Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 31 Glerárkirkju í vetur. Síðasta fjöl- skylduguðsþjónustan fyrir ferm- ingar verður sunnudaginn 5. apríl nk. kl. 14. Ungt fólk aðstoðar í athöfninni. Álfheiður Guðmunds- dóttir leikur á þverflautu. Allir eru hjartanlega velkomnir og öll fjöl- skyldan er sérstaklega hvött til þátttöku. (Fréttatilkynning frá Glerárkirkju.) Glerárkirkja: Síðasta fjölskylduguðs- þjónustan fyrir fermingar „Nú fara fermingar að nálgast í Glerárkirkju, en fermt verður á pálmasunnudag (12. apríl) og skírdag (16. apríl). Undirbún- ingur heimilanna stendur því sem hæst og margt sem foreldr- ar vilja huga að í þeim efnum. Hinn andlegi undirbúningur fyr- ir sjálfa ferminguna má þá ekki gleymast. Mikilvægt er að fjöl- skyldan ræði saman um trúna, vonina og kærleikann. Sá grunnur sem lagður er á þessum árum í lífi ungmennanna er það veganesti sem þau taka með sér út í lífið. í þjóðfélagi hraða og tímaleysis gleymist stundum að ræða það sem mestu máli skiptir þegar upp er staðið: Þætti er varða líf okkar, hamingju og örlög. Kirkjan vill taka þátt í þessum undirbúningi og því er raunar heit- ið við skírn hvers bams að það fái uppfræðslu og styrkingu í öllu hinu góða, fagra og fullkomna. Einn liður í því er að rækja guðsþjón- ustur safnaðarins. I samræmi við það hefur verið boðið upp á mánað- arlegar íjölskylduguðsþjónustur í Menntskælingar fagna sigri Morþcunblaðið/Rúnar Þór Lið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum i spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, á Akureyri í gærkvöldi. Hér fagna menntskælingarnir sigri ásamt þeim þremur er hjálpuðu mest til við undir- búning liðsins. í efri röð eru Sverrir Páll Erlendsson, kennari, Tryggvi Gíslason, skólameistari, og Bragi Guðmundsson, kennari. Sigurliðið í neðri röð skipa Pálmi Óskarsson, Finnur Friðriksson og Magnús Teitsson. Röskar 3 milljónir í snjó mokstur frá áramótum A fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 11,8 milljónum í snjómokstur í ár „ÞAÐ ER EKKI hægt að segja annað en við höfum sloppið vel,“ sagði Guðmundur Guðlaugsson yfirverkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ um snjómokstur á göt- um bæjarins í vetur. Á fyrstu þremur mánuðum árs- ins hefur snjómokstur á Akureyri Skautasvellið á Akureyri lokað á sunnudag: Um 12.000 komu á svellið í vetur NÚ UM helgina eru síðustu for- vöð að renna sér á skautum á skautasvellinu á Akureyri á þessum vetri, þar sem því verð- ur lokað eftir helgi. Skauta- svæðið verður opið í dag, laug- ardag, og á morgun fyrir al- inenning frá kl. 13 til 16 og 20 til 22. Baldvin Grétarsson, varafor- maður Skautafélags Akureyrar, sagði að veturinn hefði verið óvenju líflegur. Á milli 11 og 12 þúsund manns komu á svellið á tímabilinu frá því opnað var í lok október og þar til nú, en þó var svellið lokað hluta úr janúar þar sem veður var óvenju gott. Mikil gróska hefur verið í starf- semi félagsins í vetur og eru virk- ir félagar um eitt hundrað talsins. Skautafélag Akureyrar varð ís- landsmeistari í íshokkí og þá komu tvö gullverðlaun í hlut fé- lagsmanna í listhlaupakeppni sem haldin var í Reykjavík. Yngri deild félagsins fór einnig ferð suður yfir heiðar og stóð sig vel í keppni við suhnanliðin. Fyrir næstu skautavertíð verð- ur unnið að lagfæringum á svell- inu, m.a. stokkurinn þar sem leiðslur liggja frá frystivélinni og að svellinu einangraður, endatap- ast þar nokkur kuldi á leiðinni að Mogunblaðið/Rúnar Þór Skautavertíðinni fer senn að ljúka og síðasta tækifæri á þessum vetri til að bregða sér á skauta verður nú um helgina, en svell- inu verður lokað á sunnudagskvöld. svellinu. Ekki er afráðið með end- urbætur á búningsaðstöðu, en hugur skautafélagsmanna stend- ur mjög til þess að gera bragar- bót á þeirri aðstöðu. Þá gæla menn mjög við þær hugmyndir að byggja yfir svellið og hafa viðræður um það staðið yfir við forráðamenn bæjarfélags- ins. Eru menn að velta fyrir sér stálgrindarhúsi eða einhveiju ámóta, sem ekki þarf að kosta of miklu til, þar sem fyrst og fremst er verið að hugsa um að halda snjó og vindi frá svellinu. Gera má ráð fyrir að eftir tvö ár verði af alvöru farið að huga að yfirbyggingunni og þá liggi fyrir teikningar, en áætlað er að á ár- unum 1995 til 1996 verði hægt að hefjast handa við yfirbygging- kostað um 3,1 milljón króna. Á sömu mánuðum á síðasta ári voru 4,3 milljónir króna notaðar í snjóm- okstur. Þessar upphæðir eru um- talsvert lægri en þær sem greiða þurfti á hinum snjóþungu vetrum, 1989 og 1990, en fyrra árið nam kostnaður við snjómokstur 17,2 milljónum og 23,5 milljónum króna síðara árið. Á fjárhagsáætlun þessa árs var snjómokstur áætlaður tæpar 11,8 milljónir króna og sagði Guðmund- ur að yfirleitt væri það svo að einn þriðji hluti upphæðarinnar væri notaður á haustmánuðum, en tveir þriðju hlutar eftir áramótin og fram á vorið. Guðmundur sagði að vissulega væri ánægjulegt þegar ekki þyrfti að veija stórum upphæðum í snjó- mokstur eins og raunin er nú, en á móti kæmi aukið slit á malbiki. „Við fáum þetta til baka í auknu sliti á malbikinu, enda við því að búast þegar tíðarfarið er með þeim hætti sem verið hefur það sem af er ári,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að aðalumferðargöturnam væru töluvert illa famar, sem eink- um stafaði af hlýindum, malbikið yrði linara í kjölfarið og hjólför mynduðust. -------» ♦ »------ Tónleikar í Dynheimum Rokkhljómsveitin Rosebud heldur tónleika í Dynheimum annað kvöld, laugardagskvöldið 4. apríl, og hefjast þeir kl. 21. Plata er væntanleg frá hljóm- sveitinni. Metal-hljómsveitin Exit ætlar að að hita upp fyrir Rosebud. Þá mun hljómsveitin Skurður skemmta gestum á öllum aldri. (Úr fréttatilkynningu) Félagasamtdk - einstaklingar Við Lauga í Reykjadal, S-Þing., er til sölu einbýlis- húsmeð bílskúr, um 140 fm. Sundlaug 10-3,8 fm. 1.600 fm lóð. Stutt í ýmsa þjónustu. Uppiýsíngar geiur Eignakjör, Hafnarstræti 108, Akureyri, sími 96-26441. Hótel Stefanía: Reynt verður að ganga frá sölu í næstu viku GERT er ráð fyrir að um miðja næstu viku verði teknar ákvarð- anir um sölu á Hótel Stefaníu. Ymsir aðilar hafa verið að skoða hótelið að undanförnu, en það hefur verið lokað frá því um miðjan mars. Ferðamálasjóður og Byggða- stofnun keyptu hótelið á uppboði á síðasta ári, en það var rekið áfram fram í miðjan mars. Þijú tilboð bárust er hótelið var auglýst til sölu, en þau þóttu ekki nægilega aðgengileg, að mati eigendanna. Ymsir aðilar hafa verið að skoða hótelið síðustu daga og er að sögn Valtýs Sigurbjarnarsonar hjá Byggðastofnun vaxandi pressa á menn að selja hótelið, enda skipti það miklu máli fyrir væntanlega kaupendur að fá það sem fyrst í rekstur aftur vegna bókana fyrir sumarið. „Klukkan tifar og ekki langt í sumarið, það er því brýnt fyrir hugsanlega kaupendur að geta hafið reksturinn sem fyrst,“ sagði Valtýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.