Morgunblaðið - 01.04.1992, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992
Meðfylgjandi mynd sýnir Gunnar Bæringsson framkvæmdastjóra
Eurocard og Hannes Guðmundsson framkvæmdasljóra Securitas við
undirritun samnings um öryggisgæslu fyrir Eurocard-korthafa.
Lýsingarkostnaður í ylrækt:
RARIK selur raforku til
garðyrkju án álagningar
- segir deildarstjóri viðskiptadeildar Rafmagnsveitna ríkisins
STEFÁN Arngrímsson, deildarstjóri viðskipta-
deildar Rafmagnsveitna ríkisins, segir að rafmagn-
sveiturnar selji garðyrkjubændum rafmagn á sama
verði og þær kaupi það af Landsvirkjun að við-
bættu flutningstapi. Hann segir að helsti vandinn
vegpna orkukostnaðar í garðyrkju sé að raflýsing
eigi sér stað yfir vetrarmánuðina þegar álagið í
raforkukerfinu er mest. Stefán sér ekki möguleika
á að RARIK lækki raforkuverðið frekar til ylrækt-
arinnar þar sem orkan sé nú þegar afhent án álagn-
ingar og bendir hann auk þess á að í dag fái nokkr-
ir stórir garðyrkjubændur raforkuna á sérkjörum.
Securitas og Eurocard:
Samið um öryggis-
gæslu fyrir korthafa
EUROCARD hefur gert samning
við Securitas um tímabundna
öryggisgæslu á heimahúsum.
Boðið er upp á tvenns konar ör-
Kork*o*Plast
Sænsk gæðavara
KORK-góltflísar
með vinyl-plast-áferð
Kork*o*Plast:
í 10 gerðum
Veggkork
í 8 gerðum.
Ávallt til
á lager
Aðrar korkvörutogundir á lager:
Undirlagskork í þremur þykktum
Korkvélapakkningar í tveimur þykktum
Gufubaðstofukork
Veggtöflu-korkplotur i þremur þykktum
Kork-parkett vonjulegt. í tveimur þykktum
i. Einkaumboð á íslandi:
Þ. Þ0R6RÍMSS0N & CO
Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 38640
yggisgæslu, annars vegar.reglu-
bundnar eftirlitsferðir á heimilið
og hins vegar leigu á viðvörunar-
kerfi sem er virkt allan sólar-
hringinn. Utleiga öryggiskerfa
sem sérstaklega eru ætluð fyrir
skammtímagæslu er nýjung hér-
lendis. Leigukerfin henta sér-
staklega þeim sem fara af landi
■brott í skamman tíma, t.d. í sum-
arfrí.
Viðvörunarkerfið vaktar húsið
með skynjurum sem fara í gang
og gera viðvart í stjórnstöð Securit-
as við innbrot, vatnsleka, bruna eða
rafmagnsútslátt. Frá stjórnstöð er
síðan brugðist við í hveiju tilviki
eftir eðli þeirra boða sem berast.
Þan'nig eiga Eurocard-handhafar
möguleika á að skilja áhyggjur af
mannlausu húsnæði eftir heima
þegar farið er í frí.
(Fréttatilkynning)
Fram kom í máli Magnúsar
Ágústssonar, ylræktatTáðunauts
Búnaðarfélags Islands, í Morgun-
blaðsfrétt á sunnudag, að garð-
yrkjubændur í Danmörku borguðu
lægra verð fyrir raforkuna en ís-
lenskir garðyrkjubændur gerðu að
jafnaði. Stefán sagði að raforku-
verð í Danmörku væri töluvert
hærra en á íslandi og kvaðst ekki
vita hvaða forsendur væru fyrir
tölum Magnúsar. Sagðist hann
telja að þar væri átt við nætur-
taxta.
Stefán benti einnig á að í Reyk-
holti hefðu garðyrkjubændur feng-
ið að kaupa raforku á sérstökum
tilraunataxta til að geta nýtt sér
rafmagn að nóttu til, sem þeir
fengju afhent fyrir rúmlega 2
krónur á kílóvattstundina.
Stefán sagði að sú fullyrðing
sem Samband garðyrkjubænda
hefði sett fram um að raforkuverð
til íslenskra gróðurhúsa væri
helmingi hærra en í Hollandi væri
byggð á misskilningi. Þegar nánar
væri að gáð kæmi í ljós að orku-
verðið í Hollandi væri um 50%
hærra en á íslandi. Hins vegar
væri kostnaðurinn mun hærri hér-
lendis vegna meiri lýsingar.
AÐALFUNDUR
Olíuverzlunar íslands hf. 1992
Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf.
verður haldinn í Ársal Hótel Sögu,
föstudaginn 10. apríl, kl. 16.00.
Dagskrá skv. 13. gr. samþykkta
félagsins.
Ársskýrsla félagsins fyrir árið 1991
mun liggja frammi, hluthöfum til sýnis
á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu
10, frá og með 3. apríl 1992.
Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.
Stefán sagði að stærri framleið-
endur fengju raforkuna á sérkjör-
um, sem næmu 2,70-2,80 krónum
á kílóvattstundina. Aðspurður um
möguleika á lækkun orkuverðs til
garðyrkjunnar samfara aukinni
orkunotkun við lýsingu í blóma-
og grænmetisframleiðslu sagði
Stefán að dreifiveiturnar gætu
ekki gengið lengra en þær gerðu
nú þegar, þar sem þær seldu raf-
orkuna í dag á kostnaðarverði.
„Við höfum seilst mjög langt og
það er mjög erfítt fyrir okkur að
seilast lengra nema til komi
ákvörðun frá Landvirkjun. Þó
ástandið í orkubúskapnum sé
þannig í dag að næg orka sé fyrir
hendi er það aðeins tímabundið
ástand. Það snýr fyrst og fremst
að Landsvirkjun hvort hægt er að
gera eitthvert skammtímasam-
komulag um verðlækkun til að
létta garðyrkjubændum fyrstu
sporin en spár um raforkuverð
sýna að búast má við hægfara
lækkun raforkuverðs næsta ára-
tuginn. Ég held auk þess að raf-
orkan hafí ekki verið sá þáttur sem
Hafí reynst garðyrkjubændum
erfíðastur og ef litið er til baka
um nokkur ár kemur í ljós að raf-
orkuverð hefur almennt farið
hraðlækkandi," sagði hann.
Stefán sagði eðlilegt að garð-
yrkjubændur leituðu leiða til að
ná niður rekstrarkostnaði en sagði
að á fundi í Hveragerði fyrir
skömmu hefði verið upplýst að
lýsingarkostnaður á hverja rós í
blómarækt væri um 5 krónur en
útsöluverð á rós væri á bilinu
250-300 krónur.
„Við höfum reynt að koma til
móts við þá eftir bestu getu en
það vill bara svo til að þeir eru
notendur sem þurfa að fá rafork-
una á allra versta tíma orkukerfis-
ins,“ sagði Stefán.
Ályktanir á aðalfundi BHMR:
Persónuafsláttur
hækki í samræmi við
verðlagsbreytingar
í ÁLYKTUN aðalfundar BHMR um skattamál er þess krafist að per-
sónuafsláttur hækki í samræmi við verðlagsbreytingar og hækkanir
sem hafi orðið á skatthlutfallinu. í ályktuninni segir að til að persónu-
afsláttur í staðgreiðslu nái að halda sömu skattleysismörkum og voru
í ársbyrjun 1988 þyrfti hann að vera 28.182 kr. í stað 23.922 kr. og
skattleysismörk 70.719 kr. í stað 60.030. Mótmælt er skerðingu á barna-
bótum og þess krafist að fjármagnstekjur verði skattlagðar.
Á fundinum voru samþykktar stórlega réttur foreldra til að vera
breytingar á kjarastefnu BHMR
þar sem segir m.a. að samtökin
krefjist þess að laun háskólamanna
hjá opinberum aðilum verði hækk-
uð til jafns við laun háskólamanna
á almennum markaði. Sömu laun
verði greidd fyrir hliðstæða mennt-
un, sérhæfni og ábyrgð starfs-
manns, að teknu tilliti til
hlunninda. Þess er jafnframt kraf-
ist að staðið verði við gerða samn-
inga um nýtt launakerfi sem sé
sveigjanlegt þannig að hver há-
skólamaður njóti menntunar sinn-
ar, starfsumfangs og starfs-
ábyrgðar í launum. Einnig er sett
fram sú krafa að laun verði að
fullu verðtryggð og hægt verði að
lifa mannsæmandi lífi af dagvinnu-
launum.
í ályktunum aðalfundarins er
þess m.a. krafist að rýmkaður verði
werzalitr
SÓLBEKKIR^)
fyrirliggjandi.
SENDUM I PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 • Reykjavík • simi 38640
heima hjá veikum börnum án þess
að veikindaréttur skerðist og að
þeir starfsmenn sem geta unnið
að hluta í veikindum sínum fái það
og noti þá aðeins hlutfallslega
veikindarétt sinn. Þá er það sögð
vera réttmæt krafa að leyfi vegna
gervifrjóvgunar verði allt að 14
dagar og alls þrisvar sinnum.
Aðalfundur BHRfR krefst þess
að bótaQárhæðir slysatrygginga
verði stórlega auknar og að þær
gildi óskertar allan sólarhringinn.
Einnig er þess krafíst að réttur
feðra til barnsburðarleyfis verði
tryggður, bamsburðarleyfið lengt
í 9 mánuði og foreldrar geti skipt
þeim tíma á milli sín að eigin vild
og að réttur til barnsburðarleyfis
gildi jafnt um lausráðna sem fast-
ráðna starfsmenn.
Aðalfundur BHMR krefst þess
að yfírvinnuskyldan verði afnumin,
að afnumdar verði takmarkanir á
aukastörfum, og að sérákvæði
hegningarlaga um opinbera starfs-
menn verði numin úr gildi. Þá er
mótmælt öllum hugmyndum um
að svipta starfsmenn ríkisfyrir-
tækja sem einkavæðast biðlaunum.
í ályktunum um lífeyrismálefni
er m.a. mótmælt aukinni miðstýr-
ingu og skerðingu réttinda sem
sögð eru felast í frumvarpi um
starfsemi lífeyrissjóða.
Þá er þess krafist að unnið verði
markvisst að því að öll börn að 6
ára aldri eigi kost á allt að heils-
dagsvistun á leikskóla og Iögð
áhersla á að ríki og sveitarfélög
stórauki framlög til þessa mála-
flokks.