Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 28. APRÍL 1992 7 Bíldudalur: Rækjusjó- mennfá ekki við- bótarkvóta RÆKJUSJÓMENN á BÍIdudal fengu nýlega synjun frá sjávar- útvegsráðuneytinu við beiðni um viðbótarkvóta á rækju. Allir rækjubátar á staðnum eru búnir með sinn kvóta en hann var 600 tonn. Hjá Hafrannsóknastofnun fengust þær upplýsingar að tvær kannanir sem gerðar hafi verið á stofnstærð rækjunnar í vetur bendi til að stofninn sé talsvert minni nú en hann hafi verið undanfarna fjóra vetur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru rækjusjómenn óánægðir með synjunina vegna góðrar rækjuveiði í Arnarfirði und- anfarnar vikur. Þórður Eyþórsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að umsókninni hafí verið synjað í samræmi við tillögur Hafrann- sóknastofnunar um að ekki yrði bætt við kvótann að þessu sinni. Unnur Skúladóttir, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að tvær kannanir sem gerðar hafí verið á stofnstærð rækjunnar í vetur bendi til að stofninn sé talsvert minni nú en hann hafi verið undanfarna fjóra vetur og því hafi ekki verið talið ráðlegt að mæla með aukinni veiði. Þá segir hún að afli á togtíma á vetri hafi lækkað um 60 kíló að meðaltali frá vetrinum 1989/1990. Unnur segir jafnframt að sjáv- arútvegsráðuneytið sé nú mun strangara en það hafi verið áður í veitingum á heimildum og fari nákvæmlega eftir því sem Ha- frannsóknastofnun leggi til. Undanfarna fjóra vetur hefur Hafrannsóknastofnun lagt til að kvótinn sé 640 tonn að meðaltali á vetri en veidd hafa verið tæplega 700 tonn. -----+ -------- Handtekin með stolið greiðslukort MAÐUR og kona voru handtek- in á Hótel Islandi í gærmorgun, en þau höfðu notað stolið greiðslukort til að greiða veit- ingar. Þau höfðu þegar tekið út vörur og þjónustu fyrir um 52 þúsund krónur, auk þess sem þau skulduðu gistingu á hótel- inu. Þá reyndu tveir menn að framvísa stolnu korti á veitinga- stað á sunnudagskvöld, en tóku til fótanna þegar starfsmaður staðarins gerði athuga- semd. Lögreglunni var tilkynnt um kl. 6 í gærmorgun að tveir gestir, maður og kona, á Hótel Islandi væru grunaðir um greiðslukorta- svik. Parið kom á hótelið á laugar- dag. Þegar lögreglan kannaði kortið var í fyrstu allt talið með felldu, en skömmu síðar var til- kynnt að því hefði verið stolið. JParið játaði þá þjófnaðinn, en hvorugt vildi kannast við að hafa átt hlut að máli og kenndi hinu um. Fólkið var með greiðslukvitt- anir upp á um 52 þúsund krónur vegna kortsins. Starfsmaður á veitingastað lét í ljósi efasemdir um gildi greiðslu- korts sem tveir menn framvísuðu á staðnum á sunnudagskvöld. Skipti þá engum togum að menn- irnir tóku til fótanna og hafa ekki sést síðan. Kortið reyndist stolið. ■■■' Morgunblaðið/Þorkell Risasúrálsskip íStraums- víkurhöfn Búlgarska flutningaskipið Lil- iana Dimitrova kom sl. laugar- dag í Straumsvíkurhöfn með 36 þúsund tonna súrálsfarm frá Ástralíu. Þetta er eitt stærsta súrálsskip sem komið hefur til Islands. Mörg ár eru síðan slík risaskip komu síðast til Straums- víkur en stjórnendur álversins tóku nýverið þá ákvörðun að hefja á ný kaup á stórum súráls- förmum beint frá Ástralíu. Sigl- ing skipsins til íslands tók 50 daga. Sittu ekki uppi með brothætt bein Borðaðu ost. SMjÖPst"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.