Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 13

Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992 13 Mótun og rými _________Myndlist______________ BragiÁsgeirsson Leirlistakonan Guðný Magnús- dóttir heldur áfram að þróa list sína frá hlutum notagildis til sjálfstæðr- ar sköpunar í rúmtaki sem rými. Þetta er eins og ég benti á í sam- bandi við síðustu sýningu hennar í febrúar 1990 í góðu samræmi við ferlið víðast hvar, en nú er varla hægt að sjá brúkshlut á útskriftar- sýningum listaskóla, a.m.k. ekki hér heima. Á þennan hátt ræktum við af ágætri ihaldssemi línu að utan, í stað þess að byggja upp eitthvað séríslenzkt og vinna út frá þvi. Auðvitað verða til athyglisverðir hlutir út frá þessari þróun og sum- ir mjög athyglisverðir, en séu þeir 'ekki á einhvern hátt rótfastir ís- lenzkum veruleika, þykir mér eitt- hvað skorta á. Á ég alls ekki við að fólk eigi að hlaupa út í hraun- keramik eða eitthvað viðlíka, til að verk þeirra fái yfir sig islenzk ein- kenni, heldur einfaldlega þarf að sjást eitthvað sem maður finnur og kannast við úr umhverfinu, og hér hafa einmitt ýmsir snillingar leir- listar og listiðnaðar unnið merkileg og úrskerandi afrek. Sá ég t.d. sýn- ingu á verkum japansks klæða- hönnuðar á Victória og Albert Museum í London á dögunum, þar sem hann samræmir japanskan glæsi- og léttleika evrópskum hefð- um á hreint snilldarlegan hátt. Guðný Magnúsdóttir telst tví- mælalaust með okkar eftirtektar- verðustu leirlistakonum um þessar mundir og verk hennar sýna mikla tæknikunnáttu og agaða formræna kennd, en sú kennd finnst mér ein- hvern veginn vera meira í ætt við tilraunir margra leirlistarmanna á Norðurlöndum en sjálfstæð barátta við efniviðinn upp á líf og dauða. Þetta greip mig við skoðun eftir- tektarverðrar sýningar Guðnýjar í listhúsinu Úmbru í Bernhöftstorfu, sem opnaði sl. miðvikudag, 27. maí, og stendur til 16. júní. Listhúsið hefur starfað á þessum stað í nokkra mánuði, en áður voru Sonur Ottós — Ný Úrvalsbók komin út Ný Úrvalsbók er komin út, Sonur Ottós eftir Walter Wager. Það er önnur bókin, sem Úrvalsbækur gefa út eftir þennan bandaríska spennu- sagnahöfund. Sú fyrri var 58 mín- útur, sem út kom síðastliðið haust. Úrvalsbækur hafa nú komið út í hálft annað ár. Markmið útgáf- unnar er að gefa út vel valdar bækur, þýddar á frambærilega ís- lensku, og hafa þær svo ódýrar að allir geti leyft sér að kaupa og lesa. Hver bók kostar 790 krónur. Sonur Ottós gerist í New York nokkrum áratugum eftir síðari heimsstyrjöldina. Hún hefst á versta neðanjarðarbrautarslysi sög- unnar — eitthundrað og sautján látnir — enginn komst af. Þetta slys er augljóslega af mannavöld- um, en vísbendingar engar, nema bréf sem borgarstjóranum var sent. Það var yfirlýsing um að ódæði yrði framið á tilteknum stað og stund. Undirritun engin. Aðeins stafirnir S.O. Ódýrir tre X ustar HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 þar ýmis listhús, t.d. héldu Lang- brækur þar hús og svo var þar list- húsið Gangskör, og hefur fyrst og fremst þann tilgang að kynna list- iðnað og grafíkverk eiganda þess, sem eru nokkrar vel þekktar lista- konur. Þó held ég að einhvetjar sýningar hafi verið settar þar upp, en hljótt hefur verið um þær. En hvað sýningu Guðnýjar snert- ir er óþarfi að læðast með veggjum, því að til þess er hún of markverð og vel menntuð listakona. Má geta þess að nýlokið er sýningu á verkum hennar og stöllu hennar, Eddu Jóns- dóttur, í íslandslisthúsinu í den Haag í Hollandi og mun sýningin hafa gengið vel. Á sýningu Guðnýjar eru bæði gólf- og veggverk og eru þau mjög í anda þess, sem hún var að fást við á síðustu sýningu. En tilhneig- ingin til þess að vera stöðugt að breytast og vera með í þróuninni tel ég full ríka, því að mikilvægt er að fram komi staðfesta í vinnu- brögðum samfara kjarki og áræði, þannig að djúp lifun og lífræn orka eins og geisli úr hlutunum. Formin I verkunum eru margvísleg, en það er ekki einu sinni aðalatriðið, heldur innri kjarni og frumorka. Auðvitað munu ekki allir sam- mála mér og sumir gersamlega ósammála, en við því er ekkert að gera og sýningin er I sjálfu sér í þeim gæðaflokki að hún verðskuld- ar góða athygli. Utbob ríkisbréfa ( RBR. 1. fl. 1992 ) 1. Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hefur ákveðið að bjóða út ríkisbréf í samræmi við heimildarákvæði lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 79/1983 svo og laga nr. 43/1990,1. gr., um Lánasýslu ríkisins. 2. 3. 4. 6. í boði verða ríkisbréf 1. fl. 1992 með útgáfudegi 12. júní 1992 og gjalddaga 11. desember 1992. Lágmarksfjárhæð útboðsins er 300 milljónir króna. Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð um 500 milljónir króna samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráðherra um töku tilboða. Rikisbréfin verða gefin út í þremur verðgildum; 2.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 krónur aö nafnvirði og verða þau innleyst hjá Lánasýslu rikisins eða Seðlabanka íslands á gjalddaga. Ríkisbréf eru án nafnvaxta og verðtryggingar. Öllum er heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt eftirfarandi reglum: a) Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, löggiltum verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum er einum heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt tilteknu tilboðsverði. b) Öllum öðrum er heimilt að gera bindandi tilboð i vegið meöalverð samþykktra tilboða meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Tilboð samkvæmt þessum iið eru háð því að samþykkt tilboð samkvæmt a-lið þessarar greinar verði að minnsta kosti samtals 200 milljónir króna. Gera skal bindandi tilboð í nafnverð ríkisbréfa, sbr. lið 3, eða heilt margfeldi verðgilda. Allir tilboðsgjafar skulu láta fylgja hverju tilboði sínu gjaldkeratékka, þ.e. tékka sem gefinn er út af innlánsstofnun, sem tilboðstryggingu. Tékkinn skal vera að fjárhæð 20.000 kr. og stílaður á Lánasýslu ríkisins v/tilboðs í ríkisbréf. Gangi tilboðsgjafi frá tilboði sínu, sbr. þó 8. lið, glatar hann fjárhæðinni, ella gengur hún upp í ríkisbréfaviðskipti viðkomandi aðila eða verður eridursend sé tilboði hafnað af ríkissjóði. Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal meta ógilt. Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru: Löggilt verðbréfafyrirtæki, löggiltir verðbréfamiðlarar, bankar og sparisjóðir, fjárfestingalánasjóðir, lífeyrissjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðuneytinu og tryggingafélög, sem viðurkennd eru af Tryggingaeftirliti ríkisins. Tilboð má senda á sérstökum eyðublööum sem fást hjá Lánasýslu rikisins. Ttlboðin ásamt tilboðstryggingu, ef um hana er að ræða, berist til Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavfk fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 10. júní 1992 og séu í lokuðum ómerktum umslögum, aö öðru leyti en því að þau séu sérstaklega merkt orðinu „Tilboð í ríkisbréf". 7. Heimilt er að símsenda tilboð í staðfestu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 6. lið hór að framan. Sömuleiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 5. lið. 8. Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða afturköllun tilboðs skal hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 hinn 10. júní 1992. 9. Tilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er, verður tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00 hinn 11. júní 1992. Staðfestingarbréf verða auk þess send til þeirra. Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sérstaklega að öðru leyti en með endursendingu tilboðstryggingar í ábyrgðarpósti. 10. Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna tilboðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla. 11. Greiðsla fyrir rikisbréf, skv. tilboðum sem tekin verða, þarf áð berast Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 á útgáfudegi, þann 12. júní 1992, og verða bréfin afhent eða póstsend fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskað sérstaklega að Lánasýsla ríkisins geymi ríkisbréfin. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefja tilboðsgjafa um hæstu lögleyföu dráttarvexti fyrir þann tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðsgjafi glatar tilboðstryggingu sinni. 12. Ríkisbréf þessi eru stimpilfrjáls. Um skattskyldu eða skattfrelsi ríkisbréfa, svo og forvexti af þeim, fer eftir ákvæðum laga um tekju- og eignaskatt eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. nú 8. gr., 1. tl. B-liðar 30. gr„ 74. og 78. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, sbr. og lög nr. 7/1974 og lög nr. 79/1983. Ríkisbréf eru framtalsskyld. 13. Flokkur þessi verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og verður Seölabanki íslands viöskiptavaki flokksins. 14. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík 27. maí 1992 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2 hæö, 101 Reykjavík, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.