Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APIIIL 1992 Námslán eru kjaramál eftir Guðrúnu Helgadóttur Fyrir menntamálanefnd Alþing- is liggnr nú að afgreiða frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem töluverðar um- ræður hafa orðið um á þessum vetri. Því miður er oft rætt af lít- illi þekkingu um málefni sjóðsins, þó að hann sé sá sjóður iands- manna sem mikilvægastur er. Lánasjóður íslenskra náms- manna var stofnaður árið 1952. Með stofnun hans skyldi lagður. grunnur að jafnrétti íslenskra ung- menna til náms og ég hika ekki við að halda því fram að stofnun sjóðsins er mesta kjarabót sem ís- lenskar ljölskyldur hafa öðlast i sögu lýðveldisins. Því miður leið langur tími þar til samtök launa- manna gerðu sér ljósa þýðingu þessara sjálfsögðu réttinda, en nokkur merki eru nú um að sú tíð sé liðin. Þar til Lánasjóður ís- lenskra námsmanna var stofnaður var nám forréttindi hinna ríku og fjöldi ungmenna lét sig ekki dreyma um framhaldsnám, og urðu ekki síst konur þar illa úti. Við gætum jjafnað saman umtalsverð- um hópi kvenna sem fengu það hlutskipti á árunum fyrir stofnun sjóðsins að strita fyrir andans mönnum þjóðarinnar og afkom- endum þeirra og var þá ekki spurt hvort hjóna væri betur til námsins failið. Og langur tími leið þar til það fór að renna upp fyrir mönnum að námslán eru ekki fyrirgreiðsla til þeirra einstaklinga sem námið stunda, heldur fjárfesting í þágu samfélagsins alls. Ef til vill skortir enn nokkuð á þann skilning og skal vikið að því síðar. Fram til ársins 1967 voru lán úr sjóðnum endurgreidd á 10 til 15 árum með 3,5% vöxtum. A ár- unum 1967-75 voru vextir 5% og því langt undir verðbólgu á þeim árum, auk þess sem endurgreiðslur hófust ekki fyrr en 5 árum eftir að námi lauk. Miklu minna eftirlit var á þessum árum með framvindu náms en nú er. Árið 1976 voru námslán verðtryggð fyrst allra fjárskuldbindinga, en endur- greiðslutíminn var lengdur í 20 ár. Árið 1982 samþykkti Alþingi núgildandi lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, en frumvarp til þeirra laga var afrakstur vinnu milliþinganefndar sem skipuð hafði verið til þess verks. Ég átti sæti í þeirri nefnd og þar sat m.a. núver- andi fjármálaráðherra, og ég hygg að við getum verið sammála um að mikil vinna hafi verið lögð í það verk og vel til þess vandað til með ágætri aðstoð sérfróðra manna. Lánin voru áfram verðtryggð og endurgreiðast á 40 árum. Heljast greiðslur 3 árum eftir námslok. Eftirlit með framvindu náms var mjög hert, og eru lán því aðeins veitt að námsmaður skili tilskildum prófum. Tvær afborganir eru greiddar á ári, sú fyrri er föst upphæð, hin síðari háð tekjum. Almennt er greiðsla 3,75% af tekj- um fyrir skatta. Útreikningar sýna að langflestir námsmenn greiða lánin að fullu á 20 árum og sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskoðun- ar frá því í apríl 1991 skila tæp- lega 90% af útlánum sér aftur að fullu verðtryggð. Um þessi lög frá 1982 hefur ríkt friður og námsmenn virðast hafa unað þeim sæmilega. Dæmi um það eru góð skil á endurgreiðsl- um og var hlutfall vanskila við sjóðinn í árslok einungis 0,95% af S-)ánum, en það eru lán sem veitt voru eftir 1982, en 1,26% af V-lán- um, en það eru lán sem veitt voru á árunum 1976-82. Hygg ég að óvíða sé betri skil að finna á fjár- skuldbindingum hérlendis. Ljóst er, að námsmenn taka því aðeins námslán úr sjóðnum að þeir þurfi á þeim að halda. Allar sögu- sagnir um annað eru fullyrðingar, sem þeir tala mest um sem minnst þekkja til. Til dæmis taka nú að- eins 60% stúdenta við Háskóla ís- lands námslán, en af sjálfu leiðir að þeir sem stunda nám erlendis eru háðari sjóðnum. Nú dreifast útlán sjóðsins þannig, að um 60% lántakenda skulda innan við 1 milljón króna, og aðeins 1% skuld- ar 5 milljónir eða meira. Það er því ekki margt sem bendir til að námsmenn sækist eftir námslánum nema um raunverulega þörf sé að ræða. Fjöldi námsmanna er fjöl- skyldufólk, sem hefur allar sömu frumþarfir og aðrir og börnin þeirra þarfnast alls hins sama og önnur böm. Lífsbarátta náms- manna er í engu frábrugðin lífsbar- áttu annarra vinnandi manna í þessu landi, eini munurinn er að þeir fá ekki laun fyrir vinnu sína heldur fjármagna framfærslu sína á lánum, sem þeir verða síðan að endurgi;eiða. Lánasjóðurinn er oft á tíðum undirstaða þess að þeir geti stundað nám sitt. En hver er þá staða sjóðsins sjálfs? Er hann enn eitt af gjald- þrotafyrirtækjum þjóðarinnar? Er- um við að afskrifa skuldir hans og greiða þær úr eigin vasa? Því fer fjarri. Fá fyrirtæki í þessu landi eru betur stæð. í áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar- segir svo: „Lánasjóðurinn getur staðið undir öllum núverandi skuldbind- ingum með eigin fé sínu. Ef sjóðn- um hefði verið lokað í árslok 1990 gæti hann staðið við allar skuld- bindingar án þess að þurfa á frek- ari ríkisframlögum að halda. Þar að auki gæti sjóðurinn endurgreitt ríkissjóði á nafnvirði rúma 9 millj- arða af eigin fé sínu sem var rúm- lega 13 milljarðar króna um síð- ustu áramót.“ Hér er því enginn banki eða byggðasjóður í hættu. Lánasjóður íslenskra námsmanna er stöndugt fyrirtæki. Hver er þá vandinn? Hann er augljós. Þegar lögin voru samin var okkur öllum Ijóst að umtals- verð ríkisframlög þyrfti að leggja sjóðnum í rúman áratug eða þar til endurgreiðslur færu að skila sér að einhverju marki, en síðan hlytu þau að fara lækkandi þar til sjóður- inn gæti staðið á eigin fótum. Það hefur enda gengið eftir, að endur- greiðslur skila æ meira fé í sjóð- eftir Helga Jónsson Liðagigt hjá börnum undir 16 ára aldri er sem betur fer frekar sjald- gæfur sjúkdómur. Fimm til tíu börn veikjast þó á hveiju ári á íslandi. Um */« sjúklinganna eru stúlkur. Einkenni Einkenni barnaliðagigtar eru á margan hátt frábrugðin iktsýki hjá fullorðnum, t.d. getur sjúkdómurinn byijað með háum hita og útbrotum án þess að liðeinkenni séu áber- andi. Augnbólgur fylgja stundum og geta leitt til alvarlegrar sjón- skerðingar. Ung börn kvarta sjald- an um Iiðverki. Þess í stað reyna þau að forðast sársaukafullar hreyfingar og fyrstu einkennin geta því verið að barnið forðast að hlaupa eða notar lítið aðra höndina. Enn eitt sérkenni barnaliðagigtar eru þær truflanir á líkamsvexti barn- anna áem fylgja alvarlegum sjúk- dómi. Ljóst er að ástand það sem við köllum barnaliðagigt er ekki einn og sami sjúkdómurinn. í grófum inn. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki lagt honum það fé sem nauð- synlegt var þessi fyrstu ár, en hins vegar lagt honum auknar skyldur á herðar. Þess í stað var gripið til lántöku sem greiða þarf vexti af, en námslán eru einungis verð- tryggð. Hér hefur því skapast vaxtamunur sem í dag er um 6% og segir sig sjálft að hann kemur illa niður á sjóðnum. Slíkar lántök- ur eru vítahringur sem verður að ijúfa. Sjóðinn verður að ljármagna með ríkisframlögum sem fara síð- an lækkandi í stað þess að auka í sífellu vaxtakostnað sem áður en varir leiðir hann í gjaldþrot. Vandi sjóðsins er fortíðarvandi ríkisstjórna sem hafa verið honum andsnúnar. Miklar sveiflur í ríkis- framlögum hafa reynst honum hættulegar og á sl. áratug hefur hlutfall þeirra í fjármögnun sjóðs- ins verið frá 50% til 90%. Þessar sveiflur hafa bitnað illilega á náms- mönnum sjálfum, sem jafnan eiga það undir ríkisstjórn hveiju sinni, hver kjör þeir búa við á hveijum tíma, auk þess sem skert framlög til sjóðsins hafa stefnt stöðu hans í það óefni sem nú blasir við. Þessar staðreyndir ættu að vera augljósar, en í stað þess að auka framlög til sjóðsins skipaði núver- andi menntamálaráðherra nefnd til að endurskoða gildandi námslána- kerfi og vekur þar athygli að eng- inn fulltrúi námsmanna átti þar sæti, heldur var hún skipuð 5 mið- aldra karlmönnum í góðum emb- ættum sem tæplega skulda lána- sjóðnum umtalsverðar upphæðir. Konur áttu þar ekkert erindi. Ein- hveijir kunna að halda að stelpurn- ar séu enn að vinna fyrir strákun- um í skrifstofum landsins, en svo er nú ekki, þökk sé Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Frumvarp nefndarinnar liggur nú fyrir og það er ekki að ófyrir- synju að ugg setji að námsmönn- um, sem að sjálfsögðu hafa mót- mælt flestu sem í því er. Alvarleg- ast er þó að nefndarmenn virðast leggja að jöfnu alfnenn fjárfesting- arlán einstaklinga, t.d. til kaupa á íbúð eða heimilistækjum og fram- færslulán námsmanna, þ.e. lán þeim til viðurværis meðan þeir eru að mennta sig í þágu samfélags- ins. Engu er líkara en það sé skoð- un nefndarinnar að þekkingarleit og menntun sé einkamál einstakl- dráttum má skipta sjúklingunum í fimm hópa: 1. Sjúkdómur þar sem hiti og útbrot eru áberandi (Stills- sjúkdómur). 2. Fjölliðagigt með já- kvæðum gigtarprófum en þetta form sjúkdómsins líkist oft iktsýki hjá fullorðnum. 3. Fjölliðagigt án jákvæðra gigtarprófa. 4. Fáliðagigt (4 liðir eða færri) hjá stúlkum án jákvæðra gigtarprófa. 5. Fáliðagigt hjá drengjum en þetta form líkist oft hrygg-ikt hjá fullorðnum. Augn- bólgur eru algengar í tveim síðast- nefndu hópunum. Orsakir Orsakir barnaliðagigtar eru óþekktar. Svipað og hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna liðagigt má oft finna merki um brenglun á ónæmiskerfi barnanna og einnig eru ti! staðar tengsl við arfgenga vefjaflokka. Vitað er að veirusýk- ingar geta valdið skammvinnum lið- bólguköstum en ekki eru örugg dæmi um að þær geti valdið lang- vinnri barnaliðagigt. Meðferð Mikilvægt er að greina sjúkdóm- Norrænt gigtarár 1992: Barnaliðagigt Guðrún Helgadóttir „Sérhver alþingismað- ur hlýtur að gera sér ljóst að framtíðarvel- ferð þjóðarinnar er undir því komin að við eigum á að skipa menntuðu fólki á öllum sviðum.“ inga sem sé samfélaginu í heild óviðkomandi. Sé svo hljóta þeir að draga gildi sjóðsins í efa yfirleitt. í áliti nefndarinnar segir: „Nefndin leggur áherslu á að raska sem minnst reglum um útlán sjóðs- ins, en leggur til veigamiklar breyt- ingar á endurgreiðslureglum til þess að tryggja íjármögnun hans, þótt áfram sé gert ráð fyrir að námslán séu meðal hagstæðustu lána sem í boði eru í þjóðfélag- inu.“ Hér leynir sér ekki að nefnd- in lítur á námslán sem hver önnur fjárfestingarlán til einstaklinga, sem skili þeim síðan sjálfum betri lífskjörum. En er það svo? Skilar menntun námsmanna þeim sjálfkrafa háum launum þegar til starfa er komið? Er bein fylgni milli menntunar manna og launa? Nei, því fer fjarri. Fjölmargir vísindamenn þjóðarinn- ar vinna störf sin á lágum launum einfaldlega af því að þeir meta þekkingu sína og þekkingarleit meira en ýmis þau lífsgæði sem aðrir setja ofar öllu. Og á meðan á námi stendur eru námslán ekki til annars en að framfleyta náms- Helgi Jónsson „Orsakir barnaliðagigt- ar eru óþekktar. Svipað og hjá fullorðnum sjúklingum með lang- vinna liðagigt má oft finna merki um brengl- un á ónæmiskerfi barn- anna og einnig eru til staðar tengsl við arf- genga vefjaflokka.“ inn tímanlega til þess að forðast liðskemmdir og varanlega örorku. Meðferðin er tvíþætt. Annars vegar mönnum og fjölskyldum þeirra, börnin þeirra þarfnast heimilis og matar og gæslu, rétt eins og önnur börn. Það er því óþolandi í allri umræðu um kjör námsmanna að ennþá skuli skjóta upp ímyndinni um efnilega námsmenn sem fóru með kæfubelg til Kaupmannahafn- ar á síðustu öld og dóu þar úr berklum eða óreglu í köldum her- bergiskytrum. Menntun margra þeirra er enn í vanskilum, það eru lán úr Lánasjóði íslenskra náms- manna ekki né heldur þekking þeirra sem lána nutu og vísinda- störf þeirra. Það eru ekki námsmenn sem eru í vanskilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna, heldur misvitur stjórnvöld. Þau hefðu því átt að skila því sem þeim ber og láta lög- in frá 1982 í friði. Það er fráleitt að námslán beri vexti, verðtrygg- ing tryggir að það sé greitt sem fengið var að láni. Ætlunin var aldrei að sjóðurinn græddi á náms- mönnum. Sérhver alþingismaður hlýtur að gera sér ljóst að framtíðarvelferð þjóðarinnar er undir því komin að við eigum á að skipa menntuðu fólki á öllum sviðum, sem býr vfir fyllilega sambærilegri þekkingu og aðrar þjóðir í okkar heimshluta. Þetta virðast starfsfélagar okkai' á Norðurlöndum gera sér ljóst. Svíar og Danir hafa orðið að skera ríkisútgjöld verulega niður, en á sama tíma hafa þeir aukið framlög til menntunar. Hér heima sjáum við árangur aukinnar þekkingar á ýmsum sviðum, t.d. er það engin tilviljun að verðmæti fiskafla jókst þrátt fyrir minni veiðar á sl. ári. Þar kemur auðvitað menntun og þekking til skila. Það er því áhyggjuefni að stjórn- völd hika nú ekki við að fara með offorsi að því besta, sem við höfum byggt upp á síðustu áratugum í þessu landi og hyggjast ekki fyrir. Nægir þar að nefna skólakerfið, heilbrigðiskei'fið og Lánasjóðinn, sem þjóðin hefur verið einhuga um. í yfirstandandi kjarasamningum hafa samtök launamanna lagt áherslu á velferðarmál landsmanna sem hluta lífskjara og er það vel. En þau mega ekki gleyma því grundvallarmarkmiði sem eining hefur verið um, að allir landsmenn eigi fullan rétt til náms. Enn er tími til að þrýsta á menntamála- nefnd Alþingis um að ganga svo frá frumvarpi til Iaga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, að það meginmarkmið verði ekki rýrt. Höfundur er alþingismaður fyt'ir Alþýðubandalagið í Reykjavík. lyfjameðferð en lyfin sem eru notuð eru að miklu leyti þau sömu og við iktsýki hjá fullorðnum. Sérstaklega þarf að varast lyf sem skaðað geta vöxt og þroska barnsins. Þekking á lyfjanotkun við barnaliðagigt hef- ur aukist mikið á síðustu árum og virðist sem horfur þeirra barna sem hafa erfiðustu tegundir liðagigtar hafi batnað verulega. Hinn aðalþáttur meðferðar er þjálfun og aðlögun að daglegu lífi. Sjúkra- og iðjuþjálfat' hafa þar mik- ilvægu hlutverki að gegna en mikil- vægast er þó hlutverk foreldra og annarra ættingja barnanna því ómældur er sá tími sem fer í að hjálpa og leiðbeina gigtveikum börnum. Nauðsynlegt er að foreldr- um séu sköpuð skilyrði til þess að geta gefið sér góðan tíma með börn- um sínum. Á vegum Gigtarfélags íslands er nú unnið að stofnun samtaka sem . hafa það hlutverk að gæta hags- muna þessara aðila. Horfur Þrátt fyrir alvarlegan sjúkdóm eru horfur flestra sjúklinga með barnaliðagigt góðar. I um helmingi tilfella eldist sjúkdómurinn af börn- unum án varanlegra menja en um fjórðungur barnanna á við ævilang- an erfiðan sjúkdóm að glíma. Höfundur er doktor í gigtarlækningum og starfar sem sérfræðingur á lyflækningadcild Landspítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.