Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Nökkvi Már Jónsson átti hreint afbragðs leik með Keflvíkingum í gær. Hér hefur hanan Valsari. Nökkvi tók 20 fráköst í leiknum og munaði um minna fyrir ÍBK. Morgunblaðið/Einar Falur betur en Símon Ólafsson URSLIT Körfuknattleikur Úrslitakeppni 1. deildar karla: Breiðablik - ÍA...............76:67 ■Breiðablik heldur áfrazm keppni og mætir IR í keppni um sigur í deildinni. Fyrsti leikur liðanna verður á morgun. Handknattleikur 1. deild kvenna: FH-Grótta.....................20:13 ■FH heldur áfram og mætir Stjömunni í undanúrslitum íslandsmótsins. Knattspyrna Reykjavíkurmótið: Fram-Fylkir....................... 1:1 Pétur Amþórsson - Finnur Kolbeinsson ÞÝSKALAND NUmberg - Bomssia Dortmund.......2:1 Sergio-Fabian Zarate (12.), Christian Wiick (28.) - Stephane Chapuisat (34.) Dynamo Dresden - Karlsruhe..........2:0 Bochum - Duisburg...................2:1 Efstu lið: Bor. Dortmund..31 15 11 5 53:40 41 Eintr. Frankfurt....30 15 10 5 62:33 40 VfB Stuttgart..30 16 8 6 48:25 40 ■stórleikur dagsins í dag i Þýskalandi er viðureign Frankfurt og VfB Stuttgart á heimavelli fyrmefnda liðsins. Sigri annað hvort liðið fer það í toppsæti deildarinnar. FRAKKLAND Nancy - Marseille................1:3 Ryszard Tarasiewicz (10.) - Abedi Pele (23.), Jean-Philippe Durand (43.), Jocelyn Angloma (48.) UM HELGINA Blak Úrslitakeppni kvenna: Víkin, Víkingur - ÍS...............14 Digranes, HK - UBK...............15.30 Badminton Deildakeppni BSÍ hófst í gærkvöldi og held- ur áfram í dag og á morgun. Keppt er í 1., 2. og 3. deild. Síðasta umferð hefst á morg- un kl. 15.00 í Laugardalshöil. Borðtennis Reykjavíkurmótið í borðtennis verður haldið í TBR-húsinu á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 10. Körfuknattleikur Sunnudagur: Hlíðarendi, Valur - IBK............20 ■Þetta verður annar leikur liðanna í úrslitakeppni um íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla. ■ÍR og Breiðablik mætast í fyrsta úr- slitaleik um sigur í 1. deild karla kl. 17 I íþróttahúsi Se(jaskóla. Frjálsíþróttir Breiðholtshlaup ÍR fyrir börn og unglinga hefst kl. 11 í dag við íþróttahús Seljaskóla. Keppnin er opin öllum 15 ára og yngri. 23/17 Víti 7/3 20/7 3ja stiga 26/7 51 Fráköst 46 30 (varnar) 26 21 (sóknar) 20 12 . Boita náð 12 13 Bolta tapað 18 23 Stoðsendingar 12' Meistara- taktar ÍBK KEFLVÍKINGAR sýndu sann- kallaða meistaratakta þegar þeir sigruðu Valsmenn 106:84 í fyrsta leik liðanna í úrslita- keppninni um íslandsmeistara- titilinn í Keflavík í gærkvöldi. Valsmenn, sem svo óvænt slógu Njarðvíkinga út í undanúrslit- um, réðu þó ferðinni í byrjun og náðu mest 15 stiga Bjöm forystu en í hálfleik Blöndal ■ var staðan 48:39, sJ:ri!ar!,rá Hlíðarendaliðinu í vil. Það var svo í síðari hálfleik sem Keflvíkingar sýndu fyrst hvað í þeim bjó. Þeir fóru hreinlega á kostum og á fyrstu 7 mínútunum gerðu þeir út um leik- inn með því að skora 30 stig gegn aðeins 4 stigum Valsmanna. „Við gerðum okkur grein fyrir því í hálfleik að við urðum að bæta varnarleikinn ef við ætluðum okkur að stöðva Valsarana. Þetta gekk allt eftir og ég get ekki annað en verið ánægður með hvernig til tókst. En það eru fleiri leikir eftir og ég hef trú á að Valsmenn verði erfíðir heim að sækja í næsta leik,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. Eins og áður sagði voru það Valsmenn sem réðu gangi mála í fyrri hálfleik og það gekk nánast allt upp hjá liðinu ef frá eru talin 3ja stiga skotin hjá Booker en hann reyndi 6 skot í hálfleiknum sem öll geiguðu. í síðari hálfleik hrundi leikur Valsmanna strax á fyrstu mínútunum og þá gekk nánast allt eftir sem Keflvíkingar reyndu á meðan hvorki gekk né rak hjá Vals- liðinu. „Ég veit ekki hvað fór úr- skeiðis hjá okkur en við hættum að ieika „okkar bolta“ og fórum að leika eins og Keflvíkingar vildu að við lékurn," sagði Tómas Holton þjálfari og leikmaður Vals. „Við lékum eðlilega í fyrri hálfleik og áttum þá allskostar við þá, en gáf- um höggstað á okkur í þeim síðari - þá fóru menn að taka ótímabær skot sem geiguðu og Keflvíkingar voru fljótir að refsa okkur við hverja yfirsjón." Nökkvi frábær Nökkvi Már Jónsson var hreint frábær í liði Keflvíkinga og réðu Valsmenn ekkert við hann. Það sama má segja um Jonathan Bow sem einnig átti afbragðsleik. Guð- jón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Kristinn Friðriksson og Albert Ósk- HANDKNATTLEIKUR Landsliðið á hrakhólum Starfskilyrði og æfingaaðstaða okkar í undirbúningnum fyr- ir B-keppnina voru gersamlega út í hött - við höfðum enga að- stöðu," sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, þegar hann var spurður um aðstöðu þá sem landsliðinu hefur verið boðið upp á. „Ég hef reynt að nýta mér ýmsa mögu- leika, en tilfellið er að viss fyrstu deildar félög eru ekki tilbúin að láta okkur fá einn einasta tíma til æfinga og hafa algjörlega hundsað okkur. En á móti kemur að nokkrir fyrstu deildar þjálfarar hafa verið okkur velviljaðir. Ég hef fengið inni hjá framhaldsskól- unum og í því sambandi vil ég taka fram að Logi Ólafsson, vinur . minn og knattspyrnuþjálfari hjá Víkingi, hjálpaði okkur sérstak- lega vel á lokasprettinum með því að útvega tíma í Hamrahlíða- skóla.“ - Ertu að segja að landsliðið eigi hvergi vísan samastað? Og ef svo er, er það ekki í verkahring HSÍ að sjá til þess að landsliðið sé ekki hornreka? „Það er rétt. Landsliðið á enga fasta tíma og hvergi er gert ráð fyrir því í sölum en auðvitað er þetta mál HSÍ. Þetta er stórt vandamál, en tilfellið er að íþróttahús er ekki fyrir hendi, aðstaðan er 'ekki til staðar og við erum upp á félögin komnir. Æski- legast væri í þriggja vikna lokakaflanum fyrir mót að við hefðum Laugardalshöllina. Vær- um þar með allt okkar hafurtask, sem er upp á fleiri hundruð kíló, en ekki að vera að rogast með þetta daglega eins og verið hefur og jafnvel tvisvar á dag. í þessum málum ríkir algjört molbúakerfi og meðan það varir kemur það niður á okkur. Kerfið er þannig að sveitarfélög hlúa að félögum sínum, en HSI á ekki aðgang að neinu sveitarfélagi. Við þurfum aðstöðu fjóra tíma á dag síðustu þijár vikurnar fyrir stórmót eða um 84 tíma. Sem dæmi gátum við ekki fengið einn hádegistíma á föstudögum í Höll- inni, vegna þess að Körfuknatt- leikssambandið er þá með tíma fyrir stjórnannenn og fleiri trimmara. Allir heimta árangur, en fáir innan sem utan hreyfing- arinnar, eru tilbúnir að koma til móts við brýnustu þarfir okkar. Þetta stingur í stúf við kröfurn- ar,“ sagði Þorbergur. Nánar verður fjallað um mál- efni landsliðsins, í viðtali við Þor- berg í blaðinu á morgun. arsson léku einnig vel. Magnús Matthíasson og Tómas Hojton voru bestu menn Vals og eins má nefna þá Símon Ólafsson, Svala Björg^ vinsson og Ragnar Jónsson se^i voru góðir í fyrri hálfleik. Keflvík- ingar lögðu allt kapp á að stöðva Franc Booker og tókst það því hann skoraði aðeins 13 stig og þar af var ein 3ja stiga karfa sem kom ekki fyrr en undir leikslok. IBK - Valur 106:84 íþróttahúsið í Keflavík, fyrsti úrslita- leikur í íslandsmótinu, föstudaginn 3. apríl 1992. Gangur leiksins: 0:4, 2:4, 9:13, 9:22, 16:26, 19:34, 25:39: 33:39,39:48, 48:52, 67:52, 84:71, 92:78, 101:82, 106:84. Stig ÍBK: Nökkvi Már Jónsson 28, Jonathan Bow 21, Guðjón Skúlason 19, Kristinn Friðriksson 15, Jón Kr. Gíslason 9, Albert Óskarsson 7, Hjört- ur Harðarson 7. Stig Vals: Magnús Matthíasson 21, Ragnar Jónsson 16, Franc Booker 13, Tómas Holton 12, Símon Ólafsson 12, Svali Björgvinsson 8, Ari Gunnarsson 2. Áhorfendur: Um 1.300. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason. toóm FOLK ■ ÞAD var stíll yfir kynningunni á liði Keflvíkinga í gær. Fyrst voru Valsmenn kynntir og fengu þokkalegar móttökur áhorfenda, en enginn þó meiri en Guðni Haf- steinsson, enda heimamaður. Svo kom röðin að heimamönnum. ■ LJÓSIN voru slökkt og byrgt fyrir glugga. Um leið og kynningin hófst var sterkum ljóskastara beint að þeim sem kynntur var. NBA stíll yfir Keflvíkingum. ■ ÞEIR sem vilja fá sæti á leikju^. í Keflavík verða að mæta tíman-*" lega því í gær var bekkurinn þétt- setinn þegar 45 mínútur voru í leik. ■ ÁHORFENDUR léku við hvern sinn fingur í síðari hálfleik enda léku heimamenn þá vel. Þeir mynd- uðu bylgjur á pöllunum og hvöttu sína menn til að leika vörn, sem þeir og gerðu. ■ VALSMENN höfðu yfirhönd- ina í fyrri hálfleik og leiddu með 9 stigum í leikhléi, 39:48. Eftir 3 mínútur og 29 sekúndur höfðu Keflvíkingar komist yfir, 53:52 og þegar 5 mínútur og 40 serkúndur voru liðnar af síðari hálfleik höfðu Seir náð 12 stiga forskoti, 64:52. I NÖKKVI Már Jónsson og- Franc Booker rákust harkalega saman þegar 7 mínútur voru til leiksloka. Booker varð að fara af leikvelli blóðugur, en kom inná aft- ur eftir mínútu með plástur á höfð- inu. ■ SIGURÐUR Ingimundarson fýrirliði ÍBK hitaði upp fyrir leikinn en fann til í bakinu og ákvað að vera ekki á skýrslu. Böðvar Krist- jánsson tók sæti hans á vara- mannabekknum. ■ VALSMENN voru með nýja auglýsingu á búningum sínum, bæði æfinga- og keppnisbúningitrn> Auglýsingin er frá nýjasta tölvufyr- irækinu hér á landi, Nýherja sem hóf starfsemi á fimmtudaginn, en auglýsingarnar voru komnar á bún- inga Vals daginn eftir, eða á föstu- daginn. ■ KEFLVÍKINGAR ætla að vera með ókeypis rútuferðir að Hlíðju^. enda á morgun. „Fjórtán rúraF leggja af __stað klukkan 18,“ sagði Ragnar Örn Pétursson sem var kynnir á leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.