Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 Formaður menntamálanefndar þingsins: Styrkja verður fjárhags- stöðu LÍN til frambúðar ÖNNUR umræða um frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra náms- manna hófst í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir (S-Rn) formaður mennt- amálanefndar gerði grein fyrir nefndaráliti og breytingartiilögum meirihluta nefndarinnar. Stjórnarandstæðingar töldu að stjórnarliðar í nefndinni hefðu betrumbætt frumvarpið en sögðu það enn svo gall- að að þeir yrðu að leggja til að því yrði vísað frá. En til vara Iögðu þeir fram nokkrar breytingartillögur. Bætt staða til frambúðar Sigríður Anna Þórðardóttir for- ' maður menntamálanefndar sagði frumvarpið, sem hér væri rætt, heildarfrumvarp um LÍN. Það fæli í sér veigamiklar breytingar frá nú- gildandi lögum. Breytingarnar miðuðu að því að bæta fjárhags- stöðu sjóðsins til frambúðar. Áhersla væri á það Sigriður lögð að styðja við menntun í landinu og tryggja áfram tækifæri til náms án tillits til efnahags. Framsögumaður gerði grein fyrir þeim breytingartillögum sem meiri- hluti menntamálanefndar vill gera á frumvarpinu, m.a. er lagt til að fella niður það skilyrði að námsmenn í sémámi þurfi að ná 20 ára aldri til þess að fá námslán. Lagt er til í 3. gr. laganna að tekið verði tillit til fjölskyldustærðar og að sjóðstjórn sé heimilt að hafa hliðsjón af búsetu við mat á framfærslukostnaði. Lagt er til að lánstími skuli verða ótil- greindur; þar með er fallið frá því að iánstími skuli vera fjórfaldur eðli- legur tími þess náms sem lánað er til. Endurgreiðsla hefjist 2 árum eft- ir námslok. Hundraðshluti vaxta af láni verði breytilegur, allt að 3%, en það kom fram í ræðu Sigríðar A. Þórðardóttur að ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið að tillögu mennta- málaráðherra að vextir á námslán myndu verða 1%. Lögð er til sú breyting að árleg endurgreiðsla verði annars vegar föst greiðsla sem verði 48.000 krón- ur miðað við lánskjaravísitölu mars- mánaðar 1992 (3.198 stig). Hins vegar komi til viðbótargreiðsla sem miðast við ákveðinn hundraðshluta af útsvarsstofni skuldara, 5% fyrstu fimm árin og 7% eftir það. Meiri- hluti menntamálanefndar gerir einn- ig tillögu um að greiðslur á eldri námsskuldum samkvæmt núgildandi lögum frestist þar til lán samkvæmt ákvæðum frumvarpins eru að fullu greidd. Framsögumaður benti á að á und- anförnum árum hefðu fjármái LÍN oft verið til umfjöllunar bæði utan þings og innan. Vandi Lánasjóðsins væri ekki ný bóla heldur vandi sem menn hefðu velt á undan sér árum saman án þess að gera tilraun til að leysa hann á raunhæfan hátt fyrr en nú. Fjárþörf LÍN hefði auk- ist verulega á undanförnum árum og hefði það valdið bæði auknum lántökum sjóðsins og vaxandi ríkis- framlagi. ^ Sigríður A. Þórðardóttir ítrekaði að tilgangur þeirra breytinga sem fælust í frumvarpinu væru fyrst og fremst að treysta fjárhagslega stöðu sjóðsins til frambúðar og draga úr þeirri byrði sem ríkissjóður hefði af sjóðnum. Samt yrði hinn mikilvægi stuðningur þjóðfélagsins við mennt- un áfram verulegur. En lánin yrðu hins vegar dýrari og greiddust fyrr upp en áður, enda yrði framtíð sjóðs- . ins ekki tryggð með öðrum hættí án aukinna ríkisframlaga. Megin- breytingin sem fælist í frumvarpinu væri sú að teknir væru upp vægir vexti á lánin, endurgreiðsiur hæfust fyrr en áður og greitt væri hraðar til baka. Eftirstöðvar féllu ekki niður heldur skyldu iánin greidd að fullu. Það skipti því miklu fyrir námsmenn að reyna að takmarka lántökur sínar eftir því sem kostur væri. Framsögumaður meirihluta menntamálanefndar vék að gagn- rýni sem fram hefur komið á ýmis ákvæði frumvarpsins. Hún vildi ekki draga neina dul á það að vaxtataka og hertar endurgreiðslureglur þrengdu hag lántakenda, t.a.m. væri það deginum ljósara að greiðslur af námslánum hlytu að skerða mögu- leika til húsnæðiskaupa sem næmi endurgreiðslu af námsláninu á hveiju ári. Þetta gilti um öll lán sem einstaklingur tæki, hvort sem það væru námslán eða ekki. Helstu ástæður þess að setja vexti á náms- lán væru þær að núgildandi lánaregl- ur væru ekki í samræmi við það sem almennt gerðist í þjóðfélaginu. Þær hvettu ekki til ráðdeildar. Sigríður benti jafnframt á það að 1% vextir væru ekki há vaxtagjöld. Sigríður A. Þórðardóttir vísaði því á bug að með samþykkt þessa frum- varps væri vegið að jafnrétti til náms og grafið undan æðri menntun í landinu, heldur væri verið að koma þessum mikilvæga sjóði, LÍN, til bjargar. Þjóðin mætti ekki blekkja sjálfa sig með því að telja sér trú um það að góð menntun kostaði ekki neitt. Hún yrði að þora að horf- ast í augu við staðreydirnar og gera sér grein fyrir því að grunnurinn undir LÍN yrði að vera sterkur, traustur, kannski svolítið harður en óhagganlegur. Það væri mikið talað um það í nútíma þjóðfélagi að fjár- festa, menn skoðuðu vextina og möguleika þess sem í boði væri, en þegar allt kæmi til alls „þá er það eina sem aldrei verður frá manni tekið að fjárfesta í sjálfum sér. Það er sá auður sem er mestur og best- ur“. Gegn jafnrétti Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) talaði fyrir áliti minnihluta mennta- málanefndar. Þar kom fram að minnihlutinn taldi að gildandi lög um Lánasjóðinn hefðu í aðalatriðum reynst vel. Ríkis- stjórnin hefði með fyrirliggjandi til- lögum gengið gegn markmiðinu um jafnrétti til náms. ...... Minnihlutinn átaldi J01 el ur ríkisstjórnina fyrir að hafa með gróf- um hætti ráðist gegn hagsmunum námsmanna og hafnað samráði við námsmannahreyfinguna. Minnihluti menntamálanefndar lagði til að frumvarpinu yrði vísað frá, en til vara voru fluttar nokkrar breyting- artillögur. Hjörleifur gerði nokkra grein fyr- ir þessum varatillögum sem gera m.a. ráð fyrir að ekki verði lagðir vextir á námslán. Endurgreiðsla lána hefjist þremur árum eftir námslok. Árleg endurgreiðsla ákvarðist í tvennu lagi, annars vegar föst greiðsla 34.000 krónur miðað við lánskjaravísitölu 3.205 stig. Hins vegar var gert ráð fyrir viðbótar- greiðslu sem skyldi verða 4% af árs- tekjum, allt að upphæð 1.200.000 krónur, en af tekjum umfram þá upphæð skyldi hlutfallið verða 6%. Einnig leggst minnihlutinn gegn því að heimildir til að innheimta lántöku- gjöld verði lögfestar. Talsmaður minnihluta vakti athygli á því að ein breytingartillagan gerir ráð fyrir að 3. grein frumvarpsins kveði fortaks- laust á um að að tillit verði áfram tekið til framfærslukostnaðar þar sem nám er stundað, tekna náms- manns og maka hans, lengdar árlegs námstíma og annarra atriða sem áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu námsmannsins. Þrátt fyrir nokkrar lagfæringar nefndarmeirihlutans væri þetta mat ennþá í valdi stjórn- ar sjóðsins. Ræðumaður rakti nokkuð aðdrag- anda þessa frumvarps og meðferð þess í nefnd. Hjörleifi þótti allur aðdragandi málsins stórillur og síst til þess fallinn að bæta nokkuð vanda LIN. Menntamálanefnd hefði verið ærinn vandi á höndum að fjalla um þetta síðbúna og meingallaða frum- varp. Hjörleifur fór nokkrum viður- kenningarorðum um að formaður nefndarinnar hefði verið boðinn og búinn til þess að afla nauðsynlegra upplýsinga til að unnt væri að skoða þetta mál hlutlægt og málefnalega. Hann taldi að í breytingartillögum meirihlutans fælist nokkur viðleitni til að koma til móts við sjónarmið minnihlutans en þær væru þó mjög langt frá því að vera fullnægjandi. Talsmaður minnihluta rakti ýmsa þá meinbugi sem gerði það ómögu- legt fyrir hann að standa að þessu frumvarpi. Samkvæmt gildandi lög- um hefðu lán úr sjóðnum verið verð- tryggð en vaxtalaus, en nú ætlaði lánveitandinn að gera kröfu um arð að því fjármagni sem hann léti af hendi til lántaka, líkt og um væri að ræða fjárfestingu í atvinnu- rekstri. Námslán væru hins vegar allt annars eðlis, ætluð til fram- færslu námsmanna, og um þau ættu að gilda aðrar forsendur en fjárfest- ingarlán. Arðurinn af námsaðstoð kæmi fram í þeirri menntun og auk- inni færni sem námsmenn öfluðu sér og þjóðfélagið nyti síðan góðs af. Hjörleifur gat þó fagnað því að stjórnarmeirihlutinn í nefndinni gerði breytingartillögu við frum- varpið; í stað þess að binda vaxtatök- una við 3% væri gert ráð fyrir breyti- legum vöxtum en þó aldrei hærri en 3% og ríkisstjórnin hefði nýlega ákveðið að tillögu menntamálráð- herra að miða skuli við 1% vexti á námslán fyrst um sinn. Eitt var það atriði í frumvarpinu sem var gagnrýnt öðru fremur; „ein lúalegasta breytingin", en það er ákvæði 6. greinar um að námslán skuli aldrei veitt fyrr en námsmaður hafi skilað vottorði um tilskilda skól- asókn og námsárangur. í gildandi lögum ætti þetta aðeins við um fyrstu námsaðstoð. Afleiðing þessar- ar breytingar gæti leitt af sér allt að 10% flata skerðingu á námslán- um, þar eð námsmenn þyrftu að brúa bilið allt námstímabilið með fyrirgreiðslum frá almennum lán- stofnunum. I lok ræðu sinnar lagði Hjörleifur Guttormsson áherslu á og varaði við að samþykkt þessa frumvarps yrði ekki einungis afdrifaríkt fyrir náms- menn og aðstandendur þeirra heldur líka fyrir íslenskt þjóðfélag. Það væri hrikalegt skref að lögfesta þar breytingar sem gerð væri tillaga um. Hverjum gagnast gjaldþrota sjóður? Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra þakkaði menntamála- nefnd fyrir þá vinnu sem hún hefði lagt í þetta frumvarp. Ráðherra lagði á það áherslu að frumvarpið hlyti Iokaafgreiðslu sem fýrst. Það væri nauðsynlegt fyrir alla aðila að það lægi ljóst fyrir eftir hvaða reglum yrði lánað næsta haust. í sinni ræðu vék menntamálaráðherra nokkuð að því ámæli og gagnrýni sem hann og aðrir aðstandendur frumvarpsins hafa orðið að sitja undir. Mennta- málaráðherra vísaði því t.d. á bug að gildandi lög hefðu reynst vel og að með þessu frumvarpi væri vegið að jafnrétti til náms. Áð óbreyttum lögum stefndi sjóðurinn í þrot og gjaldþrota sjóður þjónaði engum. Þá yrði menntun forréttindi þeirra námsmanna sem ættu sterka að. Það gengi gegn jafréttissjónarmiðum að samþykkja þetta frumvarp ekki. Ef það fengi ekki afgreiðslu yrði óhjá- kvæmilegt að skerða grunnlán til námsmanna, allt að 30%. Menntamálaráðherra taldi að í mörgum atriðum hefði verið komið til móts við sjónarmið námsmanna og það enn frekar í tillögugerð meiri- hluta menntamálanefndar. Ráðherra féllst á allar tillögur meirihlutans en taldi ekki til þessa vera efni að samþykkja frávísunartillögu né held- ur varatillögur minnihluta. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) og Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) urðu að veita andsvör við ræðu menntamálaráðherra. Kristín taldi ljóst að tilgangur frumvarpsins væri að bjarga fjárhag LÍN með því að koma því svo fyrir, að námsmenn tæku ekki lán, því þeir sæju ekki fram á að geta greitt þau til baka. Valgerði Sverrisdóttur var mjög til efs að hún og menntamálaráðherra töluðu sama tungumálið. Var skiln- ingsleysið þeirra í millum heyranlega mest þegar peningamál voru á tungu. Valgerði þótti alvarlegasti galli frumvarpsins vera í 6. grein frumvarpsins sem kvæði á um að námslán yrðu ekki greidd fyrr en eftir að tilskildum námsárangri hefði verið skilað. Námsmenn yrðu knúðir til að taka bankalán á þeim vöxtum sem þar byðust en námslánið færi svo í að endurgreiða bankanum. Olafur G. Einarsson menntamála- ráðherra benti á að samkvæmt gild- andi lögum hefði sjóðurinn lánað á síðasta ári 50 milljónir króna út á námsárangur sem ekki hefði verið skilað. Það væri erfítt að sjá rök fyrir því að viðhalda slíkum ólögum. Hann vildi ennfremur benda á að 1. árs nemar yrðu að skila vottorði um námsárangur og treystu á fyrir- greiðslu bankakerfisins fram að fyrstu útborgun námslána. Upplýs- ingar um 1. árs nema sem leituðu til bankakerfisins sýndu að einungis lítill hluti þeirra sækti um upphæðir sem næmu því láni sem þeir mættu vænta eftir að námsárangri væri skilað. Þegar Sturla Böðvarsson varfor- seti Alþingis frestaði umræðu voru allmargir þingmenn á mælendaskrá en þessari annarri umræðu verður fram haldið á morgun, miðvikudag. Stj órnarandstaðan vill ræða EES í september STJÓRNARANDSTAÐAN er mótfallin hugmyndum um sérstaka nefnd til að fjalla um meðferð samnings um Evrópskt efnahagssvæði (EES) og lagabreytingar honum tengdar. Formenn þingflokka stjórn- arandstöðunar, Páll Pétursson (F-Nv), Margrét Frímannsdóttir (A-Sl) og Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) vilja samkomulag um þing- lega meðferð þessara mála og hafa skrifað Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra bréf þar um. Forseta Alþingis og formönnum þingflokka Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur einnig verið sent afrit af þessu tilskrifi. Lagt er til að Alþingi fundi aukalega í september. í bréfinu sem formenn þing- flokka stjórnarandstöðu sendu til forsætisráðherra er m.a. lagt til að þinghaldi verði frestað 15. maí eins og starfsáætlun þingsins geri ráð fyrir. EES-samningur, bókanir, við- aukar og yfirlýsingar verði tekin til áframhaldandi meðferðar í utanrík- ismálanefnd sem síðan leiti álits fagnefnda á einstökum þáttum eft- ir því sem við á. Frumvörp um breytingar á viðkomandi íslenskum lögum vei;ði tekin til meðferðar í fagnefndum þingsins jafnskjótt og þau verði tilbúin. Stjórnarandstað- an tekur fram í tilskrifi sínu að það er hennar vilji að málin verði lögð fram sem sérstök þingmál en ekki í „bandormsformi". Formenn þingflokka stjórnar- andstöðu vilja að ríkisstjórnin leggi sem fyrst fram skrá yfir öll frum- vörp sem fylgja þurfa EES-samn- ingunum og gerð verði grein fyrir hvaða frumvörpum yrði frestað til síðari tíma og hvers vegna. Ríkis- stjórnin geri grein fyrir hvenær lagt verði fram heildaryfirlit í íslenskri þýðingu yfir þær tilskipanir og regl- ugerðir og þau boð og lög sem vænta megi frá Evrópubandalag- inu; „acquis communitarie“, ásamt íslenskri þýðingu á úrskurðum EB- dómstólsins sem eru hluti af EES- samningnum. Gert er ráð fyrir því að nefndir starfí í sumar eftir því sem þörf krefji. Forsætisnefnd hafi yfirum- sjón með nefndarstarfi og vinnu- hraða í sumar. Þing komi saman í september. Þá verði EES-samning- ur og frumvörp og öll hliðarfrum- vörp tilbúin og síðan tekin til um- ræðu. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, sagðist fyrir sitt leyti geta fallist á að hið umrædda þinghald til að afgreiða EES-samninginn og mál honum tengd yrði ekki haldið fyrr en í sept- ember. En þó því aðeins að það lægi alveg skýrt og ótvírætt fyrir af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál yrðu afgreitt fyrir sept- emberlok. Davíð Oddsson forsætisráðherra vildi ekki að svo stöddu tjá sig um tillögur stjórnarandstöðunnar, kvaðst myndu skoða þetta mál í rólegheitum. Geir H. Haarde, for- maður þingflokks sjálfstæðis- manna, vildi einnig spara sér allar yfirlýsingar fyrst um sinn; það væri nauðsynlegt að athuga og ræða nánar hvað fælist í þessum hugmyndum og hvernig stjórnar- andstæðingar hugsuðu sér útfærsl- una. EES-samningarnir verða vænt- anlega ræddir utandagskrár í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.