Morgunblaðið - 31.05.1992, Qupperneq 40
IW Reghjbundmn
/• spamaður
Landsbanki
íslands
Bögglapóstur
um ollt lond
MORGUNBLABID, ADALSTRÆTI C, 101 REYKJA VÍK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Reykjavík og Akureyri:
Mannfjöldi í
miðbænum
FJÖLDI fólks var samankominn í
miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri
aðfaranótt laugardags en án veru-
legra óhappa.
Hjá lögreglunni á Akureyri feng-
ust þær upplýsingar að mikið af fólki
hefði safnast saman í miðbænum
aðfaranótt laugardags og töluverður
hópur hefði enn verið þar um 6 leyt-
ið í gærmorgun. Mikil ölvun var í
hópnum en engin meirháttar óhöpp.
Sömu sögu er að segja í Reykja-
vík. Mikið fjölmenni var í miðbænum
og töluverð ölvun. Engin slys urðu á
fólki en 18 gistu fangageymslur lög-
reglunnar.
-------♦-----------
Búfé bannað
í Múlasveit
Miðhús-
BÚFJÁRHALD hefur verið bann-
SW-þar sem áður var Múlahreppur
á Vestfjörðum. Hreppsnefnd sam-
þykkti tillögu Bjarna P. Magnús-
sonar sveitarstjóra þessa efnis eft-
ir áskorun mikils meirihluta land-
eigenda.
Svæðið sem um er að ræða er
Kvígindisfjörður, Skálmarfjörður,
VattarQörður, Kerlingarfjörður,
Mjóifjörður og Kjálkafjörður að
hluta. Svæðið er talið heppilegt til
skógræktar og útivistar.
- Sveinn
Mikill munur á greiðslum
í félagslega íbúðakerfinu
KAUPANDI almennrar kaupleiguibúðar að andvirði 7.500.000 kr.
greiðir alls 13.721.300 kr. í afborganir og vexti af 6.750.000 kr. láni
til 43 ára en eignast aldrei meira en 52,7% af andvirði hennar. Kaup-
andi jafn dýrrar félagslegrar eignaríbúðar eignast jafn stóran hlut
í henni að sama lánstíma loknum, en greiðir af jafn háu láni aðeins
8.367.140 kr. Þetta kemur fram í svari Húsnæðisstofnunar ríkisins
við fyrirspurn frá Þórhalli Jósepssyni, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
Húsnæðismálastjórn.
Fleiri sækja
um störf hjá
Vinnuskólan-
anum en áður
ALLS hafa um 1.900 unglingar
. sótt um vinnu hjá Vinnuskólanum
samanborið við rúmlega 1.700 í
fyrra. Að sögn Sigurðar Líndáls
aðstoðarskólastjóra munu allir
þeir sem sótt hafa um fá vinnu í
sumar.
Vinnuskólinn er starfræktur fyrir
unglinga fædda árin 1977 og 1978.
Starfsemin hefst 2. júní og verður
út júlímánuð. Þeir sem fæddir eru
árið 1978 fá vinnu hálfan daginn en
þeir sem fæddir eru 1977 fá vinnu
allan daginn.
„Við erum með vinnuhópa um alla
Reykjavík, t.d. við skóla og hjá Hita-
veitunni. Þá erum við hópa sem hirða
garða hjá ellilífeyrisþegum en aldrei
hafa jafn margir ellilífeyrisþegar sótt
um slíka þjónustu og nú,“ segir
Sigurður.
I svari Húsnæðisstofnunar, sem
lagt var fram á miðvikudaginn, er
gerð nokkur grein fyrir eignarmynd-
un annars vegar í félagslega íbúða-
kerfínu (félagslegar eignaríbúðir og
almennar kaupleiguíbúðir) og hins
vegar í húsbréfakerfinu. Lánstíminn
í húsbréfakerfinu er 25 ár en 5 til
50 ár í félagslega kerfinu. í hús-
bréfakerfinu er ekkert afborgunar-
laust ár og sama gildir um almenn-
ar kaupleiguíbúðir, en fyrsta árið
er afborgunarlaust þegar keypt er
félagsleg eignaríbúð. Framlag lán-
takanda við kaup er 35% í húsbréfa-
kerfmu en 10% í félagslega kerfinu.
Vextir í húsbréfakerfinu eru 6% en
4,5% vegna almennra kaupleigu-
íbúða, þar sem 70% kaupverðs eru
lánuð til 43 ára en 20% til 5 ára,
og vegna félagslegra eignaríbúða
eru lánuð 90% til 43 ára á 1% vöxt-
um.
Vegna ofangreindra þátta er
eignarmyndunin hraðari í húsbréfa-
kerfínu heldur en í félagsíbúðakerf-
inu. Ekki er munur á eignarmyndun
milli almennra kaupleiguíbúða og
félagslegra eignaríbúða þegar láns-
tíma lýkur eftir 43 ár en nokkur
munur kemur fram á lánstímanum.
Vegna 20% lánsins til 5 ára verður
eignarmyndunin hraðari í almenn-
um kaupleiguíbúðum fyrstu árin en
frá og með 18. ári verður hún meiri
í félagslegum eignaríbúðum. Af
þessu leiðir einnig að árleg greiðslu-
byrði er mun hærri af húsbréfalán-
um en lánum til félagslegra eignar-
íbúða. Þyngsta greiðslubyrðin er af
almennum kaupleiguíbúðum fyrstu
5 árin, en fer niður fyrir húsbréfa-
lánin eftir það.
I svari Húsnæðisstofnunar er tek-
ið dæmi um íbúð sem kostar 7,5
milljónir króna. Eftir 25 ár hefur
kaupandi í húsbréfakerfinu eignast
hana að fullu en hefur þá alls borg-
að 9.533.881 kr. í afljorganir og
vexti af láninu,_ sem í upp'hafi var
4.875.000 kr. Á sama tíma hefur
kaupandi félagslegrar eignaríbúðar
greitt 4.810.151 kr. í afborganir og
vexti af láninu, sem upphaflega var
6.750.000 kr., heildareign hans í
íbúðinni er orðin 1.728.280 kr. eða
Alþjóðlegar stafatöflur fyrir tölvur:
Listahátíð í Reykjavík hófst á Lækjartorgi í gær með ávarpi Ólafs
G. Einarssonar, menntamálaráðherra, kórsöng og fleiri atriðum. Á
myndinni sjást nokkrir þeirra gesta sem viðstaddir voru athöfnina á
torginu í veðurblíðunni. I gær var tónverk Hjálmars H. Ragnarssonar
frumflutt í Þjóðleikhúsinu við texta Halldórs Laxness, opnunartónleik-
ar hátíðarinnar voru í Háskólabíói og sýning á listmunum frá Jórdan-
íu var opnuð í Listasafninu. í dag verða opnaðar sýningar með verkum
eftir Kjarval og Miro á Kjarvalsstöðum, Buren í Listasafninu og einn-
ig sýningar í Nýlistasafninu og Listasafni Siguijóns. Hver atburðurinn
rekur síðan annan næstu þijár vikurnar, en Listahátíð lýkur 19. júní.
Listahátíð á Lækjartorgi
Morgunblaðið/Bjami
Niðurstaða í atkvæðagreiðslu um
þrjá íslenska stafi um miðjan júní
Aðildarþjóðir ISO eru 25 og
hefur atkvæðagreiðslan staðið frá
því í janúar. Að sögn Þorvarðar
Kára Ólafssonar hjá Staðlaráði
íslands er vitað að nú þegar hafa
sex þjóðir samþykkt alheimstöfl-
una óbreytta en tvær fellt hana
að tillögu Tyrkja. Lítið sem ekkert
er vitað um ákvörðun hinna aðild-
arþjóðanna 19.
Island er áheyrnarfulltrúi að
ISO og hefur því ekki atkvæðis-
rétt í sambandinu. Staðlaráð ís-
lar.ds íhugar nú að sækja um fulla
aðild að ISO.
Baldur Jónsson, forstöðumaður
íslenskrar málstöðvar, segir af-
leiðingar þess að íslensku stöfun-
um verði skákað út úr stafatöflun-
um geta orðið alvarlegar. „Ég ótt-
ast einna mest þann möguleika
að einhveijir landar okkar leggi
til að stafírnir verði felldir út úr
íslensku máli þar sem það taki því
ekki að leggja í kostnaðarsamar
breytingar. Slíkt myndi hreinlega
umturna ásýnd íslensks ritmáls.“
Sjá Tyrkjaránið, bls. 10.
Atkvæðagreiðslu innan ISO, Alþjóðasambands staðlastofnana,
um stafatöflur í tölvum lauk í gær. Borin var undir atkvæði svo-
kölluð alheimstafla en tyrkneska staðlastofnunin hafði sett fram
breytingartillögu við töfluna þess efnis að fella ætti út þijá ís-
lenska stafi fyrir tyrkneska. Verði tillaga Tyrkja samþykkt gæti
það haft í för með sér milljarða útgjöld vlð breytingar á tölvum
hérlendis. Ekki er að vænta niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni
fyrr en um miðjan júní.
23% íbúðarverðsins. Sá sem keypt
hefur almenna kaupleiguíbúð hefur
hins vegar eftir 25 ár greitt
8.674.180 kr. í afborganir og vexti
af upphaflegum lánum að andvirði
6.750.000 kr. og á þá 1.559.142 kr.
í íbúðinni eða 20,8%.
Eftir 43 ár hefur kaupandi í hús-
bréfakerfinu átt íbúð sína skuld-
lausa í 18 ár og fær fullt verð henn-
ar við endursölu. Sá sem keypti
félagslega eignaríbúð hefur þá alls
greitt 8.367.140 kr. og á í íbúðinni
3.956.250 kr. eða 52,7%, en það er
sú upphæð sem hann fengi greidda
ef hann seldi hana. Kaupandi al-
mennrar kaupleiguíbúðar hefur hins
vegar eftir 43 ár alis greitt
13.721.300 kr. í afborganir og vexti,
en eignarhlutur hans er þá
3.956.250 kr.