Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 39 Minning: Bjarni Kr, Björns son frá Viðey Hringdi ekki sjálf, því hún vissi að sú yngri myndi líklega láta í sér heyra. Ekki minnkaði stjórnsemin í ömmu þegat' hún eltist. Hún vildi vera viss um að lífið gengi sóma- samlega fyrir sig hjá okkur. Ef amma væri ung kona í dag væri hún líklega á kafi í þjóðmálum og heimsmálum. Mætti segja okkur að hún sæti á þingi. Var alltaf gam- an að ræða þessi mál við hana og hafði hún ákveðnar skoðanir á þessu sem öðru. Við vonum að amma sé búin að hitta ljúfmennið hann afa og að þau geti haldið áfram að spila marías. Vonum við einnig að ömmu líði vel núna og sé búin að hitta börnin sín þrjú, tengdasynina tvo og Hrefnu sem fóru á undan henni. Guð blessi minningu hennar. Halla Halldórsdóttir Gísli Karel Halldórsson Sumir koma inn í líf þitt, eru þér mjög hugstæðir og færa þér rós. Sumir virða þig fyrir sér, halda í höndina á þér og eru.“ (Úr ljóðinu „Sumir“ eftir Rolf Jacobsen.) Þannig var Hanna. Hún var. Það er til fólk sem maður hefur kynnst á lífsleiðinni, og haft samskipti við á mjög sérstæðan hátt, fólk sem verður manni mjög hugstætt. Eg kynntist Hönnu fyrst þegar ég réð mig til starfs hjá þeim hjón- um á barnaheimilinu sem þau ráku að Kumbaravogi, þá 16 ára gömul. Það var óumræðilega dýrmæt 1 reynsla fyrir mig sem ungling að kynnast þessu góða fólki og því merkilega starfi sem þau inntu af hendi. Það hefði ekki verið á allra færi að leysa þau verkefni af hendi sem Hanna vann, og vann á þann hátt að mjög eftirminnilegt var að sjá og kynnast. Hún var mamma margra barna, en hún hafði tíma að virða mig fyrir sér, halda í hönd mína og leggja mér lið. Seinna, mörgum árum seinna, færði hún mér þær fegurstu rósir sem ég hef fengið. Þá hafði ég ver- ið veik og hún kom með rósir, þá orðin mjög veik sjálf. | Síðastliðið haust heimsótti ég hana á sjúkrahús í kringum afmæl- ið hennar, ég var á förum utan í { nokkra mánuði. Við áttum saman fallega stund. Um jól fékk ég svo fallegt kort og þakkarbréf, sem hún ( hafði ætlað að senda út og bað mig að afsaka að ekkert hefði orðið úr framkvæmdum, en Hanna fram- kvæmdi. Eg hafði hins vegar ekki fram- kvæmt að þakka fyrir mig né heim- sækja hana síðustu dagana á sjúkrahúsinu. En ég þakka hér með fyrir mig, fyrir allt sem hún var mér og kenndi mér. Það er dýr- mætt að hafa fengið að kynnast svo góðri konu. Því miður hefi ég ekki tækifæri til að fylgja henni síðasta spölinn, sökum starfa minna, en ég fylgi henni í huganum. Elsku Kristján, megi góður Guð, á sem hún trúði svo á, styrkja þig, börnin, barnabörnin og tengdabörn- in í sorginni. Votta ykkur, svo og á öllum öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Iinba Stína. ^ Við heimsóknir í Grundarfjörðinn var venja hjá mér að koma við hjá ömmu að síðustu, áður en staðurinn var yfirgefinn. En engin regla er án undantekninga. Nokkrum dög- um eftir að reglan var brotin, hringdi ég í ömmu. „Ekki þarf að heilsa, því ekki var kvatt,“ voru fyrstu orðin sem ég fékk að heyra. Hún var ekki vön að liggja á skoð- unum sínum. Nú er langri ævi lokið og komið að kveðjustund. Það er margs að minnast og margt sem ég er þakk- látur fyrir, t.d. þeir dagar þegar amma var að kenna mér að lesa. Síðustu æviár sín bjó hún á Fella- 'j skjóli, dvalarheimili aldraðra í Grundarfirði. Þar leið henni vel og fékk góða umönnun. Hún hafði ósk- I að þess að fá að deyja á sjúkrahús- inu hjá St. Fransiskussystrum í Stykkishólmi, en þær voru henni 4 svo góðar. Henni varð að þeirri ósk sinni. Guð blessi minningu ömmu. Jóhannes Finnur Halldórsson. Fæddur 14. febrúar 1917 Dáinn 26. mars 1992 Bjarni Kristinn Björnsson lést á hjartadeild Landspítalans þann 26. mars síðastliðinn liðlega 75 ára eft- ir tæplega tveggja mánaða legu. Bjarni var dæmigerður eyjaskeggi, séu þeir yfirleitt til. Hann var fædd- ur í Vestmannaeyjum, alinn upp í Viðey og bjó ætíð á íslandi, í Reykjavík. Svo átti hann líka bréf uppá það að vera hertogi af St. Kildu. Búsetur í eyjunum settu mark sitt á manninn, hann var sjálf- stæður, hreinskiptinn, sjálfum sér nógur og nokkur einfari einkum síðari æviárin. Mér fannst Bjarni oft skrýtin blanda af heimsborgara og sveitamanni. Bjarni Kristinn Björnsson var sonur Björns Bjarnasonar verk- stjóra í Viðey og konu hans Þor- bjargar Ásgrímsdóttur húsfreyju, Bjarni var þriðji í röðinni af sex systkinum. Elst er Laufey K., þá Jón Hilbert (látinn), Bjarni Kristinn, Ásgrímur Stefán, Björn Kári og yngstur Sigurður Guðni. Foreldrar Bjarna bjuggu lengst af í Viðey og þar ólst hann upp á uppgangstíma fiskvinnslu í eyjunni á fyrri hluta aldarinnar í stórum systkinahópi. Það var ekki dónalegt veganesti fyrir ungan mann að hitta rithöf- undinn Nonna, en með hann reri Bjarni í land, og Lindberg, en við heimsókn hans í eyjuna túlkaði Bjarni. Bjarni talaði ætíð um þessa tíma sem hreint út dásamlega og var honum afar hlýtt til æskustöðv- anna alla tíð. Viðey var hans eyja, löngu áður en hún varð Reykvík- inga. Bjarni stundaði nám í Versl- unarskóla íslands og fór svo til Danmerkur til að læra dönsku og kynnast veröldinni. Fljótlega eftir heimkomuna hóf hann störf hjá Reykjavíkurhöfn og helgaði henni Þann 1. janúar sl. lést í Reykja- vík eftir langvarandi veikindi Guð- mundur Daníelsson, bílstjóri og fyrrverandi bóndi. Guðmundur var fæddur að Tindastöðum á Kjalarnesi 28. júní 1926. Olst hann þar upp í fyrstu, en síðan á Hofi á Kjalarnesi. Árið 1947 kvæntist hann Ingibjörgu Sveinbjarnardóttur úr Reykjavík. Þau Guðmundur og Ingibjörg eignuðust 8 börn. Tvö létust við fæðingu, en þau 6 sem á legg kom- ust reyndust einkar vel gerð og myndarleg. Þau eru: Geirlaug, hús- móðir í Bandaríkjunum, gift Roger Dowe höfuðsmanni í bandaríska flotanum. Hún á 3 börn. Svein- björn, aðaldeiidarstjóri hjá Toll- gæslunni. Hann var kvæntur Þóru Haraldsdóttur. Þau eiga 3 börn. Daníel verkstjóri, hann hefur um langt árabil starfað á vegum Phii & Sön í Afríku og víðar. Halldóra Auður gift Kolbeini Gissurarsyni bónda og hreppstjóra í Selkoti und- ir Eyjafjöllum. Þar eru 3 börn. Ólaf- ur Guðmundsson lögregluþjónn í Reykjavík. Hann er kvæntur Elísa- betu Valdimarsdóttur sálfræði- nema. Charlotta María verslunar- maður. Hún á eitt barn. Foreldrar Guðmundar voru Geir- laug Guðmundsdóttir ættuð frá Stykkishólmi og Daníel Magnússon bóndi á Lykkju, Kjalarnesi. Þau Guðmundur og Ingibjörg bjuggu fyrstu árin í Reykjavík, þar sem Guðmundur stundaði leigubíla- akslur. Árið 1950 fluttu þau út í Viðey. Þar var Guðmundur bóndi í 5 ár. Síðan tók við 10 ára búskapur krafta sína lengst af starfsævinni. Á svipuðum tíma kynntist hann eftirlifandi konu sinni Margréti Ágústu Jónsdóttur frá ísafirði og kvæntist hann henni árið 1941. Þau bjuggu mestalla sína tíð í Klepps- holtinu, fyrst í Skipasundi 38 og síðast á Langholtsvegi 2, þar sem sást til Viðeyjar, með búsetu í Álf- heimum 11 í rúm 15 ár. Margi'ét og Bjarni eignuðust þijú börn, Jón Þór kennara, Björn hagfræðing og Björgu Yrsu fóstru. Ég kynntist Bjarna tengdapabba fyrir tæpum aldarfjórðungi er ég giftist Birni syni þeirra Margrétar. Hann tók mér vel þá og reyndist betri en enginn allt til hinstu stund- ar. Okkur varð stundum sundurorða eins og gengur en slíkt rauk jafn- skjótt úr okkur og vináttan treyst- ist í tímans rás. Það var alltaf gam- an að spjalla við Bjarna, hann var afskaplega athugull og fundvís á óvenjuleg sjónarhorn til mannlífs- ins. Hann las alla tíð mikið og var sannkallaður fréttafíkill. Bjarni var skemmtilegur maðui'. Sá kunni að segja sögur. Tengdi með ógleyman- legum hætti saman fortíð og nútíð og spáði líka í framtíðina. Hverful- leikinn var honum hugstæður. Gleði og kátína voru fyrirferðarmikil í sögunum hans Bjarna og mikið hlegið. Svo voru þær líka fróðlegar. Fyrir að hafa fengið að kynnast Bjarna Kr. Björnssyni er ég þakk- lát. Drengirnii' okkar Björns, Bjarni og Baldur, fengu að njóta afa Bjarna alltof stutt. Hans er sárt saknað á okkai' heimili. En minn- ingin um góðan dreng lifir og held- ur áfram að gleðja okkur um ókom- in ár. Hér ei' hægt að staldra vidmargt. Það var skemmtilegt mjög þegar Bjarni og Margrét komu til Chicago að samgleðjast okkur Birni við námslok okkar úr Northwestern að Lykkju á Kjalarnesi. Guðmundi kynntumst við fyrst árið 1965, er hann hóf störf sem forsetabílstjóri að Bessastöðum. Hann vakti strax tiltrú og traust þess fólks sem á staðnum bjó. Afi okkar, Ásgeir Ásgeirsson, naut þess alla tíð að hafa afbragðs starfsfólk. Og við vitum að hann kunni að meta þennan verkglaða bónda, sem gekk í hin ólíklegustu verk af festu og hyggjuviti. Það var gaman að spjalla við Guðmund. Hann var greindur vel og stríðinn, og hafði mótaðar en lifandi skoðanir á málefnum líðandi stundar. Tryggð hans við þá sem hann bast böndum varð ekki hagg- að. Eftir að Guðmundur hvarf frá Bessastöðum árið 1970 stundaði hann leigubílaakstur í Reykjavík. Hann varð ráðherrabílstjóri árið 1974, og var það síðan hans aðal- starf til ársins 1990. Hann var bíi- stjóri föður okkar þegar hann var iðnaðarráðherra árin 1974-1978 og forsætisráðherra árin 1980- 1983. Þetta starf stundaði Guð- mundur á saina hátt og fyrr, af dugnaði og ómetanlegri tryggð. Seinustu árin var starfsþrek hans mjög skert vegna lijarta- og æða- sjúkdóms. Og á nýársnótt kvaddi hann þessa veröld. Ef að líkum lætur þá hefur hann vaknað snemma á nýjum slóðum, glaðbeitt- ur, til að takast á við verk morgun- dagsins; Ásgeir, Sigurður, Dóra og María Kristín Tlioroddsen. fyrir rúmum 15 árum. Barnið hvarf aldrei úr Bjarna. Hann hreifst af mörgu. Söfnin í Chicago heilluðu hann með fegurð og tækniundrum. Sælkerinn fékk svo útrás á ýmsum matsölustöðum borgarinnar. Hann var líka alltaf til í að prófa eitthvað nýtt eins og þegar við litum inn í höfuðstöðvar Hare Kristna og gát- um m.a. fengið að bragða á matnum hjá þeim. Lyktin var slík að okkur hinum leist ekki á — en Bjarni var alveg til í smakka. Hann var ekki hrifinn svo ekki féll matreiðsla Hare Kristna að smekk Bjarna. Tíminn leið. Undur var Bjarni ánægður að halda á nafna sínum undir skírn úti í Viðey í kirkjunni þar sem Bjarni afi hafði verið fermdur nær 60 árum fyrr. Bjarni var óvenjulega barngóður maður. Um það vitna samskipti hans við öll afabörnin. Það var óskaplega gaman þegar jólapakkar voru opn-_ aðir með afa eða skafið af skaf- miða. Svo var hann svo fundvís á gjafir, sem glöddu litla krakka. Og hann gætti þess að enginn yrði út- undan. Fyrir þessar stundir er ég þakklát. Bjarni mátti ekki til þess vita að skulda nokkrum neitt. Helst. vildi hann greiða reikningana áður en þeir höfðu verið gerðir. Það jafnvel þó slíkt hefði reynst honum illa eins og þegar hann staurblankur í upp- hafi búskapar þeirra Margrétar Ágústu borgaði fyrir öskutunnuna um leið og hann pantaði hana en svo kom hún aldrei. Bjarni var íþróttamaður á sínum yngri árum og fékk fegurðarverð- laun í glímu árið 1930. Hann glímdi við ýmsa hluti um ævina en erfið- ust þefur vafalaust verið glíman við Bakkus. I henni hafði Bjarni betur að lokum en það var því miður dálítið seint. Er ég viss um að Bakk- us gerði honum mun meiri grikk en Bjarni vildi nokkurn tímann við- ui'kenna. Hann tók endalokunum af miklu æðruleysi. Þegar bráði af honum á spítalanum lék hann við hvern sinn fingur fram á seinasta dag. Hann dó sáttur við Guð og menn. Megi almættið geyma Bjarna Kristinn Björnsson. Margrét Ágústa, þú hef- ur misst mest. Guð gefi þér styrk á þessari stundu eins og ætíð áður. Árdís Þórðardóttir. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI KR. BJÖRNSSON frá Viðey, Langholtsvegi 2, lést í Landspítalanum 26. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á lyfjadeild 14E. Margrét Á. Jónsdóttir, Jón Þór Bjarnason, Kristbjörg Jóhannesdóttir, Björn Bjarnason, Árdís Þórðardóttir, Björg Yrsa Bjarnadóttir, Svend Richter og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, Sörlaskjóli 20, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 3. apríl. JarðarförinferframfráNeskirkjuföstudaginn 10. april kl. 13.30. Daníel Franklín Gíslason, Guðbjörg Elín Daníelsdóttir, Árni Þórólfsson, Arna Björk Árnadóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTJÖNU KRISTÓFERSDÓTTUR frá Stóra-Dal, Vestur-Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja, til kirkjukórs og organista Jónu Guðmundsdóttur og Helga Hermannssonar. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS EINARSSONAR. Dagbjört R. Bjarnadóttir, Yngvi Pétursson, Marta Konráðsdóttir, Ásta Bjarney Pétursdóttir, Nicolai Jónasson, Kristín Pétursdóttir, Linda Björk Pétursdóttir, Stefán Baldursson og barnabörn. Minning: Guðmundur Daníels- son - bílstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.