Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992 11 Kanna kostn- að við fram- færslu barns FÉLAG einstæðra foreldra er þegar búið að senda frá sér spurningalista til 400 félags- manna. Tilgangurinn með þess- ari könnun er að varpa ljósi á hvað það kostar að framfæra barni á aldrinum 0-18 ára, segir í frétt frá FEF. Meðlagsgreiðsla er 7.425 kr. á mánuði með einu barni, og ef tekið er mið af því þarf aðeins 14.850 kr. til framfærslu hvers barns, leggi báðir foreldrar jafnt að mörkum. Félagið gerði könnun af þessu tagi árið 1986 og kom þá í ljós að mikið vantaði upp á að meðlag væri helmingur af framfærslu- kostnaði barns. -----♦ ♦ ♦---- Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins fimmtu- daginn 2. apríl um vetrarfagnað FÍ va'r rangt farið með nafn veit- ingahússins, en það heitir Básinn á bænum Efstalandi en ekki Efsta- leiti eins og kom fram. Morgunblað- ið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands, sem haldnir voru sl. fimmtudag í Háskólabíói, voru að efni til athyglisverð þrennd, það fyrsta í henni var frumflutningur hljómsveitarinnar á Næturljóði eftir Gunnar Þórðarson, það annað ein- leikur Þorsteins Gauta í píanókon- sert nr. 2 éftir Rakhmanínov og fullgert var svo um þessa þrennd með frábærum flutningi sveitarinn- ar, undir stjórn Petri Sakari, á fyrstu sinfóníunni eftir Mahler. Gunnar Þórðarson hefur aðallega fengist við gerð skemmtitónlistar og þar náð góðum árangri. Nú hef- ur hann fundið að tónlist hefur fleiri víddir og margvísleg önnur blæ- brigði upp á að bjóða en þau sem bundin eru í fasta hrynskipan skemmtitónlistar og sarnið þýtt og fallegt verk. Szymon Kuran útfærði það fyrir strengjasveit á einkar fal- legan máta og af miklum næmleik fyrir samskipan strengjasveitarinn- ar, sem lék verkið mjög vel og af töluverðri tilfinningu. Píanókonsert nr. 2 eftir Rakh- manínov er sérstætt verk, fullt aí angurværð og sársauka, sem á rætur að rekja til erfiðrar skapgerð- ar höfundar og ósætti hans vic móttökur þær, er fyrri verk hans höfðu fengið. Stefin eru söngrær og hárómantísk og hefur þess lagstíll hans og samspil hljómsveit- ar og píanós verið stældur af minni- háttar tónskáldum og sérlega kvik- myndatónskáldum í alls konar „Varsjár-konserta“útfærslum. Þor- steinn Gauti Sigurðsson lék kon- sertinn af öryggi og sterkri tilfinn- ingu fyrir því ljóðræna hjá Rakh- manínov. Þetta kom sérstaklega fram í öðrum þætti, sem í heild var mjög fallega leikinn af Þorsteini Gauta. Nokkuð hallaði á styrkleika- jafnvægið í fyrsta kaflanum, því þar yfirgnæfði hljómsveitin oftlega píanóið. Svo virðist sem hljóm- sveitarstjórinn heyri um of vel í píanóinu, standi of nærri því, til að geta dæmt um styrkleikajafnvægið á milli þess og hljómsveitarinnar. í öðrum kaflanum var gott jafnvægi á milli píanósins og hljómsveitarinn- ar en í lokakaflanum var hljómsveit- in aftur á móti of sterk, svo að hin- ir glæsilegu hamrandi hljómklasar, sem Þorsteinn Gauti lék af öryggi, runnu oft um of saman við þykkan hljómvef hljómsveitarinnar. Síðasta verkið á tónleikunum var „Títan“-sinfónían eftir Mahler, stórbrotið verk, sem spannar allt sviðið frá barnastefjum til glæsi- legra tilþrifa kunnáttumannsins. Notkun Mahlers á fallandi ferund minnir í upphafi verksins á þá níundu eftir Beethoven og fyrir utan tvö alþýðulög sem Mahler notar má heyra ýmsar stíl-tilvitnanir í Wagner og undir lokm í fuglaleikinn í sjöttu Beethovens. í lokakaflanum sérstaklega má heyra blæbrigði og tónhugmyndir sem sagnfræðingar hafa kallað spádóm um tilkomu „nútímatónlistar". Strengirnir voru stundum ekki vel hljómandi á há- tónasviðinu, sérstaklega í upphaf- inu, en að öðru leyti var margt glæsilega gert í þessu erfiða verki og auðheyrt að Petri Sakari var þarna í essinu sínu. Hornleikararn- ir, með Ib Lansky-Otto í fyrstu rödd, áttu þarna fallega leiknar strófur, svo og Sigurður I. Snorra- son, Hafsteinn Guðmundsson og Kristján Þ. Stephensen. í vetur hef- ur hljómsveitin sannað, að hún er vel fær til átaka við Richard Strauss og Gustav Mahler og að áheyrendur kunna að meta þessa snillinga, svo að nú mætti SI sem best fjölga verkum eftir þessa meistara á næstu árum. Sinfóníuhljómsveit íslands. TILBOÐSVERÐ 0G TILB0ÐSKJ0R Á 30 NOTUÐUM BÍLUM Það er hreint útilokað að láta slíkt úr hendi sleppa Nokkur dæmi um það sem við erum að bjóða Við bjóðum greiðslukjör til þriggja ára og jafnvel engin útborgun CHEVROLET BLAZER S-10 ÁRG. 1985 ekinn 118 þ.km, beinskiptur, verð 850 þús. stgr. TOYOTA COROLLA 1600 GTI ÁRG. 1986 ekinn 86 þ.km, 5 gíra, álfelgur verð 490 þús. stgr. MMC LANCER 1500 GLX ÁRG. 1986 ekinn 99 þ.km, 5 gira, vökvastýri verð 410 þús. stgr. CHEVROLET MONZA 1800 SLE ÁRG. 1988 ekinn 52 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 420 þús. stgr. MAZDA 626 1600 LX ÁRG. 1987 ekinn 70 þ.km, 5 gíra, aukadekk verð 480 þús. stgr. MMC LANCER 1500 GLX ÁRG. 1988 ekinn 72 þ.km, 5 gíra, vökvastýri verð 620 þús. stgr. ÖRUGG BÍLASALA Á GÓÐUM STAÐ OPIÐ: LAIGARDAG 10-1700 Bilahúsið __ _ _ - í L, |_ SÆVARHÖFÐA 2 674848 i húsi Ingvars Helgasonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.