Morgunblaðið - 31.05.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992
39
Stðð 2;
Nágrannar
I■■■ Það eru margir sem hafa gaman af því að fylgjast með
-* /» 45 daglegu lífi fólksins í áströlsku þáttaröðinni Nágrönnum,
““ Sem eru sýndir alla virka daga á Stöð 2. Þeir fjalla um
hversdagslegt líf fjölskyldna við Ramsey stræti og þar er einhvern
veginn alltaf eitthvað um að vera. Einn daginn deila grannamir
hart, en hinn daginn er allt fallið í ljúfa löð. Það er komið inn á alla
fleti mannlegra samskipta og þau skoðuð frá sjónarhóli allra aðila.
Fimmhundraðasti þátturinn var sýndur síðastliðinn föstudag, en þeir
hafa notið vinsælda þar sem þeir hafa verið teknir til sýninga, enda
eru persónur þannig gerðar að allir geta fundið sjálfan sig í ein-
hverri þeirra.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpifi. Leifur Hauksson og Eiríkur
Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. Fjár-
málapistill Péturs Blöndals.
8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið.
9.03 9 - fjögur. Umsjón: Þorgeir Astvaldsson,
Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri
Sturlusón. Sagan á bak við lagið.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9 - fjögur heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur
dagsins spurður út úr.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs-
menn daegurmálaútvarpsins, Anna Kristine
Magnúsdóttir, Kristfn Ólafsdóttir, Sigurður G.
Tómasson, Stefán Jón Hafstein og fréttaritarar
heima og erlendis rekja stór og smá mál. Krist-
inn R. Ólafsson talar frá Spáni.
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin. Sigurður G. Tómasson og Stefán
Jón Hafstein sitja við simann.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur
fréttirnar sínar frá þvi fyrr um daginn.
19.32 Út um allt! Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferða-
menn og útiverufólk sem vill fylgjast með. Fjörug
tónlist, íþróttlýsingar og spjall. Umsjón: Andrea
Jónsdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Darri
Ólason.
21.00 Smiðjan - Blondie. Umsjón: Gunnar Axels-
son.
22.10 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
leikur islenska tónlist, flutta af islendingum. (Úr-
vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.)
0.10 I háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa
kvöldtónlist.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 7.00,7.30,8.00,8.30,9.00,10.00.11.00,
12.00. 12.20. 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,
18.00, 19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
(Endurtekinn þáttur.)
2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram.
3.00 Næturtónar.
3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
. 7.05 Morgunútvarpið. Umsjón Guðmundur Bene-
diktsson og Elsa Valsdðttir.
12.30 Aðalportið. Flóamarkaður.
13.00 Hjólin snúast. Umsjón Jón Atli Jónasson og
Sigmar Guðmundsson.
18.00 fslandsdeildin. Islensk dægurtög frá ýmsum
timum.
19.00 Kvöldverðartónar.
20.00 I sæluvímu á sumarkvöldi. Óskalög, afmælis-
kveðjur o.fl. kveðjur.
22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
Fréttlr kl. 8,9,10,11,12,13,14,15,16og 17.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Morgunútvarp. Umsjón Ásgeir Páll. Morgun-
korn kl. 7.45-8.45 í umsjón Gunnars Þorsteins-
sonar.
9.00 Kristbjörg Jónsdóttir.
11.00 „Á góðum degi". Kristbjörg, Óli og Gummi
bregða á leik.
13.00 Ásgeir Páll.
17.00 Morgunkorn i umsjón Gunnars Þorsteinsson-
ar (endurtekið).
17.05 Ólafur Haukur.
19.00 Kvölddagskrá i umsjón Rikka E.
19.05 Ævintýraferð i Odyssey.
20.00 Richard Perinchief prédikar.
21.05 Vinsældalistinn ... framhald.
20.45 Richard Perinchief prédikar.
22.00 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30, 13.30,17.30, 22.45 og 23.50.
Bænalinan er opin kl. 7 - 24.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson,
Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7, 8 og 9.
9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn-
laugur Helgason. Fréttir kl. 10, 11 og 12.
12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir.
Iþróttafréttir kl. 13, tónlíst, Bibba o.fl. Fréttir kl.
14 og 15.
15.05 Reykjavík síðdegis.Hallgrimur Thorsteinsson
og Steingrimur Ólafsson. Fréttir kl. 16,17 og 18.
18.05 Landssiminn. Bjami DagurJónsson ræðirvið
hluslendur o.fl.
19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason. Óskalög.
24.00 Næturvaktin.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 I morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson.
9.0p Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir.
15.00 Ivar Guðmundsson. Stafaruglið.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson.
5.00 Náttfari.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með
góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og afmæl-
iskveðjum. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð
2 kl. 18.00.
HITTNiUSEX
FM 96,6
7.00 Morgunþáttur. Umsjón Arnar Albertsson.
10.00 Klemens Arnarson. Tónlist.
13.00 Arnar Bjarnason. Tónlist.
16.00 Páll Sævar Guðjónsson. Tónlist.
19.00 Karl Lúðvíksson.
22.00 Rokkhjartað. Umsjón Sigurjón Skæringsson.
1.00 Næturvaktin.
SÓLIN
FM 100,6
7.00 Morgunþáttur. Umsjón Haraldur Kristjáns-
son.
10.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.fl.
13.00 Björn Markús.
17.00 Steinn Kári. Óskalög.
19.00 Hvað er að gerast?
21.00 Hulda Tómasina Skjaldardóttir.
1.00 Næturdagskrá.
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Iðnskólinn í Reykjavik.
18.00 FB.
20.00 Kvennaskólinn.
22.00 í öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og ísak
Jónsson.
1.00 Dagskrárlok.
Rás 1:
Játningar Nonna litfla
í þættinum Játningar Nonna litla á Rás 1 í dag fjallar Jón
-j (r 03 Stefánsson um Liverpoolskáldin svokölluðu. Liverpoolskáld-
■J- ~ in brutust til frægðar á sjöunda áratugnum í Bretlandi.
Þetta voru ljóðskáld og textahöfundar, sem notuðu popptónlist og
vísanir í bamamenningu í ljóðum sínum. Jón rekur sögu skáldanna
með sérstakri áherslu á Brian Pattern og jafnframt les Pattem eig-
ið ljóð S þættinum.
DAGAR
„ 29. maí-6. júní
L.A. SKOR OG BOLUR MEÐ
Blöðrur, glens og gaman
Skóverslun Kópavogs
Skór og sportvörur
Póstsendum
Hamraborg 3 sími 41754
eftir Elínu Pálmadóttur
En aldrei hefi eg
þjófur verið
Mórall í borginni aflaga fer,
var upphafið að einu dægi-
legu ljóði eftir Sigurð Þórarinsson.
Allir eru víst alls staðar ogé. öllum
tímum sammála um að mórallinn
sé afleitur. En hvers konar mór-
all? Vandaðist málið þegar ég í
síðastliðinni viku átti tal við rann-
sóknarlögreglukonu er fæst við
innbrotsþjófnaði, sem vaxa og
blómstra á voru landi, nýkomin
úr ferð um Njáluslóð-
ir með honum
Jóni Böðvars-
syni, sem vakti á
því athygli að á
Njálu tíma var
þjófnaður glæpa
svívirðilegastur.
Þjófnaður miklu verri
en morð. Sá menning-
ararfur hefur semsagt
hripað rækilega af okk-
ur íslendingum.
Viðhorfíð til þjófnaðar
kemur vel fram í Njálu V
þegar Gunnar er riðinn til \
þings og Hallgerður situr \
uppi með illræmda þrælinn
í matarlitlu búi sínu á Hlíðar-
enda. Þar segir: Nú er þar til
að taka að Hallgerður kemur að
máli við Melkólf þræl:
„Sendiför hefí eg hugað þér,“
segir hún, „þú skalt fara í
Kirkjubæ."
„Hvað skal eg þangað?" segir
hann.
„Þú skalt stela þaðan mat á tvo
hesta og hafa smjör og ost, en
þú skalt leggja eld í útibúrið, og
munu allir ætla, að af van-
geymslu hafí orðið, en engi mun
ætla, að stolið hafi verið.“
Þræliinn mælti: „Vondur hefi
eg verið, en aldrei hefí eg þjófur
verið."
„Heyr á endemi," segir hún,
„þú gerir þig góðan, þar sem þú
hefir verið bæði þjófur og morð-
ingi, og skalt þú eigi þora annað
en fara, ella skal eg láta drepa
þig-“
Hann þóttist vita, að hún myndi
svo gera, ef hann færi eigi. Tók
hann tvo hesta og lagði á lénur
og fór í Kirkjubæ. Hundurinn gó
eigi og kenndi hann og hljóp í
móti honum. Síðan fór hann til
útibúrs, og klyfjaði þaðan tvo
hesta af mat, en brenndi búrið
og drap hundinn. Hann fór upp
með Rangá, og slitnaði skóþveng-
ur hans, og tekur hann knífínn
og gerir að. Honum liggur eftir
knífurinn og beltið. Hann ferr, þar
til er hann kemur til Hlíðarenda.
Þá saknar hann knífsins og þorir
eigi aftur að fara, færir nú Hall-
gerði matinn. Hún lét vel yfír.
Þetta er upphafið að mikilli
rannsóknarlögreglusögu í Njálu,
sem ekkert gefur eftir þeim sem
halda okkur við sjónvarpsskjáinn
nú til dags.
Ekki var höfðinginn Gunnar
blíður á manninn þegar hann kom
ríðandi af þingi með íjölda manns
í mat, og Hallgerður bar á borð
ost og smjör, sem hann vissi ekki
að til væri á heimilinu. „Gunnar
reiddist og mælti: „Illa er þá, ef
eg em þjófsnautur," — og lýstur
hana kinnhesti." Það varð dýr
kinnhestur! Lét Gunnar bera allt
af borðinu og inn bera slátur í
staðinn. Fór síðan að reyna að
bæta fyrir þjófnaðinn með fébót-
um og gekk miklu verr en að
bæta alla þá vegnu menn sem
hann var alltaf að lenda í að fella.
Njála er vissulega skemmtileg
bók, full af spennandi atburðum,
merkilegum persónum og mynd-
rænum lýsingum, öllu því sem
ætla mætti að freistaði kvik-
myndagerðarfólks nútímans.
Samtölin öll til reiðu. Raunar er
þó ekki skrýtið að enginn skuli
hafa lagt í að kvikmynda Njálu.
Hvert orð og hver lýsing er svo
hnitmiðuð og á erindi í söguþráð-
inn, jafnvel fegurðardísin hún
Guðrún náttsól sem ekki segir orð
en veldur samt svo miklu. Ekki
má sleppa orði ef gera á úr Njálu
kvikmynd, eins og hann Jón Böð-
varsson sýndi okkur svo rækilega
fram á. Það eru orð að sönnu.
Von að menn veigri sér við svo
miklu verki. Helst að það yrðu
framhaldsþættir. Hver frásögn er
býsna afmörkuð.
Hér að ofan var drepið á njósn-
asöguna í Njálu. Ekki hafa Íslend-
ingar síðan lagt sig mikið eftir
að skrifa eða kvikmynda leynilög-
reglusögur, eins og fram kom í
úttekt á afþreyingarbókmenntum
hér í blaðinu nýlega. Kannski
ekki að furða þar sem þjófnaðir
eru hér afbrota tíðastir og þykir
ekki varða við heiður nokkurs
manns þótt hann steli svolítið,
osti og smjöri, seldum vinnustund-
um, skattpeningum, eignum
o.s.frv. Líklega hefur orðið veru-
legt gengisfall á orðinu þjófnaður
í tímans rás.
Kannski leynast eftir á að
hyggja einhvers staðar síðari tíma
leynilögreglusögur. Þar með ein
sem Gáruhöfundur varð meðhöf-
undur að. Var þá blaðafulltrúi
með meiru á Expo 67 í Montreal.
Var m.a. að reyna í gífurlegri
samkeppni þjóðanna að kynna ís-
lenska glímumenn, sem vænt-
anlegir voru á Norðurlandadag
heimssýningarinnar. Þar kom að
ágætur sjónvarpsmaður gerði til-
boð. Ég tek íslensku glímumenn-
ina í sjónvarpið og þú hjálpar mér
við bankaránssögu sem ég er að
skrifa og gerist á íslandi. Hafði
komið til Reykjavíkur og senni-
lega haft veður af gamalli sögu
þar sem bankaræningjar grafa sér
göng úr Pósthúsinu yfír í Lands-
bankann. Við handsöluðum þetta
og íslenskir glímumenn voru til
mikils sóma á skjánum í Kanada.
Báru líka íslenska fánann af reisn
á hátíðinni. Að henni aflokinni var
loforðið innheimt. Við settumst
niður, ameríski höfundurinn og
aðstoðarkona hans, og lukum við
að skrifa plottið. Hvar sú bók er
niðurkomin, ef hún var þá útgef-
in, hefí' ég ekki hugmynd um. En
æði langt stóðum við að baki
Njáluhöfundi um innbrotsþráðinn
og njósnasöguna, hvað þá text-
ann.