Morgunblaðið - 31.05.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.05.1992, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992 eftir Urði Gunnorsdóttur. Myndskreyting: Ragnor Óskarsson Gárungarnir tala um Tyrkjarán hið síðara en þrátt fyrir að þeir Tyrkir sem nú eru á ferð ógni hvorki lífi né limum íslendinga, er full ástæða til að taka atlögu þeirra alvarlega. Þeir hafa gert tilraun til þess að fá íslensku stafina ð, þ og ý fellda út úr alþjóðlegum stafastöðlum fyrir þrjá tyrkneska stafi. En þó að nú sé tekist á um stafi, snýst barátta íslendinga um annað og meira, stöðu íslenskunnar í upplýsingamiðlun framtíðarinnar, sem öll mun fara fram í tölvukerfum. Takist ekki að halda íslenskum stöfum inn í tölvu- og rafeindastöðlum framtíðarinnar, er það alvarleg atlaga að íslensku máli og menningu. eimurinn er að rafeindavæð- ast. Gamla fullyrðingin um rafeinda- þorpið mikla, þar sem allir era í tölvusam- bandi og öllu er stjómað með tölvum, er ein- faldlega að rætast,“ segir Friðrik Sigurðsson, formaður Samtaka hugbúnaðar- fyrirtækja. „Því verða íslendingar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa áhrif þegar teknar era ákvarðanir um stafa- töflur fyrir tölvur, rafeinda- og fjarskiptatæki. Við erum að vakna upp við nýja tækni og ný tæki þar sem ekki er gert ráð fyrir íslensk- um stöfum. Ahrif þess gætu orðið víðtækari en okkur grunar nú.“ Tekist á um stafatöflur En lítum fyrst á hvað vakti þjóð- ina upp af værum blundi, atlögu Tyrkja að íslensku stöfunum. Það sem íslendingar og Tyrkir takast á um, er sæti í stafatöflum. Stafa- tafla er lýsing á því hvernig rittákn era geymd í tölvum. Hvert rittákn fær tiltekið sæti í tölvunni og um leið tölulega samsvöran. Tölulega samsvörunin er geymd í tölvunni sem bitarana. Það fer eftir fjölda bita í rununni, hversu mörg rittákn komast fyrir í töflunni. Nú liggur fyrir til atkvæða- greiðslu hjá Alþjóðasambandi staðlastofnana (ISO)j, frumvarp um svokallaða alheimstöflu (DIS 10646). Þar er hver stafur táknað- ur með 4 bætum (32 bitum) og í töflunni rúmast því rúmlega fjórir milljarðar rittákna. Fram að þessu hafa aðallega verið notaðar töflur þar sem rittákn eru táknuð með 8 bitum. Til eru nokkrir alþjóðlegir 8-bita staðlar þar sem íslenskir stafir eru hafðir með. Einn þeirra er kallaður latínuleturstafla nr. 1. Þar era allir stafir enska stafrófs- ins og að auki nær allir stafir sem notaðir era í Vestur-Evrópu, t.d. íslensku stafirnir þ, ð og ý. I frumvarpinu um fyrrnefnda alheimstöflu er gert ráð fyrir að latínuleturstafla nr. 1 falli inn í alheimstöfluna á tiltölulega ein- faldan hátt. Sá hluti alheimstöfl- unnar verður mjög mikiivægur og því vilja flestar þjóðir að sjálfsögðu tryggja að sérstakir stafir sem notaðir eru í þeirra tungumálum verði þar með. Þess vegna hefur tyrkneska staðlastofnunin lagt fram tillögu um það að fella út sex íslenska stafi (Þ,þ, Ð,ð og Ý,ý) úr þeim hluta alheimstöflunnar sem er eins og latínuleturstafla 1 og setja tiltekna tyrkneska stafi í staðinn. Tyrkneska staðlastofnun- in hefur sent greinargerð til þeirra aðildarþjóða sem greiða atkvæði um staðalfrumvarpið og einnig beitt utanríkisþjónustu sinni til þess að vekja athygli á málinu. Ástæða þess að Tyrkir leggja til að.þessir þrír stafir verði felldir út, er sú hversu fáir nota þá. Tákn- ið þ er aðeins til í íslensku, rúna- letri og fomensku svo vitað sé, ð er til í íslensku, færeysku og forn- ensku og ý í íslensku, færeysku og tékknesku. Aðrir stafir, svo sem ö, æ og é, þekkjast i mun fleiri málum og því er meiri þrýstingur á að halda þeim inni í sértöflunum. Best að vera á fyrstu síðu „Aðalbaráttan snýst um að halda íslensku stöfunum inni í að- alstafatöflunni. Ef þeir eru þar ekki, leiðir það af sér óþarfa auka- kostnað við framtíðartölvuvæðingu þjóðarinnar," segir Þorvarður Kári Olafsson, verkefnisstjóri hjá Staðl- aráði Islands. Til er aragrúi stafataflna, því framleiðendur hafa lítið samstarf haft um gerð þeirra. „Stafatöflur verða til hjá einstökum fyrirtækj- um og opinberir staðlar, t.d. um slíkar töflur eru oftar en ekki við- urkenning á orðnum hlut,“ segir Friðrik Sigurðsson. Oftar en einu sinni hefur Alþjóðasamband staðl- astofnana reynt að samræma sta- fatöflurnar en það hefur ekki te- kist fyrr en nú. „Það er í raun aðdáunarvert hvernig tókst til, allt stefndi í að niðurstaðan yrði tvær töflur en sem betur fer tókst að samræma þær,“ segir Þorvarður Kári. Samræmda stafataflan er geysistór, auk nútíma ritmáls verð- ur pláss í henni fyrir t.d. rúnir og hýróglýfur. Þorvarður Kári segir að líkja megi töflunum við síður í bók þar sem fyrsta síðan eða grunntaflan sé langmest notuð. Aðurnefnd latínuleturstafla nr. 1 sé á fyrstu síðu, þar með taldir íslensku stafirnir, en tyrknesku stafimir séu í latínuleturstöflu nr. 5, eða á annarri og þriðju síðu ásamt stöfum úr kýrillíska letrinu. Einfaldast sé að þýða gögn sem séu á fyrstu síðu á milli þeirra kerfa sem nú eru í notkun og þeirra sem byggð verða á samræmdu sta- fatöflunni. Séu stafirnir í „afkim- um“ töflunnar margfaldist kostn- aðurinn við þýðingar milli kerfa. Núverandi útgáfa samræmdu stafatöflunnar var kynnt í janúar á þessu ári. Tyrkir gerðu þegar athugasemdir og í febrúar sendu þeir breytingartillögur til þeirra aðildarþjóða sem greiða atkvæði. íslendingar fréttu ekki af tilburð- um Tyrkja fyrr en í byijun apríl. Frá þeim tíma hefur Staðlaráð Is- lands haft samband við sömu aðila og Tyrkimir. „Tyrkirnir neita að samþykkja staðalinn óbreyttan og ýja að því að vilji aðildarþjóðir eiga viðskipti við þá ættu þær að íhuga breytingartillögurnar. Mótrök okk- ar era þau að breytingartillögur þeirra séu tæknilegs eðlis sem þýði að minnsta kosti hálfs árs töf á samþykkt staðalsins. Þá geti þær umræður sem fari af stað, verði staðallinn ekki samþykktur, orðið nær óendanlegar. Að síðustu bend- um við á að latínuleturstafla nr. 1 sé gra'nnur samevrópskrar stafa- töflu. Við töldum ekki rétt að rök okkar væru einungis af þjóðlegum toga, þó það liggi auðvitað að baki óskum okkar.“ Islendingar vöknuðu upp viö vondan draum er Tyrkir lögðu til að að þrír ís- lenskir stafir yrðu felldir út úr grunntöflum al- þjóðlegra stafa- taflna. Ljóst er að framundan er mikið verk, ef halda ó íslensk- um stöfum inn í öllum tölvu- og rafeindastöðlum framtíðarinnar. Sex með, tveir á móti Af aðildarþjóðum ISO greiða 25 atkvæði og eru íslendingar ekki þeirra á meðal þar sem þeir eru aðeins áheymarfulltrúar. At- kvæðagreiðslan fer fram skriflega og stóð yfir frá því í janúar og lauk 30. maí. Úrslita atkvæða- greiðslunnar er ekki að vænta fyrr en um miðjan júní og segir Þor- varður Kári enga leið að gera sér grein fyrir niðurstöðunni nú. „Eina vitneskjan sem við höfum er sú að nú þegar hafa tvær þjóðir fellt tillögu að alheimstöflunni en sex. samþykkt. Um hin löndin 17 vitum við lítið sem ekkert. Við teljum okkur eiga vísan stuðning Norður- landaþjóða, en erum óviss um af- stöðu Austantjaldsþjóða og stærstu aðilana að ISO; Bandaríkj- amanna og Japana. Annað hvort verður tillagan samþykkt með mjög litlum breytingum eða henni verður hafnað, og þá ekki endilega á forsendum Tyrkja. Fleiri þjóðir gætu haft athugasemdir, og þá við önnur atriði en Tyrkirnir. Verði tillagan að alheimstöflunni felld, fer næsta ár í að komast að sam- komulagi um deiluatriði, þar á meðal milli íslendinga og Tyrkja. Þá er einnig mögulegt að sett verði á fót ný nefnd til að gera tillögur að nýrri töflu.“ En hvenær svo sem ný alheims- tafla verður samþykkt, er Ijóst að miklar breytingar þarf til að hægt verði að nota hana í þeim tölvum sem nú eru til. Þorvarður Kári segir að fyrst um sinn verði stafa- töflurnar samhliða í tölvunum og þýða verði á milli þeirra. Verði ís- lensku stafimir á fyrstu síðu, verði slíkar þýðingar tiltölulega einfald- ar, en nái tillaga Tyrkja fram að ganga, leiði það til óhemju kostn- aðar fyrir íslendinga. Það sé hins vegar ljóst að á meðan breytingar séu að ganga yfir megi vænta alls kyns vandamála t.d. í sambandi við útprentun. Friðrik Sigurðsson telur að óhætt sé að tala um kostnað í milljörðum talið, Iendi íslenskir stafir í afkimum stafataflna. Laus- lega áætlað sé kostnaður við að breyta hverri tölvu um 10.000 kr. Nú séu til um 50.000 tölvur í land- inu og ekki sé fjarri lagi að ætla að þær verði helmingi fleiri eftir áratug. HVAD ER STADALL? STAÐLARÁÐ íslands heyrir undir Iðntæknistofnun. Það er fulltrúi fyrir íslenskt stöðlunarstarf á alþjóðavettvangi og mið- stöð stöðlunarstarfs á íslandi, lyá samtökum, stofunum og einkaaðilum. Það er ekki stjórnvald, heldur þjónustuaðili. En hvað er staðall? Staðall er sérstök gerð opinbers skjals sem byggt er á sam- komulagi hagsmunaaðila og staðfest af viðurkenndum aðila; hér á landi Staðlaráði íslands. I skjalinu era gefnar reglur, leið- beiningar eða eiginleikar fyrir verki eða afrakstur þeirra, ætl- aðar fyrir endurtekna notkun. Markmiðið með staðli er að ná sem mestri samskipan á því sviði sem um ræðir. Staðlar eru ekki reglugerðir. Öllum er frjálst að nota þá en staðlar eru til þess gerðir að fólk sjái sér hag í því. Staðlar eru víða notaðir. Eins og fram kemur í greininni eru þeir mikið notaðir í sambandi við tölvur en einnig má nefna stærð umslaga sem er stöðluð, innstungur og ljósa- perur, auk þess sem notkun staðla er að aukast t.d. í fast- eignaviðskiptum. n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.