Morgunblaðið - 31.05.1992, Page 19

Morgunblaðið - 31.05.1992, Page 19
MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR ‘31. MAÍ 1992 19 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Stóru línurnar eða hagsmunastreð Þessa dagana er erfitt að hugsa um annað hér en væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht-samkomulagið 2. júní næst- komandi. Það kemst einfaldlega ekkert ann- að að, nema rétt til hliðar við þetta mál málanna. Samkvæmt skoðannakönnunum er lítill munur á já- og nei-kjósendum, en í vikunni var í fyrsta skipti í fjórar vikur örlítili, en ómarktækur meirihluti í já-liðinu og straumurinn meðal óákveðinna virtist líka í þá átt. Undanfarið hafa verið stöðug- ar fréttir af ósætti í flokkunum um afstöð- una og kýting milli meðmæltra flokka um hveijum sé helst að kenna að treglega geng- ur að leiða fram jákvæði kjósenda, en nú hefur verið slegið á það. Líkt og íslendingar miða allt við fískinn, miðuðu Danir um árabil allt við landbúnað- inn. Þegar inngangan í Efnahagsbandalagið var samþykkt 1972 stóðu bændur og allur þeirra iðnaður einhuga saman að því og það skipti örugglega sköpum. Nú standa Land- búnaðarsamtökin, Danska málmiðnaðar- sambandið og Iðnaðarsambandið saman að auglýsingaherferð um jákvæðið, en meðal óbreyttra félagsmanna er nokkur kurr. Það eru margir sem slá á þá strengi að það hafi verið sjálfsagt að taka þátt í efnahags- samvinnnu Evrópuríkjá, en öðru máli gildi með stjórnmálasamvinnu þeirra. Maðurinn í brennipunkti umræðnanna er tvímælalaust Uffe Ellemann-Jensen utan- ríkissráðherra. Það er reyndar erfitt að skilja að hann hafi ekki meira en 24. klst. á sólar- hring, því maðurinn er alls staðar. Á fund- um, í fjölmiðlum og auk þess birtast grein- ar eftir hann. Ráðherrann er fyrrverandi blaða- og fréttamaður og það er oft haft á orði að ha'nn sé einstaklega laginn við að koma fram og koma sér á framfæri við fjöl- miðla. Hann hefur töff yfirbragð og er ekki sú manngerð, sem læðist með veggjum og biður af sökunar á sjálfum sér. Og hann er ekki þannig að fólk láti sér standa á sama' um hann. Meðal Dana er hann ýmist hataður eða elskaður, fyrirlitinn eða dáður. Samkvæmt nýlegri könnun er hann vin- sælasti ráðherrann í stjóminni. Það sæti skipaði Poul Schliiter forsætisráðherra í mörg ár, en hefur nú húrrað niður í tólfta sæti og það fer sáralítið fyrir honum í EB- umræðunum nú. Því hefur verið fleygt að vegna þess hve jákvæði er mikið metnaðar- mál fyrir utanríkisráðherrann, séu kannski einhverjir, sem ekki vilji styðja samkomulag- ið og þar með óbeint ráðherrann, en það er reyndar erfítt að ímynda sér að kjósend- ur geti verið svo skammsýnir að persónu- gera málin á þennan hátt. Elleman-Jensen hefur rækt vel samband- ið við Þýskaland og það hefur löngum farið vel á með honum og Genscher, fyrrum þýska starfsbróður hans og saman hafa þeir með- al annars lagt grunninn að Eystarasaltsráð- inu. Árið 1346 náði Valdimar konungur að heija á Eistland og Elleman-Jensen hefur á friðsamlegan hátt fetað í fótspor danska kóngsins bæði þar og í Lettlandi og Lithá- en. Áhugi Dana á að verða fyrstir til að viðurkenna þessi ríki stafaði örugglega ekki aðeins af bróðurkærleika og lýðræðisást, heldur af því þeir ætla sér stóran hlut í uppbyggingu þessara landa. Viðurkenningin var ekki bara pólitískt sprikl út í loftið, heldur brýnt hagsmunamál og kannski var það þess vegna að hann tók svo illa upp að íslendingar skildu ekki hafa samflot við Norðurlöndin í þessu máli, þar sem hin löndin virtust samþykkja frum- kvæði Dana. Samhliða þessari pólitísku að- gerð, var nefnilega búið að undirbúa og styrkja dönsk fyrirtæki til að leita markaða á þessum slóðum. Nú uppskera þau ríflega, því þarna er mikill velvilji í garð Dana. Danskir viðskiptamenn, sem stunda við- skipti í þessum löndum, segja mér reyndar að íslendingar séu vel kynntir, en þeir eru bara ekki til staðar til að njóta góðs orðst- írs síns. Auk þess hefur ráðherann gert allt til að búa sem best í haginn fyrir Dani í póli- tísku samstarfi EB-ríkjanna. Samkvæmt honum gætu þeir verið nokkurs konar hlið fyrir straumana inn eftir Eystrasaltinu og svo við Norðurlöndin þijú, sem vilja ganga í EB. Nú óttast hann um áframhaldandi árangur af erfiði sinu, ef Danir segja nei og höfðar mjög til landsmanna sinna að hafa þetta í huga, en ekki einhver smáatriði. Forysta Jafnaðarmannaflokksins styður samkomulagið, en svo virðist sem aðeins um 27% flokksmanna taki undir það. Elle- man-Jensen hefur ekki reynt að fela erg- elsi sitt yfir því hve honum finnst forystan taka loðið til orða og að þeim bæ sé reynt að bera kápuna á báðum öxlum, en yfir hádegismat í vikunni var þetta ósætti jafnað og ráðherrann segist ekki lengur finna sig einan í baráttunni. Þessi kýtingur hefur tæplega haft góð áhrif á landsmenn. Marg- ir segja líka að utanríkisráðherrann og aðr- ir jámenn reyni of mikið að hræða fólk til jákvæðis með því að hóta einangrun Dan- merkur, auknu atvinnuleysi og illu efna- hagsárferði. Ummæli embættismanna í EB og háttsettra stjórnmálamanna í Frakklandi og Þýskalandi, sem lúta að atkvæðagreiðsl- unni, hafa heldur ekki fallið í góðan jarðveg og verið túlkuð sem afskiptasemi. Afstaðan til þeirrar samvinnu, sem Ma- astricht-sarhkomulagið felur í sér, á ólíkan hljómgrunn eftir þjóðfélagshópum. Það er hætt við að danskir atvinnuleysingjar og aðrir, sem þiggja félagslegar bætur, en af þeim er mikið úrval, séu hikandi. Um tíundi hluti landsmanna er á atvinnuleysisbótum og þessi hópur og aðrir bótaþegar eru áhyggjufullir yfir að bæturnar og aðrar fé- lagslegar greiðslur lækki, frekar en hækki, ef EB kemst með puttana frekar í spilið, því að þessu leyti eru Danir á allt öðru plani en hinar EB-þjóðirnar. í upphafi umræðufundar í vikunni sagð- ist stjórnandinn í upphafi vonast til að eitt- hvað nýtt kæmi fram á fundinum, en það er nú satt að segja óðabjartsýni eftir þrot- lausar umræður undanfarnar vikur, enda gekk þessi ósk ekki eftir. Hins vegar heyrði ég nýlega splunkunýtt sjónarmið í þessu máli málanna. Á sunnudaginn var sagði ég við sex-áringinn í ijölskyldunni að ég gæti ekki lesið fyrir hann strax eftir kvöldmat- inn, því ég ætlaði að horfa á löngu sunnu- dags-sjónvarpsfréttirnar. Þegar hann vildi vita hvað yrði í fréttum, sagði ég við hann að mig langaði að heyra eitthvað um vænt- anlega þjóðaratkvæðagreiðslu um samstarf Evrópuríkja. Nú ætti fólk semsé að segja af eða á um hvað það vildi í þessu efni. Hann spurði þá hvort þetta þýddi að Evrópa yrði á endanum bara eitt land. Ég svaraði að það stæði ekki til á næstunni, en sumir þættust eygja slíka framtíðarsýn. Þá svar- aði hann að bragði að þá gætu ítölsku eðl- urnar, sem hann er svo hugfanginn af, kom- ið til Danmerkur og íslensk dýr, sem ekki eru til hér, komið hingað. Það var greinilegt að hugmyndin um opna Evrópu og fijálsar ferðir dýra hugnaðist honum afar vel. Þó Elleman-Jensen og skoðanabræður hans hafi ekki eygt þennan möguleika, þá fellur hann að því sjónarmiði að Danir eigi ekki aðeins að hugsa um að þeir missi eitt- hvað, heldur að hafa í huga að til þeirra streymi bæði mögnleikar og tækifæri ... og kannski nýjar dýrategundir, þegar til langs tíma er litið. Sigp-ún Davíðsdóttir Frá og með 1. júní 1992 breytast allir millitímar á leiðinni Reykjavík - Akureyri - Reykjavík og er markmiðið að stytta ferðatímann verulega á þessari leið. Ekki er við því að búast að hægt verði að standa við þessa tímaáætlun fyrst í stað en til þess að þurfa ekki að breyta tíma- áætlun nema á nokkurra ára fresti er hún sett svona stíf í fyrstu. Vikudagar/Weekdays Allt árið S M Þ M F F L Frá Reykjavík... ...08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 Frá Reykjavík... ... 17.00 17.00 Frá Akureyri ... 09.30 09.30 09.30 09.30 09.30 09.30 09.30 Frá Akureyri ... 17.00 17.00 15/6-31/8 Frá Reykjavík... ... 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 Frá Akureyri ... 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 \ Afgreiðslustaðir Bifreiðastöð íslands (BSÍ), Umferðarmið- stöð, sími 22300 Sími 11150 Söluskálinn, sími 12465 Blönduskálinn, sími 24350 Hótel Varmahlíð, sími 38170 Verslun Haraldar Júlíussonar, sími 35124 Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, símar 24442, 24729 Reykjavík: Staðarskáli: Hvammstangi: Blönduós: Varmahlíð: Sauðárkrókur: Akureyri: Kl. 08.00 09.00 09.15 09.45 10.10 10.45 11.20 11.40 12.30 13.20 14.30 Kl. 17.00 18.00 18.15 18.45 19.10 19.45 20.15 20.35 21.25 22.15 23.20 Viðkomustaðir og brottfarartímar Árdegisferðir JL Frá Til t Kl. y Þyrill, Hvalfirði.......................... I 14.55 J. Borgarnes............................... 114.20 * Brú........................................ T 13.20 t Staðarskáli................................ ^ 13.15 i Norðurbraut .............................. A 12.25 j Blönduós ................................ Jl.11-35 J. Akureyri................................... t 09.30 X tíi Frá t 4, t Síðdegisferðir I ▼ Frá Til T Kl. t Reykjavík ................................. t 23.25 J, Þyrill, Hvalfirði.......................... Js 22.25 ■ Akranesvegamót............................. 1 22.10 ▼ Borgarnes................................. T 21.50 t Bifröst..................................... t21-25 J. Brú........................................ f 20.50 T Staðarskáli................................ I 20.45 4/ Norðurbraut ............................... T 20.00 4, Blönduós................................... t 19-10 | Varmahlíð.................................. ^ 18.20 j Akureyri................................... I 17.00 ^ Til Frá t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.