geyma minningu um góðan og vandaðan föður sem leit á þau sem sitt dýrmætasta hnoss. Þau voru hans stolt. Fram á síðustu stundu t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, AÐALBJÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON frá Gelti í Súgandafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 28. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. • Sigurbjörg Sigríður E. Aðalbjörnsdóttir, Ólöf Aðalbjörnsdóttir, Kristjana S. Aðalbjörnsdóttir, Jóhannes S. Aðalbjörnsson, Eydfs Aðalbjörnsdóttir, Ósk Axelsdóttir, Þórir Axelsson, Pétursdóttir, Guðmundur Svavarsson, Sigurgeir Arngrfmsson, Þorkell L. Steinsson, Guðmundur Skarphéðinsson, Guðrún Ásgeirsdóttir og afabörn. t Kærar þakkir fyrir auðýnda samúð við fráfall og útför móður okkar, ÞORBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Rauðhálsi, Mýrdal. Bergsteinn og Jakob Guðmann. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur, GUNNAR KJARTANSSON frá Fremri-Langey, Karfavogi 36, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 13.30. Ólöf Ágústsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Gunnþór Halldórsson, Júliana Gunnarsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Elfa Gunnardóttir, Lóa Björk Gunnarsdóttir, Andrés Ágústsson og barnabörn. fylgdist hann með þeim og tók þátt í uppeldi þeirra og áhugamálum. Hann hafði orð á því í veikindunum að þungbærast væri að fá ekki að fylgja þeim eftir. Steina og Tommi bera þess vitni að þau hafa verið umvafin kærleika og foreldraást. Það veganesti endist börnum vel á lífsleiðinni. Þau hafa mætt áfalli fjölskyldunnar núna af festu og öryggi. Þau hafa getað kvatt pabba sinn með hlýrri samveru og tjáð tilfinningar sínar á eðiilegan hátt. Adolf var höfðingi heim að sækja og nutum við gestrisni hans og Sig- rúnar nú síðast í fjölskylduboðinu á síðastliðnum jólum. Engan grun- aði þá að þetta yrðu síðustu jólin hans með fjölskyldunni. Heimili Adolfs og Sigrúnar er hlýtt og fal- legt. Það hefur jafnan laðað að sér vini þeirra og kunningja. Einnig hefur það staðið opið börnunum og vinum þeirra. Adolf dyttaði að og lagfærði það sem var ábótavant heima fyrir. Sigrún sá til þess að tekannan væri í stöðugri notkun og góðgæti borið fram með. Orjúfanlegur þáttur í heimilis- haldinu á Skálatúni og stuðningur við börnin var Steina frænka amma barnanna. Hún tryggði tengsl við fyrri kynslóðir, hugsunarhátt og menningu, sem fátítt er að börn kynnist nú á tímum. Adolf skildi vel mikilvægi þessa og var þakklát- ur hennar framlagi. Hún bað fyrir Adolf í veikindum hans og gaf þann stuðning er hún vissi bestan. Heimilið á Skálatúni sér nú á eftir elskulegum föður. Það er erf- itt á stundum sem þessum að sætta sig við það óréttlæti þegar manni er kippt burtu svo að segja í miðju dagsverki. Við vottum Sigrúnu, börnunum og öllum aðstandendum Adolfs samúð við fráfall hans. Við erum hrygg á þessari kveðjustund en þakklát fyrir að hafa kynnst góðum dreng. Nanna K. Sigurðardóttir, Smári S. Sigurðsson. Kveðjuorð frá Grundartanga Síðan járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hóf rekstur fyrir nær 13 árum hafa starfað þar lengst af nær tvö hundruð manna. Fáeinir hafa kvatt og aðrir komið í staðinn ár hvert, en enginn látist í starfi fyrr en nú, að Adolf Tómasson vél- tæknifræðingur er fallinn úr hópn- um langt fyrir aldur fram. Sem starfsmaður og félagi var Adolf afar vandaður, hæglátur og vandvirkur og vann á við kynningu. Þar var aldrei orði hallað eða raust- in brýnd, en verkefnin leyst af hendi svo að lítið bar á. Þegar sjúkdómurinn sem dró hann til dauða hafði leitt hann gegnum erfiða aðgerð, sýndi hann aðdáunarverðan dugnað, þraut- seigju og æðruleysi við að þjálfa sig í þeirri von, að vágestinum mætti víkja frá og sinnti störfum sínum meðan stætt var. Þannig mun minningin um hann geymast í okkar hugum. Þegar Adolf Tómasson nú er all- ur, þakkar samstarfsfólk hans góða viðkynningu á áttunda ár og biður eftirlifandi konu hans og börnum styrks til að bera þær byrðar, sem á þau hafa verið lagðar. F.h. starfsfólks á Grundartanga, Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.