Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRIL 1992 37 um með honum á Akureyri. Við minnumst þess þegar hann og amma komu til okkar á aðfangadag og gáfu okkur stærstu pakkana sem við geymdum alltaf þangað til sein- ast að opna. Við minnumst sumr- anna þegar við fórum með þeim í sumarbústaðinn fyrir austan og sungum og lékum okkur fram á kvöld. Þegar við fluttum til Reykja- víkur hittum við afa sjaldnar, en þó héldum við alltaf símasambandi og við heimsóttum hann nokkrum sinnum á ári. Afi var hress og ungur í anda og fylgdist vel með öllu bæði utan og innan fjölskyldunnar. Núna þeg- ar við hugsum aftur í tímann minn- umst við þess að hann var alltaf til staðar og tók alltaf vel á móti okkur. Þegar fréttin af snöggum dauða hans barst varð okkur mjög brugðið en við huggum okkur við að nú er hann á góðum stað og mun taka vel á móti okkur þegar þar að kemur. En nú er hann látinn og hans sárt saknað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sbr. 1886 - V. Briem) Með þessum fáu orðum kveðjum við afa, sem var okkur svo kær. Helga og Harpa. ’Það syrtir að er vinir kveðja. Vinur okkar Matthías Guðmunds- son er látinn langt um aldur fram að okkur finnst. Sumir eru fæddir gamlir en aðrir eru síungir, sama hve aldnir að árum þeir verða. Matthías var einn af þessum síungu mönnum fullur af lífi og áhuga á mönnum og málefnum. Starfsferill Matthíasar var lang- ur og ævintýri líkastur. Hann byrj- aði sem sendill við Útvegsbankann, en endaði sem bankaútibússtjóri. Hin síðari ár starfaði hann fyrir Rauða krossinn á Akureyri og helg- aði honum alla starfskrafta sína. Matthías átti fjölda áhugamála og- VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI tlNKAUMtJUtJ co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Gerum góða veislu betri: veislubrauð veislumatur ónusta Oðinstorgi, 101 Rvk. símar 20490 & 621934 var alltaf að bæta á þann lista. Ég held að honum hafí aldrei fallið verk úr hendi, hann var sístarfandi að sínum hugðarmálum. Fyrir rúmum tveim mánuðum, á sjötugsafmæli Matta, samglödd- umst við honum, fjölskyldu hans og vinum, en ekki hvarflaði þá að okkur að það yrðu okkar hinstu stundir saman. Hér áður fyrr, er ég var barn, var Matthías í mínum huga bara maðurinn hennar Helgu frænku. Hann var þesi virðulegi, gáfaði, glæsilegi maður sem ég leit alltaf upp til en þekkti lítið. Helga frænka var þá einhver sú skemmtilegasta manneskja sem ég gat hugsað mér og er enn. Hin síðari ár höfum við hjónin átt því láni að fagna, að geta talið Matthías til vina okkar. Hann var fróður og sérlega skemmtilegur maður, hafði góða frásagnargáfu og hafði af nógu að miðla. Við hjónin og Helga og Matti áttum margar ánægjustundir sam- an á liðnum árum en þær urðu þó, því miður alltof fáar. Elsku Helga, Guðmundur, Torfi, Ásgeir, Arnar og íjölskyldur, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (úr Hávamálum). Sveinbjörg og Tony. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Weetabix Alpen morgunmatur er hollur og orkuríkur matur fyrir þá sem skila löngu dagsverki. Trefjarnar fyrir meltinguna og vítamínin bæta heilsuna. ALPEN ER KRÖFTUGT OG GOTT MORGUNKORN. FALLEGUR FJÖLSKYLDUBÍLL Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsi- legar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirburðahönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að jg bílum ér fyrst og fremst ætlað að þjóna ? fólki. Fallegt útlit, góðar innréttingar, Íþægileg sæti, stórt farangursrými, gott rými fyrir börnin, kraftmikil og sparneytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í þessum stærðarflokki. Ahersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.184-000,— stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. H) HONSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.