Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAl 1992
Afmælismót BR:
Úrvalslið BR
tapaði fyrir
Evrópuúrvali
ÚRVALSLIÐ Bridsfélags
Reykjavíkur tapaði með talsverð-
um mun fyrir úrvalsliði Evrópu
í sérstakri sýningarbrídskeppni
á föstudag. Keppnin var hluti af
50 ára afmælismóti Bridsfélags
Reykjavíkur sem lýkur í dag,
sunnudag.
í sýningarkeppninni spiluðu
landslið Breta, Pólveija og Svía við
íslensku heimsmeistarasveitina, ís-
lenska landsliðið sem keppir á Norð-
urlandamóti í sumar og sveit Trygg-
ingamiðstöðvarinnar. Úrslit leikj-
anna urðu að heimsmeistararnir
unnu Pólveija, 17-13, gerðu jafn-
tefli við Svía, 15-15, en töpuðu
fyrir Bretum, 22-8. Tryggingamið-
stöðin vann Breta, 17-13, en tap-
aði 12-18 fyrir Svíum og Pólveij-
um, og landsliðið tapaði 8-22 fyrir
Bretum, 6-24 fyrir Pólveijum og
4-25 fyrir Svíum. Samtals fékk
Evrópuúrvalið 170 stig gegn 99
stigum íslendinga.
I dag lýkur opinni tvímennings-
keppni sem haldin er í Perlunni á
Öskjuhlíð en verðlaunaafhending
og mótsslit verða í Ráðhúsi Reykja-
víkur í kvöld.
♦ ♦ ♦
Eldur í gas-
kúti á grilli
SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var
kallað út um kvöldmatarleytið á
föstudag er tilkynnt var um eld í
gaskúti útigrills á svölum íbúðar
í Kópavogi. Hætta var talin stafa
af eldinum.
Húsráðandi kastaði logandi gas-
kútnum niður af svölunum og hóf
að dæla á hann vatni. Slökkviliðið
tók síðan við slökkvistörfum og tókst
að loka fyrir kútinn með rörtöng og
slökkva eldinn.
♦..♦'-♦-
Vestmannaeyjar:
2 teknir fyr-
ir hraðakstur
í Vestmannaeyjum voru tveir öku-
menn teknir fyrir of hraðan akstur
á uppstigningardag. Bílstjóri mældist
aka á 104 kílómetra hraða suður
Skólaveg og ökumaður vélhjóls var
stöðvaður er hann ók á 110 kíió-
metra hraða austur Kirkjuveg. Lög-
regla svipti báða ökuréttindum til
bráðabirgða á staðnum.
Á myndinni sést sýnishorn af bekk, sem gert var vegna hljómburðar-
prófana.
Hallgrímskirkja:
GKS býður lægst í
smíði kirkjubekkja
TILBOÐ í smíði kirkjubekkja fyrir Hallgrímskirkju í Reykjavík voru
opnuð í vikunni. Alls buðu 11 fyrirtæki í verkið en lægsta boð kom
frá GKS, Gamla kompaniinu — Kristjáni Siggeirssyni, en það var
að upphæð 7.500.656 kr. Næst lægsta tilboðið var að upphæð
12.638.478 kr. en kostnaðaráætlun var upp á 12.400.000 kr.
Fyrirhugað er að smíðuð verði
500 bólstruð eikarsæti í 46 bekkj-
um. Bekkirnir verða með veltibaki
þannig að snúa megi þeim við og
snúa kirkjugestir þá að aðalorgeli
kirkjunnar, sem verður staðsett á
palli ofan við anddyri hennar.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
Hallgrímskirkju verður gengið til
samninga við lægstbjóðanda á
næstu dögum og miðað er við að
uppsetningu bekkjanna verði lokið
fyrir 15. september næstkomandi,
en þá er stefnt að því að stilling
hins nýja orgels kirkjunnar hefjist.
Listahátíð í Reykjavík:
Sýning á verkum Joan
Míro á Kjarvalsstöðum
SÝNING á verkum spánska myndlistarmannsins Joan Míro verð-
ur opnuð á Kjarvalsstöðum klukkan 16 í dag. Sýningin er hluti
framlags Listasafna Reykjavíkur til Listahátíðar 1992 og hún
verður opin til 5. júlí.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum
verða sýnd málverk, höggmyndir
og teikningar frá síðari hluta
starfsferils Mírós og eru öll verk-
in gerð eftir 1960. Þau koma frá
Listasafni Maeght í Suður-Frakk-
landi.
í fréttatilkynningu frá Kjar-
valsstöðum segir meðal annars,
að ferill Mírós skiptist í mörg
tímabil og hann hafí notað ýmsa
miðla, en list hans hafí alltaf ver-
ið djörf, hugmyndarík, leikandi
létt og aðgengileg. Hann hafi
einnig, eins og önnur stórmenni
myndlistarsögunnar, alltaf verið
tilbúinn til að tileinka sér eitthvað
nýtt, læra og uppgötva.
Dagskrá Listahátíðar
sunnudag og- mánndag
Kjarvalsstaðir: Opnun á
sýningu á málverkum, högg-
myndum og teikningum eftir
Joan Miro í Vestursal. Sýningin
stendur til 12. júní. Sýning á
verkum Jóhannesar Kjarvals í
Kjarvalssal, úr einkasafni Eyrún-
ar Guðmundsdóttur og Jóns Þor-
steinssonar.
Listasafn Islands: Franski
listamaðurinn Daniel Buren
vinnur útilistaverk við Gallerí 11
og Listasafn íslands. Verkið nefn-
ist Staðsetning, framsetning,
tilfærsla - staðbundið verk.
Listasafn Sigurjóns Ólafsson-
ar: Opnun á sýningu á æsku-
teikningum Siguijóns Ólafsson-
ar. Fjölskyldudagar í Siguijóns-
safni, brúðuleikhús, tónleikar
barna úr Suzuki-skólanum,
fræðsla um búsetu í Laugarnesi
að fornu og nýju.
Nýlistasafnið: Sýning á
verkum frönsku listamannanna
Michel Verjux og Francois
Perrodin.
Dagskrá á mánudag
Kringlan: Opnun á sýning-
unni íslensk nútímahöggmynda-
list.
Norræn rannsókn á magni þungmálma í úrkomu:
Mikið af þungmálmum á
vissum svæðum hérlendis
RANNSÓKN á magni þungmálma í mosa hér á landi hefur leitt í ljós
að mikið magn ákveðinna tegunda er áð finna á gosbeltinu frá
Reykjanesi austur á Melrakkasléttu, en hins vegar dregur mjög úr
magni þessara málma í mosa austan og vestan gosbeltisins. Þessar
niðurstöður koma fram í nýútkominni skýrslu um samnorræna rann-
sókn á magni þungmálma í úrkomu í N-Evrópu. Að sögn Sigurðar
H. Magnússonar, gróðurvistfræðings hjá Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, sem vann að rannsókninni hér á landi, er ekki talið að magn
þungmálma á gosbeltinu stafi af mengun, heldur sé um að ræða
áfoksryk sem lent hafi í mosanum. Hann segir að á Vestfjörðum, þar
sem áfok sé lítið, hafi yfirleitt mælst mjög lítið af þessum málmum.
Mæling á magni þungmálma í
úrkomu í N-Evrópu er að sögn Sig-
urðar samnorrænt verkefni sem
norræna ráðherranefndin hefur
staðið fyrir. Um að ræða svokallaða
umhverfisvöktun og hefur samskon-
ar verkefni verið í gangi á hinum
Norðurlöndunum um alllangt skeið,
en íslendingar tóku þátt í þessu
verkefni í fyrsta sinn árið 1990, og
V estmannaeyjar:
Bæjarsvölur í hópum
Vestmannaeyjum.
MIKIÐ hefur sést af bæjarsvölu
í Vestmannaeyjum síðustu tvær
vikurnar. Hafa þær flögrað í
hópum um bæinn en mest hafa
þær haldið sig við bryggjuna
og í kringum frystihúsin.
Einn daginn sást hópur bæjar-
svala sem lá í kös við Kaupfélag-
ið í Bárugötu. Kristján Egilsson,
safnvörður á Náttúrugripasafn-
inu, segir að svölurnar hafi eflaust
haldið sig þama í kös til að reyna
að halda á sér hita. Þær hafi fund-
ið varma frá húsinu og síðan feng-
ið varma hver frá annarri. Hann
segir að bæjarsvalan sé flækings-
fugl hér á landi og komi hingað
á hveiju vori en þær séu farfuglar
á Bretlandi og víða í Evrópu.
Árlega hafí sést tveir til íjórir
fuglar í Eyjum í nokkra daga en
aldrei hafí sést jafn mikið af bæj-
arsvölu hér og aldrei í jafn langan
tíma og nú. Kristján segir þær
hafa verið í hópum á flögri um
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Bæjarsvöluhópurinn utan við Kaupfélagið í Eyjum.
bæinn. „Þetta eru skordýraætur
og þar sem kalt er í veðri er örugg-
laga ekki mikið æti að finna nú.
Þær hafa mikið haldið sig í nám-
unda við frystihúsin því líklega
er helst að fínna einhveijar flugur
á hafnarsvæðinu,“ sagði Kristján.
Grímur
sá Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins um mælingamar fyrir íslands
hönd. Fylgst er með magni þungra
málma í úrkomunni með því að
safna mosategundinni skógartildri
víðs vegar um land og mæla magn
þungmálma í mosanum, en hann
tekur upp næringu beint úr úrkom-
unni en ekki í gegnum rætur. Að
sögn Sigurðar vom átta þungmálm-
ar mældir 1990, og var stöðluðum
aðferðum beitt þannig að hægt er
að bera niðurstöðumar saman milli
svæða.
„Niðurstöðurnar komu kannski
svolítið á óvart, en það kemur í ljós
að það er mjög mikið af þungmálm-
um sem mælast í mosa hér á landi
á vissum svæðum, en aftur lítið
annars staðar. Þessi svæði eru nán-
ast eingöngu gosbeltið sem liggur
frá Reykjanesi austur á Melrakka-
sléttu, en austan og vestan við þetta
belti dregur mjög úr magni þessara
málma í mosanum. Svo er annað
mál hvort þetta er eitthvert dæmi
um mengun eða ekki, en við höldum
að ekki sé um það að ræða þótt
mikið mælist. Við teljum að þetta
sé áfoksryk sem lent hefur í mosan-
um og því sé ekki um raunyerulega
mengun að ræða. Á Vestfjörðum
þar sem áfok er lítið er yfirleitt
mjög lítið af þessum þungu málm-
um, og má segja að það svæði sé
einna best til þess fallið að fylgjast
með þessu í lengri tíma,“ sagði Sig-
urður.
Hann sagði að reyndar væri ekki
útbreiðslu allra þeirra þungmálma
sem rannsakaðir voru þannig farið
að mest væri um þá á gosbeltinu,
og þannig hefði útbreiðsla blýs í
mosanum verið mest á svæðinu
sunnan undir Vatnajökli og síðan
við Reykjavík og á Reykjanesi.
„Það er þó raunverulega lítið af
blýi, en aðeins er þó um hækkun
að ræða á þessum svæðum. Við
teljum að undir Vatnajökli sé þetta
aðkomin mengun þótt lítil sé, en
þarna er mest úrkoma á landinu.
Þá teljum við að á svæðinu við
Reykjavík sé þetta áhrif bílaumferð-
ar að mestu leyti, en þar mældist
þetta þó mjög lágt. Sýnum var ekki
safnað í borginni sjálfri, þannig að
ekki er hægt að segja til um magn-
ið þar,“ sagði hann.
Borgarráð:
*
Akveðið að endur-
hlaða Ihgólfsbrunn
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að við framkvæmdir í Aðalstræti í
sumar verði yfirborð Ingólfsbrunns endurhlaðið og gengið frá hon-
um í samræmi við hugmyndir borgarminjavarðar.
Margrét Hallgrímsdóttir borgar-
minjavörður telur að um mikilsverð-
ar minjar Innréttinganná sé að
ræða og mikilvægt að varðveita þær
og sýna. Samkvæmt heimildum og
útliti brunnsins er hann líklega
hlaðinn um miðja 18. öld. í ljósi
hugmynda um Innréttingasafn við
Aðalstræti er lagt til að gengið
verði frá umhverfí hans með hellu-
lögn á gangstétt og götu og að
settur verði vatnspóstur á brunninn.