Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRIL 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 27 pltrgminMaliii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Nýtt uppbyggingar- starf Miðlunartillaga sú um nýja kjarasamninga, sem tekin verður til afgreiðslu í félögum launþega og vinnuveitenda næstu daga, felur í sér rökrétt framhald á þeim samningum, sem gerðir voru á vinnumark- aðnum í febrúar 1990. Með þeim samningum var grundvöll- ur lagður að því, að verðbólga á íslandi yrði ekki meiri en i nálægum löndum og raunar minni í mörgum tilvikum. Verði miðlunartillagan samþykkt verður verðbólgan á samnings- tímanum rétt um 2%. Þetta er auðvitað meiri háttar afrek, þegar litið er til verðbólguþró- unarinnar á síðustu tuttugu árum. Þetta er fyrst og fremst sameiginlegt afrek samtaka verkalýðs og vinnuveitenda. Það mátti færa margvísleg rök að því, að skynsamlegast hefði verið að semja um óbreytt kaupgjald eins og bent var á í forystugrein Morgunblaðsins fyrir nokkru. Niðurstaðan varð sú, að helztu samningsaðilar mæla með samþykki miðlunar- tillögu, sem byggir á 1,7% al- mennri kauphækkun. Til viðbót- ar koma sérstakar láglaunabæt- ur fyrir hina lægstlaunuðu auk nokkurra annarra kjarabóta. Þessar lágu tölur eiga að tryggja áframhaldandi stöðug- leika í efnahagsmálum og þar með að leggja grundvöll að nýrri uppbyggingu atvinnulífsins, sem byggi á heilbrigðum for- sendum. En jafnframt er með lág- launabótunum viðurkennd sú staðreynd, að á undanfömum árum hefur verið gengið mjög nærri þeim, sem við minnst efni búa, raunar hefur verið gengið svo nærri ákveðnum þjóðfélags- hópum, að ekki má langur tími líða þar til betur verður gert í að bæta hag þess fólks. Fullt tilefni er til að dregnar verði fram upplýsingar, sem hljóta að vera til um tekjuskiptinguna, eins og hún hefur þróazt síðustu áratugi. Það er nauðsynlegt, að fram komi í hve ríkum mæli efnamunur hefur aukizt í land- inu á undanförnum áratugum, hve mikill munur er orðinn á milli hinna hæstlaunuðu og þeirra, sem við lægst laun búa, og hvers vegna þessi efnamunur hefur aukizt, ef það er niður- staðan, sem telja má líklegt. Það er mjög dauft yfir at- vinnulífi um þessar mundir. Þess vegna er atvinnuleysi meira en það hefur verið í tvo áratugi og veruleg hætta á, að skólafólk fái ekki vinnu í sum- ar. Með nýjum kjarasamningum vita menn að hverju þeir ganga næstu misseri og væntanlega verður það til þess, að aukinn kraftur færist í atvinnufyrir- tækin. Vaxtalækkunin, sem boðuð er í tengslum við þessa kjarasamninga, hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir launþega en ólíklegt er, að hún sé nægi- lega mikil til þess að atvinnufyr- irtækin telji kleift að ráðast í nýjar fjárfestingar og fram- kvæmdir. Til þess eru raunvext- ir enn of háir. Tveir einstaklingar eiga mestan þátt í-því, að tekizt hef- ur í þessum kjarasamningum að halda áfram á þeirri vegferð, sem hafin va_r fyrir rúmum tveimur árum. í forsetatíð sinni í Alþýðusambandinu hefur As- mundur Stefánsson beint sam- tökum verkalýðs inn á nýjar brautir, sem áreiðanlega hafa skilað og eiga eftir að skila laun- þegum meiri raunverulegum kjarabótum en fyrr á árum, þegar samið var um miklar kauphækkanir, sem enginn grundvöllur var fyrir. A þeim tíma, sem Einar Oddur Krist- jánsson hefur gegnt for- mennsku í Vinnuveitendasam- bandinu, hafa skapast nánari tengsl milli vinnuveitenda og verkalýðs, sem m.a. hafabyggzt á því, að formaður VSI talar tungumál, sem launþegar skilja. Þessir tveir menn áttu mestan þátt í kjarasamningunum í febr- úar 1990, sem voru tímamóta- samningar, ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Dags- brúnar. Þeir Ásmundur og Ein- ar Oddur hafa nú fest þá stefnu- breytingu, sem þá varð í kjara- samningum, í sessi. Morgunblaðið hafði efasemd- ir um, að skynsamlegt væri að samtök opinberra starfsmanna ættu aðild að þessum kjara- samningum. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið jákvæð og því ber að fagna, að ýmsir forystu- menn opinberra starfsmanna hafa sýnt þann þroska og þá ábyrgð að taka fullan þátt í samningsgerðinni. Framundan er atkvæða- greiðsla í einstökum félögum um miðlunartillögu sáttasemj- ara. Vonandi hlýtur hún sam- þykki og að því loknu getur þjóðin snúið sér að því brýna verkefni að efla atvinnulífið á nýjan leik. Kreppan er orðin of löng og við þurfum að snúa okkur að nýju uppbyggingar- starfi. Heilbrigðar tölur og skýrsla Hag- fræðistofnunar Fyrri grein eftir Guðmund Magnússon ogÞórólf Matthíasson Þeir Símon Steingrímsson og Þórður Harðarson hafa nú í tveimur atrennum lagt um 5 dálkmetra af Morgunblaðinu2) undir gagnrýni á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um samanburð á heilbrigðis- útgjöldum hér og í nálægum löndum sem unnin var fyrir heilbrigðisráðu- neytið. í niðurlagsorðum seinni greinarinnar er Hagfræðistofnun ásökuð um að stunda óeðlilegan samanburð, velja vísvitandi óhag- stæða umreiknistuðla þegar það hentar, leyna upplýsingum og gæta ekki að áhrifum minnkandi lands- framleiðslu á kennitölu. í niðurlags- orðum fyrri greinarinnar segir m.a. að tilhæfulaus sé sú fullyrðing Hag- fræðistofnunar að Islendingar liggi að meðaltali lengur á sjúkrahúsumn en Danir. í greinarskrifum þeirra tvímenn- inga er víða hallað réttu máli þótt ekki sé þar allt jafn slæmt. í þess- ari grein er helstu gagnrýnisatriðum þeirra Símonar og Þórðar svarað. I næstu grein munum við segja frá skýrslu Hagfræðistofnunar. Samanburðarlöndin Við höfum sótt fyrirmyndir um margt af því sem við höfum gert á heilbrigðissviðinu til annarra Norð- urlanda. Því lá beinast við að nota þau til samanburðar í könnun Hag- fræðistofnunar. En það er kunnara en frá þurfi að segja að launakostn- aður er meiri á Norðurlöndum en í löndum Vestur-Evrópu. Þar sem heilbrigðisútgjöld eru fyrst og fremst launakostnaður getur þessi staðreynd skekkt samanburðinn. Þess vegna þótti ekki eðlilegt að einskorða hann við Norðurlönd, heldur vildum við bæta við öðrum stöndugum Norðurálfuríkjum og fá þannig breiðari viðmiðun. Hag- fræðistofnun kaus Bretland og Þýskaland sem fulltrúa Evrópuríkja og Bandaríkin sem fulltrúa Norður- Ameríkuríkja. Þessi lönd köllum við samanburðarlönd í skýrslunni. Viðmiðunarhópurinn er valinn með hliðsjón af því að löndin í hon- •um séu öll efnuð. Greiðslukerfi og skipulagi okkar svipar til þess sem gerist hjá öðrum Norðurlandaþjóð- um en er allólíkt því sem tíðkast hjá löndunum þremur utan þeirra. Þannig gefst kostur á vangaveltum um hlutdeild greiðslukerfanna í kostnaði með því að bera saman þróun hans í Norðurlandakerfunum og í kerfum hinna landanna. Það ætti því að vera ljóst að sam- anburðarlöndin eru valin með það í huga að nokkur breidd sé m.t.t. uppbyggingar kostnaðarkerfa. Það er alger misskilningur að Hagfræði- stofnun leggi heilbrigðiskerfi þess- ara landa að jöfnu. En þar sem þessi misskilningur hefur einu sinni farið á kreik er rétt að undirstrika að samanburðarlöndin eru valin þannig að velmegunarstig sé hátt og nokkur breidd sé í uppbyggingu greiðslukerfa heilbrigðisþjónustu. Aldursleiðréttingar íslenska þjóðin er enn tiltölulega ung samanborið við margar aðrar Evrópuþjóðir. OECD hefur athugað aldursbundinn heilbrigðiskostnað eftir löndum. Niðurstöður þeirrar athugunar eru að þeir sem eru 65 ára og eldri séu heilbrigðiskerfinu frá um 4 til 6 sinnum dýrari en þeir sem yngri eru, sé litið til Norð- urlandanna.3) Sé skyggnst um víðar sveiflast hlutfallið meira. Könnun OECD náði ekki til íslands. Hug- mynd Hagfræðistofnunar var að það væri misvísandi að bera saman kostnað vegna heilbrigðisþjónustu án þess að taka, með einum eða öðrum hætti, tillit til aldursdreifing- ar. Þar sem ekki voru til tölur um hlutfallslegan kostnað íslenska heil- brigðiskerfisins vegna þeirra sem eru yngri en 65 ára og hinna og ekki gafst tími til að framkvæma sjálfstæða athugun var valið að setja fram aldursumreiknaðar tölur og reikna með að hlutfallstalan væri svipuð hér og í Svíþjóð og Finn- landi. Þetta er vandlega tíundað í skýrslunni. Síðan er framkvæmd hugsanatilraun. Hún er þessi: Hugs- um okkur að íbúar samanburðar- landanna og Islands væru allir yngri en 65 ára. Hver væru þá útgjöld á mann? Síðan eru niðurstöður bomar MYND 1 saman, sbr. 1. mynd. Þegar Hag- fræðistofnun vann sína könnun lágu ekki fyrir upplýsingar um hvort svipuð tilraun hefði verið gerð ann- ars staðar. (Sjá mynd 1.) Þeir SS og ÞH gera tvær athuga- semdir við aldursdreifingu Hag- fræðistofnunar. Fyrri athugasemd- in er þessi: „Sá misskilningur kem- ur fram í skýrslunni að aldursvega megi skráð heilbrigðisútgjöld á sama hátt og nýgengi og algengi veikinda." Eins og fyrr sagði var Hagfræðistofnun ekki kunnugt um að aðrir hefðu reynt svipaðar leið- réttingar. En nú fyrir nokkrum dög- um fékk stofnunin í handriti drög að grein eftir Ulf-G Gertham og Bengt Jönsson við Verslunarháskól- ann í Stokkhólmi, en þeir eru báðir virtir fyrir framlög sín á sviði heilsu- hagfræði.4) Það er skemmst frá því að segja að þeir félagar nota nán- ast sömu aðferð til aldursleiðrétt- ingar og Hagfræðistofnun notar. Og niðurstaða þeirra er í lauslegri þýðingu þessi: „Án aldursleiðrétt- ingar eru útgjöld á íslandi 0,5% lægri en í Svíþjóð, en 20% hærri Guðmundur Magnússon Þórólfur Matthíasson „Því meira sem umfang heilbrigðisútgjalda vex, því minni frið geta heilsugæslu- og hagsmuna- gæslumenn búist við að fá frá almenningi sem borgar brúsann og hagfræðingunum sem rýna í tölurnar.“ eftir aldursleiðréttingu." Það er því ljóst að þeir SS og ÞH eiga ærinn starfa fyrir höndum í að leiðrétta villutrú þeirra Gerthams og Jöns- sons! Seinni athugasemd þeirra SS og ÞH er að Hagfræðistofnun hafi valið óhagstæðan stuðul til aldurs- leiðréttingar íslensku talnanna. Stuðlar Norðurlandanna sveiflast milli þess að vera 4 og 5,5. Formúl- an sem notuð er er þessi: Af þessari formúlu má sjá að aldursstöðluð útgjöld lækka eftir því sem stuðullinn við íjölda 65 ára og eldri er stærri. Til glöggvunar eru aldursstöðluð útgjöld hér á landi m.v. mismunandi stærðir stuðulsins sýndar á 2. mynd. Þar kemur glögg- lega í ljós að lægri stuðull þýðir aukin aldursstöðluð útgjöld, þvert á það sem þeir SS og ÞH virðast halda. (Sjá mynd 2.) Þeir SS og ÞH benda réttilega á Aldursstöðluð = útgjöld á mann Raunveruleg útgjöld Fjöldi yngri en 65 ára + 5,5*Fjöldi 65 ára og eldri Útgjöld hins opinbera til heilbrigöismála á mann í USD, umreiknuö meö gengisvísitölu (ppp-VLF), miöuö viö aldursvegnar mannfjöldatölur ■ Danmörk □ Bandar. I Finnland • ísland Þýskal. I Noregur Svlþjóö R3SS3SS3S3 Bretland 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 MYND 2 Útgjöld hins opinbera til heilbrigöismála á íslandi á mann, umreiknuö meö gengisvísitölu, miöuö viö mismunandi aldursvægi 65 ára og eldri 1000 100 - + + 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 að nota þyrfti fíngerðari leiðrétt- ingu. Það var Hagfræðistofnun ljóst þegar skýrslan var unnin, enda aug- lýst í skýrslunni að unnið sé að þróun aðferða við nákvæmari ald- ursleiðréttingu. Einnig er verið að kanna hvort fjöldi starfsmanna í heilbrigðisþjónustu sé „eðlilegur“ miðað við aldursskiptingu þjóðar- innar. Gögnin Kostnaðarupplýsingar voru sótt- ar í gagnabanka OECD yfir heil- brigðistölur í aðildarríkjunum. Leit- að var til Þjóðhagsstofnunar varð- andi áreiðanleika gagnabanka OECD. Þar fékkst upplýst að dönsku tölurnar væru sennilega of lágar. í skýrslu Hagfræðistofnunar er tekið tillit til galla í gagnagrunni OECD hvað dönsku tölurnar varð- ar, þó með óbeinum hætti sé. Það gerist í tengslum við aldursleiðrétt- ingarnar. Aldursleiðréttingarstuðull fyrir dönsk „gamalmenni" er 4,1 á móti t.d. 5,5 hér á landi. Hefði sami aldursleiðréttingarstuðull verið not- aður gagnvart dönsku gögnunum og var notaður á íslensku gögnin hefðu aldursleiðrétt útgjöld Dana mælst um 13% lægri en þær tölur sem sýndar eru í skýrslu Hagfræði- stofnunar. Það má því segja að aðferðir Hagfræðistofnunar tryggi að tekið sé tillit til þekktra gaíla á gögnum OECD. I framhaldi af þessum umræðum hafa margir orðið til þess að gagn- rýna Hagfræðistofnun fyrir að hafa ekki endurskoðað gagnagrunn OECD af eigin frumkvæði, þrátt fyrir yfirlýsingar gagnasafnaranna um ágæti gagnanna. Því er til að svara að vissulega væri æskilegt að hafa bæði fé og tíma til að endur- skoða allar þær tölur sem til úr- vinnslu koma með einum eða öðrum hætti. En af augljósum ástæðum er það ekki hægt. Því hefur skap- ast sú óformlega verkaskiptinga- regla milli gagnasafnara og háskóla og annarra rannsóknarstofnana að gagnasafnarar sérhæfa sig í skil- greiningum og söfnun og framsetn- ingu grunngagna. Háskóla- og rannsóknastofnanir leggja sig síður eftir að þekkja innstu rök gagna- söfnunarinnar, en sérhæfa sig í að túlka og toga fram þau lögmál sem tölurnar kunna að leyna. Þar sem söfnun og túlkun gagna er hjá sömu stofnun, er alvanalegt að skipu- leggja innviði hennar þannig að þessari starfsemi sé komið fyrir hjá sitt hvorri deildinni. Ekki er rétt að segja skilið við gagnasöfnunarþáttinn án þess að benda á að skýrsla Hagfræðistofn- unar hefst á eftirfarandi fyrirvara: „Alþjóðlegur samanburður í heil- brigðismálum er erfiður af mörgum sökum ... Gögn frá mismunandi löndum eru í fæstum tilfellum sam- bærileg. Samanburður á milli landa verður aldrei betri en þau gögn sem hann byggir á. En gögn frá hveiju landi um sig eru háð uppbyggingu heilbrigðiskerfísins á hveijum stað og fjármögnun þess ... þá styðjast gögn varðandi heilbrigðisþjónustu ekki við alþjóðlegan staðal líkt og þjóðhagstölur ...“ Þó slíkir fyrirvar- ar fríi ekki þann sem -þá setur ábyrgð á vinnu sinni er jafn frá- leitt, af hálfu gagnrýnenda, að láta sem slíkir fyrirvarar hafi ekki verið settir. Áhrif samdráttar í þjóðarbúskapnum á kennitölur Þeir félagar eyða nokkru púðri í að gagnrýna hlutdeild heilbrigðisút- gjalda í vergri landsframleiðslu (VLF) sem mælikvarða á kostnað- arþróun. Þar segir m.a.: „Saman- burður heilbrigðisútgjalda sem hlut- fall af VLF hefur þann galla að hann mælir bæði breytingar í heil- brigðisútgjöldum og landsfram- leiðslu. Vaxandi heilbrigðisútgjöld og minnkandi landsframleiðsla verða ekki greind sundur.“ Þetta er sett fram í þeim anda að eigi að vera gagnrýni á skýrslu Hag- fræðistofnunar. í henni er einmitt mikil vinna lögð í að leita mæli- kvarða sem hefði ekki þennan nefnda galla! Til að forðast að blanda saman þenslu og samdrætti landsframleiðslu annars vegar og þenslu og samdrætti heilbrigðisút- gjalda hins vegar eru öll útgjöld reiknuð á mann til kaupmáttarleið- réttrar dollaraupphæðar skv. al- þjóðlega viðurkenndum aðferðum. Þeir félagar, SS og ÞH, virðast hins vegar ekki hgfa tekið eftir þessu atriði í skýrslunni, sem þó er dregið fram sem ein af höfuðniðurstöðum! En ekki tekur betra við þegar þeir félagar vilja finna „betri“ mæli- kvarða en þann sem Hagfræðistofn- un skirrðist við að nota. Mælikvarð- inn sem þeir leggja til er heilbrigðis- útgjöld á mann deilt með meðallaun- um á Ríkisspítölunum. Þessi mæli- kvarði er engu betri en sá sem þeir deila sem harðast á! Meðallaun í landinu, og þar með á Ríkisspítölun- um, sveiflast með landsframleiðsl- unni, að vísu ekki samtímis. Og það er ekkert dularfullt við það, því um 70% þjóðartekna eru laun! Liggja íslendingar lengur en aðrir á sjúkrastofnunum? Niðurstaða skýrslu Hagfræði- stofnunar er að kostnaður hins op- inbera við að veita þegnunum heil- brigðisþjónustu, eftir að tillit er tek- ið til aldursdreifingar þjóðarinnar og kaupmáttur viðkomandi myntar, væri hvergi meiri í samanburðar- löndunum en hér á landi. Þessi nið- urstaða hefur nú fengist staðfest með áður tilvitnaðri könnun þeirra Gerdthams og Jönssons. Þessi nið- urstaða kallar eðlilega á skýringar. Hagfræðistofnun vildi ekki skjóta sér algjörlega undan því að setja fram tilgátur þessu til skýringar án þess þó að svara því til hlítar, enda skortir rannsóknir í þeim efnum. En hvaða skýringar eru mögulegar? I grundvallaratriðum er um tvennt að velja. Annars vegar getur verð á þjónustueiningu verið miklu hærra hér en annars staðar. Sé slík tilgáta rétt merkir það að laun heilbrigðis- starfsmanna hér, borin saman við laun annarra, væru hærri en í sam- anburðarlöndunum. Einnig væri mögulegt að önnur aðföng, lyf, tæki o.s.frv., væru dýrari í innkaup- um hér en annarsstaðar. Hin tilgát- an snýst um það hvort við notum heilbrigðisþjónustuna meira en samanburðarþjóðirnar. í þriðja lagi gæti verið um sambland af þessu tvennu að ræða. Nú er fátt um góða mælikvarða til að sannreyna hver þessara tilgáta sé réttust. En meðal talnaupplýsinga í gagna- grunni OECD eru upplýsingar um fjölda legudaga á sjúkrahúsum. Hagfræðistofnun setti fram þær upplýsingar á ýmsu formi, t.d. sem fjölda legudaga á íbúa, fjölda legu- daga á almennum sjúkradeildum á íbúa undir 65 ára aldri o.s.frv. Það skipti engu máli hvernig þessum tölum var snúð, ávallt var lína ís- lands hátt yfir línum samanburð- arlandanna. Nú hefur fengist upplýst að Landlæknisembættið hafi fært legudaga skv. sérviskulegum, heimatilbúnum skilgreiningum og ekki hirt um að útbúa tölugögn sem eru alþjóðlega samanburðarhæf. Engu að síður hafa þessi gölluðu, íslensku gögn verið send til OECD. Í grein sinni gera þeir SS og ÞH tilraun til að leiðrétta gögn land- læknis og gera samanburðarhæf við erlendu gögnin. Mr. Poullier hjá OECD gaf tilraun þeirra þá einkunn að sennilega hefðu þeir gengið held- ur langt í að fækka legudögum hér á landi. En það er rétt að undirstrika það aú sé ályktun þeirra SS og ÞH rétt, þ.e. að íslendingar noti ekki heil- brigðisþjónustuna í ríkari mæli en aðrir, þá er tæpast hægt að skýra mikinn kostnað hér á landi öðruvísi en með hlutfallslega háum launum þeirra er þjónustuna veita. En er ályktun þeirra félaga. rétt? Samanburður, m.a. með gögnum NOMESKO, sem er norræn sam- starfsnefnd og á að hafa fram- kvæmt eitthvað af þeirri vinnu sem Landlæknisembættið hliðraði sér hjá, bendir til að ályktunin sé röng og að efnislega sé ályktun Hag- fræðistofnunar rétt, sbr. 1. töflu. Enn er því ekkert sem bendir til annars en að mikinn kostnað hins opinbera af heilbrigðiskerfinu hér á landi megi rekja til mikillar notkun- ar landsmanna á þjónustu þessa kerfis. í umræðu um þennan þátt skýrsl- unnar héldu þeir SS og ÞH því fram að Hagfræðistofnun bæri starfs- mönnum heilbrigðisþjónustunnar sleifarlag á brýn. En eins og um- ræðan hér að framan ber með sér er sú ályktun þeirra félaga röng. Hér er ekki ýjað að neinu öðru en því að hinn almenni þegn noti þjón- ustu heilbrigðiskerfisins ríflegar en gert er, a.m.k. á öðrum Norðurlönd- um. Það er ekki verið að ásaka bænd- ur, sjómenn og lækna um að þeir leggi minna á sig en aðrir, þótt bent sé á hugsanlegar leiðir til hag- ræðingar í rekstri landbúnaðar, sjávarútvegs og sjúkrahúsa. Frásögn SS og ÞH af ráðstefnu um skýrslu Hagfræðistofnunar Á 7 dálksentimetrum segja þeir félagar frá 5 klukkustunda ráð- stefnu heilbrigðisráðuneytisins um skýrslu Hagfræðistofnunar. Fyrst er haft eftir gesti ráðstefnunnar, Jean-Pierre Poullier frá OECD, að „ ... tölur OECD væru ósambærileg- ar milli landa ..." Það virðist því hafa farið framhjá þeim SS og ÞH að Poullier lét í umræðum falla ummæli í þá veru að vöxtur heil- brigðisútgjalda hefði verið meiri á íslandi undanfarinn áratug en gildir um önnur Evrópulönd OECD. Þá bera þeir félagar lof á línurit sem Þjóðhagsstofnun dró fram á ráð- stefnunni sem þeir segja að koll- varpi öllum niðurstöðum Hagfræði- stofnunar. Gallinn við það línurit frá sjónarhóli Hagfræðistofnunar er að við gerð þess hefur ekki verið tekið tillit til afbrigðilegrar aldurssam- setningar íslensku þjóðarinnar. Auk þess draga SS og ÞH ályktanir af bráðabirgðatölum og spám Þjóð-" hagsstofnunar um þróun heilbrigð- isútgjalda hér á landi á árunum 1991 og 1992. Slíkar tölur hafa reynst breytast nokkuð við frekari vinnslu, enda settar fram „til bráða- birgða" eins og nafnið segir til um. Auk þess eru sambærileg gögn enn ekki aðgengileg frá samanburðar-*»• löndunum. Þetta tvennt er ástæðan fyrir að Hagfræðistofnun sá sér ekki fært að toga samanburðar- tímabilið lengra fram en til 1989— 1990. Niðurlag Hagfræðistofnun hefur engan áhuga á að halla á þá aðila sem reka sjúkrahús eða aðrar heilsu- gæslustofnanir hér á landi: Hag- fræðistofnun hefur reynt að túlka boðskap þeirra opinberu talnaupp- lýsinga er fram hafa verið settar. * Þær tölur þarfnast frekari skýringa og virðingarvert er að kunnáttu- menn á borð við SS og ÞH skuli gerast sjálfboðaliðar við þá vinnu. Niðurstöður okkar eftir lestur greinar þeirra SS og ÞH eru þessar: 1. SS og ÞH segja að saman- burður á kostnaði íslensku heil- brigðisþjónustunnar við þá bresku og bandarísku sé óeðlilegur, vegna þess að á íslandi sé veitt miklu meiri opinber þjónusta en þar. Mis- munandi gæði skýra eflaust mun milli landa í ýmsum tilvikum. Þetta höfðum við margítrekað. 2. SS og ÞH sést yfir að aldurs- leiðréttingar þær sem framkvæmd- - ar eru fara í för með sér leiðrétt- ingu á þekktum göllum á grunn- gögnum. Kostnaðartölur, sem ekki hafa verið aldursleiðréttar, eru þannig afar óábyggilegur mæli- kvarði við samanburð talna milli landa. 3. Hagfræðistofnun er ásökuð um að leyna vísvitandi upplýsingum um flokkun heilbrigðisútgjalda í Danmörku. Ekki aðeins er þetta rangt, heldur er reynt að koma í veg fyrir að þessi galli frumgagn- anna trufli niðurstöðurnar um of. 4. Hagfræðistofnun er álasað fyrir að setja fram mælikvarða sem ekki skilja á milli þenslu og sam- dráttar heilbrigðisútgjalda annais vegar og þenslu og samdráttar landsfrgjnleiðslu hins vegar. En Hagfræðistofnun styðst við útgjöld á mann einmitt til að forðast slíka misvísun! 5. „Jafnvirðisgengi landsfram- leiðslu er líklega lélegur mælikvarði á heilbrigðisþjónustu", segja þeir félagar. Hvers vegna? Er það vegna þess að þeim líkar ekki niðurstaðan? 6. Skýrsla Hagfræðistofnunar virðist hafa haft þau jákvæðu áhrif að sannfæra forsvarsmenn á sviði heilbrigðismála um að þjónusta þeirra sé ódýr og góð. Betur að satt væri. Heilbrigðismálin gerast æ fyrirferðarmeiri í útgjöldum þjóð- arinnar. Þetta er eðlilegt að víssj marki (sbr. næstu grein). Því méira sem umfang þeirra vex, því minni frið geta heilsugæslu- og hags+ munagæslumenn búist við að fá fr; almenningi sem borgar brúsann Of hagfræðingunum sem rýna í tölum ar. 1. Samanburður á heilbrigðisútgjöldum, Skýrsla til heilbrigðisráðuneytisins, Hagfræði- stofnun Háskóla íslands, febrúar 1992. 2. Sjá Morgunblaðið 17. mars og 7. april sl. 3. Sjá fyrmefnda skýrslu Hagfræðistofnunar og þær tilvísanir sem þar eru tilgreindar. 4. Sjá Gerdtham, Ulf-G og Bengt Jönsson: Sjukvárdskostnader i de nordiske lándema, verð- ur birt i ritröðinni EFI, Researeh Paper, Handels- högskolan i Stockliolm. 5. Health Statistics in the Nordic Countries 1966—1991, Nordisk Medicinalstatistisk Komité (NOMESKO) 36:1991, bls. 94. Guðmundur Magmísson er prófessor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands og forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Þórólfur Matthíasson er lektor í hagfræði við sömu deild. 1. tafla: Meðalfjöldi legudaga á mann á almennum sjúkradeildum, tölur NOMESKO5) Ár Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóð 1980 1,7 1,7 2,5 1,6 1,4 1985 1,6 1,8 2,2 1,4 1,3 1989 1,4 1,4 2,0 1,1 1,2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.