Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 17
17 ftt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992 ■mrrf-rj;--'<■ .1' !’i A. !M /VI i'J ' !>' . !" tí, ,í/ þess kost að geta keypt kók, og fyrstu mánuðina kláraði herliðið hér alla framleiðsluna. Verksmiðjan hóf síðan göngu sína 1. júní 1942, eða fyrir nákvæmlega 50 árum á morgun, mánudag, og íslendingar áttu þess kost að kaupa drykkinn sem þeir höfðu bæði haft spurnir af og séð bregða fyrir í blöðum og bíómyndum. Landið var auk þess að vakna af værum 19. aldar svefni við breyttar aðstæður heima og heiman, og fólk tók vel á móti nýj- ungum og tamdi sér eldsnöggt er- lenda siði eins og að drekka kók. Verslanir virkuðu þá eins og kaffi- hús, fólk kom saman og ræddi málin, og gosdrykkurinn féll strax inn í þessa menningu. Verksmiðjan gat og mátti þó ekki anna stöðugri eftirspurn, og því var skammtað til kaupmanna. Hún borgaði skila- gjald fyrir glerin, en reglan flaska mót flösku og kassa mót kassa var sett, og það tryggði að verslanirnar gengu eftir því að fá flöskurnar til baka, því annars minnkaði magn þess sem þær máttu kaupa. Vitund fólks um að íslenska vatnið gerði kókið hér líklegasta að því besta í heimi vaknaði fljótt og salan gekk greitt fyrir sig. Þegar stríðinu lauk komu samt ár sem voru okkur erf- ið, því eftirhreytur þess- eins og skömmtunin varði enn um sinn, og síðan var verðbólgan komin og var framskrið hennar óstöðvandi síðan. Það bætti þó úr skák þegar keypt var stærri vél og afkastameiri um 1950.“ Skjaldarmerki Bandaríkjanna — í kalda stríðinu gerist það að kók og vörumerki fyrirtækisins eru gerð að tákni fyrir „heimskapítal- isma“ og bannfært m.a. í Sovétríkj- unum. Náði þessi grilla til fram- leiðslunnar hér? „Já, það er rétt að í upphafi kalda stríðsins hóf rússneska skáld- ið Ilja Ehrenburg blaðaskrif í Prövdu, þar sem hann réðist á kók sem ímynd auðvaldshyggju og heimsveldisstefnu og'kallaði rauð- hvíta vörumerkið „skjaldarmerki Bandaríkjanna“. Þetta var fyrsta skotið sem hleypt var af í kalda stríðinu. Fyrirtækið dróst þarna inn í pólitískt skítkast kommúnista á vestræna lifnaðarhætti, og þetta pólitíska ívaf hefur fylgt því síðan, án þess að það fengi nokkru um ráðið. Fáir íslendingar hafa þó haft nennu til að ráðast á fyrirtækið, enda sáu vitibornir menn að í æs- ingarkenndum áróðri sem þessum fólst grófleg einföldun á öllum stað- reyndum. Enginn tók því þó óstinnt upp að vörumerkið væri kallað skjaldarmerki Bandaríkjanna, og er staðfest að það er þekktasta og sterkasta einkennistákn bandarísks fyrirtækis og vöru. Því til sanninda er saga sem ég heyrði af orr- ustunni á Kyrrahafi í seinni heims- styrjölcfy ‘en þá fóru um fljótandi verksmiðjuskip sem framleiddu kók um borð og setti það glænýtt í land á öllum höfnum_ sem Bandaríkja- menn réðu yfír. Aður en uppganga flotans á Filippseyjar hófst, biðu um 700 herskip undir stjórn Mac- Arthurs hershöfðinga rétt fyrir utan ströndina, það var næturþoka og mikill spenna og geigur í her- mönnunum sem vissu ekki hvað biði þeirra. Undir morgun létti þok- unni, þá glitti í Coca-cola skip sem siglt höfðu þarna að til að færa hermönnunum gos og viti menn, bardagahugur hljóp í menn við að beija augum eitthvað sem þeir gátu bendlað við veröldina heimafyrir, og þegar gosinu var dreift milli skipanna óx hugrekkið enn og sig- urinn var auðunninn. Þessi atburð- ur er rakinn í sögubókum um Kyrrahafsstríðið og þykir sálrænt og herfræðilega séð merkilegur. Ég kom inn í fyrirtækið þegar kalda stríðið stóð einna hæst, hafði þá verið í skólum erlendis eftir stúd- entsprófið 1949, og tók opinberlega til starfa innan fyrirtækisins 1956. Fyrst sem hjálparmaður á utanbæj- arbíl, síðan tók ég við bílnum, varð þá sölustjóri og loks aðstoðarmaður föður míns. Þessi ferill var í sam- ræmi við starfsþjálfunina eins og hún er byggð upp af fyrirtækinu í Bandaríkjunum, en þar eru verð- andi yfirmenn ráðnir meðan þeir eru enn í háskóla, og að honum loknum settir í vinnu innan fyrir- tæksins. Menn byrja neðst í stigan- um, og er það til þess að þeir kynn- ist hugsunarhætti fólks á öllum þrepum framleiðslunnar, þekki vandamál þess í starfi og viti hvern- ig eigi að meðhöndla þau. Sjálfur fann ég að það örlaði á þeim hugs- unarhætti hjá starfsfélögum mín- um, að ég væri „forstjórasonurinn“ en það viðhorf hvarf eins fljótt og dögg fyrir sólu og þeir umgengust mig sem jafningja. Samheldnin var mikil, og ef tíminn var naumur og þeir vildu fá mig með í fótboltann eða eitthvað slíkt, komu þeir og hjálpuðu mér að klára. Ég varð höfðum löngum átt í brösum með vinstristjórnir sem reyndu að hefta framgang okkar.“ Og hins vegar tímabilið sem hófst í upphafi 9. áratugarins, þegar hömlur í verð- lagningu voru lagðar rjiður að mestu, og ríkisafskipti drógust saman. „Við erum loks í réttri leið í átt að fyrirmyndarríki hvað varð- ar samkeppnisaðstöðu fijálsrar verslunar, en eigum þó langt í land með að ná sama þroska og margvís- leg önnur lönd hafa náð. Það verð- ur ekki fyrr en við erum aðilar að sterku viðskiptabandalagi, því fijáls markaður blómgast ekki fyrr en innan slíks bandalags eru af- numdir tollmúrar, verslun gefín al- fijáls og flutningur fjármagns get- ur farið óhindraður um svæðið. Ég held samt að innganga íslands í Evrópubandalagið, ef af henni verður, sé ekki heilladrýgsta sporið — Þú óttast ekki að í stóru við- skiptabandalagi verði fyrirtæki sem þitt að sæta reglugerðaflóði og fyr- irskipunum að ofan, sem gætu leitt til svipaðra mistaka og þegar svo- nefnt Nýja kók magalenti á mark- aðnum síðasta áratug? „Ég hygg að slík staða gæti komið upp í EB, en mér fínnst það ólíklegra í samstarfí við GATT. Slík hliðarspor eru þó frekar afleið- ing af illa kortlögðum vilja kaup- enda, fremur en gerræði skamm- sýns risa. Þegar Nýja kókið var markaðssett í Bandaríkjunum um 1980 var það aðeins gert þar, og til allrar lukku, í ljósi þess hvernig tekið var við því. Menn vita ekki hvað fór úrskeiðis þarna úti, en ég hef heyrt því fleygt að þetta hafí verið „klæðskerasaumað“, eða gert eftir máli og mynstri. Ákvörðunin var djörf og mistókst í fram- Ævintýramaðurinn Red Davies blandar fyrstu blönduna af kók á Islandi árið 1942. Blöndutankar gömlu Dixie-vélar- innar tóku 700 lítra en tankarnir taka nú, fimmtíu árum síðar, tífalt meira magn, og eru of Iitl- ir. Starfsmaður í fyrstu árunum (Hörður Adolfsson) raðar kókflöskum í kassa. í dag kemur mannshönd- in hvergi nálægt þessu stigi framleiðslunnar. Dr. John Styth Pem- berton blandaði safa úr ýmsum ávöxtum og jurtaefnum, og við þetta bætti hann sykri og kókaíni. Af síðast- nefnda hráefninu og kóla-jurtinni dró drykkurinn nafn sitt. forstjóri 1970, tek þá sjálfstæðar ákvarðanir í málefnum fyrirtækis- ins án samráðs við föður minn, og varð um leið trúnaðarmaður fyrir Coca-cola í Bandaríkjunum, eða bottler eins og það nefnist þar í landi. Eftir reynslu mína í upphafi hef ég kappkostað að hafa náið samstarf við öll þrep fyrirtækisins, og það hefur bæði reynst mér vel og þeim mönnum erlendis sem gert hafa slíkt hið sama. Það sá ég í Brussel fyrir nokkrum árum, þegar ég var á leið á fund í París og hugðist hafa samflot með yfír- manni verksmiðjunnar þar. Á flug- vellinum fæ ég síðan þau skilaboð að starfsfólk verksmiðjunnar hafi gert verkfall, og ég eigi að fara einn. Sjálfur flýtti hann sér til verk- smiðjunnar, fann ráðþrota verk- smiðjustjórann, baðandi út öllum öngum og handviss um að verkfall- ið yrði langt, en forstjórinn gerði sér lítið fyrir og samdi á staðnum í krafti þekkingar sinnar á kjörum starfsmanna, því hann hafði unnið með þeim, og náði fundinum í Par- ís. Þetta fannst mér draga kosti skipulagsins frábærlega vel fram.“ Mjóróma rödd í háværum kór Pétur segir að tveir áratugir í sögu fyrirtækisins séu honum hug- stæðastir, annars vegar 7. áratug- urinn, þvi viðreisnarstjórnin, sem sat stærstan hluta þess tíma, hafi bryddað upp á ýmsu sem losaði um markaðinn: „Loks var manni hæg- ara um vik að hreyfa sig, en við sem við getum stigið. í fyrsta lagi mun líða langur tíma þangað til, því maður hefur heyrt á skotspón- um, að Austurríki, Sviss, Svíþjóð og Noregur verði tekin inn fljót- lega, en önnur lönd, einkum í A- Evrópu, verði látin bíða þangað til þau geti gengið inn að jöfnu. Og í öðru lagi verðum við lítið annað en einkennalaust hérað í EB þegar kröfum þeirra hefur verið fylgt. GATT-bandalagið væri hugsanlega sterkur mótleikur, því aðildarlönd eins og Bandaríkin, Kanada og Mexíkó búa yfír verðmætari mörkuðum en flestar Evrópuþjóð- irnar og krefjast ekki sömu upp- gjafar í stjórnarfarslegum og félagslegum málum og EB gerir. Þar að auki væri akkur að snúa sér þangað, vegna þess að GATT- heildin gæti tryggt okkur frábæra stöðu fyrirtækja á svæði sem er meðal annars stærsti markaður hinna Evrópuþjóðanna, og tryggt að völd yfír auðlindum eins og raf- magni og heitu og köldu vatni, haldist í okkar höndum til loka, en verði ekki undir járnhæl skrifræðis- ins í Evrópubandalaginu. Ég er sannfærður um að rödd okkar verði mjóróma og áhrifalítil á vettvangi sem stýrt er af háværum kór manna og þjóða.“ kvæmd, en hugsanlega hefur hún haft útvíkkun markaðarins í för með sér, að minnsta kosti náði hún þeim tilgangi sínum, að sýna fólki fram á að fyrirtækið fylgdist með hræringum tímans en væri ekki nátttröll sem ríghéldi í fornar hefð- ir. Yfir þessu liggur hula, og svar- ið, ef svarið er til, er aðeins að finna hjá æðstu mönnum fyrirtækisins úti. Það er þó augljóst, að á sama tíma átti sér stað breyting á matar- æði fólks með aukinni vitund um heilbrigt líferni, og þessvegna náðu gervisætir og koffínlausir drykkir að seljast umsvifalaust, þó að t.d. síðarnefnda útgáfa kóksins hafi ekki náð fótfestu hér. Maður veit þó þess dæmi að sumir fái sér sætt eftir púl til að svala þorstan- um, því að allir vita að næringin er ekki höfuðmálið í tilvikum sem þessum, heldur veltur þetta á augnabliks ánægju. Við uppfyllum vöntun, og með uppgangi diet-kóks á markaðnum er heimsstefnan sú að koma því í annað sætið yfir söluhæstu gosdrykkina, og hrekja Pepsi niður í það þriðja. Eftirspurn- in eftir undirflokkum kóks hefur, að diet-kókinu undanskildu, verið nær engin á íslandi, við prófuðum markaðinn og sáum að þessar vör- ur gengu ekki í landsmenn. Annars fylgjum við stefnu móðurfyrirtæk- isins, en getum leyft okkur varleg- ar tilraunir.“ Er hægt að sigra heiminn tvisvar? — Nú urðu harðar sviptingar innan fyrirtækisins í vetur sem leið og voru getgátur uppi um að þú hefð- ir fengið þig fullsaddan á vægðar- lausri og jafnvel ómannúðlegri markaðsstefnu, sem vaxið hefur fiskur um hrygg í íslensku við- skiptalífi hin síðustu ár. Finnst þér sú þróun óheillavænleg? „Það er rétt að ég vildi að farið yrði mannlegar í hlutina, en ekki vélrænt, og mætti andstöðu hjá ákveðnum aðilum sem þurftu að víkja og mýktin varð ofan á. Stefn- an á nútímamarkaði hefur mótast geysilega af samkeppnishörku, sem fyrr en varir er komin út í vélgeng- ar aðferðir og ómennsku. Maður þarf að vera vakandi á verðinum, °g tryggja ánægju viðskiptavina og kaupmanna frá upphafí til enda. Harða stefnan var þó kannski barn ákveðins tímabils, Lýður Friðjóns- son markaði hana þegar hennar var þörf að nokkru leyti, og sá markað- inn sem víglínu sem hann yrði að veija og þenja síðan út til sigurs. Þessi herfræði kemur honum t.d. að góðum notum í Noregi þar sem hann er nú, því verkefni hans er að samhæfa markaði Norðurland- anna og þeirra sem standa utan Evrópubandalagsins, og það krefst ákveðni og harðfylgni sem skilaði okkur í fremstu röð þessara þjóða hvað varðar gæðastjórn og þróun. En þó að aðalskrifstofa Coca-cola í Atlanta skipti sér aldrei beint af innri togstreitu umboðsmanna, fylgist hún grannt með og var ánægð með mjúku niðurstöðuna sem fékkst hér á landi, enda sam- ræmdist hún kjölfestunni í stefnu fyrirtækisins til aldamóta. Stefnan byggist á að rækta mannleg gildi í öllum samskiptum okkar við kaup- endur, og fylgja kalli tímans hveiju sinni. Aðal fyrirtækisins felst í heimsaðlögun, þ.e. ytra og innra form eru því sem næst eins, og ímyndin sköpuð með skírskotunum til blómlegri þátta samfélagsins, sem kaupandinn skilur og sam- þykkir. Umhverfisvernd er t.d. eitt stærsta áherslumál fyrirtækisins í dag, og áhersla lögð á hreinlæti og gæði vörunnar í því sambandi.- Þar stöndum við Islendingar vel að vígi, því vatnið okkar hefúr ekki óbragð af kemískum hreinsiefnum eins og öll önnur lönd heimsins glíma við. Við höfum þó frá upp- hafi þurft að grannskoða fram- leiðsluna með tilliti til sands og smærri korna sem slæðst gætu með, og hin síðustu ár höfum við geislað vatnið til að bægja hætt- unni á gerlagróðri frá, en þetta eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir. Það eru veitt verðlaun í gæða- flokki, og við erum þar stigahæstir í löndunum utan Evrópubandalags- ins, og frægir fyrir það og góða sölu. Islendingar hafa aldrei látið segja sér hvað þeir eiga að drekka, en mjúka línan gefst vel. Og þegar skrifstofubyggingin sameinast verksmíðjunni nú í haust verður fyrirtækið í fyrsta skipti frá upp- hafi undir einu þaki, og þá opnast nýjar leiðir. Eftir veisluhöld fyrir almenning og gesti hvaðanæva að 11. september næstkomandi getum við farið að horfa til framtíðar og skoða komandi ástand í heimsmál- um. Ef við höldum okkar stöðu, og sú spá að vatn verði dýrmætara með tímanum rætist, tel ég raun- hæfan möguleika á að stefna á erlenda markaði með íslenska kókið og selja dýrt. Gæðin munu koma í veg fyrir undirboð, og við gætum selt okkar kók samhliða framleiðslu vina okkar erlendis. Það gæti kom- ið upp bráðskemmtileg staða, ef draumurinn sem fluttur var inn fyrir hálfri öld yrði fluttur út eftir óvissan tíma, bragðbetri og dýrari en nokkru sinni, og kókið sigrar heiminn í annað sinn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.