Morgunblaðið - 31.05.1992, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 31.05.1992, Qupperneq 15
mu/.aumu& a 31. 1992 KRISTINN OLSEK eftir Grím Gíslason/ mynd: Sigurgeir Jónasson KRISTINN Olsen fyrrum flugstjóri hjá Loftleiðum og Flugleiðum var fyrsti flug- maðurinn sem lenti með farþega á flug- brautinni í Vestmannaeyjum eftir að hún var byggð árið 1946. Kristinn var heið- ursgestur í ferð Flugleiða. til Hollands nýverið, þar sem náð var í fjórðu og síð- ustu Fokker 50 vélina sem félagið fær afhenta að sinni. Kristinn klippti á borða við inngang flugvélarinnar í verksmiðjum Fokker eftir afhendingu vélarinnar til merkis um að hún væri komin í eign Flugleiða og tilbúin til notkunar og flaug síðan með henni til Vestmannaeyja þar sem vélin hafði fyrstu viðkomu á íslandi. F Y R R U FLU6STJÓRI í SPJALLI EINHVERMEÐ BÍLPRÓF ÞARNA AFTURÍ? Kristinn, sem hætti að fljúga árið 1974, er fjallbrattur, hress og stálminnugur. Hann hef- ur frá mörgu að segja frá árunum í fluginu, enda hefur hann að baki vel á þriðja tug þúsunda flugtíma og honum telst til að tíminn sem hann hefur verið á flugi samsvari um þremur árum. Morgunblaðið spjallaði við Kristin um borð í nýju Fokker 50 vélinni á leiðinni frá Amsterdam til Eyja, til að rifja upp aðdragandann að upphafi far- þegaflugsins til Eyja og skemmti- leg atvik frá þeim tíma. „Fyrsta lending mín á flug- brautinni í Eyjum var í október 1946. Ég flaug þá á Ansoninum, sem var níu farþega vél, til Eyja, en Ansoninn var síðan alltaf notað- ur í Vestmannaeyjaflugið og kölluðum við hann Vestmanna- eyjavélina,“ sagði Kristinn. „Það hafði staðið yfír undirbúningur að byggingu brautarinnar um tíma. Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri og Jóhann Þ. Jósefsson höfðu forgöngu um þetta en mörg- um þótti það mikið ævintýri að ætla að byggja flugbraut í Eyjum og margir héldu því fram að það væri ekki hægt. Þeir Agnar og Jóhann fengu mig, Alfreð Olsen og Sigurð Olafsson til að kíkja á hvort mögulegt væri að byggja flugbraut í Eyjum. Við vorum þá nýkomnir vestan frá Kanada þar sem við höfðum lært að fljúga og höfðum eftir það starfað hjá kanadíska flughernum, sem var mjög dýrmæt reynsla. Við fórum til Eyja með línuveiðara í janúar 1944 og vorum allir drullusjóveik- ir á leiðinni. Við stoppuðum í Eyj- um í viku og skoðuðum aðstæður. Það var talað um að byggja tvær brautir í Eyjum og þá sína á hvor- um staðnum. Við skoðuðum veður- yfirlit þriggja ára'af Stórhöfða og sáum á því að austanátt var ríkj- andi í Eyjum og það var því auð- velt fyrir okkur að mæla með að sú braut sem byggð yrði lægi austur-vestur. Þremur dögum eftir að við komum til Reykjavíkur aft- ur hafði Agnar Kofoed samband við okkur og bað um að við færum til Eyja og skrifuðum undir að við mæltum með að braut yrði byggð og við myndum fljúga til Vest- mannaeyja ef af byggingunni yrði. Það varð úr að ég fór fyrir hönd okkar til Eyja út af þessu máli. Ég fór með Ægi, skrifaði undir meðmæli með byggingu brautar- innar og að við myndum fljúga ef hún kæmi, og hélt síðan til Reykjavíkur á ný eftir tveggja tíma stopp í Eyjum. Eyjamenn Voru ekki lengi að hugsa sig um eftir að ákvörðun var tekin um bygginguna og hófu strax fram- kvæmdir. Um leið og brautin var tilbúin hófum við síðan flug til Eyja á Ansoninum. Ansoninn var góð vél í Eyjaflugið. Hún tók níu farþega og auk þess gat einn set- ið frammí hjá flugmanninum, Svo var krakki oft látinn sitja á væng- bitanum sem var eins og þröskuld- ur milli sæta í vélinni. Það var breitt á milli hjóla á Ansoninum og skrokkurinn á honum var lang- ur þannig að hann þoldi vel hliðar- vind og það var auðvelt að lenda honum í misjöfnu veðri. Það voru Loftleiðir sem hófu þetta flug til Eyja en við stofnuð- um félagið 10. mars 1944. Þegar við vörum að koma heim eftir flugnámið og starfið hjá kanadíska hernum festum við kaup á vél úti í Winnipeg. Við flugum henni til New York én þaðan ætluðum við að koma henni heim. Okkur var bent á að maður að nafni Pilsen sendi fragt með skipum til íslands og höfðum við samband við hann. Þrátt fyrir að við hefðum ekki handbært fé til að greiða fyrir flutninginn á henni samþykkti hann að flytja vélina því hann sagðist þekkja svo marga góða íslendinga að hann yrði að treysta okkur. Við urðum því að taka vél- ina í sundur og pakka henni fyrir flutningjpn og síðan settum við hana saman á ný heima á íslandi. Við höfðum vonast til að fá vinnu hjá Flugfélagi íslands með nýju vélina okkar en það gekk ekki. Það varð því úr að við ákváðum að stofna Loftleiðir til að skapa okkur vinnu við flugið.“ Kristinn sagði ýmislegt hafa gerst á þessum fyrstu árum flugs- ins til Eyja. Hann sagði að oft hefðu þeir gist yfir nótt í Eyjum og flogið þaðan aftur að morgni; „Þetta var stundum gert þegar illa viðraði. Það var stundum tvísýnt með veður og ég hafði það fyrir reglu að fara þá einn í loftið til að athuga skilyrðin en síðan lenti ég á ný og tók farþegana ef allt var í lagi. Fólki fannst þetta mik- ið öryggi og kunni vel að meta þetta hjá mér. Ég man nú ekki eftir neinum sérstökum atvikum sem hentu en ég get sagt frá því að síðastliðið haust kom ég inn í búð í Reykja- vík og þá spurði afgreiðslumaður- inn mig hvort ég væri ekki Krist- inn Olsen. Ég sagði svo vera og þá sagðist hann alltaf muna mig vegna atviks þegar hann var krakki um borð í Ansoninum hjá mér á leið til Eyja. Hann sagði að svolítilli stundu áður en við komum til Eyja hafi ég opnað hurðina aftur úr stjórnklefanum og spurt hvort einhver væri með bílpróf í vélinni því ég þyrfti að fá hann til að stýra meðan ég kæmi nefhjólinu niður. Búnaður- inn til að setja hjólin niður hafði bilað eitthvað og ég varð því að skrúfa nefhjólið niður. Einhver gaf sig fram og stýrði meðan ég bras- aði í þessu og allt gekk það vel. Ég man nú ekkert eftir þessu en maðurinn fullyrti þetta og sagði það greypt í minninguna svo þetta hlýtur að vera rétt,“ sagði Krist- inn. 38 dúkategundir meö 38% meðalafslætti í 38 opnunartíma Hefst á föstudag kl. 11 til miðvikudags kl. 18. Opið kl. 9-18 mán. - fös. og 10-14 lau. Teppaland GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 813577

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.