Morgunblaðið - 28.04.1992, Page 42

Morgunblaðið - 28.04.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 Ási Markús Þórðarson á sjógarðinum á Eyrarbakka. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson FERÐAÞJÓNUSTA Vill selja brimið á Eyrarbakka Hafgolan á við skoskt viskí, segja útlendingar Eg vil alveg hiklaust selja brimið hér á Eyrarbakka og hreinlega markaðssetja það,“ segir Ási Mark- ús Þórðarson sem á sæti í ferða- málanefnd hreppsins. „Brimið er eins og Gullfoss, þetta er náttúru- fyrirbæri, síbreytilegt og aldrei eins og það kemur ekki svo útlendingur hér að hann fari ekki niður á sjó- garð að horfa á brimið.“ „Menn hafa furðað sig stórlega á því hvemig hljóðið er í briminu," segir Ási Markús. „Drunurnar eru stundum alveg gríðarlega miklar í kyrrum og logni. Á undan norðan- átt geta þessar drunur orðið svo miklar að glerið í gluggunum titr- ar.“ Hann segir það margoft hafa komið fyrir að ókunnugir hafi hald- ið að einhveijar hamfarir væru í nánd og ekki sofið um nætur vegna brimhljóðsins. Ási Markús hefur sett fram þá hugmynd að setja upp útsýnisskífu á sjógarðinum og loft- myndir af fjömnni sem sýna skerin og nöfnin á þeim. Nauðsynlegt sé fyrir fólk að þekkja örnefnin og söguna á bak við þau. „Ég við auglýsa það í útvarpinu þegar brimar hér útifyrir, álveg eins og þegar sagt er frá Geysisgosum. Það er magnað að fylgjast með þessu,“ segir Ási Markús. Hann fékk enskan mann í heimsókn í fyrra og sá fór niður á sjógarð með frúna, þandi bijóstkassann á móti hafgolunni, leit á konuna og sagði: „Þetta er sko á við skoskt viskí.“ Á ferðamálaráðstefnu fyrir skömmu fékk Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrir- tækisins Markmiðs, þá fyrirspurn frá Ása Markúsi hvernig ætti að markaðssetja brimið á Eyrarbakka. Svar Magnúsar var á þann veg að um væri að ræða sjón og heyrn. Gera mætti segulbandsupptöku með Björk og Sykurmolunum, og hafa brimhljóð sem undirtón. Þá mætti auglýsa brimið í Times sem 600 þúsund manns læsu daglega og haga því þannig að þegar blaðið væri opnað þá blasti við mynd af briminu og brimhljóð kæmi úr litl- um örgjafa í auglýsingunni þegar blaðið væri opnað. Sig. Jóns. NIÐURHENGD KERFISLOFT rr\ MIKK) ÚRVAL FRÁBÆRT VERÐ ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ SKÚTUVOGI12C SÍMI687550 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0014 1613 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4543 3700 0008 4965 4548 9000 0033 0474 4548 9000 0035 0423 4548 9000 0033 1225 4548 9000 0039 8729 Afgreiftslufólk vinsamlegast takið qfangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta korf og visa á vágest. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík Sfmi 91-671700 Þ.ÞORGRfMSSON &C0 E3@03ÐDOIŒ« gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 VÁKORTALISTI Dags. 28.4.1992. NR. 80 5414 8300 0362 1116 5414 8300 2890 3101 5414 8300 2717 4118 5414 8300 2772 8103 5414 8301 0407 4207 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5412 8309 0321 7355 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF. Ármúla 28, ^108 Reykjavík, sími 685499 j KLÆÐNAÐUR Þijár í þjóðbúningi Konur sjást ekki á hveijum degi í íslenska þjóðbúningnum. Fréttaritari Morgunblaðsins í Miklaholtshreppi hitti þijár saman í þjóðbúningi á dögunum og ber ekki á öðru en búningurinn klæði þær fagurlega. Þær eru f.v.: Kristín Helgadóttir frá Gröf í Miklaholts- hreppi og dætur hennar Unnur Helga og Ragnhildur Þórunn Mar- teinsdætur. Kristín og Unnur Helga saumuðu þjóðbúninga. Morgunblaðið/Páll Pálsson ÓSKARSVERÐLAUNIN Tískuhönnuðir beijast um að fá að hanna á stjörnurnar Tskuhönnuðir vilja gjarnan fá að hanna sam- kvæmisfatnað á þá leikara sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna og mæta til verð- launaafhend- ingarinnar. Öll- um brögðum er beitt til að laða leikarana að og stundum fá þeir föt að láni en oft- ar en ekki er „stjörnunum“ gefínn fatnaður- inn. Þetta árið má eiginlega segja að Valentino hafi borið sigur úr býtum því hann átti heiðurinn að klæðnaði leik- konunnar Bette Midler svo og fatnaði Susan Sarandon. Þá voru einnig Mercedes Ruchl ogJessicaTandy Sophia Loren í kjól sem hönnuðurinn Val- í fatnaði Val- entino á heiðurinn af. entinos. Á síð- asta ári var það George Armani Jodie Foster, Billy Crystal, Kev- sem kom sér best á framfæri in Costner og Tom Cruise fatn- en þá klæddust meðal annarra aði frá honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.