Morgunblaðið - 31.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992
9
6. sd. e. páska
Ahugavert starf!
eftir JÓNAS GÍSLASON vígslubiskup
Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurn-
um, mun hann vitna um mig. Þér skuluð einnig vitni bera, þvj þér hafið verið með mér frá upphafi. (Jóh.
15:26-27) Amen
Ég var að fletta Mogganum
og rakst á auglýsingar
um lausar stöður.
Þá flaug mér í hug,
hvort nútímafjölmiðlar
hefðu haft áhrif
á starfsaðferðir Jesú,
ef hann hefði komið á vorum dögum.
Kannski hefði hann auglýst í Mogganum:
Lærisveinar 'óskast.
Stöður lærisveina
eru lausar til umsóknar.
Kaupið er lágt
og vinnutími langur.
Áhætta og óþægindi
fylgja starfinu
og ferðalög eru mikil.
Búast má við erfiðleikum
og jafnvel ofsóknum.
Lærisveinarnir eiga að læra af mér,
svo menntunar er ekki krafizt,
en spurt er um hlýðni og traust.
Lysthafendur sendi umsókn sína
til blaðsins, merkta:
Áhugavert starfl
Jesús Kristur.
Heldurðu,
að Jesús hefði auglýst þannig?
Og heldurðu,
að slík auglýsing
hefði borið mikinn árangur?
Jesús er raunsær í mati sínu á oss
og reynir aldrei að villa á sér heimildir.
Eitt sinn yfirgáfu margir hann og sögðu:
Þung er þessi ræða.
Hver getur hlustað á hana?
Þá spurði hann postula sína:
Ætlið þér að fara líka?
Hann neyðir engan
til fylgdar sig.
Og margir hafa orðið píslarvottar
og goldið trúna með lífi sínu.
Það er rangt að reyna
að draga úr alvöru fagnaðarerindisins.
Guð sendi Jesúm í heiminn,
því það var eina leiðin
að frelsa oss, synduga menn.
Vér erum samverkamenn Jesú
í boðun fagnaðarerindisins.
Hann þarfnast vor hér á jörð,
því vér erum hendur hans og fætur.
Vinur minn!
Þótt stöðu lærisveina hans
kunni að fýlgja erfiðleikar,
flytur hún jafnframt ómælda blessun
og eilíft líf að lokum
á himnum hjá Guði.
Mikill sannleikur er fólginn
þessu sálmaversi:
Kóng minn, Jesú, ég kalla þig,
kalla þú þræl þinn aftur mig,
herratign enga að heimsins sið
held ég þar mega jafnast við!
Þessi var reynsla Hallgríms Péturssonar
og reynsla vor allra verður hin sama,
ef vér erum lærisveinar hans.
Búum oss undir komu
hátíðar Heilags anda.
Biðjum:
Drottinn Guð! Þökk, að þú kallar oss til starfa fyrir þig. Hjálpa oss að bera þér vitni, bæði í orði og
lífi. Bú oss undir komu helgrar hátíðar Heilags anda. Fyll oss anda þínum í nafni Jesú Krists.
Amen
VEÐURHORFUR í DAG, 17. APRÍL
YFIRLIT í GÆR:
Við Hvarf á Grænlandi er heidur vaxandi 1.002 mb lægð, sem hreyfist
hægt norðaustur. Yfir Norðurlöndum er háþrýstisvæði.
HORFUR í DAG:
Hæg breytileg átt og víðast skýjað, en þurrt í dag. Sunnan og suðaust-
an gola eða kaldi og dálítil rigning í nótt, fyrst um vestanvert landið,
en síðar í nótt einnig um austanvert landið. Hiti 4 til 14 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg sunnan- og suðaustanátt og
hlýtt. Dálítil rigning með köflum um sunnanvert landið, en annars
þurrt og sums staðar léttskýjað norðanlands.
Vaxandi austan- og suðaustanátt. Rigning víða um land, einkum um
landið sunnanvert.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Hæg breytileg eða vestlæg átt, skýjað með
köflum og sums staðar skúrir, einkum um vestanvert landið. Hiti víð-
ast á hilinn 7 til 14 stin. ____________________________
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður Staður hiti veður
Akureyri 5 súld Glasgow 13 mistur
Reykjavík 6 Þokumóða Hamborg 15 léttskýjað
Bergen 16 heiðskírt London 13 rigning
Helsinki 18 heiðskirt LosAngeles 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Lúxemborg 13 skýjað
Narssarssuaq 5 alskýjað Madrid 14 rigning
Nuuk +1 léttskýjað Malaga 20 skýjað
Osló 17 léttskýjað Mallorca 17 þokumóða
Stokkhólmur 18 heiðskírt Montreal 12 heiðskirt
Þórshöfn 11 skýjað New York 14 heiðskírt
Algarve 18 súld Orlando 22 heiðskírt
Amsterdam 17 þokumóða París 16 skýjað
Barcelona 18 súld Madeira 18 skýjað
Berlín 16 heiðskírt Róm 19 þokumóða
Chicago 11 alskýjað Vín 12 léttskýjað
Feneyjar 18 þokumóða Washington 15 alskýjað
Frankfurt 17 skýjað Winnipeg 15 léttskýjað
/ / / V ý Norðan, 4
o Heiðskírt / / / / / / / Rigning Skúrir Vindörin sV stefnu og
4 Léttskýjað * / * Stydda # Stydduól j vindstyrk, ... er tvö vindstig.
/ * / # V
Hétftkýjað . / * / 10 Hlttttig:
Ský).» * # * # # # * * # * Snjókoma V Él 10 gróður á Celsius = Þoka
m Alskýjað 5 9 5 Súid oo Mistur = Þokumóða
10-50% afsláttur
Opið kl. 13-18
i
PELSINN
Kirkjuhvoli sími 20160