Morgunblaðið - 28.04.1992, Page 40

Morgunblaðið - 28.04.1992, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1992 Erna Sæmunds- dóttir - Minning Fædd 4. október 1942 Dáin 16. april 1992 í gegnum móðu og miáur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma Kristur með krossins þunga tré. Af enni daggir dijúpa og dýrð úr augum skín. A klettinum vil ég kijúpa og kyssa sporin þín. (D. Stefánsson.) A skírdag kvaddi vinkona okkar Erna Sæmundsdóttir þetta líf. Nú 3r hún laus við þjáningar sínar. 3ins og Kristur bar hún þjáningar iínar með reisn. Nú er hún komin sólfegri heima, laus við allar þján- ngar. Þessi fallega, kjarkmikla cona sem aldrei kvartaði yfir sínum /eikindum, við munum best brosið íennar bjarta og dillandi hlátur. Ema bjó í nokkur ár í Dallas í Texas þar sem við kynntumst henni jg vomm saman í saumaklúbb, sem kallaður var „Týnda nálin", þar var glens og gaman og margt brallað. Eftir að hún fluttist aftur til ís- lands, kom hún nokkmm sinnum í heimsókn tii okkar, og alltaf var farið fyrst til Emu þegar við vomm á ferðinni á íslandi. Ævinlega tók hún á móti okkur fagnandi með brosinu blíða og dillandi hlátri og það var eins og við hefðum skilið í gær. Nú kveðjum við Ernu með sökn- uði og þakklæti, þakklæti fyrir að hafa átt vináttu hennar öll þessi ár, það verða dýrmætar perlur í minningasjóði. Það verður tómlegt að koma til íslands og sjá Ernu ekki lengur, en svona er lífið, að deyja er það eina sem við vitum að skeður hjá okkur öllum, þó aldrei séum við viðbúin þegar kallið kemur. Við emm þess fullvissar að nú líður Emu vel, laus við þjáningar og erf- iðleika þessa heims og bíður okkar fagnandi þegar þar að kemur. Við biðjum algóðan Guð að gefa Elísabetu einkadóttur Emu styrk og þrek á sorgarstundu en minning um góða og ástríka móður lifir. Þá viljum við senda aldraðri móður Ernu, Vigdísi, innilegar sam- úðarkveðjur svo og öðmm aðstand- endum. Veri Ema vinkona okkar Guði falin um alla eilífð. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augumjnínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og vemdar hveija rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. (D. Stefánsson.) Edda, Sigrún Nancy, Mæja og Hanna. Um vináttu hefur margt verið sagt og skrifað, en raunveruleg vin- átta er þeim sem hennar em aðnjót- andi dýrmætari en nokkur orð geta tjáð. Og það er mér efst í huga, þegar ég hugsa til elsku Ernu minnar. Því hún var mér ekki að- eins sem besta frænka héldur ein besta vinkona mín, traust og góð. Erna Sæmundsdóttir fæddist 4. október 1942. Hún var yngsta bam Sæmundar Ólafssonar sem er lát- inn. Systkini Ernu em þau Ólafur og Guðrún. Nú horfir elsku Vigdís mín á eftir öðm bami sínu. Ema var einstök manneskja, góðum gáfum gædd. Alltaf var gaman að koma til hennar og rabba um lífið og tilvemna. Minningarnar em yndislegar um þessa góðu frænku mína. Mun ég minnast þeirra með miklum sökn- uði. Fáar manneskjur hef ég þekkt sem áttu eins mikið af vinum og kunningjum. Og veit ég það að elsku Ernu minnar verður sárt saknað. Ég dáðist alltaf að því hvað hún Erna mín hafði gott skap. Og aldr- ei kvartaði hún hvað sem á gekk. Erna lætur eftir sig eina dóttur EJizabeth, sem horfír nú á eftir ástkærri móður sinni. Ég trúi því að annað og betra líf taki við hjá henni Ernu minni, því það var með ólíkindum hvað lagt var á hana, og það vita allir sem til hennar þekktu. Og að lokum vil ég þakka henni fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman, þær mun ég varð- veita. Elsku Vigdís mín, Elizabeth og Grétar. Guð styrki ykkur öll í þess- ari miklu sorg. Við vitum að núna líður Emu okkar vel. Hvert ðrstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn. Hve öll sú gleði er fýrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. Já, vita eitthvað anda hér á jörð, er ofar standi minni þpkkargjörð í stundareilífð eina sumamótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd, sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness) Elín Sjöfn Sverrisdóttir. Okkur setti hljóð þegar okkur barst sú harmafregn að Ema hefði kvatt þennan táradal er við nefnum jörð. Við minnumst hennar með sökn- uði og þökkum algóðum Guði fyrir þann heiður að fá að kynnast henni og vera henni samferða á göngunni miklu sem leiða á okkur til aukins þroska gegnum kærleiksboðorð Krists. Hveijum hafði komið í hug að dagurinn í dag gæti verið hin síð- asta kvöldmáltíð. Ema var góðhjörtuð og viljasterk kona, þrátt fyrir hjólastólinn var hún glaðvær og jákvæð. Hún fékk okkur oft til að hugsa þá hugsun „að hafa ávallt gaman af því sem við erum að gera en ekki aðeins gera það sem er gaman að gera“. Þetta kann að hljóma ankannalega, en ekki ef þessi orð eru hugsuð á enda. Getur verið að það sem okkur finnst leiðinlegt að gera, getur ver- ið að sá sem er í hjólastól vildi gera í okkar spomm. Þannig vann Ema mannbætandi starf þeim sem vildu meðtaka boðskap hennar. Sama er að segja um Elísabetu, dóttur hennar, sem var móður sinni ómetarileg hjálparhella og á hrós skilið fyrir fórnfýsi og óeigingjarna hjálpsemi. Hún skynjaði ófullkom- leikann en kærleikurinn og góðgirn- in krýndi hana þá skynsemi að hún endurgalt hann með skyldunni að heiðra móður sína og elska hana eins og sjálfa sig. Göfugri hugsjón er varla hægt að rækta með sér. Við vottum Elísabetu og skyld- fólki Ernu okkar dýpstu samúð og lifuin í voninni um að æðra líf taki við að loknu þessu og að algóður Guð styrki þau í sorginni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Fjölskyldan á Reynimel 47. Jesús mælti: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því ég er hóg- vær af hjarta íítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ (Matt. 11, 29:30.) í dag verður Erna Sæmundsdótt- ir, móðir unnustu minnar, jarðsung- in frá Hallgrímskirkju. Það er ekki ofsögum sagt að hún var einstök kona í alla staði. Hún bar þungar byrðar allt sitt líf en það sást aldrei á henni, Hún kvartaði ekki þegar á móti blés enda var hún vön að segja að Guð legði ekki meira á okkur en við gætum þolað. Og mikið var það sem Ema mín gat þolað. Þegar ég kynnitst Érnu fyrst hafði sjúkdómur hennar dregið hana í hjólastólinn sem hún fór í allar sínar ferðir. En það aftraði henni ekki frá því að lifa lífínu lif- andi, meira lifandi en flest okkar sem álheilbrigð emm. Hún fór hvert sem er geislandi af gleði veitandi samferðarmönnum sínum birtu og yl. Allir gátu leitað til hennar og engan lét hún frá sér fara fyrr en búið var að létta á þeim. Erna var elskulegur hlustandi og hlýddi á vandamál allra þó svo þau væra léttvæg á við hennar eigin. Öll emm við henni hjartanlega þakklát fyrir að hafa gefið sér tíma til að hlusta á okkar vandkvæði hvort sem þau vom lítilfjörleg eða mikil. Hún gerði meira en að hlusta, hún veitti ráð og tók fullan þátt í gleði okkar og sorg, var gnægtarbrunnur fyrir alla þá mörgu sem í hann vildu leita. Erna var sérfræðingur um mann- legt líf og meistari í samskiptum við annað fólk. Við áttum öll dýr- mætan vin í henni og fyrir okkur er skarð fyrir skildi því ekkert get- ur komið í staðinn fyrir Emu. Nú er ekki lengur hægt að ganga að henni vísri á Sjafnargötunni með heitt á könnunni, tilbúin til að ræða og hlusta og veita okkur ástúð og yl. Ef jeg á eitthvað önugt heima og eitthvað, sem jeg þarf að gleyma, þá kem ég hingað hvert eitt sinn, að heyra fagra saunginn þinn. Og jeg tek vor með ástarómi og yl úr þínum hlýja rómi, ef illur stormur úti hvín og andar köldu á blómin mín. Og þegar öllu er um mig lokað og ekkert getur hliðum þokað, þá á jeg víðan unaðs heim, sem opnast fyrir rómi þeim. (Þorsteinn Erlingsson) Hún mátti ekkert aumt sjá, hvorki hjá mönnum né málleysingj- um. Hún elskaði kisuna sína, hana Ástarblóm, eins heitt og hún elsk- aði fólkið sitt, enda var hún ein af fjölskyldunni. Hún elskaði reyndar öll dýr jafn mikið og hún elskaði menn. Ein af mínum fegurstu end- urminningum er síðastliðið sumarfrí sem ég var svo heppinn að mega eyða með henni og dóttur hennar á Spáni. Á fyrstu dögum frísins gengum við fram á villiketti sem héldu til á byggingarlóð skammt frá hótelinu okkar og eftir það varð Ema að koma við hjá þeim a.m.k. tvisvar á dag, heilsa upp á kisurnar sínar og gefa þeim að borða og drekka. Rétt áður en lagt var af stað heim til íslands hittum við sem betur fer tvær konur sem bjuggu í bænum og hugsuðu einnig um þær. Við það létti Emu mjög, hún gat snúið heim áhyggjulaus yfir litlu kisunum sínum með vissu um að þær yrðu ekki yfirgefnar. Oft var henni þó hugsað til þeirra í vetur og sagði þá upp úr eins manns hljóði; hvemig ætli kisubömunum mínum á Spáni líði. Þó Ema væri fötluð og berðist við ólæknandi sjúkdóm sem hún vissi að myndi draga sig til dauða fyrir aldur fram þá var hún alltaf sterk og jákvæð og hafði mikið að gefa öðrum. Það lýsir henni e.t.v. best að á dánarbeði sínu spurði hún mig hvernig ég hefði það af kvef- pestinni. Eins og það skipti máli. Hennar heilsa var aldrei í forgangs- röð heldur leit hún alvarlegra á það hvemig hennar nánustu höfðu það af léttvægum flensum eða öðram kvillum. Það var líka alveg í hennar anda að kveðja þennan heim á frí- degi svo allir hennar kærustu gætu verið nálægir og ekki þyrfti að ónáða neinn í vinnunni. Hún beið líka fram á þann dag sem vinnutörn dóttur hennar Iauk til að valda henni ekki of miklum óþægindum. Hún vildi aldrei láta neitt fyrir sér hafa en vildi allt fyrir aðra gera. Hún neitaði þráfaldlega að verða ósjálf- bjarga, enda varð hún það aldrei, þó við flest sem fullkomlega heil- brigð erum myndum eflaust bugast ef jafn mikið væri á okkur lagt. Þó að hún væri líkamlega fötluð og haldin hræðilegum sjúkdómi vil ég samt segja að hún var heilbrigðasta manneskja sem ég hef þekkt. Enda mun ég minnast Ernu minnar sem sterkri, óeigingjamri og æðrulausri manneskju og ég veit að ég væri annarskonar og minni maður ef ég hefði ekki kynnst henni. Ég á eftir að minnast okkar óteljandi sam- verustunda hvort sem þær voru á veitingahúsum, í veislum, í heima- húsum, á íslandi eða á Spáni, á rólegum eftirmiðdögum eða kvöld- um, í heimsóknum til hvors annars, yfir sjónvarpinu, á erfíðum tímum svo og auðveldari, í leikhúsi og yfír sunnudagssteikinni sem henni þótti svo gaman að gefa mér og mér svo yndislegt að þiggja, með eftirsjá en þó gleði og þakklæti. Hún lét aldrei bugast þótt dauð- inn berði æ ákveðnara að dyram heldur horfði hún stöðugt fram á veginn með jákvæðum huga. Við hin eigum að læra af því. Allt til þess síðasta talaði hún um fimm- tugsafmælið sitt sem hefði verið í haust og hlakkaði mikið til enda skyldi hvergi til sparað, sem hennar var von og vísa. Ekki dró það úr eftirvæntingunni að allir hennar vin- ir, hérlendis sem erlendis, vora bún- ir að tilkynna komu sína til að sam- gleðjast henni á þessum tímamót- um. Þótt hún fengi ekki að lifa þenn- an dag veit ég að hún kvaddi þenn- an heim sátt við sitt hlutskipti og því sem hún áorkaði í lifenda lífi. Margir eiga um sárt að binda við fráfall Ernu en enginn jafnmikið og Elisabeth, einkadóttir hennar og augasteinn, sem henni þótti vænna um en allt annað í heiminum. Allir sem til þekkja vita að sú væntum- þykja var gagnkvæm og skilja því hversu erfíðir tímar eru í vændum hjá henni. Þess vegna er það okkar hlutverk að leiða hana gegnum erf- iðasta hjallann með skilningi og umhyggju og láta hana sjá ljósið framundan; ljósið sem vissulega er til staðar þó stundum virðist að ekkert nema svartnættið blasi við. Það var í anda Ernu að horfa fram á við í stað þess að festast í fortíð- inni. Megi góður Guð styrkja Betu mína og leyfa henni að sjá framtíð- ina með gleði í hjarta og í glæstum endurminningum um fegurstu og bestu móður sem nokkur getur hugsað sér. Ég átti dýrmætan vin í Ernu, traustan og sterkan, sem aldrei mátti sjá mann særðan eða bugað- an. Slíkir vinir era vandfundnir. Líklega á ég aldrei aftur á lífsleið- inni eftir að hitta manneskju eins og Emu og því er ég þakklátur fyr- ir samfylgdina þótt ég hefði vissu- lega óskað eftir að hún yrði lengri. „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert iilt, því þú er hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ (Davíðs- sálmur 23, 4.) Grétar Erlingsson. Frænka mín, Ema Sæmunds- dóttir, er látin. Vil ég minnast henn- ar nokkram orðum. Ema fæddist í Reykjavík árið 1942, yngst fjögurra barna þeirra Sæmundar Ólafssonar stýrimanns og konu hans Vigdísar Þórðardótt- ur. Sæmundur lést árið 1983 en Vigdís býr enn í hárri elli í húsi sínu á Sjafnargötu 2. Hún sér nú á bak öðra bami sínu yfír móðuna miklu. Hið fyrra var elsti sonur þeirra hjóna, Ólafur, er lést níu ára að aldri árið 1935. Hin systkini Emu era Guðrún og Ólafur Þórður. Árið 1964 giftist Erna Bandaríkj- amanni, John B. Ley. Þau eign- uðust eina dóttur, Elísabeth, árið 1967. Hún syrgir nú móður sína. Fjölskyldan bjó hér á landi til 1968 en flutti þá til Bandaríkjanna. Heimili þeirra var lengst af í borg- inni San José í Kaliforníuríki. Þar bjuggu þau sér fallegt heimili. Þrátt fyirr langan veg frá æskustöðvun- um hélt Erna sterkum tengslum við ættingja sína og vini á íslandi. Það var alltaf tilhlökkun sem fylgdi því' að opna bréf frá Ernu eða heyra frá henni á snældu. Snemma tókst góður vinskapur milli bennar og samlandanna ytra, sem varað hefur æ síðan. Árið 1976 slitu Ema og John samvistir. Þetta var henni mikið áfall. Þennan brotsjó, sem og marga aðra, stóð hún af sér æðralaus. Hið óbilandi sálarþrek var eitt hennar höfuðeinkenna. Eftir skilnaðinn fluttu þær mæðgur til Texasríkis. Þar áttu þær góða granna, æsku- vinkonuna Eddu Guðmundsdóttur og hennar mann, Donald Ger- bracht, auk annarra góðra vina. Árið 1980 fluttu Erna og Elísa- beth heim til Íslands. Á Sjafnargötu 2 bjó Erna þeim yndislegt heimili, sem þær héldu saman þar til Elísa- beth hóf sambúð með unnusta sín- um Grétari Erlingssyni fyrir tveim- ur áram. Eftir að Erna kom heim urðu kynni okkar nánari og vinabönd voru bundin þéttar en frændsemin ein megnar. Svo vinsæl var Erna að oftast var fyrir gestur er annan bar að garði. Gestum var tekið meðkostum og ávallt vel fagnað, hvemig sem á stóð. Þó var reyndin sú, að menn komu fremur til að þiggja en gefa. Það er eins og orð- in fleygu, að sælla sé að þiggja, hafí verið leiðarljós Ernu jafnt í andlegri sem veraldlegri merkingu. Þrátt fyrir vanheilsu sína var Ema glaðlynd kona. Hún gladdist vel á góðri stund og sýndi hveijum manni áhuga og skilning. Þess skal og getið, að Erna var mikil vinur dýranna. Einkar mikla ánægju hafði hún af köttum. Kannski veitti það henni gleði að fylgjast með sjálfstæði og frelsi kattarins. Aðeins fárra ára gömul fékk Erna þann sjúkdóm, sem svo mjög mótaði allt líf hennar. Þetta var vöðvarýrnun, sem kom fram í skert- um mætti. Framan af hafði þetta einkum þau áhrif að Erna átti sí- fellt erfíðara um gang. Síðar herti fjötur þessi einnig að annarri vöðva- starfsemi. Svo fór fyrir nokkrum árum að Erna varð bundin hjóla- stólnum og fékk það mjög á hana. Hún reyndi þó að lifa lífínu sem best hún mátti og naut ómetanlegs stuðnings dóttur sinnar. Hin síðari ár varði Erna miklu af tíma sínum á sjúkrastofnunum. Hún eignaðist fjölda vina meðal sjúklinga og starfsfólks. Hún var alla tíð ákaflega þakklát fyrir þá góðu umönnun, sem hún naut fram á seinustu stund. Á þessari skilnaðarstund vil ég hafa yfír tvær hendingar úr kvæði Steins Steinarr: Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. A horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. Sæmundur E. Þorsteinsson. Með þessum fáu orðum vil ég minnast elsku frænku minnar Ernu Sæmundsdóttur. í mínum huga og eflaust flestra annarra var hún sönn hetja. Og ég er þess fullviss að það hefði verið öllum gott veganesti að fá að kynn- ast henni. Hennar líf var ekki alltaf dans á rósum. Stóran hluta ævi sinnar var hún bundin hjóiastól og ofan á það fékk hún þennan ban- væna sjúkdóm sem leiddi til dauða. Þrátt fyrir þetta var alltaf stutt í brosið og hjartahlýjuna sem ein- kenndi hana. Enda átti hún marga vini sem gjarnan leituðu til hennar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.