Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1992 9 HVANNEYRARFERÐ Farið verður að Hvanneyri á skeifudaginn með við- komu hjá Benedikt Þorbjörnsyni á Staðarhúsum sunnudaginn 5. apríl. Kaffiveitingar verða veittar á Hvanneyri. Rúta fer frá félagsheimili Fáks kl. 10.30. Tilkynna ber þátttöku ekki síðar en föstudaginn 3. apríl til skrifstofu Fáks. Fræðslunefnd Fáks. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 • • Ofug formerki Forystugvein DV birt- ist í fyrradag og bar fyr- irsögnina „Þrítugasti mars“. Fer hún hér á eftir: „Þeir eru ekki margir dagarnir í dagatalinu sem geymast í minningu þjóðariimar. Helst eru það hátíðardagar á borð við sautjánda júní og fæðingardag Jóns Sig- urössonar og fyrsta des- ember sem fullveldisdag. Einn er þó sá dagur sem einnig er minnisstæður með öfugum formerkj- uin. Það er þrítugasti mai's. Þann dag árið 1949 var gerð aðför að Alþingi Islendinga. Skipuleg til- raun var gerð til árásar á Alþingisluisið og út brutust átök á Austur- velli sem ekki eiga sinn líka á seinni áium. Til- efni þess atburðar var innganga Islands í Atl- antshafsbandalagið og tilraunir sósíalista og herstöövaandstæðinga til að liindra þá ákvörðun Alþingis. Hlýtt í blindni Atlmitshafsbandalagið var svar Vesturlanda gegn yfirgangi kommún- ista og heimsvaldastefiiu Sovétrikjanna. Sýnt þóttí að Sovétríkin mundu einskis svífast tíl að sölsa undir sig fullveldi þjóða og láta kné fylgja kviði bæði í krafti minnihluta- hópa og atbeiua Sovét- ríkjanna sjálfra. Heims- veldið var í fæðingu og stórveldardraumarnir áttu sér engin takmörk. Kommúnistar um allan heim hlýddu tilskipunum frá Moskvu í blindni og milljónir manna á Vest- urlöndum trúðu á fyrir- heitna landið og alræði öreigamia. Hnúar o g hnefar Frjálsar þjóðir á Vest- urlönduni áttu ckki nema eitt svar við þessari stefnu. Þær þurftu að mynda bandalag enda Morgunb!aðið/Ól. K.M. Flótti brostinn í liðið á Austurvelli. Aðför kommúnista að Alþingishúsinu Þann 30. marz 1949 gerðu kommúnistar á íslandi tilraun til að hindra Alþingi í því að samþykkja aðild íslands að NATO. Skipuleg aðför var gerð að þinghúsinu og rigndi grjóti yfir það og hnúum og hnefum var beitt. Handbendi Sovétríkjanna gerðu sömu atlögu að bandalaginu um alla Evrópu. íslendingar geta verið hreyknir af þeim forystumönnum þjóðarinnar, sem létu ekki landráðabrigsl aftra sér frá því að ganga til liðs við lýð- ræðisöflin, að því er segir í forystugrein DV. liafði heimsstyrjökliii síð- arí kemit þeim að hlut- leysi var einskis virði. Atlantshafsbandalagið var eitur í beinum Sovét- í'íkjamia og handbenda þeirra um alla Evrópu. Þess vegna var gerð at- laga að bandalaginu með stanslausum óhróðri og vopnaskaki þegai- því vai- að skipta. Hér á Iandi beittu kommúnistar hnú- um og hnefum og grjóli rigndi yfii- Alþingishúsið þann sögufræga dag fyr- ir fjörutíu og þrem árum. Samstaða frjálsra manna Sagan hefur sannaö að Atlantshafsbandalagið átti rétt á sér. Fyrir til- styrk bandalagsins v:u- framrás konunúnismans veitt viðnám. I kraftí NATO gátu frjálsii' menn staðið saman, borið sam- an bækur sínar og talað einni röddu gagnvart sameiginlegum andstæð- ingi. An NATO hefði víg- búnaðarkapphlaupið tap- ast, án NATO hefðu Sov- étríkin komist upp með stefnu sína í kjamorku- vopnabúnaði og eldflaug- um og án NATO væni Sovétríkin enn að sýna vígtennumar. An NATO og varnarbandalags vest- rænna þjóða hefðu menn aldrei getað staðið vörð um lýðræðið og lifskjara- sóknina og íbúai' Sovét- ríkjanna hefðu aldrei fengið tækifæri tíl að sjá muninn á lýðræði og al- ræði. Þau vatnaskil réðu úrslitum um fall Sovét- ríkjamia áður en yfii' lauk. Söguskýring Enn er verið að búa til þá söguskýringu að Atlantshafsbandalagið hafi í rauninni aldrei ver- ið nauðsynlegt og það hafi einvörðungu verið liður í heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Þessa söguskýringu höfum við heyrt áður. Hún glumdi í eyrum íslendinga i fjörutíu ár. En menn gleyma þá að skoða hvað hefði gerst ef Atlants- hafsbandalagið hefði ekki verið stofnað. Hvemig liti heimsmynd- in út? Hvai' væmm við stödd ef mark hefði verið tekið á þessum andróðri gegn NATO strax í upp- hafi? Landráða- brigsl Söguleg og pólitísk þýðing Atlantshafs- bandalagsins er auðvitað hafin yfir allan vafa og þátttaka Islands var bæði táknræn samstaða og mikilvæg viljayfirlýsing um stöðu þjóðarinnar í þessum miklu átökum. Við getum verið hreykin af þeim foi-ystumömium þjóðarinnar sem létu ekki landráðabrigsl aftra sér frá því að ganga til liðs við lýðræðisöflin í heiminum." RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI Yfírvofandi skattlaoiinff • fw / ^ Ö spanijar A morgun, fimmtudaginn 2. apríl, verður Sveinn Jóns- son, aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans og löggiltur endurskoðandi, í VIB-stofunni og ræðir við gesti um skattlagningu sparifjár. Enn á ný verður fjármagn flutt frá sparifjáreigendum. Hver verða áhrifm? Hvernig munu einstaklingar ávaxta sparifé sitt í framtíðinni? Verður sparifé flutt úr landi í einhverjum mæli? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Ármúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.