Morgunblaðið - 31.05.1992, Side 4

Morgunblaðið - 31.05.1992, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992 ERLENT INNLENT vikuna 23/5-30/5 Nýjar úthlut- unarreg'lur LIN umdeildar SKERÐING námslána, sem hlytist af tillögum um nýjar úthlutun- arreglur LIN, hefur vakið reiði meðal námsmanna að sðgn Páls Magnússonar, formanns hags- munanefndar Stúdentaráðs Há- skðla íslands. Síðastliðið vor hafi námslán verið skert um 17%, en nú sé gengið á eftir með fimm hundruð milljóna króna skerðingu, sem komi harðast niður á barna- fólki. Auk þess hafi verið settir vextir á námslán. í drögunum er miðað við að aðeins verði lánað fyrir skólagjöldum í framhalds- námi erlendis. Sveinbjöm Björns- son, rektor Háskóla Islands, lýsti áhyggjum sínum yfir því að rætt sé um að gera að kröfu 100% námsframvindu til að fá fullt lán. Umfangsmikil sala á ríkisfyrirtækjum framundan Einkavæðingamefnd ríkis- stjómarinnar hefur ákveðið að selja hlut ríkisins í Þróunarfélagi íslands, Steinullarvérksmiðjunni, íslenskri endurtryggingu og Lyfja- verslun ríkisins. Alls gæti söluverð- mæti þessara fjögurra fyrirtækja numið um 570 milljónum króna. Til greina kemur að taka út hluta af eign ríkisins í íslenskum aðal- verktökum og að Fiskveiðasjóður selji hlut sinn í íslandsbanka, sem er að nafnvirði um 370 milljónir króna, að sögn Hreins Loftssonar, formanns nefndarinnar. Sérleyfi SÍF verði endurnýjað eða útflutningur gefinn frjáls Aðalfundur SÍF, sem haldinn var á miðvikudag, telur þann hátt sem nú er á útflutningsmálum salt- fisks óviðunandi. Fundurinn skor- aði á ríkisstjómina að endumýja sérleyfí SÍF, en gefa útflutninginn ERLENT Refsiað- gerðir gegn Serbíustjórn Bandaríkjastjóm krafðist þess á fímmtudag, að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti strax á föstudag ályktun um refsiaðgerðir gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Á miðvikudag samþykktu ríkis- stjómir Evrópubandalagsríkjanna að setja viðskiptabann á ríkin tvö en ákveðið var að bíða með olíu- bann. Bandaríkjastjóm vill hins vegár beita hvorutveggja banninu strax en óvíst var hver yrði af- staða Rússa og Kínveija til þess síðamefnda. Blóðbaðið í Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu, á miðvikudag þegar Serbar sendu sprengjur inn í hóp fólks, sem beið eftir brauði, hefur þrýst mjög á um aðgerðir gegn stjórninni í Belgrad og það varð einnig til þess, að biskuparáð serbnesku rétttrún- aðarkirkjunnar krafðist þess, að Tékkóslóvakía: Kosið um framtíð sam- bandslýðveldisins Aðdáendur Vaclavs Havels, forseta Tékkóslóvaklu, lýsa yfir stuðn- ingi við viðleitni hans til að koma í veg fyrir klofning sambands- lýðveldisins. Framtíð þess er helsta mál þingkosninganna, sem fram fara á föstudag og laugardag. fijálsan éllá. Þá var samþykkt ályktun þar sem nýgerður samn- ingur um Evrópska efnahagssvæð- ið er sagður til mikilla hagsbóta fyrir íslenskan saltfískiðnað. Framboð fíkniefna eykst Hassneysla er orðin meiri og almennari en áður var, og er orðin vel þekkt í efri bekkjum ýmissa grunnskóla, að sögn Björns Hall- dórssonar lögreglufulltrúa. Nýtt fíkniefni, alsæla (ecstasy), hefur skotið upp kollinum. Efnið er va- rasöm blanda af örvandi lyfi og ofskynjunarlyfi. Tilboða í ríkisbréf óskað Fjármálaráðherra hefur ákveðið að efna til fyrsta útboðs ríkisbréfa 10. júní, og verða þá boðin bréf fyrir 300-500 milljónir króna. Er gert ráð fyrir að þaðan í frá verði gefín út mánaðarlega markaðshæf ríkisbréf í stöðluðu formi. Áhugasamir um Stálfélagið William McNair, forstjóri banda- ríska stálfyrirtækisins St. Louis Colddrawn, segist enn vera mjög áhugasamur um kaup á verk- smiðju þrotabús Islenska stál- félagsins. Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra sagði að sér litist vel á þá starfsemi sem St. Louis hefði áform um á íslandi. Úrslit í 1. deild Úrslit vikunnar í 1. deild karla í knattspyrnu voru sem hér segir: KR-ÍA 2:2, Þór-Fram 1:0, ÍBV- Valur 1:2, FH-UBK 2:1, Vík- ingur-KA 0:2, Valur-ÍA 1:1, ÍBV-Víkingur 1:2, Fram-KR 3:1, KA-FH 3:3, Breiðablik-Þór 0:1. ríkisstjórn Slobodans Milosevics forseta segði af sér. Nýr forseti á ítaliu ÍTÖLSKUM þingmönnum tókst loks í 16. tilraun að kjósa þjóðinni nýjan forseta en hann er Oscar Scalfaro, 73 ára gamall úr flokki kristilegra demókrata. Hefur hann setið á þingi frá 1946 og gegnt ráðherraembætti um fjögurra ára skeið, 1983-87. Fyrsta verkefni hans verður að skipa nýja stjóm en stjómarkreppa hefur verið á Ítalíu síðan í kosningunum 24. apríl sl. Þar við bætist, að morðið á Giovanni Falconi, dómara á Sikiley, kallar á harðar aðgerðir gegn mafíunni en litið er á ódæðið sem beina ögrun og tilræði við ítalska ríkið. Jeltsín ekki fram aftur FORSETI “ Rússlands, Borís Jeltsín, er staðráðinn í að sitja út kjörtímabilið á hveiju sem gengur en ætlar ekki að gefa kost á sér aftur þegar því íýkur 1996. Þrátt fyrir erfítt ástand í landinu kemst enginn stjórnmálamaður með tærnar þar sem hann hefur hælana í vinsældum meðal almennings. í vikunni var einnig skýrt frá því, að Svartahafsflotinn, sem hefur verið bitbein Úkraínu og Rússlands, yrði færður undan samveldinu og skipt milli ríkjanna. Þá hefur verið ákveðið, að rússneski stjórnlagadómstóllinn taki til umfjöllunar gjörðir sovéska kommúnistaflokksins fyrrverandi í 70 ár en hann er sakaður um kúgun og harðstjórn og að hafa margbrotið þá stjómarskrá, sem hann sjálfur setti þegnunum. Sagði lögfræðilegur ráðunautur Jeltsíns forseta, að fyrrum valdamenn í Sovétríkjunum stæðu nú í sömu sporum og stríðsglæpamenn nasista eftir stríð. FRAMTÍÐ sambandslýðveldis- ins Tékkóslóvakíu er í húfi í þingkosningunum sem fram fara á föstudag og laugardag. Vladimir Meciar, vinsælasti stjórnmálamaður Slóvakíu, tel- ur að Slóvakía eigi að lýsa yfir sjálfstæði eftir kosningarnar, semja sína eigin stjórnarskrá og síðan spyrja Slóvaka í þjóð- aratkvæðagreiðslu hvernig stjórnarsamband þéir vilji hafa við nágranna sína í Bæheimi og Mæri. Flokki hans, Hreyf- ingu fyrir lýðræðislegri Slóvak- íu (HZDS), er spáð yfir 30% atkvæða í þingkosningunum. Meciar mun ekki eiga í vand- ræðum með að finna samstarfs- flokka fyrir meirihlutastjóm eftir þær. Flestir flokkanna í Slóvakíu vilja breytt ríkjasam- band. Þeir sem leggja meiri áherslu á efnahagsmál en sjálf- stæði þjóðarinnar geta ekki verið ömggir um þingsæti. Fulltrúar sex samtaka, flokka og hreyfinga voru kosnir á þing í Tékkóslóvakíu fyrir tveimur árum. Þingkosningamar snerust þá um að koma kommúnistum frá völdum og fólk úr ólíkum áttum tók höndum saman til að stjórna landinu eftir yfír fjörutíu ára of- ríki þeirra. Borgaravettvangurinn og systrabandalag hans, Almenn- ingur gegn ofbeldi, hlutu langflest þingsæti. En það leið ekki á löngu þangað til ólíkar stjómmála- skoðanir gerðu vart við sig og samtökin, flokkamir og hreyfing- arnar tóku að klofna, og jafnvel molna, í smærri einingar. Nú eiga 15 hreyfingar fulltrúa á þingi og 13 af 300 þingmönnum eru óflokksbundnir. Alls 40 flokkar, hreyfingar og bandalög bjóða fram að þessu sinni til að minnsta kosti eins af þingun- um þremur: sambandsþingsins, tékkneska þingsins og slóvaska þingsins. Þeir verða að fá minnst 5% at- kvæða til að fá fulltrúa kjörinn á þing. Tékkar til hægri Lýðræðisflokki (ODS) Vaclavs Klaus, fjármálaráðherra, er spáð mestu fýlgi, um 20%, í Bæheimi og Mæri. Klaus var einn af stofn- endum Borgaravettvangs en stjómarfyrirkomulagið innan hans átti ekki við hann svo að hann stofnaði sinn eigin flokk fyrir rúmu ári. Stór hluti sam- starfsmanna hans í vettvangnum var einnig mun vinstrisinnaðri en hann. Margir þeirra eru nú í Borg- arahreyfingu Jiris Dienstbiers, utanríkisráðherra. Það er eini sannkallaði miðjuflokkurinn í landinu og honum er spáð um 5% fyigi- Lýðræðisflokkurinn er hrein- ræktaður hægri flokkur og berst fyrir hröðum efnahagsumbótum og náinni samvinnu við Vestur- lönd. Hann er fylgjandi því að fyrrverandi kommúnistar og þeir sem vom á starfsmannaskrá ör- yggislögreglunnar fái ekki að gegna ríkisstörfum í fímm ár. Vinstri flokkunum og Borgara- hreyfíngunni þykir það helst til langt gengið og segja það bijóta í bága við almenn mannréttindi. Einkavæðing og spilling Klaus átti hugmyndina að ný- stárlegri einkavæðingu tékk- neskra ríkisfyrirtækja. Hún felst meðal annars í því að almenning- ur getur notað miða, sem hann gat fengið gegn lágu verði, til að fjárfesta í ríkisfyrirtækjum þegar þau koma á markað. Yfir helming- ur þjóðarinnar hefur keypt fjár- festingarmiða og aðferðin þykir spennandi en hún hefur óvissu í för með sér og hefur leitt til spill- ingar. Varamaður ráðherrans sem sér um einkavæðingu í tékkneska hlutanum varð til dæmis að segja af sér í vetur eftir að hann var ásakaður um að vilja þiggja mút- ur fyrir að haga einkavæðingu mjólkursamsöl- unnar í suður Bæheimi sam- kvæmt óskum fjárfestingar- sjóðs Budweis- ers. Fjölmargir íjárfestingarsjóðir eru starfandi og þeir keppa um bestu bitana. Sumir þeirra hika ekki við að beita óheiðarlegum aðferðum ef þær eru taldar líklegar til árang- urs. Geigvænleg spilling er sögð tröllríða fjármálaheiminum í Tékkóslóvakíu og stjórnmála- menn, bæði gamlir kommúnistar og fulltrúar Borgaravettvangs, taka þátt í henni. Fyrrverandi lög- regluþjónn sem var falið að rann- saka starfsemi samvinnufélagsins Slusovice flúði til dæmis Iand eft- ir að fyrrverandi starfsmenn ör- yggislögreglunnar hótuðu að drepa hann og fjölskyldu hans af því að hann vann starf sitt of samviskusamlega. Slusovice var í upphafí landbúnaðarsamvinnufé- lag en færði smátt og smátt út kvíarnar í stjómartíð kommúnista og stundaði ótrúlegustu viðskipti undir lokin, þar á meðal ólögleg vopnaviðskipti og eiturlyfjasmygl, að sögn lögreglumannsins. Fyrir- tækið býr yfir miklum ljármunum og það er mikið í húfi fyrir stjórn- endur þess að halda völdum. Lög- reglumaðurinn hefur fengið póli- tískt hæli í Sviss en vonar að óvinir hans í röðum stjórnmála- manna nái ekki kjöri og hann geti innan skamms snúið aftur heim. Hann bindur miklar vonir við þingkosningarnar og sérstak- lega Lýðræðisflokk Vaclavs Klaus. Slóvakar til vinstri Efnahagsumbæturnar í Tékkó- slóvakíu hafa komið illa niður á mörgum en þær hafa bitnað verst á Slóvökum. Slóvakía hefur ávallt verið fátækari hluti sambandslýð- veldisins og þungaiðnaðurinn þar á í verulegum erfiðjleikum. At- vinnuleysi er nú um 15% í Slóvak- íu en um 5% í tékkneská hluta landsins. Þetta hefur sín áhrif á efnahagsstefnu flokkanna. Hreyf- ingin fyrir lýðræðislegri Slóvakíu og Hreyfing kristilegra demö- krata, sem kalla sig miðju- og hægrihreyfíngar, eru báðar hlynntar ríkisafskiptum í andá sósíaldemókrata. Flokki sósíal- demókrata var spáð sama og engu fylgi þangað til Alexander Ðubc- ek, forseti sambandsþingsins, gekk til liðs við flokkinn fyrir nokkrum vikum og tók við forystu hans. Nú er talið líklegt að flokk- urinn komi manni á þing. Gamla kommúnistaflokknum í Slóvakíu, Flokki vinstri lýðræðissinna, er spáð næst mestu fylgi í Slóvakíu, eða um 16%. Meirihluti íbúa Bæheims og Mæris vill að Tékkóslóvakía verði áfram sambandslýðveldi. En þeim sem eru búnir að fá rióg af ,,'sjálf- stæðiskvabbi“ Slóvaka fjölgar óð- um. Þeir eru tilbúnir að breyta ríkjasambandiriu í bandalagsríki eða láta Slóvaka sigla sinn sjó, ef þeir endilega vilja. Sambands- lýðveldið var stofnað 1918 þegar Habsborgara-keisaradæmið leyst- ist upp. Nágrannaríkjum þess er umhugað um að það tolli saman, ekki síst Ungveijalandi sem hefur friðarsamkomulag við Tékkósló- vakíu en ekki Slóvakíu. Um 600.000 Ungveijar búa í Slóvakíu og þeir eru andvígir sjálfstæði lýðveldisins. En það óttast enginn átök á milli Tékka og Slóvaka eins og eiga sér stað á milli fyrr- verandi íbúa gömlu Júgóslavíu. Slóvakíu hefur verið líkt við upp- kominn son sem er tilbúinn að flytja að heiman og standa á eig- in fótum. Meciar vill að Slóvakía geri það og semji sem sjálfstætt ríki um inngöngu í Evrópubanda- lagið. „Ég hef sagt Vaclav Havel [forseta Tékkóslóvakíu] að Evr- ópubandalagið verði að bæta tveimur stjörnum í fánann þegar við göngum í það. Einu fyrir Tékka og einu fyrir Slóvaka,“ segir hann á kosningafundum við góðar undirtektir áheyrenda. Baksviö eftir Önnu Bjamadóltur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.