Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 11
Evrópusamstarf Og það er barist á fleiri vígstöðv- um. „Islendingar eru nú aðilar að evrópsku staðlasamböndunum CEN og CENELEC sem vinna að tæknilegri samræmingu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Allir staðlar CEN og CENELEC eru jafnóðum gerðir að þjóðarstöðlum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Við höfum verið virkir í þeirri nefnd sem hefur unnið að því að velja stafatöflur fyrir Vestur-Evr- ópu. Frakkar eru óánægðir með niðurstöðu nefndarinnar, franskt ö er eini vestur-evrópski stafurinn sem ekki er inni í þeim stöðlum sem CEN/CENELEC hefur valið. Þeir vilja fá umræddan staf inn og hafa bent á að íslenskur stafur mætti fara út í staðinn. Málin eru nú í biðstöðu, enda verður Evrópu- staðallinn líklega stokkaður u(,p í tengslum við alþjóðastaðalinn. Miklu máli skiptir að íslendingar vinni að því að halda öllum ís- lensku stöfunum inni,“ segir Þor- varður Kári. í því sambandi er rétt að minna á orð utanríkisráð- herra í Morgunblaðinu 3. maí sl. þar sem hann segir það „beinlínis áfall fyrir stöðu okkar í framtíð- inni gagnvart umheiminum, takist ekki að tryggja stöðu íslenskunnar í hugbúnaðarkerfunum.“ Hefur utanríkisráðherra falið sendiherr- um íslands, sérstaklega í EFTA- og EB-ríkjum að taka upp þetta mál. Þorvarður Kári bendir á að rit- araembætti hjá Evrópunefnd um stafatöflur losni á næsta ári. Segir hann að Island hafi unnið mikið innan þessarar nefndar og sé vel þekkt þar. Með stuðningi hinna Norðurlandanna og fleiri þjóða ætti embættið að falla íslendingum í skaut en til þess að svo megi verða, verði að vinna markvisst að því að vinna okkur sem mest fylgi. Til að geta sinnt embætti af þessu tagi þarfnast Staðlaráð Islands fjárstuðnings innanlands enda greiðir CEN aðeins fyrir hluta af vinnunni.“ Óvæntir vinir En hvernig stendur á því að ís- lendingar hafa alla sína stafi inni í algengum stöðlum, t.d. latínulet- urstöflu nr. 1 en ekki þjóðir á borð við Frakka og Tyrki? „Við eigum það aðallega einum manni að þakka, Willy Bohn að nafni, segir Þorvarður Kári. „Bohn starfaði um árabil hjá IBM á íslandi og kynnt- ist þar vel hinum sér-íslensku vandamálum, sem voru mun meiri en nú. Þá vantaði t.d. fjölmarga íslenska stafi, t.d. broddstafi, inn í stafatöflur. Fyrir um áratug tók Bohn síðan þátt í alþjóðlegu staðla- starfi og kom hagsmunamálum okkar í gegn. Einn liður í röksemd- afærslu hans var aðild íslands að NATO; að öll aðildarlönd banda- lagsins yrðu að geta skrifað stafi sína af öryggisástæðum.“ „Það er að mörgu leyti heppni að íslensku stafirnir skuli vera inn í svo mörgum stafatöflum," segir Friðrik Sigurðsson. „Islendingar mega þakka það hinum Norður- landaþjóðunum og ýmsum aðilum í tækninefndum sem hafa þekkt til vandkvæða Islendinga og komið málum okkar á framfæri. I gegn- um tíðina höfum við eignast marga óvænta vini í staðlastarfi, sem hafa tekið tillit til vandkvæða okk- ar.“ En hvers vegna hrökkva Islend- ingar við nú, atlaga Tyrkjanna er ekki sú fyrsta sem gerð hefur ver- ið að íslensku stöfunum? „Fyrst í stað gekk illa að koma íslensku stöfunum inn í stafatöflurnar, flestir muna sjálfsagt þá tíð þegar plögg frá hinu opinbera voru ekki með broddstöfum, jafnvel ekki þ og ð,“ segir Friðrik Sigurðsson. „Þessi mál hafa hins vegar verið að leysast smám saman, m.a. fyrir tilstilli hinna fyrrnefndu vina okkar í tækninefndum en nú er svo kom- ið að við höfum sofnað á verðinum. Við höfum ekki haldið vöku okkar gagnvart þeirri öru þróun sem er MORGUNBLAÐIÐ SÚ&NtjDAGUR 31. MÁÍ „1992 M í gerð ijarskiptabúnaðar og við höfum heldur ekki áttað okkur á mikilvægi þess að hafa samvinnu um það hvernig koma eigi íslensk- um stöfum inn í tölvur. Hingað til hefur hver og umboðsaðili leyst eigin vanda en mér sýnist sem þeir séu að átta sig á mikilvægi samvinnu. Þetta svokallaða Tyrkj- arán hefur hrist ærlega upp í okk- ur.“ Sérviska íslendinga Sumir kynnu að kalla íslendinga sérvitra, þegar horft er til sér- íslensku stafanna, íslenskra reglna um dagsetningar, greinarmerki, mannanöfn og stafrófsröð. En þar eru íslendingar ekki einir á báti, því á hverju Norðurlandanna gilda sérreglur af ýmsu tagi. Þorvarður Kári stýrir nú vinnu við skýrslu sem unnin er í samvinnu staðla- stofnana á Norðurlöndum þar sem hann gerir grein fyrir norrænum reglum og þörfum. Geta Norðurlanda- þjóðirnar vísað til þessarar saman- tektar í alþjóðlegu samstarfi. „Um mörg þeirra atriða sem greint er frá í skýrslunni eru ekki til neinar sam- þykktir og oft er hvorki um að ræða samræmi innan landa né milli landa. Af vinnu minni við skýrsluna sýnist mér að við íslendingar höldum fastast í okkar venjur, ég nefni t.d. hvernig við ritum gæsalappir, reglur um mannanöfn, orðstofna og tökuorð. Norðmenn koma næstir en í Sví- þjóð og Danmörku er ákveðið kæru- leysi hvað varðar t.d. bókstafi, segir Þorvarður Kári. Hann segist ekki telja neitt athuga- vert við það að lýsa sérstökum venjum. Hann telji jafn- framt að við eigum að gæta okkar á því að búa til sér- visku til þess eins að vera öðruvísi. „Þar má nefna að í burðarliðnum eru sér-íslenskar reglur um hvernig raða á erlendum stöfum. Ég tel heillavæn- legra að fylgja alþjóðlegum reglum um þetta atriði. Við erum þó í allt annarri og betri stöðu en Græn- lendingar og Samar, sem áttu ekk- ert ritmál. Þegar það var búið til, var þeim gerður mikill ógreiði með því að stafrófíð innihélt óþarflega marga stafi. Þar var verið að búa til sérvisku." „Mér finnst ekki rétt að tala um sérvisku hjá okkur, þetta eru gaml- ar og grónar siðvenjur og hluti af okkar þjóðareinkennum. Það er ekkert sjálfsagt að tvær þjóðir hafí nákvæmlega sama stafróf, þess eru fá dæmi í Evrópu,“ segir segir Baldur Jónsson, forstöðu- maður íslenskrar málstöðvar. Baldur segir að verði íslensku stöf- unum skákað út úr aðalstafatöfl- unni, óttist hann einna mest þann möguleika að einhverjir landar okkar leggi til að stafirnir verði felldir úr íslensku máli þar sem það taki því ekki að leggja í kostn- aðarsamar breytingar. „Slíkt myndi hreinlega umturna ásýnd íslensks ritmáls og smám saman Sólartilboð okkar til Mallorca hefur fengið frábærar viðtökur og nú bætist Portúgal við. 1 - 3 vikna ferðir í júní og júlí á ótrúlega lágu verði. Portúgal Hvergi betra aovera 30. 31. 305 635 Mallorca Fjölskylduparadísin Sa Coma 30. 33. 685 820 roualtur Munið ROYAL-tilboðið Ein glæsilegasta hótelkeðjan á Mallorca. Aðeins hjá Urvali Utsýn. Verðdæmi miðast við staðgreiðslu. Föst aukagjöld (ílugvallarskattar, innritunargjald og forfallagjald), samtals 3-450 kr. fyrir fullorðna, eru ekki innifalin í verðdæmum. 4 4 bjét URVAL-UTSÝN íMjódd: sími 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00 tjltifnarfirdi: sími 65 23 66; við Ráðbúslorf> á Akureyri: sirni 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.