Morgunblaðið - 28.04.1992, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.04.1992, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 Hannes N. Magnús son - Minning Fæddur 8. apríl 1939 Dáinn 20. apríl 1992 Á langri starfsævi og í fjöl- breyttri starfsemi fer ekki hjá því ið stofnað er til margháttaðra Kynna og samvinnu á þeim vett- vangi. Þegar ég lít um öxl hafa slík kynni og samstarf nánast und- antekningarlaust verið mér og mínu samstarfsfólki til gagns, ánægju og fróðleiks. Þar eru að vísu örfáar undantekningar á, hvort heldur já- kvæðar eða neikvæðar. Meðal fyrri undantekninganna og fremstur í þeim flokki var Hann- ís Magnússon. Kynni okkar hófust :r hann komungur hóf starf hjá ímboðsaðilum Siemens-fyrirtækis- ns um svipað leyti og hafist var íanda við innkaup og uppsetningu •öntgentækja á röntgendeild Borg- irspítalans. Samningur hafði verið jerður við fyrirtækið um þau efni )g má segja að það hafi verið ;tærstu umsvif hérlendis af því tagi )g erfiður en vafalaust góður skóli fyrir Hannes þegar í upphafí ferils hans. Það sem mér þegar frá upp- hafí er rrúnnisstætt af Hannesi var jafnaðargeð, hörkudugnaður í því að auðvelda og styðja við alla þætti þess mikla verks. Eg vil halda, að sú ágæta lausn sem fékkst á öllum þáttum er sneru að því verkefni hafí átt ríkan þátt í því áframhald- andi trausti og trúnaði sem ég og samstarfsmenn mínir ávallt höfum borið til Hannesar. Samskiptum okkar var nefnilega ekki lokið með þessu stóra ævintýri, heldur hafa þau staðið, þroskast og þróast alveg fram á þennan dag. Það er svo í. flóknu og umsvifamiklu starfí, sem felst í starfrækslu og tæknilegri gæðastýringu læknisfræðibúnaðar, hvort heldur er til rannsókna eða lækninga, að þar koma sífellt upp tilvik sem krefjast umsvifalausrar úrlausnar. Forsendur fyrir þeim úrlausnum eru að fyrir hendi séu fullkomin tengsl, traust og trúnaður milli notenda og þeirra sem leita þarf til vegna bráðra aðgerða, hvort heldur er um að ræða varahluti, endumýjun, eða ekki hvað síst, út- vegun tæknilegrar ráðgjafar. Ég hefí átt því láni að fagna að geta leitað til Hannesar í slíkum efnum nú um hartnær þriggja áratuga skeið. Ég minnist þess aldrei að mér hafí ekki verið tekið með þeirri ljúfmennsku, mýkt, en samt ákveðni sem mér hefur alltaf þótt aðalsmerki Hannesar. Tengsl hans við hið stóra umboðsfyrirtæki, Siemens, á sviði læknisfræðitækja, voru með ágætum. Einnig á þeim vettvangi sköpuðust vináttutengsl og trúnaðartraust sem heimamenn hafa lýst fyrir mér sem einstökum. Ekki skal mig furða slíkt, því að jafnt í starfí sem leik var Hannes sérstakur í ljúfmennsku sinni og hæglátum húmor. Eg veit að ég tala fyrir alla sam- starfsmenn og kollega innan lækn- isfræði og -tækni er ég þakka Hannesi Magnússyni samfylgdina, vináttuna og greiðasemina. Hans verður sárlega saknað en minnst með þökk og virðingu. Ásmundur Brekkan. Kvaddur er kær vinur sem nú ’ hefur verið kallaður burt, langt fyr- ir aldur fram. Daginn fyrir skírdag fékk ég þá frétt að vinur minn og skólabróðir Hannes Nordal hefði þá kvöldinu áður verið lagður inn á sjúkrahús í Edinborg eftir hjartaáfall. Að morgni páskadags tilkynnti Magn- ús Þór, bróðir Hannesar, mér að hann væri helsjúkur og degi síðar að hann væri látinn. • Þótt aðdragandi væri að þessari harmafregn vildi ég ekki trúa henni og þurfti tíma til þess að átta mig á því að hún væri sönn. Kynni okkar Hannesar hófust haustið 1954 er við báðir hófum nám í fyrsta bekk Verslunarskóla íslands þá 15 ára að aldri. Við höfð- um aldrei sést áður, komum úr sitt- hvorum hluta bæjarins, hann úr vesturbænum, ég úr austasta hlut- anum. Það tókust strax með okkur góð kynni sem urðu sterkari er leið á skólaárin. í sjötta bekk vorum við staðráðnir í því að leggja stund á verkfræði ásamt skólabróður okk- ar Vilhjálmi Lúðvíkssyni. Sóttum við þremenningarnir því þann vetur einkatíma í stærðfræði. Stúdents- próf úr Verslunarskólanum jafngilti máladeildarprófí og vantaði því á stærðfræðinám fyrir inngöngu í verkfræði. Eftir stúdentspróf fékk Hannes inngöngu í tækniskóla í Þýskalandi, Vilhjálmur hélt sínu striki, en ég fór í læknisfræði. Þótt leiðir okkar Hannesar skildu skrifuðumst við á öll námsár hans í Giessen í Þýskalandi. Slitnaði því ekki samband okkar og fékk ég að fylgjast með ævintýrum hans á er- lendri grund. Sagði hann eitt sinn frá óperusýningu sem hann hafði séð og lýsti sem stórkostlegri upplif- un. Varð það þá í fyrsta sinn ég sem komst að áhuga hans á sí- gildri tónlist sem svo síðar varð eitt hans aðal áhugamál. Eftir námið ytra hóf Hannes störf hjá fyrirtækinu Smith og Norland sem er umboðsaðli Siemens á Is- landi. Varð Hannes strax stoð og stytta fyrirtækisins í samskiptunum við Siemens. Fljótlega eftir heimkomuna kynntist Hannes konu sinni Ástu Valdimarsdóttur frá Núpi í Dýra- firði og stofnuðu þau heimili ári síðar en ég kvæntist minni konu. Á þeim árum voru samverustundir margar og dagar bjartir. Þótt starfsannir hafí fækkað samverustundum hafa Ásta og Hannes ávallt verið í hópi okkar bestu og nánustu vina. Er því sökn- uður okkar hjóna mikill. Skólasystkin okkar Hannesar bera einnig þungan harm, enda hann einna ástsælastur okkar skólabræðra úr Verslunarskólanum sem samfylgd höfðu í sex ár. Hafa samstúdentar okkar beðið fyrir kærar kveðjur til eftirlifandi eigin- konu og barna. Við Björk sendum einlægar sam- úðarkveðjur til Ástu, Guðrúnar Margrétar, Valdimars, aldraðrar móður Hannesar og systkina. Einar H. Jónmundsson. Deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. Hannes dó svo langt fyrir aldur fram að ég vildi helst mót- mæla þessu foma æðruleysi, halda því fram að fleyg orðin lýsi örgustu rangsleitni en ekki einföldu og ómetanlegu lífslögmáli. Og það er lítil huggun í því þótt Hannes hafí getið sér góðan orðstír. En til þess er orðstírinn að honum sé haldið á loft og því minnist ég nú svila míns. Hannes fæddist í Reykjavík 8. apríl 1939. Foreldrar hans vom heiðurshjónin Guðrún Margrét Þor- steinsdóttir og Magnús Hannesson rafvirkjameistari sem stofnaði og rak um árabil fyrirtækið Volta hf. Foreldrar Guðrúnar vom Þorsteinn kennari og síðar b., oddviti, organ- isti o.fl. á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal Konráðsson og kona hans Margrét Jónasdóttir b. á Eyjólfsstöðum Guð- mundssonar. „Magnús í Voita“, eins og hann var jafnan nefndur, var sonur Hannesar b. og oddvita á Stóm-Sandvík í Flóa Magnússonar (Stóm-Sandvíkurætt) og konu hans Sigríðar K. Jóhannsdóttur b. á Stokkseyri Adólfssonar (Bergsætt). Systkini Hannesar em Magnús Þór, f. 27. júní 1942, og Margrét Oddný, f. 17. maí 1949. Magnús er doktor í rafmagnsverkfræði og forstjóri Volta hf. Hann er kvæntur Hrefnu Maríu Proppé og eiga þau þijú börn. Margrét Oddný er meina- tæknir, gift Stefáni lækni, syni Hreiðars Stefánssonar og Jensínu Jensdóttur kennara og rithöfunda. Þau Margrét og Stefán eiga einnig þijú böm. Hannes var hár og beinvaxinn, bjartur yfírlitum. Ef ég ætti að lýsa skapgerð hans með einu orði myndi ég velja lýsingarorðið traustur. Fer- ill Hannesar bar þessum óvenjulega traustleika vitni. Að loknu stúdents- prófí hélt hann til Þýskalands. Þar lagði hann stund á tæknifræði við tækniháskólann í Giesen og lauk þaðan prófí, árið 1964. Sama ár réðst hann sem tæknifræðingur til Smith og Norland hf. og starfaði þar síðan óslitið til dauðadags. Hannes komst skjótt í fremstu röð innan fyrirtækisins, varð fram- kvæmdastjóri þeirrar deildar þess sem annaðist innflutning og sölu á heimilis- og lækningatækjum. Auk þess átti hann hlut í íjölskyldufyrir- tækinu Volta hf. og sat í stjórn þess. Hannes lifði allt of stutt en hann lifði vel. Hann las mikið, fór reglu- lega í sund síðustu árin, hafði yndi af tónlist, og söng í Pólýfónkómum og síðan Söngsveitinni Fílharmóníu í flölda ára. Hann var hófsmaður í hveijum hlut en kunni að njóta lífs- ins. Heimsborgari og séntilmaður. Þann 13. nóvember 1965 gekk Hannes að eiga Ástu Valdimars- dóttur kennara, sem nú starfar hjá Einkaleyfastofunni. Börn þeirra em Guðrún Margrét, f. 19. júlí 1967, og Valdimar Kristinn, f. 28. júní 1970. Guðrún lauk nýlega prófí í markaðs- og upplýsingafræði við Strathclyde University í Glasgow og vinnur nú sem markaðsfræðing- ur í Edinborg. Valdimar leggur stund á viðskiptafræði við Háskóla Islands. Ásta er fædd 20. mars 1942, elst af níu bömum Áslaugar S. Jensdóttur og Valdimars, b., og fyirum oddv. og skipstjóra á Núpi í Dýrafirði, Kristinssonar b., oddv. og organista á Núpi, sem stofnaði héraðsskólann þar ásamt sr. Sig- tryggi bróður sínum, Guðlaugsson- ar. Áslaug er tvíburasystir Jensínu rithöfundar, tengdamóður Margrét- ar Oddnýjar systur Hannesar. Við Hannes áttum báðir því láni að fagna, ásamt dijúgmörgum öðr- um, að giftast inn í þessa fræknu Núpsfjölskyldu: móðirin skáldmælt, flugmælsk og ritfær í besta lagi, faðirinn snjall söngmaður, glímu- kappi á yngri ámm og ímynd sannr- ar karlmennsku, einarður til allra framfara og foringi í hveiju verki, bömin listhneigð og hvert öðru glæsilegra. Að tengda- og barna- bömum meðtöldum er þessi fríði Núpsflokkur nú orðinn um hálft hundrað manns og fer ört stækk- andi. Þetta er samheldinn hópur og hittist oft með söng og bros á vör og Ásta, sem er sönglærð auk ann- ars, stjórnar söngnum og öllum framkvæmdum af þeirri festu og yfírvegun sem fmmburði hæfír. Okkur tengdabörnunum hefur lærst að hafa hægt um okkur og Hannes var engin undantekning í því efni. En hann var sjálfkjörinn til forystu í öllu tengdabamagerinu, fyrirmynd okkar hinna. Og þær vom ófáar velgjörðir hans við allt þetta fólk. Það næði náttúrlega engri átt að halda því fram að Hannes hafí verið gallalaus maður. En ég er viss um að hann hafði fáa' galla og aldrei kynntist ég neinum þeirra, aðeins mannkostunum, mörgum og stómm. Ég hef ekki þekkt barn- betri mann. Það var gott að koma í Einarsnesið til þeirra Ástu með böm sín smá. Hann var elsti sonur og bróðir, elsti tengdasonur, elsti mágur og svili. Og það kom því eins og af sjálfu sér að hann var sannkölluð stoð og stytta. Móður sinnar, sem hann heimsótti daglega alla tíð eftir að faðir hans lést, systkina sinna og alls frænd- og tengdafólksins. Hannes ferðaðist mikið á vegum Smith og Norland hf. Á námsárum mínum í útlöndum heimsótti hann okkur Hólmfríði þegar hann gat komið því við og bauð okkur í stór- veislur á glæsilegum veitingahús- um. Og síðan gaf hann okkur af- ganginn af gjaldeyrinum sínum, svo sem ekkert væri og aldeilis upp úr þurm. Eins og besti stóribróðir. Hannes gat verið dulur, var ekki alltaf allra. En hann hafði snjallan hug og heitt og hreint hjarta. Það var lán að þekkja hann. Halldór Ármann Sigurðsson. Oft er skammt á milli gleði og sorgar. í fímmtugsafmæli Ástu systur minnar fyrir skömmu hitti ég Hannes mág minn í síðasta skipti. Ekki hefði ég trúað því þá að það yrðu okkar síðustu fundir. Hann lést á sjúkrahúsi í Edinborg þann 20. apríl eftir hjartaáfall. Þau hjón voru nýkomin til Edinborgar í heimsókn til dóttur sinnar og unn- usta hennar þegar áfallið kom. Hannes fæddist í Reykjavík 8. apríl 1939. Hanfi var sonur hjón- anna Magnúsar Hannessonar, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Það var fyrir tæpum 30 árum að leiðir okkar Hannesar lágu fyrst saman. Ég man eftir eftirvænting- unni hjá okkur systkinunum þegar Ásta, elsta systir okkar, var vænt- anleg heim í sveitina sina með mannsefnið. Það var gaman að kynnast Hannesi. Hann tók þátt í leikjum okkar og störfum og varð strax hinn besti félagi. Er leið mín lá síðan til Reykjavíkur í skóla varð ég heimagangur hjá þeim hjónum og bjó seinna á heimili þeirra þijá vetur. Þó að gott veganesti sé til staðar þegar foreldrahús eru yfír- gefín er það ekki alltaf nóg. Mikil- vægt er að lenda með góðu sam- ferðafólki sem ber hag manns fyrir bijósti og leiðbeinir manni á krók- óttum stígum lífsins. Það var því bæði þroskandi og lærdómsríkt fyr- ir mig að eiga samleið með manni eins og Hannesi mín fyrstu ár fjarri heimahögum. Af honum lærði ég margt sem ég mun ávallt búa að. Fyrir það er ég þakklátur. Hannes hafði mikið yndi af tón- list. Hann söng í Pólýfónkórnum um árabil og síðar i Söngsveitinni Fílharmóníu. Hann átti talsvert safn hljómplatna og geisladiska með sígildri tónlist sem hann spil- aði mikið. Á námsárunum mínum þegar tónlistaráhugi minn snerist fyrst og fremst um dægurtónlist settist Hannes oft niður með mér og spilaði fyrir mig sígilda tónlist og útskýrði fyrir mér um leið. Þann- ig kynnti hann fyrir mér mörg af fegurstu gullkomum tónbókmennt- anna. Ásta og Hannes eignuðust tvö mannvænleg börn. Þau eru Guðrún Margrét, markaðsfræðingur, fædd 1967 og Valdimar Kristinn, við- skiptafræðinemi, fæddur 1970. Guðrún hefur dvalið erlendis við nám undanfarin ár en Valdimar er enn í heimahúsum. Þau bera bæði umhyggju og ástúð foreldranna fagurt vitni. Það er erfítt að lýsa mannkosta- manni eins og Hannesi, en hann var umfram allt heiðarlegur og sjálfum sér samkvæmur og vart fínnast traustari menn en hann var. Nú þegar við kveðjum þennan góða dreng vottum ég og fjölskylda mín systur minni, bömunum, aldr- aðri móður hans, systkinum og öðr- um ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þungbærri sorg. Kristinn Valdimarsson. Kveðja frá samstarfsfólki Vinnufélagi okkar og vinur, Hannes N. Magnússon, lést fyrir skömmu mjög óvænt langt fyrir aldur fram og eftir stöndum við öll harmi slegin og ráðþrota. Á litlum og samhentum vinnustað sem okkar þar sem mannabreytingar eru ekki örar tengjast menn sérstökum böndum sem í raun hafa gert okkur að einni stórri fjölskyldu. Það er því ekki að undra að sársaukinn sé mikill þegar við þurfum að sjá á eftir einum reyndasta starfsmanni fyrirtækisins í blóma lífsins. Hannes var einstaklega hrein- skiptinn og heilsteyptur maður, nokkuð skapmikill svo að stundum gat hvesst nokkuð í kringum hann en alltaf var stutt í blíðviðrið. Það sem Hannes sagði stóð eins og staf- ur á bók. Hann var nákvæmur og gerði kröfur jafnt til sín sem ann- arra. Hann var raunsær maður, jafnvel um of að okkur fannst stundum en þeim sem þekktu hann best var ljóst að innst inni var hann mikill tilfínningamaður. Hannes var góður félagi og tók með ánægju þátt í öllu félagsstarfí okkar hjá Smith og Norland, hvort sem um var að ræða ferðalög um landið, spilakvöld eða leikhúsferðir. Hann var menningarlega sinnaður og þar var tónlistargyðjan hæst á stalli. í 16 ár söng Hannes með Pólýfónkórnum og þegar starfí þess kórs lauk lagði hann ekki árar í bát heldur tók upp þráðinn aftur með Söngsveitinni Fílharmoníu. Það var því ekki komið að tómum kofunum hjá honum í tónlistarefnum enda sótti hann flesta tónleika hér í borg þar sem boðið var upp á sígilda tónjist. Á námsárum sínum í Þýskalandi tengdist Hannes landi og þýskri þjóð þeim böndum sem styrktust enn í starfi hans hjá Smith og Nor- land en þangað fór hann reglulega á vegum fyrirtækisins sem og oft í fríum sínum. Hann átti líka því láni að fagna að sumir þýskra sam- starfsmanna hans urðu persónuleg- ir vinir hans og var okkur öllum ljóst hvern hug þeir báru til hans. Við kynntumst fjölskyldu Hann- esar mjög vel, gæðakonunni Ástu sem með fallegri söngrödd sinni hefur hjálpað mörgum áttavilltum söngmanninum hér í fyrirtækinu inn á rétta braut þegar lagið hefur verið tekið á árshátíðum og fyrir- tækisferðum. Á börn þeirra, Gunnu Möggu og Valdimar, lítum við sem hluta af okkar hópi enda hafa þau unnið hjá Smith og Norland í mörg- um sumarfríum sínum af þeirri samviskusemi sem við mátti búast af börnum Hannesar og Ástu. Hannes fylgdist mjög vel með framvindu þjóðmála hér á landi sem og því sem efst var á baugi erlend- is. Hann hafði gott minni og var fjölfróður jafnt um samtímann og liðna tíð. Kom það berlega í ljós þegar við á góðum stundum brugð- um á leik, skiptum í tvö lið og efnd- um til spurningakeppni meðal starfsmanna. Þá var gott að vera í sama liði og Hannes. Hann var drengur góður sem við eigum eftir að sakna sárt. Eftir sit- ur þó minning um gegnheilan og trygglyndan mann sem við munum varðveita vel í huga okkar. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Ástu, Guðrúnar Margrét- ar, Valdimars, móður hans og systkina sem og annarra aðstand- enda og biðjum góðan guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Starfsfólk Smith og Norland hf. Fyrir tuttugu og átta árum, að vori eins og nú, var ég að leita að rafmagnsverkfræðingi með þýsku- kunnáttu til starfa í fyrirtæki mínu. Ein umsókn vakti sérstaka athygli mína, en hún var frá tæknifræðingi með stúdentspróf úr Verslunarskóla íslands sem að auki var mað reynslu í rafvirkjun úr fyrirtæki föður síns. Eftir fyrsta viðtal okkar, þar sem framkoma þessa unga manns ein- kenndist af hreinskilni og ákveðnu fasi, ákvað ég að ráða hann til starfa og þannig kynntist ég Hann- esi Magnússyni fyrst. Það kom síðar í ljós, að framan- taldir eiginleikar hans nýttust fyrir- tæki mínu einstaklega vel. Smith & Norland hefur frá öndverðu átt samstarf við stór þýsk tæknifyrir- tæki og er verk- og tæknifræði- kunnátta alger forsenda fyrir ár-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.