Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 16
16 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 NÝI TÓNLISTARSKÓLINN SÝNIR ÁLFADROTTNINGUNA EFTIR PURCELL Ævintýramyndir v ri/ w /íA texti BrynjoTomer myndir: Arni Sæberg og Júlíus Sigurjónsson Frá æfingoi á Álfadrottningunni hjá nemendum Nýja tónlistarskólans. Skólastjórinn hyggst setja upp nemendaóperur á hveiju ári héðan í frá. HÖFUNDURINN, Henry Purcell, hvílir í Westminster Abbey í Lundúnum, þar sem jarðneskar leifar hans hafa verið frá því 1695. Hann samdi Álfadrottninguna fyrir réttum 300 árum og var hún frumflutt sama ár. í kvöld frumsýna nemendur Nýja tónlistarskólans þetta verk ásamt nemendum í Listdansskóla íslands. Ennfremur hafa nemendur í textíldeild Myndlistar- og handíðaskóla íslands lagt hönd á plóg og gert búningana. Fyrir- hugaðar eru nokkrar sýningar. Ragnar Björnsson: „Lærdóms- ríkt, bæði fyrir nemendur og kennara." ^ Heniy Purcell er í rit- um ýmist sagður fæddur árið 1658 eða ’59. Hann söng með drengjakór Konunglegu kapellunnar meðan bamsröddin var enn björt og tær, en síðan vann hann í mörg ár við tónstillingar og viðgerðir á hljóð- færum kapellunar, og orgeli Westminster Abbey. Þetta kemur fram í leikskrá Álfadrottningar- myndina gerði Alda Sigurðardótt- ir. Nemendur úr Listdansskóla ís- lands taka einnig þátt í sýning- unni, en söngvarar eru allir nem- endur í söngdeild Nýja tónlistar- skólans. Hljómsveitin er skipuð kennumm og nemendum á fram- haldsstigi. Alls taka um 50 manns þátt í sýningunni, þar af 16 ein- söngvarar. „Við stefnum að því setja upp eina óperu á ári í framtíðinni, og hún verði hluti af skyldunámi skól- ans,“ segir Ragnar Björnsson skólastjóri, sem jafnframt er hljómsveitarstjóri. Segir hann óperuflutning afar lærdómsríkan fyrir nemendur. „"Þó við þykjumst þekkja nem- endur okkar mjög vel, koma þeir alltaf á óvart. Vinna við uppfærslu af þessu tagi er gjörólík hefðbund- inni kennslu í stofu, og það hefur sýnt sig að nemendum fer gífur- lega fram við óperuæfingar. Þetta er aukin áréynsla, bæði raddlega og andlega. Nemendur og kennar- ar uppgötva nýja hæfileika og veikleika til að vinna úr.“ Stemmning í þrívídd Skólinn flutti í nýtt húsnæði við Grensásveg fyrir ári og lætur Ragnar vel af aðstæðum: „Nú höfum við lítið leikhús innan veggja skólans, sem hentar vel uppfærslum af þessu tagi,“ segir hann staðráðinn í að nýta aðstöð- una eins vel og kostur gefst. Þó uppfærslur af þessu tagi séu mik- il og góð reynsla fyrir nemendur, kosta þær líka miída vinnu utan hefðbundis náms, eða hvað? „Jú,“ svarar Ragnar einfald- lega, eins og ekkert sé sjálfsagð- ara. Því næst er hann spurður hvemig honum líki að stjórna upp- færslu nemenda. „Mér finnst það afskaplega skemmtilegt. Kröfum- ar sem 'við gerum eru misjafnar eftir getu hvers og eins, en aginn er þó nokkur. Þetta er harður heimur og mér finnst rétt að nem- endur í söng- og tónlistarnámi venjist strax við agann sem ríkir í heimi tónlistarinnar." Ragnar segist ánægður með útkomuna. „Við nýtum aðstöðuna út í ystu æsar og höfum náð eins konar þrívíddarstemmningu, blásturs- hljóðfæraleikararnir sitja uppundir þakinu, fyrir ofan áhorfendur. Leiktjaldahönnuði hefur tekist vel að búa til álfaheim og tengja hann áhorfendum. í verkinu koma fyrir alls kyns skógarandar, dísir og álfar, og útkoman er ævintýra- myndir sem líða yfir sviðið." mnar. Höfundurinn Tvítugur að aldri var Purcell ráðinn sem tónskáld að Konung- legu kapellunni, og fimm árum síðar ráðinn organisti á sama stað. Embættinu fylgdi sú skylda að semja kirkjutónlist og liggja mörg kirkjuverk eftir hann. Einnig samdi Purcell hljómsveitarverk fyrir strengi, sónötur fyrir ýmis hljóðfæri, sönglög og að minnsta kosti 54 verk fyrir leiksvið, það er að segja óperur og söngleiki. Stíll Purcells þótti léttur og leik- andi, og er sá stíll áberandi í Álfa- drottningunni að sögn aðstand- enda sýningarinnar. Sannkölluð nemendasýning Fimm nemendur í textíldeild Myndlistar- og handíðaskóla ís- lands gerðu búningana undir leið- sögn kennara sinna, sem eru Hlín Gunnarsdóttir, Þórdis Kristleifs- dóttir og Þórunn Jónsdóttir. Leik- Oddur Björnsson leikstjóri: Tónlist og drama eins og trulofað par „MÉR FINNST skemmtilegt að leikstýra þessari uppfærslu. Það er alltaf skemmtilegt og uppörvandi að vinna með fólki sem hef- ur brennandi áhuga og vinnur af gleði. Sumir eru að vísu ekki algerir byijendur, enda kom mér á óvart hversu margir góðir og feilma efnilegir söngvarar eru í skólanum," segir Oddur Björnsson sem leikstýrir Álfadrottningunni. Um verkið sejgir Oddur: „Alfadrottn- mgin er ævin- týraópera, sem er lauslega byggð á Jóns- messunætur- draumi Shake- speares. Hún var frumflutt árið 1692 og við endurflytj- um hana nú, 300 árum síð- ar. Óperan er afsprengi síns tíma. Með öðr- um öðrum: Við erum stödd í 17. aldar leik- Oddur Björnsson: „Held að vinn- an skili sér í góðu ævintýri á sviðinu með þokka og elegans." húsi á Englandi, en ekki á Italíu á 19. öld. Það sem ég er að reyna að segja, er að í þessari óperu eru músík og drama tengd, en þó aðskilin í þeim skilningi að hér er þeim ekki blandað saman til að byggja upp dramatíska einingu, en þannig þróað- ist sú ópera sem við þekkj- um. Hér spáss- éra drama og tónlist saman, rétt eins og NEMENDUR TEKNIR TALI: Upp og niður endalaust ANNA Halldórsdóttir og Jó- hann Smári Sævarsson taka þátt í uppfærslu á Álfadrottn- ingunni. Anna hefur sópran- rödd og er á fyrsta ári í söng- námi, en Jóhann Smári, sem er bassi, hefur ívið meiri reynslu, er á fjórða ári og syngur um þessar mundir með Operu- smiðjunni, þar sem hann er í hlutverki Colline í „La Bo- heme“. „Það er ómetanleg þjálfun að taka þátt í sýningum af þessu tagi,“ er samróma álit þeirra Önnu og Jóhanns Smára. Hann á sér þá ósk heitasta að starfa við óperuhús í framtíðinni, hvort sem það yrði hér á landi eða erlendis. Anna er ekki farin að huga að slíku ennþá og segir: „Eg er metn- aðargjörn og það skiptir mig mestu máli núna að læra og ná framförum. Að sjálfsögðu væri gaman að geta haft söng og tón- list að aðalvinnu í framtíðinni, en Anna og Jóhann Smári: Hlökkum alltaf til að fara í skólann. það verður bara að koma í ljós.“ Þau eru sammála um að þolin- mæði sé lykilorðið í tónlistar- námi. „Við uppgötvum sifellt nýja hluti í náminu, og ekki eingöngu tengda söngnum eða röddinni, heldur líka tilfinningalega. Söng- nám er tröppugangur, upp og nið- ur endalaust, stundum gengur vel og stundum illa,“ segja þau, en eru sammála um eitt: „Við hlökk- um alltaf til að fara í skólann og erum endurnærð eftir skóladag- inn.“ trúlofað par. Þetta hlýtur því að vera mjög áhugavert og sérstakt verkefni hér uppá íslandi og þrátt fyrir þijár aldir, sem liðnar eru frá frumflutningi, er þetta verk unaðslega ferskt og fallegt, og vel hljómandi. Þökk sé snillingn- um Henry Purcell." Frelsi leikstjórans Við leiðum talið að leikstjórn- inni og túlkunarfrelsi þess sem leikstýrir: „Það má ljóst vera að leikstjóri verður að hafa ákveðið frelsi til að móta sýninguna og Ijá henni sköpulag, sem gengur upp í hans augum. Hann verður að ljá henni efnislegan og listrænan til- gang. Ég á von á að þetta verði óvenjuleg og skemmtileg sýning, bæði fyrir eyra og auga. Eg vil gjarnan benda sérstaklega á hlut leikmyndarhönnuðar, Öldu Sig- urðardóttur, og ungra kvenna tex- tíldeildar Myndlistar- og handíða- skóla Islands, sem hafa gert frá- bæra búninga. Þá er ótalinn dans- höfundurinn, Margrét Gísladóttir, sem ásamt jitlum dömum úr List- dansskóla íslands setur sinn svip á sýninguna. Margrét hefur einn- ig veitt aðstoð við sviðshreyfingar. Ég held að þessi vinna skili sér í góðu ævintýri á sviðinu með þokka og „elegans", enda er eng- inn búningur nógu fallegur og skemmtilegur fyrir þessa tónlist.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.