Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.04.1992, Blaðsíða 33
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 33 Góðar kveðjur og gjafir bárust í tilefni 7 5 ára afmælis félagsins Leikfélag Akureyrar: Haraldur Sigurðsson gerður að heiðursfélaga LEIKFÉLAG Akureyrar minntist 75 ára afmælis síns með hátíðarsýn- ingfu á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxnes á laugardag og um kvöldið var haldin afmælishátíð að Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Þar lék Blásarasveit æskunnar undir stjóm Roars Kvam, Iesin vom yóð, sýndir dansar og þá voru sungin ljóð eftir Halldór Laxnes og lög úr söngleiknúm West Side Story. í afmælishófinu heiðraði Sunna krónur, en gjöfin rennur í útgáfu- Borg, formaður LA, Harald Sig- urðsson, en fyrstu eintökin af hinum mikla ritverki hans, Sögu leiklistar á Akureyri 1860—1992, komu úr prentsmiðju á hátíðardeginum. Haraldur hefur verið virkur stuðn- ingsmaður LA allt frá því hann fyrst lék með félaginu í Meyjar- skemmunni árið 1954 og fór hann fljótlega að halda til haga öllum heimildum sem tengdust leiklist í bænum. Greint var frá því að Magnúsína Kristinsdóttir og systkini hennar hefðu gefið leikfélaginu 100 þúsund sjóð. Magnúsína, sem er fædd 1. janúar 1900, lék fyrst með eldra Leikfélagi Akureyrar 16 ára gömul og var hún fyrsta konan sem gekk í Leikfélag Akureyrar hið yngra skömmu eftir stofnfund þess árið 1917. Dóttir Magnúsinu, Hólmfríð- ur G. Jónsdóttir, sendiherrafrú í Kaupmannahöfn, var gestur forset- ans á hátíðinni. Þá bárust félaginu góðar kveðjur og gjafir, þ. á m. glerlistaverkið Samstaða eftir Steinunni Þórarins- dóttur frá menntamálaráðuneytinu og útgáfa á 69 leikritaþýðingum Helga Hálfdánarsonar á verkum Shakespeares og grísku harmleikj- unum frá Þjóðleikhúsinu. Veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar höfðu þau Sunna Borg, Þráinn Karlsson og Guðlaug Hermannsdóttir, sem skipa stjórn LA, auk Signýjar Pálsdóttur leik- hússtjóra og annarra starfsmanna. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Forsetinn gengur í sal Samkomuhússins í fylgd Signýjar Pálsdóttur leikhússtjóra. Aðalfundur íslensks skinnaiðnaðar: Heildartapið tæpar 48 milljónir, en búist við betri afkomu á þessu ári UM 25 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi íslensks skinnaiðnaðar á liðnu ári, en að áuki þarf félagið að færa til gjalda í rekstrarreikningi ársins 22,4 milljónir króna vegna ofmetins gengis- hagnaðar á síðasta starfsári Skinnaiðnaðar Sambandsins. Heildartap fyrirtækisins árið 1991 er því tæpar 48 milljónir króna. Þetta er fyrsta rekstrarár íslensks skinnaiðnaðar, en félagið tók við rekstri Skinnaiðnaðar Sambandsins í janúar á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi félagins sem haldinn var í gær. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði varð um 116 milljónir króna, eða 15,3% af veltu. Afskrift- ir voru 46 milljónir og fjármagns- gjöld 95 milljónir, en eigið fé í árs- lok var 243 milljónir. Gert er ráð fyrir að afkoma fé- lagsins verði mun betri á þessu ári en því síðasta. Fyrstu þrjá. mánuði ársins hefur þróun í rekstri fyrir- tækisins verið í samræmi við þær áætlanir, en söluverðmæti á þessu tímabili er um 10% meira en á sama tíma í fyrra vegna aukinnar sölu og hagstæðara verðs á erlendum .mörkuðum, segir í fréttatilkynningu frá Islenskum skinnaiðnaði. Velta íslensks skinnaiðnaðar á síðasta ári var um 758 milljónir króna, en var um 801 milljón árið áður. Þennan mun má rekja til óhagstæðrar gengisþróunar og lægra markaðsverðs en árið 1990. Strax í upphafi árs 1991 var fyrir- séð að markaðsverð yrði lægra en árið áður og bjó fyrirtækið sig und- ir það með ströngu kostnaðarað- haldi. Áhrifin urðu hins vegar tvö- föld vegna þess hve gengi evr- ópskra gjaldmiðla var lágt á aðal- sölutíma afurða verksmiðjunnar. Langmest var selt í ítölskum lírum og var gengissig lírunnar verulegt fyrstu 7 mánuði ársins, sem hafði því umtalsverð áhrif á rekstraraf- komuna þegar sala var hvað mest til Ítalíu. Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskipulagningu allra Söngstjóri var Sveinn Árnason og undirleikari Rögnvaldur Val- bergsson. Í hléi söng Jóhann Már Jóhannsson nokkur lög við undirleik Sólveigar Einarsdóttur, einnig söng Jóhann einsöng með kórnum ásamt Valgeiri Þorvaldssyni. Söngnum var frábærlega vel tekið af áheyrendum og varð kórinn og einsöngvarar að framleiðsluþátta fyrirtækisins, en meginverkefnið hefur verið áfram- haldandi vinna við að koma á gæða- stjórnun á öllum stigum starfsem- innar. Árangurs þessa starfs er þegar farið að gæta og mun verða meiri á næstu mánuðum, að mati forráðamanna fyrirtækisins. Þetta hefur tryggt félaginu meiri gæði og gert að verkum að framleiðslu- kostnaður hefur lækkað að raun- gildi milli ára. Á árunum 1989 til 1991 hafa þessar aðgerðir skilað um 5% framleiðniaukningu á hveiju ári, þannig að samkeppnisstaða fé- lagsins hefur batnað verulega. Á síðasta ári störfuðu 206 manns hjá íslenskum skinnaiðnaði hf. endurtaka mörg lög og syngja auk- alög. Aðsókn var góð og höfðu við- staddir ánægju af ágætum söng. Hafi skagfirsku sumargestimir kæra þökk fyrir komuna í Mývatns- sveit. Kristján Góðir tónleikar Rökkur- kórsins í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit. RÖKKURKÓRINN í Skagafirði, rúmlega 40 söngfélagar, hélt söng- skemmtun i Skjólbrekku síðastliðið laugardagskvöld, kl. 21. Morgunblaðið/Páll Pálsson Haraldur Sigurðsson, höfundur bókarinnar Sögu leiklistar á Akur- eyri 1860—1992, var gerður að heiðursfélaga Leikfélags Akureyrar í afmælishófi félagsins á laugardagskvöld. Helgarskákmót Skákfélags Akureyrar: * Olafur Rristjánsson efstur ÓLAFUR Kristjánsson, Akur- eyri, varð sigurvegari á helgar- skákmóti Skákfélags Akureyrar, sem lauk á sunnudag. Ólafur fékk 7 vinninga af 7 mögulegum. í öðru sæti varð Halldór Grétar Einarsson, Bolungarvík, með 5 vinninga, en hann var stigahæsti skákmaður mótsins, og Þórleifur K. Karlsson varð í því þriðja með 4 'h vinning. Helgarskákmótið hófst á sumar- daginn fyrsta og voru þátttakendur 11, en nokkrir af keppendum kom- ust ekki til mótsins vegna veðurs. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur Kristjánsson sigrar á þessu helgarskákmóti, því hann sigraði einnig á síðasta ári, en þá voru keppendur 20 talsins. Skákstjórar voru þeir Albert Sigurðsson og Ingi- mar Friðfinnsson. Bókarkápa frá 1569 o g námsbók úr Skálholtsskóla Gjafir til Árbæjarsafns: ÁRBÆJARSAFNI bárust að gjöf fyrir skömmu bókarkápa með ártal- inu 1569 og handrit námsbókar sem virðist ættuð úr Skálholti frá 17. öld. Ellen Eyjólfsdóttir, ekkja Sverris Samúelssonar, gaf þessar gjafir. Bókarkápan er einhver elsti safn- gripurinn á Árbæjarsafni sem ekki er jarðbundinn. Hún er gerð úr skinni með tveimur tréspjöldum og spennum úr kopar og á efri spennu- festinguna er greypt ártalið 1569. í frétt frá Árbæjarsafni segir að á þeim tíma hafí fyrsti prentari lands- ins verið nýlátinn og útgáfustarf Guðbrands biskups Þorlákssonar ekki enn hafíð. Því sé líklegast að bókin, sem kápan tilheyrði hafi ver- ið erlend sé ártalið rétt. Handritið er með svokölluðu settu letri. Hún er klædd ljósu skinni líkustu pergamenti. Efni handritsins er annars vegar latn- eskar sagnbeygingar og hins vegar Eddulykill. Vísbendingar um upp- runa og sögu handritsins er að fínna á titilsíðu og öftustu síðunni, en þar hafa notendur skrifað nöfn sín og ártöl. Meðal annars má lesa ártölin 1656 og 1780 og við það seinna er einnig skráð „Skálholt“. Handrit- ið hefur því trúlega verið námsbók í Skálholtsskóla og gengið á milli nemenda frá miðri 17. öld og fram undir lok þeirrar átjándu, segir í fréttinni. Helgi M. Sigurðsson, safnvörður í Árbæjarsafni, segir að þessir hlut- ir séu komnir frá Samúel Ólafssyni söðlasmiði, sem fæddur var árið 1859, og var faðir Sverris. Helgi M. Sigurðsson safnvörður í Árbæjarsafni með gjafirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.