Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992 Karólína og Lind- on létu eins og þau þekktust ekki er þau gengu út úr gistihúsinu, hún á undan, hann nokkrum metrum á eftir, var um sig. BREYTING Karólína finnur hamingju með nýjan mann sér við hlið ferð og einnig fimmti aðilinn, nýi maðurinn í lífi hennar, franski leik- arinn J/ineent Lindon. Hann kom fyrst til skjalanna nokkrum mán- uðum eftir lát Cashiragis, en hljótt hefur farið um samband þeirra Lindons og Karólínu. Raunar vitað að þau hafi sárasjaldan sést. En í Ölpunum á dögunum voru þau saman með börnin þrjú og var eftir því tekið að Karólína brosti í tíma og ótíma. Svona eins og til þess að undir- strika að Karólína er komin á beinu brautina á ný, þá sást til hennar á götum Parísar fyrir skömmu. Hún snæddi hádegisverð með þekktum þarlendum innan- húsarkítekt og fór síðan að versl- aði mikið í verslun Giorgios Ar- mani. Klæðnaður hennar minnti á gamla góða daga svo sem sjá má. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Nú kætast allir þeir sem fylgj- ast með heimilishögum, gleði og sorgum fræga fólksins beggja vegna Atlantsála, því engin spurn- ing er lengur um það að Karólína prinsessa af Mónakó er nú loksins farin að sýna þess merki að tíminn iækni öll sár eins og sagt er. Það er komið vel á annað ár síðan að ástkær eiginmaður henn- ar Stefano Cashiragi, lést af slys- förum og sorg Karólínu var mikil. Mánuðum saman lokaði hún sig af ásamt börnum sínum þremur í litlu sveitaþorpi og sást sjaldan nema þegar hún þurfti að bregða sér í matvörubúðir og þá fór lítið fyrir glæsileikanum sem einkennt hefur hana. En nú er öldin önnur. Fyrir nokki-um vikum fór hún að sjást í opinberum móttökum með Reinier fursta og Stefaníu systur sinni og þótti það allt í áttina þótt hún væri þreytuleg og fáskiptin. Nýverið sást til hennar í Ölpunum á skíðum. Bömin þijú voru þar á Karólína liefur nú afklæðst dreif- býlisfötunum og dregið á sig nýjustu tískuna á ný. Morgunblaðið/Kjartan Bergleif og Guðrún í veitingasalnum á Hótel Öskju ESKIFJORÐUR Ferskir vindar blása um Hótel Öskju Hjónin Bergleif Joensen og Guð- rún Einarsdóttir tóku nýlega að sér rekstur Hótels Öskju á Eski- firði. Askja, sem er eina hótelið í bænum, er með nokkur eins og tveggja manna herbergi en einnig er þar rekinn veitingastaður og vínbar. Þau Bergleif og Guðrún sögðu í samtali við Morgunblaðið að hótel- rekstrinum fylgdi mikil vinna en legðist eigi að síður vel í þau. „Við höfum verið að endumýja hótelher- bergin og reynt að gera hótelið vistlegra en áður. Hér gista fáir yfir veturinn en það er alltaf eitt- hvað að gera í veitingasölunni. Eskfirðingar virðast kunna að meta það að hafa stað í bænum sem selur góðan mat og hefur vínveit- ingaleyfí. Auk þess má segja að þetta sé eins konar samkomustaður bæjarbúa. Margir kunna vel við það að heimsækja okkur á föstudags- og laugardagskvöldum og lyfta sér upp eftir amstur vikunnar,“ sagði Bergleif. Þau hjónin eru bæði aðflutt. Guðrún er reykvísk en Bergleif færeyskur. Þau segjast kunna vel við sig á Eskifirði og að bæjarúar hafi tekið þeim vel. Bergleif hefur verið á loðnuv'ertíð frá Eskifirði nokkur undanfarin ár þannig að segja má að hann hafi góð tengsl við bæjarlífið. Hann segir að gott sé að geta gripið til sjómennskunn- ar þegar lítið er að gera á hótelinu en von sé á fleiri gestum og meira annríki með hækkandi sól. Guðrún segir að hótelið liggi vel við skíða- löndum og því geti orðið gest- kvæmt hjá þeim um páskana. „Oddsskarð er talið eitthvert besta skíðasvæði á landinu en þangað er aðeins sjö til átta mínútna akstur frá bænum. Það hefur verið tölu- vert um að skíðafólk hafi hringt og kannað möguleika á að komast hingað á skíði yfir páskana enda skiljanlegt miðað við ástand skíða- landa annars staðar á landinu að undanförnu." COSPER HLJÓMSVEIT INGIMARS EYDAL leikur fyrir dansi Húsið opnað kl. 23.00. Ath. Snyrtilegur kUeðnaður GOMLU BRYNIN spila í kvöld Hilmar Sverrisson á sunnudagskvöldid PÖBBIMM VIÐ GKEXSÁSVEGINN • SÍNll 33311 Rúnur Þór skemmtir gestum Rauóa Ejónsins í kvöld. Snyrtilegur klæðnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.