Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 angursríku starfi, en Ilannes hafði þá nýverið útskrifast í rafmagns- tæknifræði frá tækniháskólanum í Giessen í. Þýskalandi. Verslunar- menntun Hannesar reyndist einnig mjög veigamikil í starfi hans og sérstaklega í samningum við erlend og innlend fyrirtæki. Á skólaárum sínum starfaði Hannes eins og áður er getið í fyrirtæki föður síns, Volta, en faðir Hannesar, Magnús Hann- esson eða Magnús í Volta eins og hann var ávallt kallaður, var einn af gegnustu rafverktökum þessa lands. Ég kynntist föður Hanne.sar strax í upphafi ferils míns hjá Smith & Norland. Hann var ákveðinn maður í viðskiptum, stóð alltaf við orð sín og óskaði hins sama af öðr- um. í þessu líktist Hannes föður sínum. Frá löngum starfsferli Hannesar verða á þessum stað eingöngu nefnd tvö svið, sem mótuðu starf hans um áraraðir. Annað sviðið var kynning og sala á lækningatækjum til sjúkrahúsa sem og á tannlækna- tækjum. Á þessum vettvangi náði hann miklum árangri og kynntist fjölda lækna, ráðamanna og tækni- manna í sjúkrahúsum landsins og gat sér hvarvetna gott orð. Hitt sviðið tengist heimilistækjum, en þar hefur hann ásamt öðrum á síð- ustu 12 árum byggt upp mjög sterka deild í fyrirtæki okkar. Við þessi störf kynntist Hannes náið mörgum erlendum samstarfsmönn- um sínum hjá Siemens, sem urðu vinir hans og kveðja hann nú með söknuði. Hannes sinnti aðaláhugamáli sínu, tónlistinni, af sömu einurð og störfum sínum. í áraraðir söng hann með Pólýfónkórnum og nú síðustu árin með Fílharmóníu. Hannes sótti að staðaldri fjölda tón- leika hér í bæ og ennfremur eftir föngum á ferðalögum sínum erlend- is. Hannes var einstakur ferðafélagi og var auðséð að hann naut þess að ferðast um önnur lönd. Við áttum margar ferðir saman erlendis í ár- anna rás og er ég honum innilega þakklátur fyrir samfylgdina. í fjölskyldulífí sínu var Hannes gæfumaður. Réttu ári eftir að hann hóf störf hjá okkur kynntist hann Ástu Valdimarsdóttur og giftu þau sig í nóvember 1965.1 Ástu eignað- ist Hannes traustan lífsförunaut, konu með einstaklega ljúfan per- sónuleika og meðfædda tónlistar- hæfileika. Eg hef notið þeirrar ánægju að umgangast böm þeirra hjóna gegnum árin og hafa þau unnið á sumrin í fyrirtæki okkar. Þau eru bæði mjög vandaðir ein- staklingar eins og þau eiga kyn til. Ég mun sakna gönguferða okkar Hannesar, en um árabil höfum við gengið saman í hádeginu austur Sigtúnið, upp í Holtin og til baka niður í fyrirtækið. í þessum ferðum ræddum við jafnan ekki um við- skipti en frekar um þau mál er voru efst á baugi í þjóðfélaginu hveiju sinni en þar fylgdist Hannes alltaf mjög vel með. Oft litum við inn í vinalega listmunaverslun í Skipholtinu og fylgdumst með því hvað þar var í boði og eignuðumst sameiginlega vaxandi áhuga á mál- aralist og listmunagerð. Skyndileg veikindi og andlát Hannesar komu eins og reiðarslag. Rétt fyrir páskana sátum við saman og skipulögðum fundi og ráðstefnur er hefjast mundu fljótlega eftir að hann kæmi úr stuttu fríi í Skot- landi. Á fyrsta fundinn eru væntan- legir vinir hans frá Þýskalandi, Erich Zeh og Uwe Seeling, sem nú sjá að baki góðum vini. Við Margrét og böm okkar fær- um Ástu, Guðrúnu Margréti, Valdi- mari svo og aldraðri móður Hannes- ar og systkinum hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég kveð vin minn og samstarfsmann með þakk- læti og söknuði. Sverrir Norland. Við hjónin setjumst niður með tár í augum og söknuð í brjósti er við minnumst Hannesar mágs míns, Mjnning: Sævar Sigurðsson, Fáskrúðsfirði Fæddur 20. september 1944 Dáinn 19. apríl 1992 Páskadagur rann upp bjartur og fagur, en kvöldið kvaddi napurt og kalt. Ungur maður í blóma lífsins hafði látist af slysförum. Sævar fæddist á Fáskrúðsfirði og var af góðu fólki kominn. Hann ólst upp hjá móður sinni, Dagmar Einarsdóttur og fósturföður, Þor- keli Þorsteinssyni. Sævar lærði húsasmíði hjá Tré- smiðju Austurlands og fljótlega hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur. Hann var eftirsóttur til vinnu, enda duglegur og vinnusamur með afbrigðum. Handbragðið var slíkt, að unun var á að horfa. Röskur var hann og skjótur til að ákveða hvern- ig allt mátti sem best fara. Sævar var einstaklega góður drengur og vandaður og gekk að hverju verki með alúð og samvisku- semi. Fyrir utan annasamt starf sinnti Sævar þó nokkuð félagsstörfum. Hann var einn af stofnendum björg- unarsveitarinnar Geisla. Einnig sat hann um tíma í byggingamefnd og hreppsnefnd. Sævar var skemmti- legur í viðræðum og fylgdist vel með gangi mála. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var aldrei hlutlaus. Ungur að árum kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Sóleyju Sig- ursveinsdóttur frá Keflavík og eign- uðust þau þijú mannvænleg og góð börn: Dagmar Þóru, nema í Kenn- araháskóla íslands, Jón Ellert, hús- asmið og Frey Gauta, sem er tæpra 7 ára. Sævar og Sóley vom mjög sam- hent og samband þeirra kærleiks- ríkt. Þau komu sér upp fallegu heimili og garðurinn í kringum hús þeirra er staðarprýði. Enda hafa þau bæði verið einstaklega áhuga- söm um skógrækt og umhverfis- vernd. Þau hafa verið sannir vinir og góðir grannar fjölskyldu okkar í mörg ár. sem var okkur og börnum okkar traustur og góður vinur. Þegar ég kom til Reykjavíkur til náms kom engin annar dvalarstaður til greina en heimili Hannesar, Ástu elstu systur minnar og barna þeirra, Gunnu Möggu og Valda. Þar dvaldi ég tvo vetur og um mig var hugsað eins og ég væri elsta barnið á heim- ilinu. Á þeim árum var ég ómótaður unglingur og lögðu Hannes og Ásta sitt af mörkum við að koma mér til aukins þroska. Meðal annars veittu þau mér innsýn í heim menn- ingar og lista. Alla tíð síðan hefur Einarsnesið verið mér og fjölskyldu 'minni opið sem okkar eigið heimili. Það lýsir best manngæsku Hann- esar sú umhyggja sem hann_ bar alla tíð fyrir okkur systkinum Ástu, foreldrum okkar og fjölskyldum, þeim stóra hópi. Hannes var einstaklega barngóð- ur og hændust börnin okkar að honum. Þegar við komum í heim- sókn tók hann þau gjaman í fang sér, gekk með þau um gólf og fræddi þau um það sem fyrir augu bar. Ætíð gaf Hannes sér tíma, í annríki dagsins, til að aðstoða og ráðleggja okkur hjónunum í við- skiptum. Að eiga Hannes að veitti okkur mikinn stuðning. Það er erfitt að sætta sig við ótímabært fráfall Hannesar. Hann lést eftir fárra daga legu á sjúkra- húsi í Edinborg þar sem hann naut umhyggju Ástu, Gunnu Möggu, Valda, Palla og Stebba frænda sem veitti þeim ómetanlega aðstoð. Elsku Ásta, Gunna Magga, Valdi, Palli og Guðrún amma, sorg- in er mikil. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur. Minningin um lífs- glaðan og traustan vin mun fylgja okkur alla tíð. Viktoría og Diðrik. Fleiri greinar um Hannes N. Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Það hefur aldrei borið skugga á þá vináttu og ávallt verið gott að eiga þau að. Við Fáskrúðsfirðingar sjáum með söknuði á eftir einum okkar besta dreng og mun skarð hans verða vandfyllt. Elsku Sóley, Dadda, Jón, Freyr Gauti og Dagga, Guð styrki ykkur og styðji á erfiðum tímum. Guðrún Einarsdóttir. Ársávöxtun uml’ram vcröbólgu s.l. (i mán. SJÓÐSBRÉF 7 Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar í þýskum hlutabréfum. Góð áhættudreifing fyrir þá sem eiga nokkurt sparifé. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. GRAM K-245 GRAM K-285 GRAM K-395 GRAM KF-195 GRAM KF-233 GRAM KF-264 GRAM KF-250 GRAM KF-355 GRAM KF-344 172 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm -135,0 (stillanleg) 274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) 194 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) nú aöeins 56.950 kr. nú aöeins 71.800 kr. nú aöeins 78.450 kr. 52.960 66.770 72.960 (staðgreitt) (staðgreitt) (staðgreitt) Góöir greiðsluskilmálar: 7% staögreiösluafsláttur og 3% aö auki séu keypt 2 eöa fleiri stór tæki samtímis (magnafsláttur). EURO og VISA raögreiöslur til allt aö 18 mánaöa, án útborgunar /FQ nix HÁTÚNI6A SÍMI (91) 24420 STADREYND! á stórlœkkuðu verði Málið er heitt því með sérstökum samningi viö GRAM verksmiðjurnar bjóðum við nú allar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna á stórlækkuðu verði. GRAM býður 16 gerðir kæliskápa með eða án frystis, til innbyggingar eða frístæða, til dæmis neðangreinda: 244 Itr. kælir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm 274 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5 - 135,0 cm (stillanleg) 379 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) nú aöeins 49.950 kr. nú aöeins 52.650 kr. nú aðeins 71.950 krr. 46.450 48.960 (staðgreitt) (staðgreitt) 66.910 (staðgreitt) nú aöeins 42.900 kr. nú aöeins 49.950 kr. nú aöeins 57.650 kr. 204 Itr. kælir + 29 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 199 Itr. kælir + 64 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 146.5 cm 39.890 (staðgreitt) 46.450 (staðgreitt) 53.610 (staðgreitt) 166 Itr. kælir + 31 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 106.5 cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.